Vísir - 20.01.1976, Blaðsíða 19
VISIR Þriöjudagur 20. janúar 1976.
Sjónvarp kl. 20.35:
Hvað ertil róða...?
Hvaö er til ráöa á jarö-
skjálftasvæðinu i Þingeyjar-
sýslu? Þessa spurningu veröur
glimt viö i umræðuþætti i sjón-
varpinu i kvöid.
Þátturinn nefnist Jarðskjálft-
ar og bjargráð. I þetta sinn er
það maður utan sjónvarpsins
sem stýrir þættinum. Það er
Magnús Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands is-
lenskra sveitarfélaga.
í þennan umræðuþáttkoma til
viðræðna fulltrúar heima-
manna, visindamanna og
fulltrúar hins opinbera. Þáttur-
inn hefst aö afloknum fréttum i
kvöld. —ÓH
Ærlækjarsel á Austursandi I Axarfjaröarhreppi i Kelduhverfi er einn þeirra bæja sem hafa oröiö
hvaö verst úti. Jarðskjálftinn á Kópaskeri olli umtalsveröum skemmdum á bænum, og fólkiö er flutt
brott. — Ljósm. Visis: BG
Útvarp kl. 15.
Ríkulegur skammtur
af íslenskri tónlist
Rikulegur skammtur
er af islenskri tónlist
siðdegis. Klukkan 15
eru miðdegistónleikar,
og þá eingöngu leikin
islensk lög.
Margra grasa kennir
i lagavali, og er um að
ræða hljóðfærablástur,
kórsöng, pianóleik, og
ariugaul.
Gunnar Kgilson er einn
þeirra sexmenninga sem
blása sextett eftir Pál P.
Pálsson á miðdegistónleik-
um i dag.
Páll P. Pálsson hefur samið
sextett fyrir blásturshljóðfæri.
Þeir, sem flytja verkið eru Jón
Sigurbjörnsson, Gunnar Egil-
son, Jón Sigurðsson, Stefán Þ.
Stephensen, Sigurður Markús-
son og Hans P. Franzson.
Or börkum „áttmenning-
anna” fáum við að heyra ómþýð
lög Sigfúsar Einarssonar, Hall-
ur Þorleifsson stjórnar átt-
menningunum.
Fingur önnur Aslaugar
Ragnarsdóttur leika um nótna-
borðið pianósónötu eftir Leif
Þórarinsson. Að lokum syngja
svo Svala Nielsen og Friðbjörn
G. Jónsson við undirleik Guð-
rúnar Kristinsdóttur lög eftir
Pétur Sigurðsson. Ekki er for-
stjóri gæslunnar hér að verki,
heldur er þessi Pétur frá Sauð-
árkróki.
Sjónvarp kl. 22.10:
Jón Hákon Magnússon frétta-
maöur hefur aö vanda liflegt
efnisval i þættinum „Utan úr
heimi” i sjónvarpinu I kvöld.
Kinversk stjórnmál verða
tekin fyrir, og þá rætt sérstak-
lega um fráfall Chou En Lai for-
sætisráðherra.
Rætt verður við Ingibiörgu
Haraldsdóttur um lif og stjóm-
mál á Kúbu. Ingibjörg er stödd
hér á landi sem aðstoðarleik-
stjóri i Þjóðleikhúsinu, við upp-
setningu á leikriti eftir Maxim
Gorki. Ingibjörg hefur búið
undanfarin ár á Kúbu, og er þvi
vel aö sér um þarlend málefni.
Deilurnar um hljóðfráu þot-
una Concorde verða teknar
fyrir. Þotan verður tekin form-
lega i notkun á miðvikudag.
Bandarikjamenn hafa neitað að
fallast á að þotan fljúgi yfir
bandarisk landsvæði. Þeir segja
hana mengunarvald á öllum
sviðum, og visindamenn grunar
aö útblástur þotunnar hafi skað-
leg áhrif á ózon-lagið i gufu-
hvolfinu, sem verndar okkur
fyrir útfjólubláum geislum.
Allt þetta hefur vakið miklar
deilur, og framtið Concorde er
ekki alltof glæsileg að sjá.
—ÓH
KÍNA, KÚBA
OG CONCORDE
—í brennipunktinum hjú Jóni Hókoni Magnússyni
Mengunarvaldurinn
hljóöfrái, Concord, á
ekki allt of glæsilcga
framtiö fyrir sér.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Um heilbrigöis- og
félagsmál vangefinna, siö-
ari þáttur. Umsjón: Gisli
Helgason og Andrea
Þórðardóttir.
15.00 Miðdegistónleikar: is-
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
Tónleikar.
16.40 Litli barnatiminn
Finnbogi Scheving sér um
timann.
17.00 Lagiö mitt Anne-Marie
Markan sér ura óskalaga-
þátt fyrir börn yngri en tólf
ára.
17.30 Framburðarkennsla I
spænsku og þýsku.
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Pappíralausa fjölskyld-
an Dr. Gunnlaugur Þórðar-
son flytur erindi.
20.00 Lög unga fólksins.
Ragnheiður Drifa
Steinþórsdóttir kynnir.
20.50 Aö skoöa og skilgreina.
Kristján Guðmundsson sér
um þátt fyrir unglinga.
21.30 Tilbrigöi og fúga op. 24
eftir Brahms um stef eftir
IlandelDavid Lively leikur
á pianó. — Hljóðritun frá út-
varpinu i Stuttgart.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „í verum”, sjálfsævi-
saga Theódórs Friöriksson-
ar Gils Guðmundsson les
siðara bindi (7).
22.40 Harmonikulög. Sænskir
harmonikuleikarar leika.
23.00 A hljóðbergi „Major
Barbara”, leikrit i þrem
þáttum eftir George Bern-
ard Shaw. Með aðalhlutverk
fara: Maggie Smith, Robert
Morley, Celia Johnson,
Warren Mitchell og Cary
Bond. Leikstjóri: Howard
Sackler. — Siðari hluti.
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
20.00 Fréttir og veöur.
20.30 Dagskrá og auglýsingar.
20.35 Jarðskjálftar og bjarg-
ráö. Umræðuþáttur um á-
stand og horfur á jarð-
skjálftasvæðinu i Þingeyj-
arsýslu. Umræðunum stýrir
Magnús GuöjónsSon, fram-
kvæmdastjóri Sambands is-
lenskra sveitarfélaga, og
mun hann fá til viðræðna
fulltrúa heimamanna, vis-
indamanna og hins opin-
bera.
21.15 Benóni og Rósa. Fram-
haldsleikrit i sex þáttum,
byggt á sögum eftir Knut
Hamsun. 5. þáttur. Þýðandi
Dóra Hafsteinsdóttir.
(Nordvision-Norska sjón-
varpið).
22.10 Utan úr heimi. Þáttur
um erlend málefni ofarlega
á baugi. Umsjónarmaöur
Jón Hákon Magnússon.
22.40 Pagskrárlok.
Hádegisverðurinn er til, herra.
Við verðum fyrst og fremst að læra að lita á sjúklingana
sem vélar, sem þarfnast viðgerðar......