Vísir - 20.01.1976, Síða 2

Vísir - 20.01.1976, Síða 2
Hefurðu fengið skatt- framtalseyðublaðið i hendur? / Gar&ar örn, bilstjóri: — Já og mér listhreint ekki illa a& fá það. Þetta er einu sinni það sem maö- ur má búast við hvert ár. Eyþór Árnason, vélavirki: — Já ég er búinn að fá það. Mér list alltaf illa á það. En illu er vist best aflokiö, svo það er ekkert verra að fá það núna en einhvern tima seinna. Sólrún Kagnarsdóttir, af- greiftsiustúlka: — Já, ég er búin aftfá þaft i hendur. Mér list ágæt- lega á þaft. Þetta er bara það sem maftur fær á hverju ári. Gunnar Gu&brandsson, vinnur vift tæknistörf: — Vissulega er ég búinn a& fá það. Mér list aldrei vei á þaft blað. Þó kviöi ég ekk- ert fyrir sköttunum, býst viö að þeir verfti svipaðir og fyrri ár. Magnús Sveinsson, kennari: — Já, ég hef fengiö það i hendur og er ekkert sérstaklega hrifinn. Mér finnst þaö afturför frá þvi i fyrra hve litill frádráttur er vegna viöhalds á húsum. Að þvi leyti horfir verr núna. Paul Heide, úrssmiöur:— Nei, ég er ekki búinn að fá það, en á von á þvi fljótlega. Mér list vel á að fá skattseðilinn i hendur. Það ber öilum að borga sinn hlut til skatts. Enskt drasl í útvarpinu Jóhann Þórólfsson skrifar: „Þannig er mál með vexti að útvarpið flytur þátt á hverjum fimmtudegi er heitir sjómannaþáttur. Sá hængur er á þessum þætti að það er engu likara en að hann sé eingöngu fyrir þulinn. Ég skal skýra þetta sjónar- mið mitt nánar. Siðast 8. þessa mánaðar er ég hlustaði — sem ég geri yfirleitt alltaf — og i fleiri þáttum sagði þulurinn yfirleitt alltaf við skulum hlusta á þetta lag, en hún getur þess mjög sjaldan hvaða lög þeir sem senda þættinum óskir — hvort sem það eru sjó- mennirnir, eða konur þeirra og fjölskyldur i landi — vilja hlusta á. Þess í stað setur þulurinn plötur á fóninn svo aö segja alltaf með ensku drasli, annað hvort djass eða sinfóniur. Kannski er þessi stúlka mikill bretavinur, en mér finnst það vægast sagt, eins og nú er ástatt, mjög ósmekklegt að spila nokkuð sem enskt er, að ekki sé meira sagt. Það er eitthvað annað að hlusta á óskalög sjúklinga. Þareru svo að segja allar ósk- ir um islensk kvæði, islenskan söng og islensk lög, enda lika af nógu að taka i þeim efnum, bæði harmonikulög og söng. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að færa okkar framúr- skarandi góöu og dugmiklu varðskipsmönnum sem vinna við erfiö og hættuleg störf, mlnar bestu kveðjur með ósk um aö þeir megi ávallt sigla knerri sinum heilum i höfn. Mættu bæði lögregla og þá ekki siður dómsmálaráðherra hafa þessa menn til fyrir- myndar i sambandi við lög- brjóta f landi og taka miklu fastari tökum á þeim en nú er gert.” Ef bíll skrikar í hólku Pétur Guðjónsson á Akranesi hringdi: „Töluvert hefur verið um það að undanförnu að fluttir væru umferðarþættir i sjón- vari og útvarpi þar sem leiðbeint er um akstur I hálku. Að minu mati og annarra, sem mikla reynslu hafa i akstri við ýmis skilyrði, er þarna farið með rangt mál og villandi. t umferðarþáttunum er sagt að ef bill skriki i lausamöl eða hálku eigi að kúpla sundur, eðaaftengja vélina eins og þar er vist sagt. Að okkar dómi er þettta al- rangt, það má einmitt ekki kúpla sundur. t stað þess er vænlegra að gefa upp bensin- gjöfina, varlega, og nota svo stýrið til þess að ná valdi yfir bilnum. — - Ég hef rætt þetta meðal annars við reyndan oliubil- stjóra og hann er mér sam- mála að þessar upplýsingar i umferðaþáttunum séu villandi og jafnvel stórhættulegar fyrir óvana bilstjóra.” Draga andann á annara kostnað S. og A. skrifa: „Kæru lesendur. Við erum hér tvær stúlkur á tvitugsaldri er höfum verið at- vinnulausar f u.þ.b. hálft ár. Við höfum sótt um vinnu lát- laust en án árangurs. Er at- vinnulíf á íslandi svo lélegt að fólk þurfi t.d. að leita út fyrir sitt eigið land, eða er ástandið svo svart, (ef svo má að orði komast), að fólk þurfi að vera i einhverjum klikum og þess háttar samböndum til að fá at- vinnu? Við höfum þurft að draga andann á annarra kostnað en eins og allir vita er ekki hægt að bjóða neinum upp á slikt endalaust. Auðvitað þurfum við eins og aðrir okkar skammt til lifs- viðurværis, þess vegna væri álit ykkar kæru lesendur vel þegið.” Svona er lífið Theodór Einarsson, sendi þennan brag til að lifga upp húmorinn: Lag, Gæti ég krækt I danskan dáta, sem dálitift borftaiagður er. W Lifið er skjálfandi litið gras, lemjandi rigning og dægurþras, Vormaður Islands hann Vilmundur vekur hjá kerfinu stórundur. Þeir ætluðu að gera Guðna blankan en gátu það ekki ha ha ha ha (hlátur) Sunna mátaöi Seðlabankann Já, svona er lifið hæ trall la la. Hann fór inn i banka og fékk sér lán það fannst þeim i kerfinu algjör smán, Alþýöubankinn varð alveg þúrr átti ekki sent fyrir hálfum spur. Þeir ætluðu að gera Guðna blankan en gátu það ekki há ha ha ha, Sunna mátaði Seðlabankann Já, svona er llfið, hæ trall la la. Og Guðni i pilagrimsferðir fór fann að nú var hann orðinn stór. Frá Jerúsalem til Jerikó, frá Jórdaniu til Mekkanó. Þeir ætluðu að gera Guðna blankan en gátu það ekki ha ha ha ha. Sunna mátaði Seðlabankann. Já, svona er lifið, hæ trall la la.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.