Vísir - 01.03.1976, Qupperneq 24
VtSIR
Mánudagur 1. mars 1976
Á slysadeild
eftir slagsmól
Tveir mcnn lcntu á slysa-
deild i fyrrinótt eftir aö hafa
slegist hressilega fyrir utan
Iiöðul.
Eitthvert missætti mun hafa
orðið milli þeirra tveggja, þótt
ekki sé það vitað nákvæmlega.
Skipti engum togum að þeir
ruku saman eftir að dansleik
var lokið, og voru slagsmálin
svo hressileg að þeir voru
fluttir á slysadeild, þar sem
gert mun hafa verið að sárum
þeirra.
__________________—EA
Brotist inn í
lyfjageymslu
Þormóðs goða
Brotist var inn i togarann Þor-
móöa goða i gærdag og þaðan tek-
iö eitthvaö úr lyfjageymslu. Þá
var brotist inn i mótorbátinn
Sjóla. Þar var tekið sjónvarps-
tæki.
Það var um klukkan 17.17 sem
tilkynning barstum innbrot i Þor-
móð goða i gærdag. Voru söku-
dólgarnir á höttunum eftir ein-
hverju úr lyfjageymslunni.
Þeir munu hafa verið hand-
teknir. Um klukkan 8 i gærkvöldi
barst svo tilkynningin um stuld-
inn á sjónvarpstækinu i Sjóla.
____________________—EA
Maður ó hesti
fyrir bíl og
hestur aflífað-
ur eftir slys
Maður á hesti varð fyrir bíl
á föstudagskvöldið á Vatns-
endavegi. Maðurinn mun eitt-
hvað hafa slasast en hesturinn
slapp. Þá fór hestur fyrir bil á
sama stað kvöldið áður. Þurfti
að aflífa hann.
Slysin urðu bæði á niunda
timanum þessi kvöld. öku-
menn eiga erfitt meö aö sjá
hesta sem þarna eru á ferð,
enda engin lýsing, og hestarn-
ir og mennirnir sem á þeim
eru — dökkir i myrkrinu.
—EA
Braut rúðu
Einn af þeim sem gisti fanga-
geymslur lögrcglunnar í nótt
hafði unnið sér það til saka að
brjóta rúðu á Hótcl Sögu.
Það var eftir dansleik — eða um
klukkan tvö —■ sem maðurinn
mölvaði stóra rúðu við aðaldyr
hótelsins. Viðstöddum likaði það
að vonum ekki vel og var lögregl-
an kölluð til. Hafði hún manninn
með sér. Hann var ölvaður.
~EA
Stal pening-
um í
Glœsibœ
Kona var tekin i Glæsibæ i
fyrrinótt og fékk hún gistingu i
fangageymslum lögreglunn-
ar. Astæðan var peningastuld-
ur.
Konan fór i veski annarrar
konu sem hafði brugðið sér á
dansgólfið. Hafði hún talið ó-
hætt aö skilja veski sitt eftir,
en þegar hún kom aftur, hafði
peningum hennar, 1200 krón-
um, veriö stolið.
Sést hafði til sökudólgsins og
var kallað á lögregluna.
—EA
Stórþjófnaður í Grindavík:
Rœndu peningaskópnum
Stórþjóf naður var
framinn í versluninni
Bragakjör í Grindavík
aðfaranótt laugardags.
Peningaskápur með stór-
um peningaupphæðum,
farmiðum, gjaldeyri,
ávisunum, vixlum og
öðru var tekinn, einnig
skjalataska með
reikningum og peningum.
Rannsókn þessa máls
leiddi til handtöku
þriggja karlmanna og
einnar konu í gærkvöldi.
Það var um klukkan fimm
aðfaranótt laugardagsins sem
innbrotið mun hafa verið fram-
ið. Þá sömu nótt var stolið bil i
Reykjavik, og við nánari athug-
un kom i ljós að þessi bill fór til
Grindavikur. Hjólför fyrir utan
Bragakjör sönnuðu það. Billinn
fannst siðan i Reykjavik i gær-
kvöldi.
Hurð á bakhlið verslunar-
hússins var sprengd upp, en
þaðan var leiðin nokkuð greið að
peningaskápnum. t þessum
skáp voru heldur betur stór
verðmæti.
Tóku m.a. farmiða og
gjaldeyri til Kanaríeyja
— en kaupmaðurinn
komst samt....
I peningaskápnum voru 385
þúsund krónur i peningum og
ávisunum stiluðum á handhafa.
Töluvert margir endurnýjaðir
StBS happdrættismiðar voru
þar einnig, gjaldeyrir i ávisun-
um um 19000 pesetar, sem kaup-
maðurinn ætlaði að taka með
sér til Kanarieyja i gærmorgun,
ásamt tveimur farmiðum þang-
að.
Þá voru i skápnum 485 þúsund
krónur i vixlum, sem tilbúnir
voru til sölu, ásamt ýmsum
verðmætum munum. svo sem
giftingarhring, sérsleginni
silfurmynt og fleira.
Skápurinn erliklega á annað
hundrað kiló að þyngd, en söku-
dólgarnir tóku hann með sér
ásamt skjalatösku. 1 henni voru
reiknmgar upp a naita milljón
króna og um 12 þúsund krónur i
peningum.
Höfðu eytt 12 þúsund
krónum
Þau sem brutust inn höfðu
eytt 12 þúsund krónunum úr
skjalatöskunni þegar til þeirra
náðist. Ekki höfðu þau opnað
peningaskápinn, en hann fannst
falinn úti við þar sem þau höfðu
skilið hann við sig og sjálfsagt
ætlað að biða betri tima áður en
hann yrði opnaður.
Kaupmaðurinn i Bragakjöri
og kona hans komust til Kanari-
eyja þrátt fyrir allt, en áhyggj-
urnar af innbrotinu hafa sjálf-
sagt ekki verið skemmtilegt
vegarnesti. — EA.
Frá fundi i Sjómannafélagi Reykjavfkur í Lindarbæ f morgun þar sem sjómenn voru komnir saman til
að greiða atkvæði um samningana. Ljósmynd Jim
Sjómenn sömdu
Veruleg fiskverðshœkkun
Samningar milli sjómanna og
útvegsmanna, sem undirritaðir
voru i nótt eftir að fyrir lá fisk-
verðsbreyting á grundvelli sjóða-
kerfisbreytingar, fela f sér veru-
lega fiskverðshækkun.
Til breytinganna á sjóðakerfinu
má rekja nærri 24% hækkun á
fiskverði. Frávik frá þeirri hækk-
un ræðst af öðru tilefni.
Vfsir náði i morgun sambandi
við Sigfinn Karlsson formann
Alþýðusambands Austfjaröa en
hann átti sæti i samninganefnd
sjómanna, og nefndi hann dæmi
um þá breytingu sem veröur á
launum sjómanna við hina nýju
samninga.
A 51 til lOOtonna bátisem fiskar
500 tonn af þremur fisktegundum
hefði hásetahlutur verið fyrir
sjóðakerfisbreytingu rúmar 550
þúsund krónur. Eftir sjóöakerfis-
breytinguna hefði hann verið 610
þúsund krónur, og samkvæmt
hinu nýja fiskverði er hann 652
þúsund krónur.
Auk þessarar hækkunar fisk-
verðs hækkar tryggingin og
veröur hún rúmar 90 þúsund
krönur. „Með þessum samning-
um er stigið fyrsta skrefiö til
breytinga á tryggingaforminu
þannigaö það verði kauptrygging
plús premia”, sagði Sigfinnur
Karlsson viö okkur f morgun.
Þá má nefna að greiöslur i
orlofsheimilasjóð sem greiddar
eru af kauptryggingu hækka við
hina nýgerðu kjarasamninga.
— EKG.
Yerð á
þorski
hœkkar
um 30%
Samkomulag Yfirnefndar
verðlagsráðs sjávarútvegsins
gerir ráö fyrir verulegri fisk-
verðshækkun. Sem dæmi má
nefna að þorskur hækkar að
meðaltali um 30%. Þar af
stórfiskur mest eöa um 36%.
Verð á ýsu hækkar um 33%,
á steinbit um 36%, ufsa 24% og
karfa 26%.
Fyrirkassafisk ogifnufisk 1.
flokks greiöist 8% hærra verö
en hér að framan greinir.
Ennfremur greiðir rikissjóður
90 aura á hvert kfló af linu-
fiski.
Þá var ákveðið nýtt loönu-
verð, meö atkvæðum odda-
manns og seljenda gegn at-
kvæðum kaupenda. Fer loðnu-
veröið stiglækkandi eftir þvi
sem liöur á loðnuvertiðina.
Frá 16. til 22. febrúar verður
það 3,70 á kiló og lækkar síöan
uns það verður frá 22. mars til
loka vertiðarinnar 2,25 á kiló.
—EKG
NOKKUÐ MIÐAR A VEG
í GEIRFINNSMÁLINU
— Staðan er óbreytt ennþá,
sagði Sigurbjörn Viðir rann-
sóknarlögreglumaður þegar Visir
innti hann eftir gangi rann-
sóknarinnar i Geirfinnsmálinu.
Mennirnir sitja enn i gæsluvarð-
haldi, þeim hefur hvorki fjölgaö
né fækkaö.
— Þa6 gengur, sagöi hann þeg-
ar við vildum fá að vita hvort
þeim miðaði eitthvað á leið.
Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn
yfir þremur mannanna rennur út
núna 11. mars. Við spurðum
Sigurbjörn hvort hann yrði fram-
lengdur. Um það sagðist hann
ekkert vita eða geta sagt, það
væri sakadómara að segja til um
það.
Ekki tókst að ná tali af Erni
Höskuldssyni, fulltrúa sakadóm-
ara, til að svara þessari spurn-
ingu. Hann var ókominn þegar
blaðið fór i prentun. —VS
Samþykkt Norðurlandaráðs
Stuðníngur við málstað íslendinga
,,Ég tel það eftir atvikum
ánægjulegt, að Noröurlandaráð
skuli hafa svotil einhuga sam-
þykkt yfirlýsinguna” sagði Gils
Guðmundsson, cinn fulltrúa is-
lands á þingi Norðurlandaráös,
við Visi i morgun.
Gils sagði þetta álit sitt liafa
komiðfram i ræðu sinni siödegis i
gær, skömmu eftir aö samþykkt
forsætisnefndar Norðurlandaráðs
var lögð fram á þinginu. í sam-
þv kktinni var þess krafist að
bretar kalli herskip sin út fyrir
200 milna mörkin til þcss að auð-
velda lausn fiskveiðideilu breta
og islendinga.
Gils kvað samþykktina hafa
byggst á þvi sem komið hafði
fram i ræðum margra manna.
Hann sagðist hefði kosið að sam-
þykktin heföi verið sterkari og
meiri fordæming á framkomu
breta, en þó hefði ekki verið hægt
að búast við betri ár.angri en
þetta. Aðeins tveir fulltrúar hefðu
hreyft andmælum, en það voru
þau Nils Stetter og Kirsten
Jakobsen, bæði fulltrúar Dan-
merkur. Þau hefðu mótmælt
samþykktinni sem of einhliða
fylgjandi málstað islendinga. Giis
sagði að þetta væri meira en sviar
og danir hafi fengist til að segja
áður og væri þvi samþykktin
nokkuð fullnægjandi.
Góð áhrif
„Allar slikar samþykktir hljóta
að hafa góð áhrif á okkar mál-
stað” sagði Matthias Bjarnason,
sjávarútvegsráðherra. „Bretar
finna að nágrannar þeirra eru á
móti þeim i deilunni og það, auk
vaxandi óánægju bresku þjóðar-
innar, verður ekki til þess að auka
hróður bresku rikisstjórnarinnar
i þessu máli.”
Matthias sagði að samningar
við breta væru nú fjær en við
byrjun viðræðnanna. Aðalástæð-
an væri aukin skipainnrás breta i
landhelgina og það svivirðilega
athæfi þeirra að fiska á friðuðu
svæði ungfisk, sem færi að mestu
til mjölframleiðslu. — SJ