Vísir - 20.01.1976, Blaðsíða 15

Vísir - 20.01.1976, Blaðsíða 15
vism Þriðjudagur 20. janúar 1976. 15 Eignir barna, tekjur og nómsfródróttur E-liður, bls. 4. 1 þessum staflið framtals ber að gera grein fyrir eignum og tekjum barns (barna), yngri en 16 ára, eins og þar segií til um. Nafngreina ber eignir barnsins (barnanna hvers um sig) i við- eigandi linu og reit og tilgreina upphæð eignar með vöxtum i dálknum „eignir.” og vaxta- tekjur eða aðrar tekjur (t.d. arð eða leigutekjur) af eigninni i dálknum „Tekjur kr.”. Nafn- greina ber vinnuveitanda barnsins (barnanna hvers um sig) i viðeigandi linu og reit og tilgreina upphæð greiddra launa ipeningum og hlunnindum (sbr. 6. og 7. tölulið III. kafla leiðbein- inganna) i dálknum „Tekjur kr.”. Siðan ber að færa niður samtölu allra eigna og tekna barnsins (barnanna), draga þar frá i þar til gerðri linu og reitum skattfrjálsar innstæður og verð- bréf og vexti af þeim, en þar er um að ræða sams konar eignii og vexti og rætt var um i A-lið leiðbeininganna, og færa siðan skattskyldar eignir og tekjur barnsins (barnanna) i viðeig- andi linu og reiti. Heildarupp- hæð skattskyldra eigna ber sið- an að færa i tölulið 10,1, (Eignir barna) i framtali. Öski fram- teljandi þess að eignir barna, eins eða fleiri, séu ekki taldar með sinum eignum skal sleppt að færa þann hluta eignanna i 'greindan tölulið en geta þess sérstaklega i G-lið framtals, bls. 4, að það sé ósk framteljanda að barnið verði sjálfstæður eignar- skattsgreiðandi. Heildarupphæð skattskyldra tekna ber að færa i tölulið 11, III, (Tekjur barna) i framtali. F-liöur, bls 4. Stundi barn, sem hefur skatt- skyldar tekjur skv. E-lið fram- tals, nám sem veitir rétt til námsfrádráttar skv. mati rikis- stattstjóra ber að tilgreina nafn barnsins, skóla og bekk eða deild i F-lið. I dálkinn „Náms- frádráttur eða hámarksfrá- dráttur kr.” ber að færa upphæð námsfrádráttar skv. mati rikis- skattstjóra eða upphæð skatt- skyldra tekna barnsins, hvora sem lægri er. Sé upphæð skatt- skyldra tekna barnsins (hvers barns um sig) hærri en upphæð námsfrádráttar og mismunur- inn hærri en 47.200 kr. (þ.e. 37.750 kr. hækkaður skv. skatt- visitölu 1976 sem er 125 stig) getur framteljandi óskað sér- sköttunar á tekjum barnsins. Skal hann þá færa i dálkinn „Viðbótarfrádráttur vegna ósk- ar um sérsköttun barns kr.” þá upphæð mismunarins sem er umfram 47.200 kr. Siðan ber að færa niður frádrátt samtals skv. báðum dálkum F-liðar, leggja upphæðir beggja dálkanna sam- an og færa heildarupphæð i tölu- lið 2, IV, i framtali. ívilnanir, lœkkun vegna menntunarkostnaðar o.fl.s Þessi starfsliður framtalsins er sérstaklega ætlaður fyrir at- hugasemdir framteljanda. Þar skal m.a. geta þess ef með framtali fyrir umsókn um lækk- un skattgjaldstekna (ivilnun) á þar til gerðum eyðublöðum eða framsett skriflega á annan full- nægjandi hátt. ívilnun getur komið til greina vegna ellihrör- leika, veikinda slysa, mannsláts eða skuldatapa sem hafa skert gjaldþol framteljanda verulega, vegna verulega eignatjóns, vegna framfærslu barna sem haldin eru langvinnum sjúk- dómum eða eru fötluð eða van- gefin, vegna framfærslu for- eldra eða annarra vandamanna eða vegna þess að skattþegn hefur látið af störfum vegna aldurs og gjaldþol hans skerst verulega af þeim sökum. Enn fremur getur komið til greina ivilnun vegna verulegra út- gjalda af menntu’n barns (barna) framteljanda sem eldra er (eru) en 16 ára. Eyðu- blöð með nánari skýringum til notkunar i þessu sambandi fást hjá skattyfirvöldum. Þar er annars vegar um að ræða um- sóknareyðublað vegna hinna ýmsu atvika sem getið er um hér að framan og hins vegar vegna menntunarkostnaðar barna. 1 6. tölulið leiðbeininga á bak- siðú eyðublaðs vegna menntunarkostnaðar barna er lýst hvaða skilyrði þarf að uppfylla til þess að foreldrar barna, eldri en 20 ára, geti fengið lækkun á skattgjaldstekj- um vegna menntunarkostnaðar barna sinna. Með reglugerð, dags. 12. jan. 1976, er nemend- um gefinn kostur á að sleppa greinargerð þeirri sem um er fjallað i nefndri skýringargrein en sæta i þess stað ákvörðun skattyfirvalda á námskostnaði skv. mati rikisskattstjóra um námskostnað og námstima- lengd. Kjósi nemandi að senda ekki fyrrnefnda greinargerð yf- ir námskostnað þurfa foreldrar sliks nemanda að gera grein fyrir kostnaði sinum vegna hans með framtali sinu Enn fremur skal i G-lið til- greina nöfn barna sem voru á 16. og 17. aldursári á árinu 1975 (fædd 1959 og 1958) ef framtelj- andi fékk greitt meðlag með þeim eða barnalifeyri úr al- mannatryggingum á árinu 1975, en upphæð meðlagsins eða barnalifeyrisins skal færa i þar til ætlaðan reit á bls. 1, ásamt fengnu meðlagi eða barnalifeyri úr almannatryggingum með yngri börnum ef um slikt var að ræða. Hjón sem telja sér hag- felldara að launatekjur konunn- ar, sbr. tekjulið 12, séu sér- skattaðar geta krafist þess og skulu þau þá færa tilmæli þar um i G-lið á bls. 4. Heimild til 50% frádráttar, sbr. frádráttar- lið 9, fellur þá niður. Annar frá- dráttur en persónuleg gjöld kon- unnar telst við útreikninginn hjá eiginmanninum. Karli og konu, sem búa saman i óvigðri sambúð og átt hafa barn saman, er heimilt að skrif- legri beiðni beggja að fara þess á leit við skattstjóra að hann sameini skattgjaldstekjur þeirra og skattgjaldseign til skattgjalds á nafni karlmanns- ins. Beiðnina skal hvort um sig færa i G-lið á framtali sinu og tilgreina þar nafn hins. Athygli skal vakin á þvi að framan- greind samsköttun karls og konu, sem búa i óvigðri sambúð, veitir ekki rétt til 50% frá- dráttar af tekjum konunnar. Að lokum skal framteljandi dagsetja framtalið og undirrita. Ef um sameiginlegt framtal hjóna er að ræða skulu þau bæði undirrita það. Athygli skal vakin á þvi að sérhverjum framtalsskyldum aðila ber að gæta þess að fyrir hendi séu upplýsingar og gögn er leggja megi til grundvallar framtali hans og sannprófunar þess ef skattyfirvöld krefjast. öll slik gögn, sem framtalið varða, skal geyma a.m.k. i 6 ár. Lagatilvitnanir i leiðbeining- um þessum eru i lög nr. 68/1971 um tekjuskatt og eignarskatt með áorðnum breytingum skv. lögum nr. 7/1972, lögum nr. 60/1973, lögum nr. 10/1974, lög- um nr. 11/1975 og lögum nr. 97/1975. ÞANNIG ERU HLUNNINDIN OG GJÖLDIN METIN: upphœðirnar Þessar gæskur eru metnar á 5.600 krónur stykkið fyrir skattárið 1975. Réttu til að telja fram eftir Rikisskattstjóri hefir ákveðið að skattmat framtalsárið 1976 (skattárið 1975) skuli vera sem hér segir: Búfé til eignar i árslok 1975. Ær................. 5.600 kr. Hrútar.................. 8.500 — Sauðir.................. 5.600 — Gemlingar............... 4.300 — Kýr.....................53.800 — Kvigur 1 1/2 árs og eldri.............36.000 — Geldneytiog naut......20.000 — Kálfar yngri en 1/2 árs........... 5.600 — Hestar á 4. vetri og eldri.............43.700 — Hryssur á 4. vetri og eldri.............24.800 — Hross á 2. og 3. vetri............ 15.300 — Hross á 1. vetri...... 9.300 — Hænur..................... 530 — Endur..................... 610 — Gæsir..................... 880 — Geitur.................. 3.700 — Kiðlingar............... 2.600 — Gyltur.......... 14.500 — Geltir.......... 14.500 — Grisiryngrien lmán. 0 — Grisir eldri en 1 mán. . 5.200 — Minkar: Karldýr....... 3.700 — Minkar: Kvendýr....... 2.000 — Minkar: Hvolpar............. 0 — Teknamat A. Skattmat tekna af landbún- aði skal ákveðið þannig: 1. Allt, sem selt er frá búi, skal • talið með þvi verði sem fyrir það fæst. Ef það er greitt i vörum, vinnu eða þjónustu ber að færa greiðslurnar til peningaverðs og telja til tekna með sama verði og fæst fyrir tilsvarandi vörur, vinnu eða þjónustu sem séld- ar eru á hverjum stað og tima. Verðuppbætur á búsafurðir teljast til tekna þegar þær eru greiddar eða færðar framleiðanda til tekna i reikning hans. 2. Heimanotaðar búsafurðir (búfjárafurðir, garðávextir, gróðurhúsaafurðir, hlunn- indaafrakstur), svo og heim- ilisiðnað, skal telja til tekna með sama verði og fæst fyrir tilsvarandi afurðir, sem seld- ar eru á hverjum stað og tima. Verði ekki við mark- aðsverð miðað, t.d. i þeim hreppum þar sem mjólkur- sala er litil eða engin, skal skattstjóri meta verðmæti þeirra til tekna með hliðsjón af notagildi. Ef svo er ástatt að söluverð frá framleiðanda er hærra en útsöluverð til neytenda vegna niðurgreiðslu á afurðaverði þá skulu þó þær heimanotaðar af- urðir. sem svo er ástatt um, taldar til tekna miðað við út- söluverð til neytenda. Mjólk, sem notuð er til búfjár- fóðurs, skal þó telja til tekna með hliðsjón af verði á fóður- bæti miðað við fóðureiningar. Þar sem mjólkurskýrslur eru ekki haldnar skal áætla heima- notað mjólkurmagn. Með hliösjón af ofangreindum reglum og að fengnum tillögum skattstjóra hefur matsverð verið ákveðið á eftirtöldum bús- afurðum til heimanotkunar þar sem ekki er hægt að styðjast við markaðsverð: a. Afurðir og uppskera: Mjólk, þar sem mjólkursala fer fram, sama og verð til neytenda ..........29,90 kr. pr. kg. Mjólk, þar sem engin mjólkur- sala fer fram miðað við 500 1. neyslu á mann ..........29,90 kr. pr. kg. Mjólk til búfjárfóðurs .. 15,70 kr. p r . k g . Hænuegg (önnur egg hlutfalls- lega) ..............320,00 kr. pr. kg. Sauðfjárslátur ..............394,00 kr. pr. stk. Kartöflur til manneldis ..........4.400,00 kr. pr 100 kg. Rófur til manneldis ..........4.900,00 kr. pr. 100 kg Kartöflur og rófur til skepnufóð- urs ..........945,00 kr.pr. 100 kg. b. Búfé til frálags (slátur meðtalið): Dilkar............... 5.300 kr. Veturgamalt.......... 7.000 — Geldarær.......,..... 6.700 — Mylkar ær og fullorðnir hrútar.... 3.500 — Sauðir............... 8.500 — Naut I. og II. fl.... . 44.400 — Kýr I. og II. fl.....30.000 — Kýr III.ogIV.fl.....20.500 — Ungkálfar............ 2.200 — Folöld........... 14.400 — Tryppi 1—4vetra.....20.400 — Hross 4—12vetra.....23.700 — Hross eldri en 12 vetra 14.400 — Svin 4—6 mánaða..... 18.900 — c. Vciði og hlunnindi: Lax .......... 500 kr. pr. kg. Sjóbirtingur ... 225 kr. pr. kg. Vatnasilungur 200kr.pr.kg. Æðardúnn......20.000 kr. pr. kg. d. Kindafóður: Metast 50% af eignarmati sauð- fjár. B. Hlunnindamat: 1. Fæði: Fullt fæði, sem vinnuveitandi lætur launþega (og fjölskyldu hans) endurgjaldslaust i té, er metið sem hér segir Fæði fullorðins .... 500 kr. á dag Fæði barns, yngra en 16ára...........400 kr. á dag Samsvarandi hæfilegur fæðis- styrkur (fæðispeningar) er met- inn sem hér segir: I stað fulls fæðis ... 700 kr. á dag 1 stað hluta fæðis... 280 kr. á dag 2. ibúðarhúsnæði: Endurgjaldslaus afnot laun- þega (og fjölskyldu hans) af i- búðarhúsnæði, sem vinnuveit- andi hans lætur i té, skulu metin til tekna 5% af gildandi fast- eignamati hlutaðeigandi ibúð- arhúsnæðis og lóðar. Láti vinnuveitandi launþega (og fjölskyldu hans) i té ibúðar- húsnæði til afnota gegn endur- gjaldi, sem lægra er en 5% af gildandi fasteignamati hlutað- eigandi ibúðarhúsnæðis og lóð- ar, skal mismunur teljast laun- þega til tekna. 3. Fatnaður: Einkennisföt karla ...13.800 kr. Einkennisföt kvenna .. 9.500 kr. Einkennisfrakki karla 10.700 kr. Einkenniskápa kvenna 7.100 kr. Hlunnindamat þetta miðast við það að starfsmaður noti ein- kennisfatnaðinn við fullt árs- starf. Ef árlegur meðaltalsvinnu- timi starfsstéttar reynist sann- anlega verulega styttri en al- mennt gerist og einkennisfatn- aðurinn er eingöngu notaður við starfið. má vikja frá framan- greindu hlunnindamati til lækk- unar, eftir nánari ákvörðun rikisskattstjóra hverju sinni. enda hafi komið fram rökstudd beiðni þar að lútandi frá hlutað- eigandi aðila. Með hliðsjón af næstu máls- grein hér á undan ákveðst hlunnindamat vegna einkennis- fatnaðar flugáhafna: Einkennisföt karla....6.900 kr. Einkennisföt kvenna ... 4.700 kr. Einkennisfrakki karla . 5.400 kr. Einkenniskápa kvenna . 3.600 kr. Framhald á nœstu síðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.