Vísir - 10.02.1976, Síða 10

Vísir - 10.02.1976, Síða 10
10 Þriöjudagur 10. febrúar 1976 vism Þegar fjallað er um hernaðar- mikilvægi islands, eða hvaða lands sem vera skal, verður jafn- an að hafa I huga, að það sem úr- slitum ræður, er ekki hiutleysi, friðarvilji eða aðrar óskir þjóðar- innar sjálfrar, heldur þýðing lands og þjóðar fyrir aðrar þjóðir og áhugi eða hagur þeirra af yfir- ráðum yfir þvi. Hernaðarmikil- vægi tiltekins lands getur verið mismunandi eftir þvf hvaða riki takast á, hvar og með hvaða vopnum. Það er ekki hlutleysi eða friðarvilji, sem rœður úrslitum Þvl er ekki að heilsa 1 þessu ljósi verður að skoða hernaðargildi Islands. Sjálfir kysum við ekkert fremur en að landið lægi f jarri alfaraleið og við fengjum að vera i friði. En þvi er bara ekki að heilsa. Liðs-, birgða- og vopnaflutningar yfir Noröur- Atlantshaf yrðu lykilstærð i öllum fyrirsjáanlegum vopnaviðskipt- um milli austurs og vesturs. Auk þess má gera ráð fyrir, að að- gerðir beggja styrjaldaraðila I sókn og vörn færu I verulegum mæli fram i og á úthöfunum. ísland gegnir lykilhlutverki sem birgða-, áninga- og eftirlits- stöð. Hvað sem liður stjórnmála- hræringum þeim i Skotlandi, Færeyjum og Grænlandi og e.t.v. viðar, sem ólafur Ragnar Grims- son vék að i áðurnefndum sjón- varpsþætti, eru það eftir sem áöur vigbúnaður og vopnaskak stórveldanna, sem mestu skipta um framtið okkar. Og I þvi sam- bandi hefur landið mikið hernað- arlegt gildi legu sinnar vegna, hvort sem okkur likar það betur eöa verr. Styrkur risaveldanna er áþekkur Vikjum þá að flotauppbyggingu Sovétmanna. Sérfræðinga greinir á um þaö, hvor sé öflugri sjóher (herskip og kafbátar) Banda- rikjanna eða Sovétrikjanna, enda mála sannast, að flotastyrk má mæla með ýmsum hætti. Ljóst er engu að siður, að styrkur risa- veldanna á þessu sviði er mjög áþekkur. Það er þeim mun at- hyglisverðara sem flotauppbygg- ing Sovétrikjanna og aukin um- svif þeirra á heimshöfunum hafa komiö til á fáeinum árum. Sovétrikin eru meginlandsveldi og lengst af voru Sovétmenn ekki mikil siglingaþjóð, þvi þeir hafa takmörkuð utanrikisviðskipti, enda sjálfum sér nógir um flest hráefni og lifsnauðsynjar. Ot- hafshernaður var Sovétmönnum til skamms tima svo framandi, að flotinn var deild i landhernum fram yfir seinna strið og ekki ætl- að annaö hlutverk en að verja landið innrás af hafinu. En nú er mikil breyting á orðin, og hefur það oröið tilefni til mikilla bolla- legginga vestrænna hernaðarsér- fræöinga um orsakir breyting- anna og áform Sovétmanna. Sókn sovéska flotans var i fyrstu andsvar Flestir sérfræðingar eru sam- mála um, aö sókn sovézka flotans út á úthöfin hafi byrjað sem and- svar við framþróun vestrænnar hernaðartækni á úthöfunum. Nýir valdtiþœttir á Norður Atlantshafi — Síðari hluti Sovézki flotinn fékk það hlutverk að verjast hugsanlegri innrás og siðarárás vestrænna þjóða. Eftir þvi sem flugmóðurskip urðu stærri og fullkomnari og lang- drægni flugskeyta þeirra, sem skjóta mátti frá kafbátum, jókst, varð flota Bandarikjamanna og Breta kleift að halda sig fjær Rússlandsströndum og þeim mun nauðsynlegra varö Sovétmönnum að sækja lengra út á höfin til varnar. Þegar svo er komið, að kafbátar geta skotið flugskeytum mörg þúsund sjómilna vega- lengd, er ljóst, að skip og kafbát- ar búin gagneldflaugum verða að vera reiðubúin til að fylgja þeim eftir um öll heimsins höf. 4000 sjómilur Enda þótt sókn sovézka flotans út á heimshöfin hafi þvi i upphafi einkum verið andsvar við aukn- um tæknibúnaði herskipaflota vestrænna þjóða, varð þess skammt að biða, að Sovétmenn tækju sjálfir að leggja rækt við framleiðslu og fullkomnun árás- arvopna, sem þeir staðsettu i her- skipum sinum og kafbátum. Nú er talið, að Sovétrikin eigi um 70 kafbáta búna kjarnorkuflug- skeytum, auk þess sem smærri kafbátar þeirra skipta hundruð- um sem og tundurspillar þeirra/ beitiskip og fylgdar- og birgða- skip. Þá hafa þeir og hafið smiði flugmóðurskipa. Kafbátar þeirra geta skotið langdrægum flug- skeytum allt að 4000 sjómilum, eða 1200 sjómilum lengra en full- komnustu kjarnorkukafbátar Bandarikjanna. Uppbygging Norðurflotans Sovézki flotinn skiptist i fjórar höfuðdeildir. Norðurflotann, sem hefur aðsetur á Kólaskaga og er stærstur, Eystrasaltsflotann, Svartahafsflotann og Kyrrahafs- flotann. Áherzla sú, sem lögð hef- ur verið á uppbyggingu Norður- flotans stafar meðal annars af þvi, að siglingaleiðin þaðan og út á Atlantshaf er nokkuð örugg, en til að komast út á úthöfin verða allar hinar flotadeildirnar að leggja leið sina um innhöf og sund, sem aðrar þjóöir ráða yfir og hefta mætti siglingar um. Þvi var áður lýst, að sovézk herskip héldu sig fyrrum mest við landsteinana. Frá árinu 1964 er talið, að úthald þeirra á fjarlæg- um slóðum hafi tifaldazt. Siðustu árinhafa sovézk herskip heimsótt a.m.k. 60 riki i Evrópu, Asiu, Af- riku og Mið-Ameriku. Arið 1970 héldu Sovétmenn fyrstu flotaæfingarnar, sem segja má að hafi spannað allan heiminn og var þeim gefið nafniö Okean. Nefna má nokkurdæmium aukin ísland hefur hernað- arlegf gildi, hvort sem okkur líkar það betur eða verr umsvif sovézka flotans. Sovézk herskip sáust aðeins endrum og eins á Miðjarðarhafi fyrir 1964 og það var ekki fyrr en eftir mitt ár 1967, sem veruleg aukning varð á úthaldsdögum þeirra þar. (Jt- haldsdagarnir voru fjögur þúsund árið 1965, en árið 1972 voru þeir orðnir 18 þúsund. — Sovézk her- skip birtust ekki á Indlandshafi fyrr en árið 1968, en úthaldsdag- arnir voru orðnir 8800 áriö 1972. Sovézk herskip byrjuðu ekki að athafna sig i Kyrrahafi fyrr en 1963-64, og fyrstu sovézku her- skipin birtust i Karabiska hafinu árið 1969. Siðla árs 1970 byrjuðu sovézk herskip svo að hafast viö i Suður-Atlantshafi undan vestur- strönd Afriku. Nú nýverið hefur sovézkum skipum fjölgaö mjög á Indlandshafi og i námunda við Persaflóa. Pólitiskur undirtónn Um flotastyrk gildir hið sama og um annan hernaðarmátt, hann má nota bæði i hernaöarlegum og pólitiskum tilgangi. Ekkert liggur Krúsjeff varð að láta i minni pokann Siglingaþjóðir hafa löngum not- að flotastyrk sinn til framdráttar pólitiskum markmiðum. Með flotasinum getur herveldi minnt aðrar þjóðir á mátt sinn og meg- in. Ef spenna eykst, getur flota- veldi sent herskip á vettvang sem með nærveru sinni einni saman minna þá á valdið, er að baki býr og hugsanlegar hernaðar- og refeiaðgerðir. Grundvallarbreyt- ing virðist hafa orðið á viðhorfum Sovétmanna til pólitisks nota- gildis flotastyrks i Kúbudeilunni árið 1962, en þá hótaði Kennedy Bandarikjaforseti að stöðva sovézk skip á leið til Kúbu til að G Baldur Guðlaugsson skrifar D Sovézkum flotastyrk fylgja stjórnmála- leg áhrif vitaskuld fyrir af opinberri sovézkri hálfu um hlutverk sovézka flotans og markmiðin með eflingu hans. Sovézk yfirvöld láta ekkert frá sér fara um hernaðarleg eöa pólitisk mark- mið sin, né heldur flokka þau her- styrk sinn með hliðsjón af nota- gildi til sóknar eða varnar. Vest- rænir hernaðar- og stjórnmála- fræðingar verða þvi að reyna að geta sér til um fyrirætlanir Sovét- manna á flotamálasviðinu á grundvelli fyrirliggjandi upplýs- inga um stærð og gerð sovézka flotans, úthald hans og umsvif — Bandarisk flotamálayfirvöld telja til dæmis, að hin mikla upp- bygging sovézka flotans og um- svif á Miðjarðarhafi, Indlandi, Norður-Atlantshafi og i Karabiska hafinu hafi bersyni- lega pólitiskan undirtón til við- bótar hernaðargildinu. Þegar mið sé haft af þvi, hversu óháðir Sovétmenn séu samgöngum og aðdráttum á sjó, sé ekki hægt að álykta á annan veg en þann, að flotauppbygging Sovétmanna sé langt umfram þarfir þeirra og greinileg tilraun til að auka stjórnmálaleg áhrif og yfirburði Sovétmanna á heimshöfunum. Aðrir benda á, að Sovétmönnum sé kannske mest i mun að koma i veg fyrir.að aðrar þjóðir ráði lög- um og lofum á hafinu og hafi af þvi pólitískan ávinning. Jafn- framtfagni Sovétmenn þeim póli- tisku áhrifum, sem flotauppbygg- ing þeirra skapi þeim og reyni i vaxandi mæli aö færa sér þau i nyt, auk þess sem þeir kunni vel að meta yfirgengileg ótta- og að- vörunarviöbrögð á Vesturlönd- um, þvi þauséukeðjuverkandi og geri sovézka flotann enn öflugri ogskelfilegri en ella i augum ann- arra þjóða. kannaö yrði hvort þau flyttu eld- flaugar. Krúsjeff varð að láta i minni pokann og hernaðarátök- um varð afstýrt. Ein ástæðan fyr- ir þvi, að Bandaríkin gátu stigið þetta skref og Sovétmenn fengu ekki rönd við reist, var sú, að flotastyrkur Bandarikjanna á þessum slóðum sem og á öðrum heimshöfum bar langt af flota- styrk Sovétmanna. Telja sérfræö- ingar, að Sovétmenn hafi að feng- inni þessari útreiö einsett sér að efla flota sinn, enda er það flestra manna mál, að i dag hefðu Bandarikin ekki flotastyrk til sams konar sjálfdæmis á heims- höfunum. Flotinn sendur á átakasvæði Benda má á ýmisdæmi þess, að sovézki flotinn hafi á undanförn- um árum verið notaður i pólitisk- um eða dimplómatiskum til- gangi. 1 fyrsta lagi hafa Sovétrik- in iðulega sent herskip til átaka- svæða til að skapa mótvægi gegn sams konar sendiferðum banda- Flotastyrk mó nota bœði í hernaðarlegum og pólitískum tilgangi riskra herskipa. Þetta gerðistt.d. á Miöjarðarhafi i styrjöld Israels- manna og Araba bæði árið 1967 og árið 1973, og eins geröu Sovét- menn út skip til Indlandshafs þegár á styrjöldinni stóð milli Indverja og Pakistana árið 1971. — 1 öðru lagi hafa sovézk herskip stundum verið send á vettvang til að lýsa samstöðu með bandalags- rikjum Sovétrikjanna og draga úr likum á hernaðaraðgerðum inn- lendra eða erlendra aðila. Dæmi um þetta er koma sovézkra her- skipa til Port Said i Egyptalandi„ árið 1970 svo til strax eftir að Egyptar höfðu sökkt israelskum tundurspilli, en með þessu var augljóslega verið að vara Israels- menn við að gripa til gagnað- gerða. I þriðja lagi er um það a.m.k. eitt dæmi að Sovétrikin hafi notað herskip til að knýja fram þau úrslit deilumáls, sem þau óskuðu. Þetta gerðist árið 1968, en þá tóku yfirvöld i Ghana nokkra sovézka togara vegna meintrar hlutdeildar i vopna- smygli og færðu þá til hafnar. Sovézk herskip birtust þá undan ströndum Ghana og áttu áreiðan- lega i það minnsta óbeinan þátt i þvi, að togurunum var sleppt. Loks má svo nefna aukna tiðni heimsókna sovézkra herskipa til erlendra hafna á siðustu árum, en auk þess að vera liður i vinsamlegum sam- skiptum, er sh'kum heimsóknum auðvitað ætlað að minna á flaggið eins og sagt er, þ.e. bæði mátt og dýrð heimalandsins. Nýleg ummæli Gorshkovs flotaforingja, yfirmanns sovezka flotans stað- festa þetta hlutverk flotans. Þá er og ljóst, að vaxandi umsvif sovézka flotans auka þörf þeirra fyrir flotaaðstöðu um allan heim oghafa Sovétmenn viða sóttfastá um slikt að undanförnu. Óskhyggja fær engu breytt um kaldar stað- reyndir Menn geta haft mismunandi skoðanir á þvi, hvort Sovétmenn sækist eftir yfirráðum yfir landi okkar og þá öllum öðrum löndum vegna ólæknandi útþenslustefnu sinnar einnar saman og löngunar til að umbylta þjóðskipulagi okk- ar eða annarra. Mér hafa alltaf þótt slikar vangaveltur aukaat- riði i sambandi við varnir landsins. Hitt skiptir meiru, að vegna vöntunar á flota- og flug- vallaaðstöðu á Norður-Atlants- hafi og vegna sivaxandi umsvifa þar, liggja til þess nægileg hernaðarleg rök, að Sovétmenn ásælist hér aðstöðu. Það má i þvi sambandi alveg liggja á milli Sovéski flotinn hefúr verið notaður í póli- tískum og diplómat- ískum tilgangi hluta, hvern áhuga þeir hafa i sjálfu sér á að herleiða islenzku þjóðina. Hitt er nægjanlegt, að landið sjálft hlýtur að freista þeirra h ernaðarlega. Það hefur ekki gerzt frá þvi á dögum Rómaveldis, að sama riki hafi ráðið mestu á meginlandi Evrópu og á hafinu úti fyrir. Evrópsk sjóveldi siðustu álda áttu sinn þátt i þvi að hindra, að nokkurri einni meginlandsþjóð tækist að leggja álfuna undir sig. Nú eru hernaðaryfirburðir á sjó og landi á sömu hendi og verður þá enn ljósari en ella sú nauðsyn sem ber til áframhaldandi sam- vinnu og tengsla rikja Vest- ur-Evrópu við Bandarikin. Hvað okkur lslendinga varðar, verður sú samvinna bezt tryggð með áframhaldandi aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningi við Bandarikin. Með þvi móti er okkur og tryggður fyllri stuöningur i land- helgisbaráttu okkar en ella væri aö vænta frá ýmsum bandalags- þjóðum okkar sem hafa annars óiika hagsmuni. Stjórnmálaleg viðhorf eru stöðugum breytingum undirorpin, en lega landsins breytist ekki. Vonandi rennur sú stund upp, að friður þjóða i milli styðjist við annað en spjótsodda og öryggi islenzku þjóðarinnar verði tryggtán aðildar að hernað- arbandalagi eða veru erlends varnarliðs. En sú friðartið hefur ennþá ekki haldið innreið sina. Óskhyggja fær engu breytt um kaldar staðreyndir i þeim efnum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.