Vísir - 01.03.1976, Síða 17

Vísir - 01.03.1976, Síða 17
Það er ekki auðvelt að ná tali af Dennis Weaver. Einna helst er að leggja leið sina þangað sem upptökur á McCloud fara fram i Universal Studios. Þvl að enn starfar hann við þann myndaflokk. Á milli þess sem hann er I upptökum, semur hann lög. Og hann var einmitt önnum kafinn við eitt slikt, þegar blaðamaður frá kvik- myndatimariti hitti hann að máli. Eftir fjögur ár kann Dennis enn jafn vel að meta McCloud og þegar hann byrjaði að leika hann. Það sem hann segist kunna einna best við, er hversu litið McCloud breytist. „Hann er enn þessi sami hreinlyndi og vingjarnlegi náungi, sem lætur sér ekki á sama standa um manneskjur”, segir Dennis Weaver. Okkur hefur tekist að halda honum óbreyttum og sveitaleg- um, þrátt fyrir stöðuna sem hann er i. Hann leikur ekki eftir neinum reglum, og vinsældir hans hafa aukist. Honum hefur tekist að verða hetja og hann hefur jafnvel orðið róman- tiskur ” Er ekki þreyttur á hlutverkinu Dennis Weaver fær stöðugt bréf frá aðdáendum viðs vegar að. En um þau vill hann sem minnst tala. „Ég er alls ekki orðinn þreyttur á að leika McCloud”, segir hann. „En hvort ég leik hann í mörg ár i viðbót veltur á þvi hvemig handritin og annað kemur til með að verða. Ég veit ekki hvað tæki við, ef ég hætti sem McCloud.Ég yrði hreinlega að finna eitthvað svipað hlut- verk. Þetta hefur gengið mjög vel hjá mér og á vel við mig.” En hvað um kvikmyndir? „Ég á svo annrikt i þessum myndaflokk, að ég geri tæpast nokkuð á meðan”, segir Dennis. „Ég vildi gjarnan fá hlutverk i annarri kvikmynd og ég mundi hafa gaman af að fá hlutverk sem værimjög ólikt McClaud og gott eftir þvi. En hins vegar vil ég alis ekki taka að mér hlut- verk i kvikmynd, aðeins vegna þess að það væri kvikmynd. 1 þvi sé ég engan tilgang. En ef um væri að ræða eitthvað sem vekti áhuga minn þá vildi ég það gjarnan.” Fer i kirkju á hverjum sunnudegi Dennis er mjög trúaður og á hverjum sunnudegi fer hann i kirkju með konu sinni. Þau til- heyra trúarflokki i Kalifomiu, The Self-Realisation Fellow- ship, sem Dennis segir að hafi breytt lifi sinu. Þessi flokkur trúir á það að unnt sé að ná til Guðs með hug- leiðslu og hreinu liferni. Sjálfur stundar Dennis hugleiðslu á morgnana og kvöldin. „Ég var vanur að standa á höfði á meðan, eins og i Yoga, en upp- götvaði að maður nær alveg jafnt til Guðs með þvi að sitja i stól á meðan maður hugleiðir.” Hann er grænmetisæta og þvi fylgja oft ýmis vandkvæði. Dennis hlær: „Þið getið trúað þvi, að það er stundum litið gaman þegar manni er boðið á fint veitingahús, að þurfa að panta grænmetissalat: Eða þegar manni er boðið i koktail, og verður að panta ávaxtasafa! Dennis kveðst fullviss • um það, að hamingjan náist ekki fullkomlega nema likaminn sé heilbrigður, og hann gætir þess vel. „Eins og er hef ég allt sem ég hugsanlega þarf”, segir hann. „Ég á góða fjölskyldu og er i góðu starfi. Ég get ekki kvartað yfir neinu, svo lifið er mér mjög gott.” —EA Við viljum minna ykkur á, að ef þið viljið hrósa sjón- varps- eða útvarpsefni, eða kvarta yfir þvi, þá þurfið þið ekki að gera annað en að taka upp tólið I hádeginu á milli kl. 12. og 1. Siminn er 86611 og við komum hrósi ykkar, kvörtunum eða tillögum á framfæri. MÁNUDAGUR 1. marz 1976 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 tþróttir. Umsjónarmað- ur Ómar Ragnarsson. 21.10 Saga af sjónum. Leikrit eftir Hrafn Gunnlaugsson. Leikstjóri Herdis Þorvalds- dóttir. Leikendur Róbert Arnfinnsson og Sigurður Skúlason. Leikmynd Björn Björnsson. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. Leikritið var frumsýnt 26. mars 1973. 21.50 Ileimsstyrjöldin siðari. 7. þáttur. Bandaríkin hefj- ast handa.Sagt er frá þróun stjórnmála i Bandarikjun- um við upphaf styrjaldar- innar, en forsetakosningar fóru fram 5. nóvember 1940. Bandarikjamenn veittu Bretum ýmsa aðstoð en tóku ekki þátt i styrjöldinni, fyrr en Hitler sagði þeim strið á hendur. 1 myndinni er greint frá viðureign Bandarikjamanna og Jap- ana á Kyrrahafi og loks þeirri ákvörðun Banda- rikjamanna að setja herlið á land i Norður-Afríku. Þýð- andi og þulur Jón O. Ed- wald. 22.40 Dagskrarlok. MÁNUDAGUR 1. mars 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Hof- staðabræður” eftir Jónas Jónasson frá Ilrafnagili. Jón R. Hjálmarsson les (4). 15.00 Miðdegistónleikar. Frantisek Rauch og Sin- fóniuhljómsveitin i Prag leika Pianókonsert nr. 2 i A- dúr eftir Liszt. Sinfóniu- hljómsveit ungverska út- varpsins leikur Dansasvitu eftir Bartók, György Lehel stjórnar. RIAS sinfóniu- hljómsveitin i Berlin leikur Divertimento, svitu úr ball- ettinum „Kossi álfkonunn- ar” eftir Stravinsky, Ferenc Fricsay stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir). 16.20. Popphorn. 17.00 Tónlistartimi barnanna. Egill Friðleifsson sér um timann. 17.30 Að tafli. Ingvar Ás- mundsson flytur skákþátt. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál.Guðni Kol- beinsson flytur. 19.40 Um daginn og veginn. Kjartan Sigurjónsson skólastjóri á ísafirði talar. 20.00 Mánudagslögin. 20.30 Á vettvangi dómsmál- anna. Björn Helgason hæstaréttarritari segir frá. 20.50. Viktoria Postnikova og Gennadij Rosjdestvenský leika fjórhent á pianó. a: Fantasia i f-moll op. 103 eítir Schubert. b. Litil svita eftir Debussy. c. Són- ata eftir Hindemith. (hljóð- ritun frá útvarpinu i Bel- grad). 21.30 Ctvarpssagan: ..Kristnihald undir Jökli" eftir Halldór Laxness. Höf- undur les (15). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma 112). Lesari: Þorsteinn Ö. Stephensen. 22.25 Úr tónlistarlifinu. Jón Ásgeirsson sér um þáttinn. 22.50 Kvöldtónleikar. Flytj- endur: Sinfóniuhljómsveit- irnar i Hamborg. Baden- Baden og Stuttgart. Stjórn- endur: Gerhard Mandl. Bour Saschko Gawriloff, sem einnig leikur einleik á fiðlu. og Hans Muller-Kray. a. Sex þýzkir dansar eftir Haydn. b. Fiðlukonsert i d- moll eftir Mendelssohn. c. Sinfónia nr. 8 i F-dúr op. 93 eftir Beethoven. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.