Vísir - 06.03.1976, Page 17

Vísir - 06.03.1976, Page 17
visra Laugardagur 6. mars 1976. 17 \ Dómkirkjan. Æskulýðsmessa klukkan 11. Sr. Óskar J. Þorláks- son dómprófastur. Föstumessa kl. 2. Litanian sungin. Sr. Þórir Stephensen. Laugarneskirkja. Messa kl. 2. (Æskulýðsdagurinn). Pjetur Maack stud. theol. prédikar. Ungmenni aðstoða við guðsþjón- ustuna. Barnaguðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Garðar Svavarsson. Hallgrimskirkja. Æskulýðsdag- urinn. Æskulýðsmessa kl. 11 á vegum Hjálparstofnunar kirkj- unnar og Æskulýðsstarfs Þjóð- kirkjunnar. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson prédikar. Fjölskyldu- messa kl. 2. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Mánudagskvöld og þriðjudagskvöld kl. 6. Kvöldbæn- ir. Lesið úr Passiusálmunum. Messa kl. 15.30. Sigurður Þ. Árna- son guðfræðinemi og Oddur Al- bertsson Menntaskólanemi tala. Skólaprestur þjónar fyrir altari. Altarisganga. Kirkjukaffi eftir messu i umsjón Kristilegrar skólastarfsemi og Kristilegs stú- dentafélags. Árbæjarprestakall. Æskulýðs- dagur þjóðkirkjunnar. Barna- samkoma i Arbæjarskóla kl. 10.30 árdegis. Æskulýðsguðsþjónusta i skólanum kl. 2. Ungt fólk aðstoð- ar. Helgileikur fluttur. Kvöld- vaka Æskulýðsfélagsins á sama stað, kl. 20.30, siðdegis. Fjöl- breytt dagskrá. Allt safnaðarfólk velkomið. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. Grensáskirkja. Barnasamkoma kl. 10.30. Æskulýðsmessa kl. 2. Gunnar J. Gunnarsson guðfræði- nemi prédikar. Fermingarbörn eru beðin að meta á æskulýðs- messu. Sóknarprestur. Langholtsprestakall. Barnasam- koma kl. 10.30. Sr. Arelius Niels- son. Guðsþjónusta kl. 2. Ræðu- efni: „Þúáttbrýnterindiað leysa i dag, ef það er mikilvægara en það sem Kristur á við þig.” Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Óskastund barnanna kl. 4. Sig. Haukur. Sóknarnefnd. Digranesprestakall. Barnasam- koma i Vighólaskóla kl. 11. Æsku- lýðsguðsþjónusta kl. 2 i Kópa- vogskirkju. Þorbergur Kristjáns- son. Háteigskirkja. Barnaguðsþjón- usta kl. 10.30. Sr. Arngrimur Jónsson. Messa kl. 2. Dr. Jakob Jónsson messar. Sr. Jón Þor- varðsson. Siðdegisguðsþjónusta kl. 5. Sr. Arngrimur Jónsson. Kirkja Óháða safnaðarins.Messa kl. 2. Kirkjugestum boðið til kaffi- drykkju eftir messu. Sr. Emil Björnsson. Neskirkja. Barnasamkoma kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2. Æsku- lýðsdagurinn. Ungmenni aðstoða og æskulýðskór syngur. Sr. Guð- mundur Óskar Ólafsson. Asprestakail. Messa kl. 2. að Norðurbrún 1. Sr. Árelius Niels- son. Bústaðakirkja. Barnasamkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 2. Ungt fólk aðstoðar við messuflutning. Sr. Ólafur Skúlason. Breiðholtsprestakall. Sunnu- dagaskóli kl. 10.30. i Breiðholts- skóla. Æskulýðsmessa á sama stað kl. 2. Lárus Halldórsson. Fíladelfiukirkja. Safnaðarguðs- þjónusta kl. 14. Ræðumaður Guð- mundur Markússon. Almenn guðsþjónusta kl. 20. Ræðumaður Einar Gislason o.fl. Fjölbreyttur söngur. Einsöngvari Svavar Guð- mundsson. Kársnesprestakall. Barnasam- koma i Kársnesskóla kl. 11 árdeg- is. Guðsþjónusta i Kópavogs- kirkju kl. 11. „Æskulýðsdagur- inn”. Guðni Þór Ólafsson guð- fræðinemi prédikar. Sr. Arni Pálsson. Innanhússæfingar i golfi hjá golf- klúbbnum i Reykjavik, Hafnar- firöi og Seltjarnarnesi eru sem hér segir: Golfklúbbur Reykjavikur. Laugardalshöll. (Litli salurinn) á mánudagskvöldum frá kl'. 20.00 til 22.00. Nesklúbburinn. Laugardalshöll. (Litli salurinn) á sunnudagsmorgnum frá kl. 10.00 til 12.00. Golfklúbburinn Keilir. Asgarður Garðabæ, A laugar- dags- og sunnudagsmorgnum frá kl. 10.00 til 12.00. Frank Zappa treður upp r Noregi Norðmenn, f rændur okk- ar, fengu nýlega að hlusta á og sjá kappann Frank Zappa troða upp á sviði í Osló. Hann og hljómsveit hans „Mothers of Invention" léku fyrir fullu húsi og við góðar undir- tektir. Frank Zappa hefur verið lengi á toppnum. Hann kom fyrst fram 1967, þegar hipparnir blómstruðu i San Fransisco. En þrátt fyrir sérkennilegt og næstum hippalegt útlit sitt og framkomu, hefur Zappa litið álit á þessu tiskufyrir- bæri sem nú má heita i algjörri lægð. — Hipparnir fylgdust alveg jafn vel með tiskunni og kvenfólk sem klæðist fötum frá Dior. Tiskan var bara öðru visi hjá hippunum, henni mátti likja við úrvalið i klæðaskápunum árið 1890. Allir voru svo i eilifi rúsi, og vissu ekki hvað var að gerast i kringum þá. Zappa hefur löngum verið um- deildur fyrir texta sina. Hann byggir þá á eigin reynslu, og gagnrýnir þjóðfélagið, óréttlæti i þvi og spillingu. — Sem listamaður tel ég mig verða að beina athyglinni að þessum málum, segir hann. —. En flestallir vilja heyra sykursæt lög með asnalegum textum, t.d. svona: Þú elskar mig, ég þig, þú ert fin. Hjarta mitt brestur, þú yfirgafst mig, og blöðin féllu af trjánum. Frank Zappa fjallar þó ekki eingöngu um alvarleg mál. Hann er mikill grinisti, og hefur nýlega gert kvikmynd sem nefnist „200 mótel”. Þykir hún drepfyndin. Frak Zappa hefur orðið þjóð- sagnapersóna yegna sérstæðrar framkomu sinnar. Þeir sem þekkja hann'segja að hann komi fram af hreinskilni, hafi skipulagsgáfur, og sé þægi- legur i umgengni. „Fljótfœrir" rúlluklossar Rúlluklossar eru það nýjasta fyrir fólk sem alltaf er að flýta sér. Nú er hægt að komast leið- ar sinnar um stórar skrifstofubyggingar á margfalt styttri tima en áður. Rúlluklossarnir voru sýndir nýlega á sýningu i Frankfurt. Það er svissneskt fyrirtæki sem framleiðir þá. Mest gagn af þessum fóta- búnaði hefur væntan- lega fólk sem þarf að fara langa ganga dag- lega um stórar bygging- ar. Slik ferðalög á þess- um tveimur jafnfljótu taka á taugarnar þegar menn eru að flýta sér. Þegar menn vilja svo ekki lengur rúlla áfram, nægir að þrýsta á litinn eins og á flugvél, og not- andinn getur gengið takka á hlið klossanna, og þá dragast hjólin inn eins og á venjulegum skóm væri. 1 Konur ó pill unni lengur undir óhrif- um ófengis Konur sem taka pilluna eru lengur undir áhrifum áfengis en þær sem taka hana ekki. Þetta kom fram við tilraun sem gerðar var á hópi kvenna. Tuttugu og tvær konur, á aldr- inum frá 21 til 30 ára, voru fengnar til að drekka drjúgan skammt af áfengi. Allar höfðu drukkið áfengi af og til áður. Helmingur þessara kvenna var á pillunni, en hinn helm- ingurinn ekki. Þær á pillunni voru 5,1 klukkutima að brenna alkóhólinu i likainanum. Hin- ar voru ekki nema 4,2 klukku- tima. Engar skýringar hafa fund- ist á þessu. Svonu á að fara Úr kápunni (ef þið skylduð ekki vita það) Það er ekki sama hvernig farið er úr kápunni, a.m.k. ekki hjá kvikmyndastjörnum eins og Raquel Welch. Enda ljósmyndarar á hverju strái, og ekki nógu gott að það komi fram á myndum að klaufalega sé að farið. Leiðbeiningar hennar um hvernig fara má á þokkafullan hátt úr kápu eru þær að losa hana aftur yfir axlirnar, og láta hana falla niðurá tniðja handleggi. Henni virðist bara takast nokkuð vel upp á þessum myndum. Ekki fylgir sögunni hvernig skal bera sig að við að fækka fötum enn meir....á jafn þokkafullan hátt.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.