Vísir - 20.03.1976, Blaðsíða 24

Vísir - 20.03.1976, Blaðsíða 24
VÍSIR Laugardagur 20. marz 1976 \ Sextán árekstrar í gœr — þar af einn harður Hiárekstrar uröu á tfmabilinu frá kl. 8 i gærmorgun til klukkan rúinlega 6 i gærkvöldi. Af þess- um 16 var cinn hörkuárekstur, en engin stórslys urðu á mönn- uin. Áreksturinn varð á Bæjar- hálsi um miðjan dag i gær. Stór Dodge Weapon bifreið var að draga Blazer inn á Bæjarháls- inn i vestur. Volksvagen bifreið var þá ekið i austur. Okumaður þeirrar bifreiðar sá ekki snærið á milli bifreiðanna og ók á það. Við það snerist Volksvagninn og lenti á Blazernum. Sá fyrr- nefndi er nær ónýtur eftir, en ökumaöur hans slapp meö skrámur. Rétt áður en þetta gerðist haföi orðið árekstur rétt hjá en ekki eins alvariegur. —EA Sœnska sjónvarpið gerir þótf um fiskveiði- deiluna „Sænsku sjónvarpiö cr að senda nú um þessa lielgi vinnu- hóp til tslands lil aö taka upp sjónvarpsfréttir og þætti vegna fiskveiöideilunnar," segir I frétt frá Landhelgisgæslunni. Þar kemur einnig fram, að sjö Iréttamenn frá erlendum blöð- um, útvarpi og sjónvarpsstöðv- um hafa nýverið farið með varðskipum i gæsluferðir á austfjarðarmið og sumir einnig i gæsluflug með Sýr. Þetta voru bandariskir, hol- lenskir, þýskir og kanadiskir fréttamenn. I samvinnu við upplýsingadeild utanrikisráðu- neytisins hefur fréllamönnum þessum verið hjálpað til að komast i samband við ráðherra og aðra stjórnmálamenn, einnig fiskifræðinga og fleiri aðila. Þýska og kanadiska sjón- varpið hafa einnig notiö fyrir- greiðslu gæslunnar nú að und- anförnu og breskur fréttamaður frá Observer var um borö I varðskipi og skrifaöi okkur hlið- holla grein í blað sitt. Hins vegar er það áberandi hvað breskum fréttamönnum hefur fækkað hér á landi siðustu vikurnar. EB. mSSÍ Tiöar ásiglingar breskra freigáta og stööugar sigiingar islensku varöskipanna hafa aukiö mjög á kostnaö landhelgisgæslunnar. i *■ 250 milljóna króna kostnoðarauki — vegna meiri starfsemi gœslunnar „Helmingur þessarar upp- hæöar er vegna aukinnar starf- semi landhelgisgæslunnar en hinn helmingurinn kostnaöur af nýjum tækjum,” sagöi Baldur Möller, ráðuneytisstjóri i dóms- málaráðuneytinu, i samtali við Visi, Dómsmálaráðherra hefur gefið þá yfirlýsingu að rætt hefði verið við fjárveitingar- nefnd Alþingis um fjárveitingu til handa landhelgisgæslunni að upphæð um hálfan milljarð króna. Baldur Möller sagði, að eins og lægi i augum uppi hefði við- haldskostnaður hjá landhelgis- gæslunni aukist upp á siðkastið. Auk þess hefðu varðskipin verið á meiri siglingu en áður og næmi kostnaður vegna þess um helmingi þeirrar upphæðar sem dómsmálaráðherra hefði nefnt. Hinar 250 milljónirnar rynnu þá til viðbótarstarfsemi, skipa- eða flugvélaleigu. Baldur sagði, að i þessari upphæð væri ekki nema að litlu leytí kostnaður vegna i.ugsan- legra kaupa á nýjum skipum. Ef af slikum kaupum yrði, væri gert ráð fyrir lántöku og aö greiðsla vegna skipakaupanna kæmi þvi á fleiri ár en þetta. Varðandi hugsanleg kaup á hollenskum hraðbátum sagði Baldur, að viðræður stæðu stöð- ugt yfir milli landhelgisgæsl- unnar og ráðherra. Landhelgis- gæslan hefði haft með höndum tæknileg atriði varðandi hrað- bátakaupin. —EKG GENGISLÆKKUN LÍRUNNAR:__ „Lœkkar gistikostnað" — segir Ingólfur í Útsýn „Þaö er ástæöa til aö ætla aö lækkun gengisins á itölsku lir- unni geti lcitt til þess aö gisting muni lækka í veröi” sagöi Ingólfur Guöbrandsson forstjóri feröaskrifstofunnar Otsýnar, i samtali við Visi. Eins og kunnugt er hefur liran fallið mjög i gengi siðustu mánuði. Samkvæmt upplýsing- um sem Visir aflaði sér i Seðla- bankanum nemur lækkunin um 17% frá áramótum miðað við krónuna. „Það er of snemmt að spá um hver áhrifin verða” sagði Ingólfur Guðbrandsson. „Fyrstu ferðir okkar til ttaliu hefjast i mai og við munum biða átekta þar til mánuði fyrir brottför um það leyti sem far- þegar eru að gera upp ferðir sinar. Ingólfur minnti á að gengis- breytingar væru tiðar svo ekki væri auðvelt að spá fram i timann hvernig gengið yrði á lirunni miðað við krónuna. „Hóteldvöl er aðeins hluti ferðakostnaðar” sagði Ingólfur. „Fargjöldin eru dýrasti liðurinn i ferðunum”. Ingólfursagði að mikil aðsókn væri i ttaliuferðir og væri nú að- eins sáralitið eftir óselt af far- miðum þangað i sumar. EKG. Gœsluvarðhaldsúrskurður: Aðeins einn hefur skilað gögnum til Hœstaréttar -Aöeins einn þriggja réttar- gæslumanna varöhaldsfang- anna þriggja, scm sitja inni vegna Geirfinnsniálsins, hafa skilaö gögnum til Hæstaréttar, sagði Björn Helgason, hæsta- réttarritari, þegar Visir innti hann eftir gangi tnála. Rétt vika er siðan gæsluvarð- haldsúrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar. Dómur Hæsta- réttar skal liggja fyrir innan hálfs mánaðar frá þeim tima er kæra berst dóminum. -Ég átti von á þvi að hinir skil- uðu gögnunum fyrir lokun i gær, sagði Björn, en úr þessu verður það ekki fyrr en á mánudag.yS Ættum að taka hollensku hraðbátana til reynslu — segir Helgi Hallvarðsson — Ég álit, aö þessir hátar séu mjög hcppilcgir fyrir okkur, einkttm ntcð framtiðina i huga. Þegar vigahugurinn fer af okk- ur og baráttunni viö hreta er lokið þá álit ég þessa báta hcppilega til gæslustarfa á grunnslóöunt. Um sjóhæfnina þori ég náttúr- lega ekki að fullyrða alveg fyrr en ég hef reynslusiglt svona bát en ég hef séð teikningar af hon- um og mér list þannig á hann að hann mundi heppilegur fyrir okkur, og þá eins og ég sagði áð- an, einkum með framtiðina i huga. Þannig fórust Helga Hall- varðssyni,skipherra á Óðni,orð i samtali um hollensku bátana, sem standa landhelgisgæslunni til boða á leigukjörum. — Alla vega finnst mér að við ættum að taka þá til reynslu, sérstaklega þar sem viö fáum þá á leigukjörum, sagði Helgi að lokum. —VS 60 sóttu um þrjú flug- manns- störf -Það er veriö að vinna að ráöningu þriggja nýrra flug- manna, sagði Sveinn Sæmunds- son, blaöafulltrúi Flugleiða, i samtali við VIsi I gær. Ég býst ekki viö þvi aö frá ráöningu verði gengið endanlega fyrr en á laugardagskviild cða sunnudag. -Frá þessari ráðningu verður þó að ganga nú um helgina, sagði hann, þvi á mánudag byrjar sex vikna rtámskeið fyrir flugmennina nýju. Að þvi loknu tekur við flugþjálfun. Að sögn Sveins sóttu 60 manns um stöðuna. Þessir þrir nýju flugmenn verða aðstoðarflugmenn á Fokker Friendship-vélum fé- lagsins. -Taisverðar tilfærslur eru fyr- irdyrum á flugmönnum hjá fél- aginu, sagði Sveinn. Þannig verða nokkrir aöstoðarflug- menn á Boeing þotunum geröir að flugstjórum á Fokker Friendship en flugstjórar á þeim aftur flugstjórar á Boeing. -VS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.