Vísir - 06.03.1976, Page 9

Vísir - 06.03.1976, Page 9
vism r~ Laugardagur 6. marz 1976. 3 Fastan og fórnin „Þitt verðmæti gegnum lifið er fórnin”, segir i kunnu kvæði eft- ir Einar Benediktsson. Föstutiminn, sem nú stendur yfir, á að minna okkur á þetta verðmæti. Föstuvikurnar eru á ári hverju aðdragandi þeirra daga, sem við höldum helga til að rif ja upp höfuðviðburði krist- innar trúar — grundvöll hennar, homsteina hennar. Án krossdauðans hefði Jesús frá Nazaret ekki orðið frelsari mannanna. Hann kom til að gefa lif sitt til lausnargjalds fyr- ir marga. Krossinn varð sigur- táknið — undir þvi merki fór kristnin sigurför sina um heim- inn. Og enn er hann okkar helg- asta tákn, bæði trúarlega og þjóðlega. Engin kirkja er byggð án þess að bera merki hans. Þjóðfáni okkar finnst okkur vera enn helgara tákn einingar og virðingar, vegna þess að hann ber i sér merki krossins. Þannig erum við svo oft og viða á krossinn minnt. En hann á ekki bara að bera okkur fagurt ytra tákn. Hann á að vera okkur andleg vakning — umhugsunarefni — vekja okkur til að meta gildi fórnarinnar I llfi okkar sjálfra. Við þessa sjálfsprófun kemur margt til greina. 1 gamla daga var ýmislegt gert til þess — að að ytra hætti, — að fastan mætti veröa slikur timi alveg sérstak- lega — og er svo tiðkað i kaþólskum löndum enn I dag. E kk i e r ég viss um, hversu vel slikt mundi eiga við okkur hér ognú, eða hvort það mundi hafa á okkur einhver betrandi áhrif, að okkur væru settar einhverjar reglur um ytri hegðun á þessum tima kirkjuársins. Samt væri það ekki úr vegi að hafa eitt- hvað það, sem minnti okkur á hana meira en nú er gert. Þaö kynni að vekja okkur til um- hugsunar um tilefni hennar frekar en ella. Slikt getur komið að góðu haldi. Einu sinni gerðist kona nokkur heimilismaður hjá fjölskyldu, sem henni fannst, að ekki hagaði lifi sinu svo sem hollt væri fyrir hana, eða setti góðan svip á heimilisbraginn. Þessikona var vel að sér i hönd- unum og hafði unnið marga haglega gerða muni. Og hún notaði sér þessa gáfu sina til þess að beina hegðun sambýlis- fólks sins inn á heillavænlegri brautir. Hún prédikaði, ekki með orðum,heldur með verkum sinum. Hún tók sig til og notaði tómstundir sinar til að sauma með fógru letri i veggteppi þess- ar setningar: Jesús Kristurer Drottinn i þessu húsi. Hann er hinn þöguli áheyr- andi aðöllum okkar samræðum. Hann cr hinn ósýnilegi áhorf- andi að öllu þvi, sem við tökum okkur fyrir hcndur. Þetta veggteppi gaf hún hús- bændunum á heimilinu. Það fylgir ekki sögunni hvaða áhrif það hafði, að það var sett upp i einni stofunni. Máske hefur það komist upp I vana að hafa það þarna, svo að fljótlega hefur heimilisfólkið hætt að taka eftir orðunum, sem á þvi stóðu. En söm var viðleitni hennar, sem vann það, og gaf þessum vinum sinum til þess að minna þá á hann, sem dó fyrir oss, gaf sjálf- an sig fyrir oss til þess að við mættum lifa. Hann hét þvi að vera með öllum sinum læri- sveinum alla daga til að hugga þá, styrkja þá, veita þeim leið- sögn i villu og stoð I erfiðleikum. Fyrir hans fórnarmátt fáum við sllkan kraft. Þess vegna er okk- ur það svo nauðsynlegt að setja oss fyrir sjónir krossferil hans, fylgja honum á þjáningabraut- inni — taka okkur I munn orðin alkunnu úr Passiusálmunum: Krossferli að fylgja þinum fýsir mig Jesú kær. Og réttilega kemst Hallgrim- ur aö orði í næstu linunum i þessu sama versi: Væg þú veikleika minum þó veröi eg álengdar fjær. Þvi það er okkur svo hætt við að vera. Trú og þor þrotnar er þrengir að neyðin vönd. Þetta er eins og talað út úr okkar eigin hjarta, það er eitt af þessum fjölmörgu dæmum um það, hvað Passiusálmarnir, þessi rúml. 300 ára gamli kveðskapur stendur okkur nærri, hvað lifs- speki hans talar næmu og auð- skildu máli til okkar þrátt fyrir fjarlægðina, að þarna er að finna sigildar lifsreglur, hollar áminningar, grundvöll að trúnaðartrausti, huggun og sálubót. Heimur guðssamfé- lagsins er það svið, sem Hall- grimur vill leiða okkur inn á, og þvi er það svo hollt að rifja upp orð hans á hverju ári eins og við erum hvött til á hverjum föstu- tima með lestri Passiusálm- anna i útvarpinu. Það er vist það eina fyrir utan föstumess- urnar, sem raunverulega minnirokkurá föstuna nú orðið. Og við skulum ekki gleyma að gefa gaum að þeirri áminningu. Lestur Passiusálmanna á föstu á að hjálpa okkur til að gleyma þeim ekki, og við skulum nota okkur þá hjálp með þvi að hlusta, fylgjast hvert kvöld með i lestri þessara dásamlegu trú- arljóða. Sautjándi sálmur endar á þessu alkunna og innilega er- indi: Hveitikorn þekktu þitt, þá upp ris holdið mitt. í bindini barna þinna blessun láttu mig finna. Þetta er eitt af þvi marga úr Passíusálmunum, sem lifað hefur á vörum fólksins — hefur enst þjóðinni til huggunar i raunum, kraftur og hvatning i baráttu og erfiðleikum. Og i þessum sama sálmi er lika að finna það, sem e.t.v. gripur yfir það stærsta huggun- ar- og fagnaðarefni, sem fórn- armáttur kristinnar trúar á að gefa okkur hverjum og einum: Ókviðinn er ég nú af þvi ég hef þá trú! miskunn Guðs sálu mina mun taka i vöktun sina. Þviaðhvaðættiokkur að vera kærkomnara, mikilsverðara, lifsbrýnna, en eiga þetta ein- stæða trúaröryggi og kviöa- lausa hjarta þeirrar trúarvissu, að i eilifri elsku sinni vakir Guð yfir okkur, og að af óumræði- legri miskunn hins himneska kærleika mun verða litið á öll okkar afbrot, allar okkar mörgu yfirsjónir, ef þess er gætt, að við reynum hér i heimi að fylgja dæmi hans, sonarins eingetna, sem Guð sendi, ekki til að dæma heiminn, heldur til aö heimur- inn skyldi frelsast fyrir hann. Honum eigum við að fylgja. Hann á að vera leiðtogi okkar og fylgdarmaður eftir vegi áranna til eilifðarinnar. Hans dæmi eig- um við að hafa fyrir sjónum alla daga, og með honum á þjóðleið- inni eigum við að ganga á.föstu- timanum. Allt sem minnir okkur á hann getur gert okkur færari til aö hafa fyrirmynd hans fyrir aug- um og feta i hans spor. Allt sem eykur fúsleika okkar til að fylgja krossferli hans, er eins og vörður á villugjörnum vegi. Til er sögn frá miööldum um riddara, Hildibrand að nafni, sem taldi sig hafa orðið fyrir mikilli móðgun af hálfu aðals- manns, sem Bruno hét. Hann strengdi þess heit að hefna þess- arar móðgunar. Hann skoraði andstæðing sinn á hólm, þvi að honum fannst að annar hvor þeirra yrði að falla. Hann bjó sig á fund hans þegar þeir höfðu mælt sér mót til einvigis. En hann kom fyrir tilsettan tima, og þess vegna varð honum reik- að inn i kapellu, sem stóð við veginn fyrir utan höll aðals- mannsins. A einum vegg kapell- unnar voru myndir úr pislar- göngu frelsarans. Hildibrandur gerði það sér til afþreyingar að skoða myndirnar. Það lægði öldurnar, sem risu hátt i hefnd- arhug hans. A einni mynd var frelsarinn i purpurakápunni og undir þeirri mynd stóð: Hann illmælti eigi er honum var ill- mælt. Næsta mynd sýndi Krist með þyrnikórónu á höfði og á henni stöð: Hann hótaði ekki er hann leið. Svo var þriðja mynd- in frá Golgata. Við kross Jesú standa hermennirnir, sem »tta hann, og þeirri mynd 'lgdi þessi áletrun: Faðir fyr- gef þeim. Þessa áfanga i krossferli elsarans virti hann fyrir sér, þessi riddari i hefndar- og bar- dagahug. Og þær höfðu þau áhrif á hann, að i stað þess að flýta sér út á fund andstæðings sins, féll hann á kné frammi fyrir myndinni af hríium kross- festa frelsara og bað heitt til Guðs um að hann mætti eignast það hugarfar, sem losaði hann úr álögum hefnigirninnar og flytti hann inn i friðarheim hins fyrirgefandi og fórnfúsa mátt- ar, kærleika Guðs, sem birtist i krossdauða Drottins vors og frelsara Jesú Krists. Og það varð. Þegar þeir hittast þessir andstæðingar, féllust þeir i faðma i stað þess að berast á banaspjót. Og um þetta skulum við biðja lika, þetta skulum viö líka gera, ef okkur finnst við vera órétti beitt eða eiga sökótt við einn eöa annan. Biðjum þvi Guð aö gefa okkur hugarfar Jesú Krists, sem gaf sjálfan sig fyrir oss, og sem gaf allt i vald hans er rétt- vislega dæmir. Hjartað bæði og húsið mitt heimili veri Jesú þitt hjá mér þigg hvild hentuga. Þó þú komir með krossinn þinn kom þú blessaður til þin inn fagna eg þér fegins huga. Besti passíusólmurinn llalljírhmir l’éliirsson. Með lestri Passiusálmanna i útvarpinu erum við minnt á, að nú stendur fastan yfir. Ekkert er eins og góður og ör- uggur dómur um það, hvilikt listaverk viö eigum þar sem sálmar Hallgrims eru eins og það, að enn i dag skuli þeir vera árlegt útvarpsefni. En ekki eru allir Passiusálm- arnir jafn góðir. Það sést ber- lega af þvi, að sumir þeirra, sum vers þeirra, eru flestum ó- kunn, önnur einhver algengustu sálmavers kirkjunnar enn i dag, sem hvert barn á að kunna. En hvaða Passiusálmur er bestur? Magnús Jónsson próf., sem gaf út tveggja binda verk um Hallgrim Pétursson og skáld- skap hans glimdi við þessa spurningu. Hann nefnir til þrjá sálma: 1) Sálm 25 (Landsdómarinn þá leiddi), sem endar á einu þekktasta sálmversi, sem til erá islenskritungu: Son Guðs ertu með sanni. 2) Sálm 44 (Hrópaði Jesús hátt i staö). 1 honum er annað al- kunnugt vers: Vertu Guð fað- ir, faðir minn. 3) Sálm 48 (Að kvöldi Júðar frá ég færi). 1 honum er það er- indi, ,,sem sumir hafa talið fegursta og dýpsta verk i öll- um islenskum sálmakveö- skap”. Gegnum Jesú helgasthjarta i himininn upp ég Ilta má, Guðs m ins ástar birtu b jarta bæði fæ ég að reyna og sjá. Hry ggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. Þegar Magnús Jónsson hefur lýst þessum þremur öndvegis- sálmum fer hann að velta þvi fyrir sér hvern hann eigi að krýna konungskórónunni, sæma tignarheitinu: Besti Passiu- sálmurinn. Og hann kemst að þeirri niðurstöðu að sá 44 (Hrópaði Jesús hátt i stað), verði fyrir valinu. ,,Og það er af þvi, að mér finnst hann allt i senn, jafnastur, hafa flest til aö bera, er sálm má prýða, og sið- ast en ekki sist, mér finnst tign hans látlausust, eðlilegust. Hann er konungbomastur, ef svo má að orði kveða”. En það tekur Magnús Jónsson fram, að ekki muni hann ábyrgjast að standa við þennan dóm iengur en verkast vill. En hann segist vilja hvetja menn til að freista þess að mynda sér sjálfir sina skoðun með þvi að lesa sálmana og ihuga efni þeirra og finna fyrir hvaða áhrifum þeir verða. Þetta er holl ráðlegging. Hún gildir enn i dag. Undir hana vill Kirkjusiðan taka, þvi að með þessu móti getur einn fundiö skirasta gullið I þessum sálmi — annar ihinum. Og þá er það lika i hans augum „besti Passiu- sálmurinn”.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.