Vísir - 20.01.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 20.01.1976, Blaðsíða 9
VÍSIR Þriöjudagur 20. janúar 1976. —10. tbl. 66. árg. LEIÐBEININGAR við útfyllingu skattframtals unnar hjó skrifstofu ríkisskattstjóra.... V HVAÐ greiddirðu á árinu? meðlag einnig talið i áður- nefndri eyðu á bls. 1 en nöfn þeirra barna skráð i G-lið á bls 4 og þar tekið fram að fengið meðlag með þeim sé talið á bls 1. Sama gildir um barnalifeyri frá almannatryggingum ef annað hvort foreldra er látið eða barn er ófeðrað. Sé um að ræða slikan barna- lifeyri eða meðlag með barni til móður, sem býr i óvigðri sam- búð með manni sem hún hefur átt barn með, skal slikur barna- lifeyrir eða meðlag talinn i áðurnefndri eyðu á bls. 1 á framtali sambýlismannsins. A framtali sambýliskonunnar skal jafnframt tekið fram að barnalifeyririnn eða meðlagið sé talinn á framtali sambýlis- mannsins. Aðrar barnalifeyrisgreiðslur frá almannatryggingum og all- ar barnalifeyrisgreiðslur frá öðrum (t.d. lifeyrissjóðum) skal hins vegar telja undir tekjulið 13, „Aðrar tekjur” hjá móttak- anda. Þó skulu þær greiðslur sem um ræðir i þessari mgr., greiddar til konu sem býr i óvigðri sambúð með manni sem hún hefur átt barn með, allar taldar til tekna i tekjulið 13 á framtali sambýlismannsins. 3. Greidd meölög. Meðlög, sem framteljandi greiðir með barni til 17 ára aldurs þess, eru nú frádráttar- bær að hálfu hjá þeim sem greiðir, sbr. tölulið 7, IV. Upplýsingar um greidd með- lög með börnum til 17 ára aldurs skal framteljandi færa i þar til ætlaðan reit á fyrstu siðu fram- talsins. 4. Greidd heimilisaöstoö. Greidda heimilisaðstoð, sem ber að gefa upp á launamiðum (eyðublöð fást hjá skattyfir- völdum), skal tilgreina i kr. dálk. 5. Álagt útsvar. Hér skal tilgreina i kr. dálk álagt útsvar á gjaldaárinu 1975. Svipmyndir frá Aiþingi—þarna er svo öllum skattpeningunuin deilt út til ýmissa þarfa þjóðfé- lagsins. Það eru engir smápen- ingar sem þingmennirnir bera ábyrgð á að skiptist réttlátlega — hvort sem þeim tekst það nú eða ekki. 6. Greidd húsaleiga. Hér skal tilgreina i kr. dálk greidda húsaleigu og aðrar þær upplýsingar sem um er beðið i þessum reit. 7. Slysatrygging viö heimilisstörf. Skv. ákvæðum 30. gr. laga nr. 67/1971 um almannatryggingar geta þeir, sem heimilisstörf stunda, tryggt sér rétt til slysa- bóta við þau störf með þvi að skrá i framtal sitt ósk um það i þar til gerðan reit. Ársiðgjald verður nú 2.392 kr. Þeir sem atvinnurekstur hafa með höndum geta tryggt sér og mökum sínum, sem með þeim starfa að atvinnurekstrinum, rétt til slysabóta, sbr. upp- lýsingar þar um á launamiða- fylgiskjölum. Óski þessir aðilar að tryggja sér eða mökum sin- um jafnframt rétt til slysabóta við heimilisstörf skulu þeir geta þess i umræddum reit og mun þá slysatryggingin i heild reikn- ast 52 vikur á vikugjaldi þess áhættuflokks sem hærri er. í leiðbeiningunum er fyrst fjallað um áritun framtalsins. Eðlilegt þykir að gera því næst grein fyrir útfyllingu þeirra reita á hægra helmingi 1. síöu framtalsins sem ætlast er til að framteljendur útfylli eftir þvi sem við getur átt. Því næst víkja leiðbeiningarnar óslitið að útfyllingu töluliða í I—V. kafla á bls. 1 og 2 og þar næst að útfyilingu stafliða A— G á bls. 3 og 4. Þó ber þess að gæta að eigi er unnt að fylla út suma töluliði framtalsins fyrr en lokið er útfyllingu stafliða. 1. Áritun. Framtaiseyðublaðið, sem áritað er i skýrsluvélum, skal senda skattyfirvöldum, sbr. þó 3. mgr. Notið aukaeintak af eyðublaði til að taka afrit af framtali yðar og geymið afritið með þeim upplýsingum og gögnum til stuðnings framtali sem yður ber að geyma a.m.k. i 6 ár. Framteljanda skal bent á aðathuga hvort áritanir, gerðar af skýrsluvélum, nöfn, fæðingardagar og —ár, svo og heimilisfang.séu réttar miðað við 1. des. sl., sbr. 2. mgr. Ef svo er ekki skal leiðrétta það á framtalinu. Einnig skal bæta við upplýsingum um breytingar á fjölskyldu I desember, t.d. giftur (gift), hverri (hverjum), hvaða dag, nafn barns og fæðingardagur eða óskirð(ur) dóttir (sonur) fædd(ur) hvaða dag Ef áritanir eru ekki réttar miðað við 1. des. sl. skal fram- teljanda bent á að senda einnig leiðréttingu til Hagstofu tslands (þjóðskrá), Reykjavik. Ef áritað eyðublað er ekki fyrir hendi skal fyrst útfylla þær eyður framtalsins sem ætlaðar eru fyrir nafn og nafnnúmer framteljanda, fæðinga’rdag hans og —ár, svo og heimilisfang hans 1. des. sl. Eyður fyrir nafn eiginkonu, nafnnúmer hennar, fæðingar- dag og — ár, svo og nöfn, fæðingardag og —ár barna, sem fædd eru árið 1960 og siðar, skal útfylla á sama hátt. Sérstök athugasemd varðandi ,/sambýlisfólk". Við áritun á framtalseyðublöð karls og konu, sem búa saman i óvigðri sambúð hafa öll börn á heimili þeirra verið skrifuð á framtal sambýliskonunnar eins og áður hvort sem hún er móðir þeirra eða ekki. Skattfrádrætti vegna barnanna var áður skipt milli sambýliskonu og sam- býlismanns i samræmi við ákvæði skattalaga eins og þau þá voru en skv. lögum nr. 11/1975 gildir nú eftirfarandi: a. Börn á heimili sambýlis- fólks, sem átt hefur barn saman, skulu öll talin hjá sambýlismanninum hvort sem hann er faðir þeirra eða ekki. b. Börn á heimili sambýlis- fólks, sem ekkihefur átt barn saman, skulu talin hvert hjá sinu foreldri. 2. Fengið meðlag og barnalífeyrir. Fengið meðlag og barnalif- eyrir frá almannatryggingum ef annað hvort foreldra er látið eða barn er ófeðrað er nú skatt- skyldar tekjur að hálfu hjá mót- takanda nema um sé að ræða einstætt foreldri, sbr. tölulið 10, III. Fengið meðlag með börnum, yngri en 17 ára skal að fullu færa i þar til ætlaða eyðu á bls. 1 neðan við nöfn barna heima hjá framteljanda sem fædd eru árið 1960 eða siðar. Sé um að ræða fengið meðlag með börnum sem urðu 16 og 17 ára á árinu 1975, þ.e. með börnum, fæddum á árunum 1959 og 1958 skal það

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.