Vísir - 20.01.1976, Blaðsíða 14

Vísir - 20.01.1976, Blaðsíða 14
14 Þriöjudagur 20. janúar 1976. vism Hvað eigum við inni, og hverjum skuldum við? Liðir A, B og C á bls. 3 á framtalinu: Teljum innstœðurnar og verðbréfin samviskusam lega fram til skatts A-liður, bls. 3. a. Eignfærsla. I þessum staflið framtals ber þeim sem ekki eru bókhalds- skyldir að sundurliða eins og þar segir til um allar framtals- skyldar og skattskyldar inn- stæður i bönkum, sparisjóðum og löglegum innlánsdeildum fé- laga, sbr. ákvæði 21. gr. skatta- laganna, svo og verðbréf sem hlita framtalsskyldu og skatt- skyldu á sama hátt skv. sérstök- um lögum. Þessar tegundir eigna eru framtalsskyldar og skattskyldar til jafns við skuldir framteljanda og ber að tilgreina upphæð hverrar eignar i dálkn- um „Upphæð kr. með vöxtum”. Til skulda i þessu sambandi teljast þó ekki eftirstöðvar fast- eignaveðlána að hámarki 1,700.000 kr. ef þau voru tekin til 10 ára eða lengri tima og sann- anlega notuð til að afla fast- eigna eða endurbæta þær. Hafi framteljandi einungis talið framtalsskylda og skattskylda eign i þessum staflið ber að færa samtölu slikra eigna i linuna „Skattskyldar innstæður, verö- bréf og vextir.... alls kr.” og færa upphæðina siðan i kr. dálk töluliðar7,1, (Inneignir) i fram- tali. Hafi framteljandi hins veg- ar talið fram allar umræddar eignir sinar i þessum staflið ber að færa samtölu þeirra i þar greindar reit en draga þar frá upphæð skattfrjálsra eigna (þ.e. þær eignir sem eru umfram aðrar skuldir skv. C-lið en áður umrædd fasteignaveðlán) og færa mismun (þ.e. upphæð jafna öðrum skuldum en áður umræddum fasteignaveðlán- um) i þar til gerðan reit fyrir skattskyldar eignir og færa upp- hæðina einnig i kr. dálk, tölulið 7, I, (Inneignir) i framtali. I A-lið á bls. 3 skal auk nefndra innstæðna og verðbréfa færa skyldusparnaðarupphæð skv. VII kafla laga nr. 11/1975. Einnig má færa þar skyldu- sparnaðarinnstæður skv. III. kafla laga nr. 30/1970. Ef nefndar skyldusparnaðareignir eru taldar i A-lið þá skulu þær frádregnar 1 þar til ætlaðri linu ásamt öörum skattfrjálsum eignum áður en fært er 1 tölulið 7, I á 1. bls. framtals. Skyldusparnaðarupphæðin skv. lögum nr. 11/1975 er framtals- skyld en ekki skattskyld, en skyldusparnaðarinnstæðurnar skv. lögum nr. 30/1970 eru hvorki framtalsskyldar né skattskyldar þótt heimilt sé að telja þær fram. Skuldir umfram hámark fasteignaveðlána skerða ekki skattfrelsi skyldusparnaðareigna. b. Vaxtafærsla Þeim sem ekki eru bókhalds- skyldir ber að sundurliða reikn- aðar, greiddar og gjaldfallnar vaxtatekjur af framtalsskyld- um og skattskyldum eignum skv. a-lið og tilgreina vaxtatekj- urnar 1 dálknum „Vaxtatekjur kr.”. (Um áfallnar vaxtatekjur, sjá sameiginlegar leiðbeiningar um útfyllingu Á-, B- og C-liða.) Enn fremur skal tilgreina skatt- skylda vexti af útteknum inn- stæöum og innleystum verð- bréfum á árinu. Hafi framtelj- andi einungis talið skattskylda eign og skattskyldar vaxtatekj- ur þar af i þessum starfslið ber að færa samtölu vaxta i kr. dálklinunnar „Skattskyldar innstæður, verðbréf og vext- ir... alls kr.”. Um innfærslu vaxta i töluliö 4, II, visast til leiðbeininga um úftyllingu B- liðar framtals. Hafi framtelj- andi hins vegar talið fram allar framangreindar eignir sinar ber einnig að færa i dálkinn „Vaxtatekjur kr.” alla reikn- aða, greidda og gjaldfallna vexti af þessum eignum en draga siðan frá skattfrjálsa vexti miðað við hlutfall skatt- frjálsra eigna og færa niður- stöðu i kr. dálk skattskyldra vaxta. Um innfærslu vaxta i tölulið 4, III, visast til leiðbein- inga um útfyllingu B-liðar. c. Bókhaldsskyidir aðilar. Bókhaldsskyldum aðilum ber að færa allar áður umræddar eignir og vexti af þeim i bækur sinar og ársreikninga, sbr. 3. mgr. 21. gr. skattalaganna, en um framtalsskyldu og skatt- skyldu þessara eigna og vaxta- tekna af þeim vlsast til siðustu málsgreinar 1. töluliðar I. kafla og 4. og 5. málsgreinar 1. tölu- liðar III. kafla leiðbeininganna. B-liður, bls. 3. 1 þessum staflið framtals ber að sundurliða eins og þar segir til um allar verðbréfaeignir sem ekki bar að telja fram skv. A-lið (vixlar teljast verðbréfaeign) þótt geymdar séu i bönkum eða séu þar til innheimtu. Enn fremur allar útistandandi skuldir, stofnsjóðsinnstæður, inneignir i verslunarreikning- um o.fl. að meðtöldum ógreidd- um vöxtum og færa i dálkinn „Upphæð kr.”. Samtölu þessara eigna skal siðan færa i tölulið 9, I, (Verðbréf o.s.frv.) i framtali. 1 dálknum „Vaxtatekjur kr.” ber að tilgreina allar reiknaðar, greiddar og gjaldfallnar vaxtá- tekjur af þessum eignum og sams konar eignum sem inn- leystar hafa verið á árinu (Um áfallnar vaxtatekjur, sjá sameiginlegar leiðbeiningar um útfyllingu A-, B- og C-liða.) Samtölu þessara vaxtatekna, ásamt samtölu skattskyldra vaxtatekna skv. A-lið en að frá- dregnum vaxtatekjum af stofn- sjóðsinnstæðum, ber að færa i þar til gerðan reit i B-lið og færa siðan upphæðina i tölulið 4, III, (Vaxtatekjur) i framtali. Hverjir eru skuldararnir? C-liður, bls. 3. í þessum staflið framtals ber að sundurliða eins og þar segir til um allar skuldir i árslok og færa upphæð þeirra i dálkinn „Upphæð kr.” og merkja með X ef við á. Enn fremur ber að færa hér skuldir umfram eignir skv. efnahagsreikningi, sbr. siðustu mgr. 1. töluliðar I. kafla leið- beininganna. Samtölu skulda skal siðan færa i tölulið II á fyrstu siðu framtals. I dálknum „Vaxtagjöld kr.” ber að tilgreina öll greidd og gjaldfa 11 in vaxtagjöld af til- greindum skuldum, svo og af skuldum sem greiddar hafa verið upp á árinu og færa niður- stöðu dálksins i linuna „Skuldir alls og vaxtatjöld alls kr.” en frá þessari niðurstöðu ber að draga heildarupphæð þeirra vaxtagjalda sem hér hafa verið tilgreind en eru jafnframt færð á rekstraryfirlit skv. tekjuliðum 1 og 2, III, i framtali. Mismun þessara upphæöa ber að færa i linuna „Vaxtagjöld, mismunur kr.” og sömu upphæð skal siðan færa i töluliö 2, V, (Vaxtagjöld) i framtali. (Um áfallin vaxta- gjöld, sjá sameiginlegar leið- beiningar um útfyllingu A-, B- og C-liða.) A-, B- og C-liðir, bls. 3. — Sameiginlegar leiðbein- ingar. Um áfallna vexti. I stað þess að telja vexti til tekna og frádráttar eins og þeir eru reiknaðir, greiddir og gjald- fallnir á árinu, sbr. .ejðbeining- ar um einstaka stafliði A, B og C, er heimilt að reikna til tekna og frádráttar áfallna vexti á ár- inu þótt eigi séu gjaldfannir. Sá það gert ber aö fylgja sömu reglu um ákvöröun allra vaxta- tekna og vaxtagjalda, þ.m.t. forvextir af vixlum og öðrum skuldum. Það er þvi eigi heimilt að fylgja þessari reglu við ákvörðun vaxtagjalda en ekki vaxtatekna eða við ákvörðun vaxtagjalda af sumum skuldum en ekki öllum. Einnig ber að telja til eigpar i viðeigandi staf- liðum áfallknar en ekki gjald- fallnar vaxtatekjur i árslok en til skulda i staflið C, áfallin en ekki gjaldfallin vaxtagjöld. Frá vixilskuldum og öðrum skuldum ber að draga þann hluta for- vaxta sem ekki tevst áfallinn i árslok en til vaxtagjalda einungis þann hluta þeirra sem fallinn er á i árslok 1975. Hafi framteljandi i framtali sinu árið 1975 fylgt reglunni um reiknaða, greidda og gjaldfallna vexti getur hann nú i framtali ársins 1976 skipt yfir til reglunn- ar um áfallna vexti. Ber honum þá i fyrsta lagi að tilgreina til tekna og frádráttar alla reikn- aða, greidda og gjaldfallna vexti á árinu 1975 og i öðru lagi að tilgreina til tekna og frá- dráttar, eigna og skulda áfallna en ekki gjaldfallna vexti til árs- loka 1975. A sama hátt ber þeim framteljendum, sem færðu áfallna en ekki gjaldfailna vexti af hluta eigna eða skulda i framtali sinu 1975, að leiðrétta framtalningu vaxta i framtali ársins 1976 á þann hátt að fulls samræmis gæti i meðferð vaxta bæði til tekna og frádráttar. Byggingar, kaup . og sala fastetoiai ggMf flHP íl m yi I :; m i1 D liöur/ bls. 4. I þessum staflið framtals ber að gera grein fyrir byggingu, viðbyggingu, breytingum og endurbótum fasteigna með til- visun til húsbyggingarskýrslu sem fylgja skal framtali. (Eyðublöð fást hjá skattyfir- völdum.) Enn fremur skal gera þar grein fyrir kaupum ig sölu fasteigna, bifreiða, skipa, véla, verðbréfa og hvers konar ann- arra verðmætra réttinda. Einnig ber að tilgreina þar greidd sölulaun, stimpilgjöld og þinglesningarkostnað, svo og afföll af seldum verðbréfum. Enn fremur ber að tilgreina söluhagnað af eignum og skatt- skyldan hluta hagnaðar af sölu eigna sem ber að færa sem tekj- ur i tölulið 13, III, i framtali nema framteljandi hafi heimild til og vilji nota heimildir 4. og •11. mgr. E-liðar 1. mgr. 7. gr. laga nr. 68/1971, sbr. 4. tl. 3. gr. laga nr. 7/1972, um frestun á skattlagningu skattskylds hluta söluhagnaðar eigna. Kjósi hann það skal hann geta þess i þess- um staflið framtals en ekki færa upphæðina i tölulið 13, III, i framtali (4. mgr., sbr. 4. tl. 3. gr. laga nr. 7/1972, varðar ein- göngu frestun ákvörðunar um skattskyldu söluhagnaðar af ibúðarhúsnæði). ■ & II ; m «l?| m Mfl Hð - SöLÖ iPrMI ‘■'■'m’ " ,w> m "V wPbs nflBj p®' í BflB mm mwmfi •u.-f > f fflfll i . :Jnl V 5 ■ 1 mM||8 181

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.