Vísir - 20.01.1976, Blaðsíða 6

Vísir - 20.01.1976, Blaðsíða 6
6 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Árni Gunnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson Fréttastjóri erl. frétta: Guömundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Sföumúia 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. t lausasögu 40 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Ábyrgur málflutningur Magnúsar Torfa Stjórnmálaspennan hér innanlands siðustu vikur hefur eðlilega komið ýmsum úr jafnvægi, stjórn- málamönnum jafnt sem öðrum. Yfirleitt hefur stjórnarandstaðan, hver sem hún er, reynt að hag- nýta sér slikt ástand með þvi að ala á æsingum. Samkvæmt lögmáli stjórnmálalifsins hefur það verið talið vænlegast fyrir stjórnarandstöðu að bregðast þannig við. Það vekur þvi óneitanlega nokkra athygli, þegar stjórnmálamenn i stjórnarandstöðu láta ekki beygja sig undir þetta hefðbundna lögmál. Visir vill i þessu sambandi benda á yfirlýsingar Magnúsar Torfa Ólafssonar i útvarpinu siðastliðið sunnudags- kvöld. 1 sambandi við ummæli hans þar um landhelgis- málið var t.a.m. eftir þvi tekið, að hann varaði mjög við öllum skyndiákvörðunum. Rétt væri að þreyja þorrann og góuna, þvi að eftir hafréttarráðstefnuna myndum við ná undirtökunum i þessari viðureign. Þetta eru tvimælalaust rétt sjónarmið. Þá er það vert alveg sérstakrar eftirtektar, að Magnús Torfi ólafsson taldi ekki rétt að hlaupa til að segja landið úr Atlantshafsbandalaginu vegna landhelgisátakanna við breta. Rétt er að taka fram, að hann itrekaði andstöðu sina við aðild Islands að bandalaginu, og þar greinir hann á við þetta blað. En hann vildi að afstaða til þess yrði tekin út frá öðrum forsendum en landhelgisátökunum. Þessi málefnalega afstaða gæti orðið ýmsum öðr- um stjórnmálamönnum til eftirbreytni. Ljóst er, að andstæðingar Atlantshafsbandalagsins geta notað þessi skammtimaátök við breta i þvi skyni að ala á úlfúð i garð bandalagsins. Tilfinningahitinn opnar möguleika á sliku, enda hefur þetta jafnan verið reynt i fyrri átökum okkar við breta, en án árang- urs. Þegar málin eru yfirveguð, liggur það hins vegar i augum uppi, að við skipum okkur i sveit á alþjóða- vettvangi út frá allt öðrum sjónarmiðum en þeim, er liggja að baki þessari sk^immtima deilu við breta. öllum ber saman um, að okkur sé vis sigur i þeim átökum, er nú standa yfir. Allt bendir til þess, að 200 sjómilna efnahagslög- saga verði viðurkennd að alþjóðalögum innan ekki langs tima. Bretar sjálfir eru fylgjandi þeirri hug- mynd. Liklegt er að samkomulag þar um náist á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Enginn vafi leikur þvi á, að timinn vinnur með okkur. Það er bæði eðlilegt og rétt að lita á aðgerðir okk- ar i landhelgisátökunum i ljósi þessara staðreynda. Við getum ekki hlaupið úr bandalögum og i, þó að við lendum i skammvinnum átökum sem þessum, og þótt hörð séu. Þegar til lengdar lætur hlýtur það að vera farsælast að ganga æsingalaust fram i þessu máli sem öðrum. Þó að þetta blað sé á öndverðum meiði við Magnús Torfa Ólafsson og stjórnmálasamtök hans að þvi er varðar afstöðuna til Atlantshafsbanda- lagsins, þykir rétt að benda á þá málefnalegu af- stöðu, sem hann hefur tekið i þessu efni. Þegar vel er að gætt kemur ugglaust i ljós, að málflutningur af þessu tagi dugar betur en hefðbundin stjórnar- ands töðu vinnubrögð. Þriöjudagur 20. janúar 1976. VISIR Umsjón: Guómundur Pétursson. J Brýst vínstríðið út að nýju í EBE? Verði ekki gripið til nýrra ráða til að bæta afkomu þeirra, hafa franskir vinræktar- bændur hótað að rjúfa vopnahlé það, sem þeir höfðu gert við rikis- stjórnina og EBE, AB þvi er segir i nýlegum skýrslum Efnahagsbandalags- ins, var þrýstingur bændanna svo mikill, aB franska stjörnin sá sig nauBbeygBa til aB verBa viB nokkrum af kröfum þeirra. Eftir aB viBræBum viB bænd- urna lauk, tilkynnti stjórnin um nýja áætlun meB þaB fyrir aug- um aB setja verndartolla á inn- flutt léttvin, og þá einkum itölsk vin. En bændurnir voru siöur en svo sáttir viB þessa tillögu, þar sem hún snerti á engan hátt höfuövandamáliö — sem er hvorki meira né minna en slæmt eftirlit Efnahagsbandalagsins. ÞaB veröur erfitt fyrir rikis- stjórnina aö sigla milli skers og báru I þessu tilviki. Ríkisstjórnin tvístígur Veröi hún viB kröfum bænd- anna, brýtur hún i bága viB reglur Efnahagsbandalagsins og „vinstríöiö” svonefnda gæti haft óheillavænleg áhrif á stefnu bandalagsins i landbúnaöar- málum. A hinn bóginn gæti hörö af- staBa rikisstjórnarinnar leitt til uppþota og skálmaldar i Suöur- Frakklandi. Framleiöslan jókst og neyslan minnkaöi um leiö og birgBir hrönnuöustupp hjá vinbændum, þvi aö innfluttu vinin voru ódýr- ari. Margir vinbændanna römb- uöu á barmi gjaldþrots, og til þess aö vekja athygli á málstaö K sinum fóru þeir i kröfugöngur og settu hindranir fyrir hafnir viö Miöjaröarhaf. Telja sig beitta órétti Michel Romain, talsmaöur athafnanefndar vinbændanna, sagöi: „Við höfum verið settir neðar öðrum bændum, sem fá styrk frá EBE til aö halda ágóða sinum óskertum.” Að hans sögn voru vinbænd- urnir óánægðir yfir þvi hve um- bætur á landbúnaðarstefnu EBE hafi dregist og bætti við: „Að okkar mati, er tillaga rlkis- stjórnarinnar um að setja á fót stofnun, er tryggja skuli stöðug- leika markaðarins, alls ekki nægjanleg. Slik stofnun ætti að vera til að takmarka innflutn- ing, svo Hfsafkomu okkar sé borgiö. En eftir þvi sem viö komumst næst, þá hefur rikis- stjórnin allt aðra skoðun á mál- Embættismaður i landbúnað- arráöuneytinu, kvað vandamál- iö vissulega erfitt viöureignar. „Veröi innflutningshöft sett á itölsk vin, þá munu italirnir svara i sömu mynt, og hætta að kaupa franskt kjöt og smjör,” sagöi hann. „Þá myndu nautgripabændur mótmæla, og landbúnaöar- stefna EBE væri i hættu i heild. Þetta er einn samfelldur vlta- hringur,” bætti hann við. Spónverjar hinn nýi óvinur Leiðtogi stéttarsambands franskra bænda hefur varaö viö þvi, að spánverjar myndu færa sér ágreininginn milli frakka og itala i nyt. „Spánverjar biöa þess, að þeir geti öðlast inngöngu i EBE. Þeir hyggjast tvöfalda vinfram- leiöslu sina. Auk þess mun gott vin frá þeim veröa fáanlegt á lágu verði. Gerist þetta, er stjórnarbylting fyrirsjáanleg i Suður-Frakklandi,” sagöi hann. Að sögn annars háttsetts manns innan athafnaráðs vin- ræktarbænda, eru þeir herská- ustu meðal þeirra, þegar farnir að þjálfa sig i meöferö skot- vopna, til aö vera viðbúnir átök- um, ef kröfum þeirra verður ekki sinnt. „Við erum sannfærðir, að rikisstjórnin hefur fórnaö okk- ur, en við ætlum okkur þó sist af öllu að láta i minni pokann i þessu máli,” er haft eftir einum þeirra herskáu, Lucien Bosquet. Allt frá árinu 1973 hafa ódýr Itölsk vin streymt inn á fransk- an markað, og er það meginá- stæðan fyrir mótmælaaðgerð- um vinræktarbændanna. Vopnaskak vínbœnda Rikisstjórnin á engra annarra kosta völ en að fara fram á breytingar á reglum EBE, I von um samþykki hinna þjóöanna. Vopnaskak bændanna hefur staöið siðan i sumar. Siðan hafa þeir eyðilagt járnbrautarteina, sett siglingartálma fyrir hafnir við Miðjarðarhaf og hellt heil- um bilförmum af itölskum vin- um niður I mótmælaskyni gegn innflutningnum. Jacques Chirac forsætisráð- herra er mjög annt um að kom- ast að samkomulagi við bænd- urna, áður en fundur Efnahags- bandalagsins hefst i Brussel i febrúar, en þar koma EBE-rikin sér saman um verð á landbún- aðarvörum. Vinbændurnir krefjast inn- flutningshafta og jafnvel algjörs banns á innflutt vin. Rikis- stjórnin hefur á móti lofað lán- veitingum og skattaivilnunum, auk þess að setja fram tillögu um sérstaka stofnun, sem tryggja ætti jafnvægi á markað- inum. Tregir til að styggja EBE Chirac og Christian Bonnet hafa verið harðir á þvi, að setja ekki innflutningsbann á að nýju né brjóta á ný i bága viö reglur EBE. En hins vegar telja þeir breytingar á reglunum mjög æskilegar. Frakkar settu innflutnings- bann i mars á sl. ári en mánuði siðar var þvi aflétt, eftir að náðst höfðu samningar við EBE. En itölum til mikillar gremju var þó settur 12% verndartollur á itölsk vin um leið. En þeir tollar komu að engu gagni, þvi að gengi itölsku lir- unnar hefur stöðugt verið fellt I verði (rúm 30% á siðustu tveim- ur árum), og Bonnet segir með uppgjafarhreim i röddinni: „Þess vegna eru Itölsk vin svona miklu ódýrari en okkar.” „Brýna nauðsyn ber til þess, að EBE setji upp sérstakt kerfi er leiðrétti gjaldeyrismismun innan bandalagsins,” sagöi hann nýlega við fréttamenn. Verður vínbœndum beint inn ó nýja rœktun? En Bonnet viðurkennir, að það muni ekki leysa erfiðleika vinræktarbænda, svo lengi sem þeir vilja ekki draga saman framleiðslu sina. Hugmynd rikisstjórnarinnar er sú, aö I staö vinþrúgna komi ávaxtatré. Vinstriðið hófst fyrst að ráðí áriö 1973, þegar mikið umfram- magn af vini var framleitt bæöi i Frakklandi og á Italiu. Uppskera frakka var óvenju mikil, og nýtt met var sett i vin- framleiðslu: 84 milljónir hektó- litra, en italir færðu sér i nyt fri- verslunina og nú streyma ár- lega um fjórar milljónir hektó- litra vins inn á franskan markað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.