Vísir - 29.04.1976, Síða 3

Vísir - 29.04.1976, Síða 3
vism Fimmtudagur 29. april 1976 VARÐSKIP Á MILLI TVEGGJA DRÁTTARBÁTA: „Það er íslensk samloko" segja bretar ó miðunum Þessa svipmynd af togaramiöunum fyrir austan land tók Jim Walker, og var hún send meö loftskeytasendi freigátunnar Ghurka til strandarstöövar á Brctlandseyjum, og sföan sfmsend um sæstreng til Reykjavlkur. A myndinni sést Tim Lee, skipherra á freigátunni Ghurka til vinstri, en I námunda viö skip hans er varösk. Óöinn á sigiingu. Frá Óla Tynes um borði HMS Ghurka. Frásögnin er send gegnum loftskeytastööina á Neskaupslað: Dráttarskipin Statesman og Euroman reyndu mjög að þjarma að varðskipinu Ver i gær og þá varð einn árekstur milli Statesman og Vers i langri viðureign. Ég sá reyndar ekki hvernig það gerðist — þar sem Statesman var öfugu megin við varðskipið þegar þau skullu saman. Skipstjóri dráttarbátsins gortaði mjög af þvi, að Ver vék sér jafnan undan honum þegar hann sótti að varðskipinu. „Ver er raggeit” sögðu þeir á States- man, sigri hrósandi einu sinni þegar Ver sneri undan. Ghurka hélt sig alltaf i nokk- urri fjarlægð, en um tima vor- um við i skipalest: tvær freigát- ur, þrir dráttarbátar og tvö varðskip. Við byrjuðum að elta Ver i fyrradag og fylgdum varð- skipinu eftiri.i . allafyrrinótt á litilli ferð. l)m hálf sjö i gær- morgun var mannskapurinn kallaður til orustustöðva þegar við vorum að nálgast togara- hóp. Þegar ég kom upp i brú sigldi Ghurka á bakborða við Ver, nokkuð á undan, en Statesman var á eftir varðskipinu á stjórn- borða. Darraðardansinn byrjar Ghurka fékk skilaboð frá Statesman, þar sem sagði: „Hann er með klippurnar úti svo að ég ætla að ýta honum af leið”. Þar með var darraðar- dansinn hafinn. Ver vék jafnan lipurlega und- an þegar Statesman nálgaðist, enda er þetta tvö þúsund tonna ferliki, ekki árennilegt. Það var lika þungur sjór svo að árekstur hefbi getað orðið enn harðari en ella af þeim sökum. Óðinn kemur á vettvang Óðinn var ekki langt undan með Galatheu, Lloydsman og Euroman i kjölfarinu og States- man bað þann siðastnefnda að koma sér til aðstoðar. Þegar Euroman kom á vettvang sýnd- ist mér Statesman vera að reyna að hrekja Ver i veg fyrir hann svo að þeir gætu náð varð- skipinu á millisin, en varðskipið er talsvert hraðskreiðara en Euroman. En Ver vék jafnan undan og það var þá, sem Statesman sendi sina sigrihrós- andi yfirlýsingu: „Ver er raggeit!” Þótt Ghurka sækti ekki að varðskipinu voru menn glað- hlakkalegir i brúnni og einn spurði mig hvort ég vissi hvað islendt samloka væri. Svarið er: „Varðskip á milli tveggja dráttarbáta.” Menn skellihlógu þegar Statesman ■ kallaði Ver raggeit. Skömmu siðar barst tilkynn- ing um að Óðinn hefði smeygt sér framhjá Galatheu og Lloydsman og klippt á togvira bresks togara. Þá var komið að mér að hlæja glaðhlakkalega. Skiptar skoðanir Það var merkilegt en þó kannski eðlilegt, hvernig menn lita á atburði eftir þvi með hvor- um aðilanum þeir halda. Einn bresku foringjanna spurði mig i morgun, hvert Ver væri eigin- lega að stima svona út og suður. Hann virtist hálfhissa á þvi að varðskipið væri þarna. Ég spurði hann hvort hann sæi ekki að það kæmu skip að honum úr öllum áttum. Hvað ætti varð- skipið eiginlega að gera. Skömmu siðar kom Óðinn á móti okkur með sin fylgdarskip. t skipalest Óðinn fór aftur fyrirskutinn á Ghurka, beygði á stjórnborða og tók sér stöðu skammt frá Ver. Þá hættu dráttarbátarnir að angra varðskipið. Hin skipin röðuðu sér svo i kringum varð- skipin og um stund var siglt þannig i lest. Ghurka, Galathea, Statesman og Euroman i kring- um Óðin og Ver. Nokkru siðar yfirgaf óðinn okkur, ásamt sin- um fylgjum, en Statesman og Ghurka fylgdu Ver upp að tólf milunum. Þá fóru Ghurka til þess að taka eldsneyti en rétt i þvi smeygði Ver sér aftur út fyrir og það var siglt á fullri ferð i norður til þess að fylgjast með varðskipinu. En Ver vippaði sér þá bara aftur innfyrir þannig að nú erum við að dóla út af Aust- fjörðunum og biðum eftir að sjá eitthvert varðskip. — ÓT/VS. ,* « i i » > 3 Styðja afgreiðslu- bannið Visi barst i gær eftirfarandi skeyti um Hornafjaröarradio: „Viö undirritaöir skipstjórar lýsum yfir fullum stuðningi viö aðgeröir starfsmanna strandstööva um afgreiðslu- bann á bresk skip meðan á þroskastriöi stendur. Ljósafell, Hólmanes, Baröi, Skinney, Hvalbakur, Bretting- ur, Bjartur, Rauöinúpur, Björgvin, Vestmannaey DATT AF BAKI OG SLASAÐIST Slys varð við Vighólaskóla i Kópavogi i gærdag. Piltur á hesti hafði komið að skólanum og fékk 15 ára gömul telpa að setjast á bak. Ekki fór þó betur en svo að hún féll af baki og var talið að hún hafði mjaðmargrindarbrotnað. Hún var flutt á slysadeild. — EA. Tekinn í Alþýðu- brauðgerðinni Maður var handtekinn inni i húsnæði Alþýðubrauðgerðar- innar á Laugavegi i nótt. Hafði hann farið þangað inn — óboð- inn að sjálfsögðu. en ekki hafði hann tekið neitt þegar hans varð vart. Þetta var á fjórða timanum i morgun. — EA. GASHYLKI SPRAKK r I HÖNDUM DRENGS Gashylki sprakk í hönd- um litils drengs á leikvelli viö Snekkjuvog í gær- kvöldi. Drengurinn var fluttur á slysadeild, en hann hlaut vægan bruna í andlit. Nokkrir krakkar höfðu verið að leik og kveikt bál á leikvellinum. Drengurinn var þá með hvlkið i höndunum — og sprakk það. Þetta varð um klukkan hálf niu i gærkvöldi. — F.A. Róttœkar breytingar á sölukerfi bókaútgefenda Ahersla „Núverandi sölukerfi félags islenskra bókaútgefenda hefur I för meö sér mikla og óhagstæöa fjármagnsbindingu fyrir bóka- útgefendur, þar sem uppgjör er aöeins einu sinni á ári. Þessar hugmyndir aö fram- tiöarskipulagi sölukerisins miöa að breytingum á þessu, en viö leggjum alla áherslu á aö breytingarnar veröi geröar I fullu samstarfi viö bóksalana”, sagöi örlygur Hálfdánarson, formaöur félags islenskra bókaútgefenda i viðtali viö Visi. A nýafstöðnu þingi bóka- útgefenda var samþykkt tillaga um stefnumarkandi grundvöll á sölukerfinu. 1 henni felst að bókabúðunum verði skipt I þrjá flokka m.a. eftir landfræðilegum aðstæöum. 1 fyrsta flokknum yröi óbreytt lögð á samstarf við bóksalana kerfi, það er umboðssala meö uppgjöri einu sinni á ári, sem þó yrði flýtt um einn mánuð. Kaupmönnum i öðrum flokki yrðu send nokkur eintök af hverri nýútkominni bók, en siðap stað- greiði þeir pantanir sinar, þó ekki jafnóðum, heldur yrði árinu skipt i greiðslutimabil með skila og skiptarétti. 1 þriðja flokknum yrði eingöngu staðgreiðsla, en fylgi skiptaréttur og timabundinn skilaréttur. „Þessar hugmyndir hafa ekki verið kynntar bóksölum formlega ennþá, en svona breytingar þurfa langan aðdraganda. Núverandi sölukerfi er mjög erfitt fyrir bókaútgefendur, sem þurfa að gera sinar áætlanir i árs- byrjun, en fá ekki skilagreinar fyrr en I mars eða april”, sagði örlygur Halfdánarson. —EB Þótt vel seljist á bókamarkaði bóksalafélagsins þarf aö hyggja aö sölumálunum á öörum stööum og er nú meöal annars ætlunin aö skipta bókabúöum I þrjá flokka.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.