Vísir - 06.03.1976, Side 14
: :
styrk eða hagstæð lán til þess
arna fremur en letja með áður-
nefndum og viðlíka yfirlýsing-
um. Allavega mætti byrja á þvi
að strika það út af óskalistanum
yfir leiðir i efnahagsmálum að
skammta ferðamannagjald-
eyri. Þá vil ég heldur spara við
mig danska tertubotna, allar
gerðir af erlendu skrautkexi og
öðrum viðlika óþarfa.
Sólarþyrstur
skrifar:
Ég fæ með engu móti skilið þá
röksemdafærslu ráðherra að
efnahagsástandið geti varla
verið slæmt þegar fólk kaupir
hópum saman farseðla til sólar-
landa á sama tima og það
barmar sér yfir slæmri afkomu,
afspyrnu lélegu kaupi og dráps-
klyfjum af sköttum.
sér i stórskuldir með lántökum
og herða vel sultarólina til þess
að baða sig i langþráðri sól og
suðrænum, hlýjum sjó.
Ég hika ekki við að fullyrða,
að þetta er næstum lifsnauðsyn
hverjum sem er, eftir umhleyp-
ingasaman, kaldan, dimman,
sólarlausan, islenskan vetur.
Fremur ætti að hvetja menn til
fararinnar og veita þeim jafnvel
Vii ég benda þeim háu herrum
á það, að það á ekkert skylt við
batnandi efnahagsástand og
bætta afkomumöguleika þótt
fólk vilji vernda andlega og lik-
amlega heilsu sina með þvi að
öngla saman nægilega margar
krónur til þess að komast i sól
og almennilegt veður, þó ekki
væri nema i tvær vikur á ári.
Fólk hikar ekki við að steypa
sér og skapar þetta stórhættu
fyrir aðra.
Lögreglan sem er þarna efra,
hefur enga möguleika á þvi að
skakka leikinn, þar sem hún
hefur i nógu öðru að snúast, en
er þó að vonum óánægð með
þetta.
Þessir akstursglöðu vélsleða-
eigendur hafa næg önnur svæði
til að leika listir sinar á og væri
það vel þegið að þeir sýndu nú
sóma sinn i þvi eftirleiðis að
fara eftir settum reglum.
Sigurður Harðarson haföi sam-
band við blaðið:
Siðastliðna helgi var ég á
skiðum i Bláfjöllum sem og oft
áður. Innan fólkvangsins á Blá-
fjallasvæðinu er akstur d vél-
sleöum bannaður, vegna hætt-
unnar sem af þeim stafar.
Þó er það svo að vélsleöaeig-
endur láta sér ekki segjast og
eru eftir sem áður á ferð um
svæðið. Unglingar þeysast
þarna um á sleðum sinum, jafn-
vel dragandi skiðafólk á eftir
Eru stórhœttu-
leg lyf reynd
ó sjúklingum?
Gunnar Friöjónsson hafði sam-
band við blaðið:
Systir min var um tima til
meöferðar á geðdeild Borgar-
spitalans, þar sem hún er
migreni-sjúklingur.
Hún var færð þaðan yfir á
Hvitabandið, á þeim forsendum
aö hún ætti aö reyna nýtt lyf,
sem ekki fengist i lyfjabúðum,
en væri aðeins til á þessum
tveim stöðum.
Stúlkan vildi ekki vera á
sjúkrahúsinu og af þeim sökum
fór móðir okkar og pantaði tima
hjá landlækni til að vita hvort
hún gæti ekki fengið lyfið heim.
Landlæknir sagði að þetta
umrædda lyf væri ekki lengur i
umferð. Hefði það verið tekið af
lyfjaskrá, þar sem þaö væri
stórskaðlegt, gæti orsakaö blóð-
sjúkdóma auk annarra fylgi-
kvilla og gæti jafnvel veriö lifs-
hættulegt.
Þegar þessar upplýsingar
fengust hafði systir min tekið
lyfið daglega i tvo mánuði.
Eftir þetta samtal við land-
lækni talaði systir min við
hjúkrunarkonu á Hvitabandinu,
en hún sagði þetta lyf vera enn
inni á lyfjaskrá.
Systin min neitaði að sjálf-
sögðu að taka ly fin áfram og fór
af sjúkrahúsinu.
Nú þætti mér ákaflega fróö-
legt að fá skýringar viðkomandi
yfirvalda á þessu máli.
Þvi má bæta hér við, að fyrir
nokkrum dögum fór systir min i
læknisskoðun til heimilislæknis
sins. Kannaðist hann ekkert viö
lyf þetta þegar þaö var borið
undir hann en viðbrögð hans
voru þau, aö senda hana i blóð-
rannsókn.
Ekkert lyf hættulaust
— Ég hef nú ekki tekið svona
dramatiskt til orða eins ogsegir
i bréfinu, sagöi landlæknir þeg-
ar þetta var undir hann borið af
Visi.
— Staðreyndin er sú, aö i ljós
hefur komið að þetta lyf hefur i
för með sér vissar aukaverkan-
ir, hélt hann áfram, en er mjög
gagnlegt. Þvi hefur það orðið að
ráði, að binda notkun þess ein-
göngu við sjúkrahús, þar sem
auövelt er og öruggt að gera þær
rannsóknir, sem leiða mundu i
ljósaukaverkanir. Benda má á,
að lik afstaða hefur verið tekin i
nágrannalöndunum.
— Almennt má um þetta
segja, sagði hann, að ekkert lyf
er hættulaust — jafnvel magnyl
getur haft aukaverkanir i' för
með sér i sumum tilfellum. Þvi
má svo bæta viö, að þótt engu
lyfi sé sleppt á markaðinn án
mjög itarlegra rannsókna, þá
vofir mjög oft sú hætta yfir, að
vissar aukaverkanir geti komið
fram. Við þvi er brugöist á þann
veg, að annað hvort er það tekið
af skrá eða gefið undir ströngu
eftiriiti.
— Viö ákvörðunartöku úm
þetta vil ég undirstrika það, að
taka verður með i reikninginn
hversu gagnlegt lyfið er, sagði
landlæknir að lokum.
vísm
Sumir
fó
lykla,
en
aðrir
ekki
Einn niu ára i Kópavogi
skrifar:
Ég fór með vini minum i
Sundlaug Kópavogs um
daginn og báðum við auð-
vitað um læsta klefa. Okk-
ur var neitað um lykla og
sagt að viðyrðum bara að
fá snagapláss. Það er ekki
nógu gott og hef ég t.ci. orð-
ið fyrir þvi að buxunum
minum var stolið af snaga
einu sinni.
Stuttu eftir að okkur var
neitað um lyklana, komu
yngri strákar og fengu þeir
lykla. Þá fórum við aftur
og báðum um skýringu, og
að fá lykla eins og hinir.
Okkur var ekki svarað en
hins vegar visað út. Þetta
finnst mér óréttlát og
skrýtin framkoma.