Vísir - 10.02.1976, Page 20

Vísir - 10.02.1976, Page 20
-*Þ-r gi >tn—r -□□mjn________________________________________________________________________________________________-JOg UZO- tnmuD2> ucrroui -onii—"0—11 Z>NDM 20 Þriðjudagur 10. febriiar 1976 VÍSIR Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 11. febrúar. Hrúturinn 21. mars—20. april: Vertu þolinmóð(ur) við fólk sem er lengi að taka ákvarðanir. Þú hittir áhrifafólk sem reynir að tryggja sér fylgi þitt við málefni, sem það telur mikilsvert. Farðu varlega i umferðinni. Margir bflstjórar eru utan við sig i dag. Nautiö 21. apríl—21. mai: Þú mátt búast við að komast i kast við lögin eða sámviskan seg- ir til sin. Það gæti verið óráðlegt að standa i leynilegu ástarsam- bandi. Vertu þagmælsk(ur). m Tviburarnir 22. mai—21. júni: Vandamál á vinnustað þarfnast nánari aðgæslu, gerðar áætlanir standast ekki. Miklar kröfur verða gerðar til þin. Það gefst lit- ill timi til að slaka á i dag. Krabbinn 21. júni—23. júli: Astamálin eru hálf dapurleg, maki eða vinur/vinkona eru niðurdregin(n) eða upptekin(n) við annað. Reyndu að sýna skiln- ing, i stað þess að reiðast. Ljóniö 24. júlí—23. ágúst: Dagurinn gæti orðið þér erfiður. Það er hætt við að skapið hlaupi með þig i gönur. Ef spennan i fjöl- skyldunni eykst, gæti soðið upp úr. Þú ert ekki ein(n) um það að hafa á réttu að standa. Meyjan 24. ágúst—23. sept.: Þér hættir til að vera of skynsam- ur/söm og jarðbundin(n). Láttu ekki vonbrigði eða peningaleysi stjórna lifinu. Leitaðu þess sem gefur lifinu gildi. Vogin 24. sept.—23. okt.: Samneyti þitt við aðra verður að likindum mjög ánægjulegt. Flest- ir eru reiðubúnir til að hlusta og ræða skoðanir þinar. Þér gefst tækifæri til að bera til baka sögu, sem hefur rýrt álit þitt. Drekinn 24. okt.— 22. nóv.: Atburður i dag gæti leitt til að- setursskipta eða breytinga á vinnustað. Félagi eða maki eru eitthvað neikvæðir i hugsun og draga úr þér kjarkinn. Bogmaöurinn 23. nóv.—21. des.: Þú gætir orðið að losa þig úr tengslum við fortiðina áður en þú getur hafist handa að nýju. Sýndu ábyrgðartilfinningu, leyndu engu á bak við tjöldin. Blandaðu ekki einkalifinu við starfið. Steingeitin 22. des.—20. jan.: Streita gæti gert vart við sig i sambandi við viðskipti eða félagsskap. Hlustaðu gaumgæfi- lega á vin sem hefur annað mat á lifinu en þú, það gæti verið lærdómsrikt. Það sakar ekki að reyna. Vatnsberinn 21. jan.—1». febr. Þetta gæti orðið allra skemmti- legasti dagur, ef þú ferð eftir óvenjulegri hugdettu. Heimsæktu vin/vinkonu i kvöld. Fiskarnir 20. febr.—20. mars: Það gæti verið ráðlegt að tala út um málin i dag. Fólkið sem þú ræðir við sýnir þér skilning og býr yíir góðum ráðum. Stattú við gefin loforð.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.