Vísir - 21.02.1976, Side 1

Vísir - 21.02.1976, Side 1
’ Ekki deigan dropa að fá I • W ■ | — s|a bls. VERNDARSKIPIN MEGA NÚ GERA HVAÐ SEM ER Ástandið er nú hœttulegra en nokkru sinni og freigáturnar beita stefninu í ásiglingum — Sjá baksíðu Annir hjá lögreglu í óveðrinu: Vatn flœddi, Ijósastaurar brotnuðu og þakplötur rifnuðu upp Miklar annir voru hjá lögreglunni í óveðrinu í gærdag. Þakplötur losnuðu eða fuku, timbur tókst á loft og olli skemmdum á bílum og vitað var um tvo eða þrjá Ijósastaura sem hreinlega brotnuðu þegar mest gekk á. Hjá lögreglunni i Kópavogi var blaðinu tjáð i gærkvöldi að þak- plötur hefðu fokið en ekki var vit- að til þess að þær hefðu valdið tjóni. Timbur fauk þó á bila og olli skemmdum á fjórum bilum. Þak- plötur fuku af að minnska kosti 5 húsum og einnig þar sem þær voru geymdar i stöflum. Þá slitnaði raflina vegna veður- ofsans, og mikið vatnsflóð var á götum, þar sem niðurföll stifl- uðust um tima. Kópavogslækur- inn beljaði um tima yfir býrnar. Vitað var til þess að vatn flæddi inn i kjallara i eitt húsið i Kópá- vogi að minnsta kosti, og vatn flæddi viðar inn. Til dæmis var beðið um aðstoð þar sem flæddi inn i kjallara simstöðvarinnar i Mosfellssveit. Einnig var leitað eftir aðstoð vegna vatns i kjallara hitaveit- unnar við Reykjahlið og i kjallara Fjölbrautaskólans i Breiðholti. Ljósastaurar brotnuðu og götur tepptust t Arbæ tepptust sumar götur á timabili, þar sem niðurföll stifl- uðust. Þar hafði lögreglan i nógu að snúast, t.d. vegna þakplötu- foks. Plötur losnuðu eða voru nær þvi. Plötur losnuðu af þaki gamla IR-hússins við Túngötu og varð lögregla og slökkvilið að koma til aðstoðar. Ekki var vitað til þess að neitt tjón hefði orðið, en einn bill var i hættu þegar grindverkið við byggingu Seðlabankans lagð- ist niður á kafla. Bilnum varð forðað. Þá gat lögreglan um ljósa- staura við Elliðavog sem brotn- uðu. Jafnval var talað um 2-3 staura sem gáfu sig hreinlega i veðurofsanum. —EA Þeir fengu undanþágu t verkfalli verða menn að bjarga sér og sinu á ýmsan hátt. Það fengu eigendur nótaskipsins Gisla Arna aðreyna i fyrradag. Þá kom leki að skipinu og ekki var hægt að koma þviislipp því þar var allt lokað vegna verkfalla. Menn tóku þá það ráð að sigla skipinu á þurrt vestan við Grófarbryggju og fá síðan undanþágu fyrir- tvo menn frá vélsmiðju Kristjáns Gislasonar. Unnu þeir að þvi að þétta skipið frá þvf á fimmtudags- kvöid og þar til siðdegis I gær en þá tók ljósmyndari Vísis, Loftur, þessa mynd. „Ekki von um að mikið gerist" ,,Ég á ekki von á þvi að mikið gerist i samningamálunum í kvöld,” sagði Björn Jónsson, forseti ASt, i samtali við Visi i gærkvöldi. Aðaisamninganefndir vinnu- veitenda og ASt komu saman til fundar um tiuleytið i gærkveidi. Ekkert var að frétta af fundum þeirra þegar Visir fór i prentun. Aðalsamninganefndirnar höfðu ekki komið saman til fundar fyrr en daginn. Aðeins höfðu veriðfundir i einstökum hópum. Kristján Ragnarsson, for- maður Ltú, sagöi við Visi seint i gærkveldi að ekkert væri að frétta af samningafundum sjó- manna og útvegsmanna. Fundir hefðu hafist klukkan fimm. Vildihann engu spá um útlit eða hvort líklegt væri að árangur næðist á fundum þessum. EKG

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.