Vísir - 01.03.1976, Side 5
5
vism Mánudagur 1. mars 1976
sem mjólkin flóir út yfir
Doddi litli er hinn tortryggnasti
þegar honum er sýnt hvernig
hann eigi að bera sig tii við að
mjólka.
ftg heiti Þórarinn Jónsson og
þetta er kisan min sem heitir
Mjaidur.
Já það er best að athuga hvað er
geymt i þessum skáp
Ýmsir stynja undan áhrifum
verkfallsins. Menn sakna þess
að fá ekki bensin á biiinn, og
ekki eru þeir ófáir sem farnir
eru að finna fyrir vöruskorti i
búðunum.
Þá má ekki gleyma þvi aö
samgöngur iiggja viöa niðri.
En það sem menn finna hvað
helst fyrir er mjólkurskortur-
inn. Mest eru það börnin sem
þurfa mjólkina, en tii skamms
tima fengu þau hana ekki vegna
verkfallsins. Nú er hins vegar
búið að fá undanþágu. Mjólk
l'æst nú afgreidd fyrir börn og þá
Þaö þýðir ekkert annað en að
halda sér við efnið þó ein kisa sé
i veginum.
sem nauðsynlega þurfa á henni
að halda.
En þetta er aðeins önnur
hliðin á mjólkurleysinu. Á
meðan menn stynja sáran
vegna mjólkurleysis, eru kúa-
bændur að drukkna i allt cf
mikilli mjólk.
Vegna verkfallsins er ekki
hægt að flytja mjólkina neitt
burtu svo mjólkurgeymar þar
sem mjólkin er geymd eru nú
viðast hvar fullir.
Ekki er hægt að geyma
mjólkina endalaust. Hún súrnar
við of langa geymslu og stöðugt
Og Kiddi, kötturinn sem það
heiti ber tii heiðurs sjónvarps-
stjörnunni Kid Curry bisast við i
fagmannlegustu stellingum að
opna skápinn.
kemur meiri mjólk, þvi ekki fer
nytin i kúnum eftir þvi hvenær
mannskepnunni þóknast að fara
i verkfall.
Meðal þeirra sem þurft hafa
að hella niður mjólk er fólkið á
Neðra-Hálsi i Kjós. Visis-menn
heimsóttu það og lituðust um.
—EKG/ljósmyndir Loftur Ás-
geirsson
Þetta fylgdi verkfallinu, en er
nú vonandi liðin tið.
Það er i svona 500 litra geymum sem Oddur Andrésson bóndi sýnir
okkur að mjólkin er geymd við 3 gráðu hita heima á bæjunum áður
en tankbilarnir flytja hana i mjólkurstöðvar þar sem hún er unnin.
Skipa- og tækjakostur
gæslunnar bættur
Rikisstjórnin hefur samþykkt
að fela dómsmalaráðherra og
fjármálaráðherra að gera ráð-
stafanir til þess að bæta skipa- og
tækjakost Landhelgisgæslunnar.
Ráðuneytisstjórum dómsmála-
og fjármálaráðuneytis hefur ver-
ið falið að gera ásamt forstjóra
Landhelgisgæslunnar tillögur um
þá aukningu á skipakosti, flug-
starfsemi og öðrum tækjakosti
sem best mætti koma að notum
við núverandi aðstæður.
Ritgeröasamkeppni
Sjómannadagsráð og ritnefnd
Sjómannadagsblaðsins, hafa
ákveðið að efna til ritgerðasam
keppni um sjómannsstarfið og
um Sjóminjasafnið fyrirhugaða.
Veitt verða hundrað þúsund
króna verðlaun fyrir bestu rit-
gerðina. Vænst er almennrar
þátttöku, ekki sist meðal sjó-
manna og æskufólks.
Nýir sendiherrar
Niels P. Sigurðsson hefur nú
tekið við embætti sem sendiherra
Islands i Bonn. Afhenti hann hr.
Walter Scheel forseta Sambands-
lýðveldisins Þýskalands embættis-
skilriki sin s í. föstudag.
Fyrr i þessum mánuði afhenti
Agnar Kl. Jónsson ambassador.
Margréti II. danadrottningu
trúnaðarbréf sitt sem sendiherra
Islands i Danmörku.
Prófessor
i efnafræði
Forseti Islands hefur að tillögu
menntamálaráðherra skipað
Braga Árnason prófessor i efna-
fræði við verkfræði- og raun-
visindadeild Háskóla íslands frá
1. jan. 1976 að telja.
Þakka Kröflunefnd
Bæjarstjórn Húsavikur sam-
þykkti nýlega á fundi sinum ein-
róma ályktun um orkumál. Segir
þar m.a. að með tilkomu Kröflu-
virkjunar og undirbúningi að
Blönduvirkjun sjái bæjarstjórnin
fram á varanlega úrlausn á þeim
raforkuskorti sem rikt hefur á
Norðurlandi.
Ennfremur þakkar Bæjar-
stjórnin Kröflunefnd fyrir óvenju
röskleg vinnubrögð við uppbygg-
ingu Kröfluvirkjunar.
Nær fimm hundruö
þátttakendur
Tuttugu og fimm námskeið
voru haldin á siðast liðnu ári á
vegum Stjórnunarfélags Islands.
Námskeiðin voru um 18 mismun-
andi efni og voru þátttakendur
um 470 talsins. Þetta kom fram á
aðalfundi félagsins sem haldinn
var nýlega, en fimmtán ár eru nú
liðin frá stofnun þess.
Vítur á
breska flotann
Aðalfundur Bandalags kvenna i
Reykjavik samþykkti á aðalfundi
sinum, sem haldinn var nýlega.
yfirlýsingu þar sem það yitir
harðlega það ofbeldi sem breski
flotinn hefur frammi i islenskri
landhelgi. Ennfremur vottaði
fundurinn skipherrum og öðrum
varðskipsmönnum þakklæti sitt
og aðdáun fyrir hugrekki og ár-
vekni i starfi.
Kerndum
Kerndum.
yotendr/
LAMDVERND