Vísir


Vísir - 10.02.1976, Qupperneq 24

Vísir - 10.02.1976, Qupperneq 24
VfSIR Þriðjudagur 10. febrúar 1976 Sólar- ferðir gengis- lœkka — Gengislækkun pesetans — um tíu prósent — hlýtur að sjálfsögðu að lækka eitthvað verð á sólarlandaferðum héð- an, sagði Steinn Lárusson, framkvæmdastjóri Ferða- skrifstofunnar Orval, við Visi i morgun. — Það er auðvitað að þvi til- skyldu að gengi krónunnar haldist óbreytt. Pesetinn hefur verið að siga undanfarna tvo mánuði og allt fram á föstu- dag að afgreiðsla á honum var stöðvuð og gengið formlega fellt. -Við erum nú ekki búnir að reikna út ennþá hver munur- inn verður. Okkar ferðir byrja ekki fyrr en i april, um pásk- ana svo við höfum tima til að doka aðeins við. En lækkun verður semsagt að óbreyttu ástandi. —ÓT Dregið úr kennara- róðningum Skólastjórar grunnskóla i Kcykjavik hafa verið beðnir að fara varlega i að ráða þá kennara aftur til starfa í vor sem ekki eru i föstum stöðum, þ.e. stundakenn- ara og setta kennara. Kristján J. Gunnarsson, fræðslustjóri upplýsti i viðtali við Visi i morgun hverjar væru á- stæður þessarar beiðni. Sagði hann að óvenju margir kennarar væru i orlofi þetta ár, en kæmu aftur til starfa næsta skólaár. Þá hefðu fjárframlög til skólamála verið lækkuð um 50 milljónir króna á fjárlögum og væri hugsanlegt, að það ylli niður- skurði á kennslu. Loks sagði Kristján að fækkun nemenda við eldri skóla borg- arinnar yrði ef til vill til þess að færa þyrfti fastráðna kennara frá þeim til nýrri og fjölmennari skólanna. — SJ BROTIST INN Á 2 STAÐI Á AKUREYRI Brotist var inn i iþróttavallar- húsið og kornvöruhús KEA á Akureyri i fyrrinótt. Þúsund krónum var stolið á öörum staðnum, en ekki var vitað um neitt horfið úr kornvöruhúsinu. Inn i iþróttavallarhúsið var komist með þvi að sparka upp hurð, en auðveldara var að komast inn i kornvöruhúsið. Talsvert hefur verið um innbrot á Akureyri að undanförnu og sér- lega mikið bæði i desember og janúar. — EA „Ekki svo erfitt að synda í sjónum..." ,,Mér brá ekki svo mik- iö þegar jakann fór aö reka f rá landi. Ég sá bara að það var ekkert um annað að ræða en skutla sér i sjóinn," sagði 12 ára drengur, Sverrir Kristinsson á Akureyri, sem tók það til bragðs að fleygja sér í sjóinn og synda um 50 metra í land þegar hann hafði rekið á ísjaka um 50 metra frá. ,,Ég fór út á jaka sem var al- veg við landið hjá hraðbrautinni sem liggur inn að flugvellinum. Svö fór jakann að reka frá landi og þegar hann var kominn dálit- ið frá skutlaði ég mér. Það var ansi kalt að synda i sjónum. En það var samt ekki svo erfitt. Það versta var að ég — segir 12 úra drengur sem synti í land eftir að hann hafði rekið á ísjaka missti anpað stigvélið mitt. Þegar ég kom i land voru fjór- ir menn i fjörunni. Það var lika búið að kalla á lögregluna og hún ök mér heim. Ég er ekkert eftir mig. Og er hinn hressasti.” EKG/EA Hvað kemur mikið sorp frá reykvikingum? Við þessari spurn- ingu fæst von bráðar svar. Það er nefnilega byrjað að vigta allt sorp sem ekið er á öskuhaugana. Pétur Hannesson, deildarstjóri hjá Hreinsunardeild Reykjavfk- urborgar, sagði að þetta væri gert I sambandi við að núverandi sorphaugar væru fullnýttir og þvi stæði nú yfir athugun, á hvað gera skyldi i sorpeyðingarmálum höfuðborgarinnar. Væri meðal annars athugað, hvort áfram skyldu notaðir sorp- haugar eða hvort betra væri að setja upp annað kerfi sorpeyðing- ar. Nú störfuðu sérfræðingar sem ynnu að gerð tillagna um þessi mál. Myndina tók Einar þar sem verið var að vigta sorp á leið á ösku- haugana. —EKG „Yfirnefndin opinberar hlut- drœgni sína" — segir samstarfsnefnd sjómanna „Sjómcnn og útgerðarmenn hafa á undanförnum árum haft grun um hlutdrægni verðlags- ráðs, en nú hefur það sannast að sá grunur er réttur þvi yfirnefnd hefur með yfirlýsingu algjörlega opinberað hlutdrægni sina. Skal Ingólfur Ingólfsson enn einu sinni minntur á að hann er kosinn i yfirnefnd til að gæta hagsmuna sjómanna en ekki sem böðull þeirra. Kristján Ragnarsson formaður LtO skal einnig minntur á að hann cr fulltrúi seljenda i yfir- nefnd en ekki fulltrúi kaupenda þó svo að allir meðstjórnendur hans i Ltú séu fiskverkendur.” Þetta segir meðal annars i harðorðri yfirlýsingu sem sam- starfsneínd sjómanna hefur sent frá sér. I yfirlýsingu samstarfs- nefndarinnar eru gerðar athuga- semdir við yfirlýsingu yfirnefnd- ar verðlagsráðs sem sjómenn segja aðeins taka mið af hags- munum fiskverkenda en ekki sjó- manna. Benda þeir á að upplýsingar um hluta ufsa i afla vertiðarbáta suð- vestanlands séu einungis frá fisk- kaupendum. „Aftur á móti ætlar verðlagsnefnd að gera úrbót og upplýsa verðlagsráð um verð sem heístu fiskseljendur fá fyrir fisk- inn og tekur þá eðlilega dæmi frá aflahæstu bátunum sem veiða með ufsanet við sunnanvert landið.” Samstarfsnefndin segir að 60% þess afla sé 1. flokks fiskur. 2. og 3. flokks fiskur sé um 20% hvor. Yfrirnefnd verðlagsráðs taldi hins vegar 60-80% ufsaaflans vera 1. flokks fisk. Vart svaravert Kristján Ragnarsson formaður LIÚ sagði að hann teldi yfirlýs- ingu samstarfsnefndarinnar vart svaraverða. Yfirnefnd verðlags- ráðs sjávarútvegsins byggði á upplýsingum frá hlutlausúm aðila sem væri Fiskifélag Islands, eins og raunar hefði alltaf verið gert. Þá væri sér kunnugt um að samstarfsnefndin hefði undir höndum upplýsingar um sundur- liðun á stærð og fiskmagni fyrir timabilið október-janúar. Og af þeim mætti sjá að yfirnefndin styddist við réttar tölur. — EKG Líkið ófundið Likið af manninum sem drukknaði i Olfusá er enn ófundið. Leitað var i allan gærdag. 1 morgun þegar Visir hafði samband við lögregluna var leit ekki hafin, enda veður óhagstætt. En leitað verður áfram, og er það björgunar- sveitin Tryggvi sem sér um leitina. — EA Engir varnarliðsmenn utan vallar haustið 1978 „Það hefur verið gerð áætlun til þriggja ára. Nú eru i bygg- ingu 132 ibúðir á Keflavikur- flugvelli sem ætlaðar eru fyrir varnarliðsmenn og á þeim að vcra lokið I október næst kom- andi. Aætlað er að hefja byggingar á ibúðum I vor. i upphafi var gert ráð fyrir að þær yrðu 250 talsins. En vegna verðhækkana cr ekki fyrirsjáanlegt hversu margar vcrða cndanlega reistar i þeim áfanga. En þeim á að vera lokið haustið 1977. Loks cr gert ráð fyrir að vorþið 1977 hefjist lokaáfanginn þannig að haustið 1978 vcrði þetta mál komið á hreint.” Þetta var svar Páls Ásgeirs Tryggvasonar deildarstjóra i Varnarmáladeild utanrikis- ráðuneytisins er Visir spurði hvað liði byggingum ibúða fyrir varnarliðsmenn innan flugvall- argirðingarinnar. Visir skýrði frá þvi i gær að bæjarstjórn Keflavikur vildi fá bættan tekjumissi vegna'búsetu útlendinga það er varnarliðs- manna i Keflavik. Kom fram að 10-15% ibúa Keflavikur væri bandarikjamenn. Þar sem þeir njóta ýmiss konar opinberrar þjónustu án þess að greiða neitt útsvar telur bæjarstjórn Keflavikur að bærinn verði fyrir verulegum tekjumissi af þeim sökum. Páll sagði að aliar timaáætl- anir varðandi byggingu ibúðanna hefðu algjörlega stað- ist til þessa. En ibúðirnar hefðu hins vegar reynst dýrari en áætlað hefði verið i upphafi. Lausnar er skammt að bíða „Ákveðinn fjöldi varnarliðs- manna fær leyfi til þess að búa utan vallar . Heldur varnarliðið nákvæma skýrslu um fjölda þeirra. Við höfum fengið upplýsingar um fjölda þeirra manna, ’ sagði Jóhann Ein- varðsson, bæjarstjóri i Kefla- vik, i samtali við Visi. „Nokkrir varnarliðsmann- anna eru á svokölluðum „túrista status” sem þýðir að þeir fá enga fyrirgreiðslu frá varnarliðinu. Það var um fjölda þeirra manna sem við höfðum engar upplýsingar.” Jóhann sagði að bæjarstjórn Keflavikur hefði haldið fund með Varnarmáladeildinni og- skýrt mál sitt. Hann sagði að á fundinum hefðu komið fram ýmsar upplýsingar frá Varnar- máladeildinni og myndi þetta vandamál verða úr sögunni á nokkrum árum. — EKG

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.