Vísir


Vísir - 10.02.1976, Qupperneq 4

Vísir - 10.02.1976, Qupperneq 4
4 Þriöjudagur 10. febrúar 1976 vism Klúbbmálið, spíramálið, hvarf Geirfinns, hvarf Guðmundar: hversu mikið tengd? Klúbbnum ekki lokað þrátt fyrir vanskil á sðluskatti Þegar Visir leitaði eftir upplýsingum um það hvernig skattamál Klúbbsins stæðu, varð viðast litið um svör. Halldúr E. Sigurðsson, sam- göngumálaráðherra, sem gegndi embætti fjármálaráð- herra á árinu 1972, gaf það upp á Alþingi 2. febr. s.l., að endan- iegir skattar fyrirtækisins væru Mmilljónir króna. Reyndi blað- ið fyrst að komast að þvi hvort sú upphæð væri að meðtöldum sektum vegna ófullkomins framtals. Fulltrúi rikisskattstjóra sagð- ist ekki geta sagt neitt um þetta atriði, þar sem það væri trúnaðarmál. Guðmundur Skaftason, for- maður rikisskattanefndar, sagðist ekki geta gefið slikar upplýsingar og vildi ekkert láta hafa eftir sér um þetta mál. Þvi næst var leitað eftir upp- lýsingum um það, hvernig stæði á þvi, að Klúbbnum hefur ekki veriðlokað vegna ógreidds sölu- skatts, eins og öðrum fyrirtækj- um, sem lenda i vanskilum með söluskattinn. Fulltrúi tollstjóra sagði ekk- ert vera hægt að segja um ein- stök fyrirtæki. Söluskattur væri mjög flókinn skattur og erfitt að gera grein fyrir i smáatriðum hvernig innheimta hans fer fram. A það má þó benda, að um- ræddur söluskattur Klúbbsins var frá árunum 1971 og 1972 og var úrskurður kveðinn upp i þessu máli þann 18. september 1973. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Nilssonar, fyrrverandi skattrannsóknastjóra, skilaði hann málinu frá sér i mai 1973. Til samanburðar er hægt að benda á það, að veitingahúsinu Cesar var lokað vegna vangold- ins söluskatts I janúar s.l., en veitingahúsið var fyrst opnað s.l. haust og hefur þvi ekki liðið mjög langur timi frá gjalddaga söluskattsins þar til staðnum var lokað. Einu upplýsingarnar, sem lágu á lausu um stöðu skatta- mála Klúbbsins, voru þær sem Einar Ingimundarson, sýslu- maður Kjósarsýslu gaf blaðinu. Hann sagði, að uppboð á Álfs- nesi á Kjalarnesi, þinglesinni eign Sigurbjörns Eirikssonar, yrði tekið fyrir 13. febr. n.k. Gert hafi verið lögtak i jörðinni á árinu 1974 til tryggingar greiðslu á söluskatti og þing- gjöldum, sem þá voru til sam- ans að upphæð rúmar 12 milljónir króna. Rikisinnheimtan bað fyrst um uppboð á eign þessari 18. april 1975 og hefur verið gefinn frest- ur á uppboðinu nokkrum sinn- um siðan og voru þeir frestir samþykktir af rikisinnheimt- unni og auk þess fleiri aðilum, sem áttu aðild að uppboðsbeiðn- inni. Ekkert uppboð er fyrirhugað á eigninni Borgartún 32, þar sem veitingahúsið Klúbburinn er til húsa, eftir þvi sem upplýst var i uppboðsrétti borgar- fógetaembættisins i Reykjavik. Þó hafði verið farið fram á upp- boðá eigninni. Sú uppboðsbeiðni var um tima i frestun, eða þar til hún var afturkölluð, að öllum likindum vegna uppboðsbeiðn- innar á Álfsnesi. Er þvi ekkert, sem bendir til þess, að rekstur Klúbbsins verði fyrir truflunum af þessum sökum. — SJ K.R.R. K.D.R. Knattspyrnudómara- námskeið í Reykjavík Knattspyrnudómaranámskeið verður haldið 22. til 28. febrúar i Valsheimilinu við Hliðarenda. Þátttaka tilkynnist til formanna knatt- spyrnudeilda Reykjavikurfélaganna. Stjórn Knattspyrnudómarafélags Reykjavikur Nauðungaruppboð annaö og siðasta á Selásdal v/Suðurlandsveg þingl. eign Gunnars Jenssonar, fer fram á eigninni sjálfri, fimmtu- dag 12. febrúar 1976 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta i Sólheimum 27, talinni eign Her- berts Guðmundssonar, fer fram á eigninni sjálfri, fimmtudag 12. febrúar 1976 kl. 10.30. Borgarfógetaembættiö I Reykjavík. Skyld Kiúbbmálið/ spíramál- ið, hvarf Geirfinns Einarssonar, morðið á Guðmundi Einarssyni, grunur um stöðvun á rannsókn nokkurra þess- ara mála. öll þessi atriði eru talin tengjast meira eða minna saman. Mörgu hefur verið varpað fram manna á meðal og í f jöl- miðlum um þessi mál. Lítið hefur fengist stað- fest hjá réttum yfirvöld- um. Engin endanleg úrslit hafa fengist i þessum málum. Þau mál virðast flækjast óendanlega saman, og sérhver tilraun utan- aðkomandi til að fá botn, verður til þess að viðkomandi ruglast bara enn meir. Ekki bætir úr skák að rannsóknaraðilar hafa verið tregir á að gefa upplýsing- ar. Þær rannsóknir sem standa nú yfir á mannshvörfunum tveimur eru einna mest lokaðar. Rannsóknum Klúbbmálsins og spiramálsins telst lokið, og eru málin bæöi til umfjöllunar hjá rikissaksóknara. Asakanir um að rannsókn þriggja þessara mála hafi að sumu leyti verið heftar, eru mest til umfjöllunar hjá fjöl- miðlum, ef svo má að orði kom- ast. Enda hvilir engin leynd yfir þeirri „rannsókn”, þótt endan- leg niðurstaða hafi ekki fengist. Visir ræddi við nokkra aðila þessara mála i gær, aðallega þá sem snerta Klúbbmálið svo- nefnda. Klúbburinn og Fram- sóknarflokkurinn eru sakaðir um fjármálaleg tengsl, og hafi þau tengsl haft áhrif á það að rannsókn á meintri ólöglegri starfsemi Klúbbsins var heft. Þá er rætt um að spiramálið tengist Klúbbmálinu, spirinn hafi verið seldur þar að ein- hverju leyti. Framkvæmda- stjóri Klúbbsins situr i gæslu- varðhaldi vegna Geirfinnsmáls- ins, ásamt öðrum, vegna nýrra upplýsinga sem komu fram við rannsókn á hvarfi Guðmundar Einarssonar. Einnig er rætt um að spiramálið tengist hvarfi Geirfinns Einarssonar. A.m.k. hefur komið fram að Geirfinnur var beðinn um að eima sjó- blandaðan spira. — ÓH Kristján mótmœlir „kauða" naf nbótinni tel mig manna ólíklegastan til að skýla mér bakvið einhvern Eftir lestur leiðara sunnu- dagsblaðs Tímans hafa margir spurt hvort átt hafi verið við „kauða” ólafs Jóhannessonar, þar sem sagöi að á baksviði her- feröarinnar gegn dómsmála- ráðherra væri sérkennilegur matreiðslumaður hulinna afla, rikisstarfsmaöur á Keflavikur- flugvelli. Óneitanlega dettur mörgum i hug að þarna sé átt við Kristján Pétursson, deildarstjóra i toll- gæslunni á Keflavikurflugvelli. Visir spurði Kristján hvort hann vildi kannast við að vera sá kauði sem dómsmálaráð- herra sagði á Alþingi að stæði að baki Visisskrifunum. „Ég mótmæli þvi að mér sé ætlað kauðanafnið. Allir sem til min þekkja, vita mætavel að ég fer aldrei leynt meö skoðanir minar. Ég tel mig manna ólik- legastan til að þurfa að skýla mér á bak við einhvern. Ef ein- hverjum hefur dottið i hug að ég sé sá kauði sem standi að baki skrifum Visis þá vil ég minna á, hvernig ég hef komið opinber- lega fram og tekið á mig þau óþægindi sem ég hef haft af þvi að vekja athygli á ýmsum mál- um. Menn ættu að vera minnug- ir um áralanga baráttu mina vegna fikniefnamála, og ómyrka skoðun mina á dóms- málakerfinu. Ég lýsi furðu minni á þessari hugmynd að bendla nafn mitt við kauðanafn- bótina. Það ljótasta sem ég get látið segja um miger það að ég skýli mér að baki einhverjum. En ef ég get veitt dómsmála- ráðherra aðstoð til aö finna kauða, vil ég gjarna gera það. Ég veit þvi miður ekki hver hann er” sagði Kristján. ÓII Iþjóðar. í framhaldi af þessu hefur þess hvað eftirl lannað verið krafizt i forystugreinum i Visi. að Geirl íHallgrimsson bæðist lausnar fyrir Ölaf Jóhannes- son. Það er eins og unnið sé eftir nákvæmri hernað-| laráætlun, sem gerð hafi verið fyrirfram. Á baksvið-l linu er svo sérkennilegur matreiðslumaöur hulinna afla, rikisstarfsmaður á Keflavikurflugvelli. Þettal ier heil breiðfylking. sem teflt er fram. og hvert peðj [og hver riddari á sinum stað. Hver þeirra fer m Kristján Kristján Pétursson, deildar- stjóri á Keflavikurflugvelli, staðfesti ummæli sln úr sjón- varpsþættinum Kastljós siðast- liðiö föstudagskvöld I samtali viö Visi I gær. Efnislega eru þau á þá lund, að hann, Haukur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður i Keflavik og Rúnar Sigurðsson, lögreglumaður úr Reykjavik, hófu rannsókn á spiramálinu svonefnda 6. janúar 1975. Að viku liðinni hafi Sakadómur Reykjavikur tekið viö rannsókn málsins. Þá höfðu þeirfundið 3200 litra af spira, 3000 flöskur af áfengi ogverulegt magn af vindlingum og kjötvörum. Rannsókn Sakadóms hafi ekki borið saman við þeirra niðurstöðu, þremenninganna. Hafi smygl- varningurinn minnkað verulega i rannsókn Sakadóms. Bætti Kristján þvi við i samtalinu við Visi, að þetta magn hafi minnk- að um hartnær helming. Þessum niðurstöðum undu þeir þremenningarnir illa og var leitað eftir þvi við dóms- málaráðuneytið að það skipaði sérstakan setudómara og fékkst það i april. Enn var málið tekið úr þeirra höndum Rannsókn var nú tekin upp á ný og stóðu að henni sömu menn. Málið stóð þannig þar til þremur vikum siðar að Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn i Reykjavik, kom með skilaboð frá Baldri Möller, ráðuneytis- stjóra i Dómsmálaráðuneytinu, þess efnis að þeir ættu tafar- laust að hætta rannsókn þessa máls. Viðbrögð þeirra félaga urðu þau að þeir Kristján og Haukur kváðust ekki verða við þessum tilmælum nema þau kæmu frá þeirra yfirmanni. Rúnar hætti strax, enda undir lögreglustjórann i Reykjavik settur. Þessi ummæli Kristjáns stað- festi Haukur i sjónvarpsþættin- um strax. Rúnar staðfesti þessi ummæli aftur viö blaðamann Visis i gær. Sagði hann að þetta væri rétt nema að nafn Baldurs Möllers man hann ekki eftir að hafa heyrt nefnt. Kristján bætti þvi við I sam- talinu við blaðamann Visis að i orðsendingu þeirri sem Bjarki bar þeim hafi einnig verið tekið fram að Sakadómur Reykjavik- ur tæki nú við rannsókninni. Þessi ummæli Kristjáns bar Bjarki til baka sem ranga i sjónvarpsþættinum. A blaða- mannafundi i gær lét Bjarki frá sér fara greinargerð um þetta mál. Er hún efnislega á öðrum stað hér á opnunni. Málið var siðan til rannsóknar hjá Sakadómi þar til Asgeir Friðjónsson var skipaður sér- stakur rannsóknardómari i málinu. Að lokinni rannsókn sendi hann málið til Sakadóms og þaðan fór það til saksóknara. — Vitni að þvi að ég fer með rétt mál — Ég skil ekki hvað Bjarki er að fara með þessu, sagði Kristján i samtalinu við Visi. — Bæði Haukur og Rúnar voru viðstaddir þegar Bjarki flutti þessi skilaboð og báðir bera það sama og ég. Þar að auki eru vitni að þvi, að ég tók strax simann og reyndi að ná sam- bandi við Baldur Möller. En hann var þá á leið út úr bænum og mér tókst þess vegna ekki að fá skýringar hjá honum á þessu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.