Vísir - 08.05.1976, Blaðsíða 4
4
Laugardagur 8. maí 1976. vism
Stones
platan
komin
Nýja platan með Rolling Stones
„Black and Blue” ernú komin út i
Bandarikjunum. A henni eru átta
lög, og þar á meðal gamalt
raggae-lag „Cherry Oh Baby”
sem þeir spiluöu á konsertum sin-
um i' sumar. Þá er diskó-lag er
heitir Memory Hotel.”
Þá hafa borist fréttir þess efnis
að uppselt sé á alla tónleika
Rolling Stones i Englandi núna i
mai. Miðarnir munu hafa rokið úl
á nokkrum timum.
Þeir halda þar tónleika I
stærstu borgum landsins, og hafa
siöan sama háttinn á i London og :
New York er þeir voru þar siöast
þeir eru heila viku, kvöld eftii
kvöld i sama hljómleikasalnum
Earls Court. I New York var þaf
Madison Square Garden.
Þessi ráðstöfun felur I sér mik
inn sparnað fyrir þá, þarna losna
þeir við útgjöld vegna ferðalagt
og flutnings á hljóðfærum.
Hljóðfœraleikarar
leika lausum hala
svigrúm en á siðustu plötu, enda
talsvert af bitum innan f annars
heillegum „pottþéttum” lögum,
þar sem hljóðfæraleikarar leika
lausum hala ef svo mætti segja.
Um þettaergotteittaðsegja,
þó að sjálfsögðu, komi þetta til
með að rýra gildi laganna á
vinsældalistum. Þeir þurfa þó
tæplega að hafa áhyggjur af þvi
bræðurnir, og vist er, aö platan
kemur i heild sinni mjög sterk
út, jafnvel sterkar en
„Stampede” og þá einkum
vegna gamla „Doobies” and-
anum, sérstaklega i röddunum,
sem svifa yfir henni.
Aukahljóðfæri eru notuð m jög
smekklega og Memphis Horns
sanna enn einu sinni getu sina.
Þá hef ég sjaldan eða aldrei
heyrt jafn skemmtilega og góða
upptöku á bassaleik, og á þess-
ari plötu, nema ef vera skyldi á
nýjustu plötu Wings.
Jafnt og þétt þungt rokk
The Dooobie Broth-
ers/Takin’ it to the
streets
WARNER BROTH-
ERS/FACO (A)
Ólikt siðustu plötu þeirra,
„Stampede” þá opnar þessi á
frumsömdu lagi eftir Patric
Simmons, einn af bræðrunum.
Likt og gamli rokkarinn i
ferskri útsetningu Doobie broth-
ers sem var fyrsta lag
„Stampede” gaf til kynna rokk-
að innihald þeirrar plötu, þá
gefur „Wheels of fortune” góða
heildarmynd af innihaldi nýju
plötunnar.
Tónlistin er enn talsvert rokk-
uð, en þó gefur hún einstökum
hljóðfæraleikurum mun meira
LED ZEPPE-
LIN/PRESENCE
SWANSONG/F ACO
(A+)
Led Zeppelin gnæfa ennþá hátt
yfir flesta keppinauta sina i
þunga rokkinu, þó að þeim stafi
mikil hætta frá hljómsveitinni
Queen, sem með siðustu plötu
sinni hafa sannað tilverurétt sinn
efst á rokktindinum.
En þaö er likt og vaxandi sam-
keppni geri ekki annaö en að
brýna Led Zeppelin, og tónlist
þeirra á „Presence” er skref
fram á viö frá „Physical
Fraggity” þó ætla mætti að erfitt
væri aö fylgja henni eftir.
' Einn helsti plús plötunnar, er
hver tónlistin er öll jafn þétt og
rokkuö, hún dettur hvergi niöur.
Útkoman verður góð i heiidina.
Þó verður það aö reiknast tónlist-
inni til frádráttar, hversu
tilbreytingarlitil hún er mikið til i
gegn um plötuna. En við erum að
hlusta á þungt rokk, og slik tónlist
er sjaldan tilbreytingarik.
Led Zeppelin komast vel frá
þessari plötu þó ekki sé útlit fyrir
að aðdáendahópur þeirra stækki
mikið með tilkomu hennar, til
þess er hún helst til þung. En
aðdáendum hljómsveitarinnar er
hún kærkomin viðbót viö áöur út-
komnar plötur hennar, og ef litiö
er yfir feril Zeppelin, þá verður
þessi aö teljast til þeirra betri.
Plötuumslagiö er ihugunarefni
út af fyrir sig, og ætla mætti að
Zeppelin og 10 CC væru i sam-
keppni I hvor hljómsveitin sé með
frumlegra og dularfyllra umslag.
En skýringin finnst ef nánar er að
gáð. Það er sem sé sama fyrir-
tæki og ljósmyndari er sjá um út-
lit umslaganna.
Dínamit með
besta móti!
Sunnudagskvöldið 2. mai
skeliti Tónhornið sér á bail i
Sesar, sem annars er ekki i frá-
sögur færandi, nema hvað að
þar var hijóms veitin Dfnamit að
spila.
Þetta var I siðasta skipti sem
Nikki Róberts spilaði meö
hljómsveitinni, en eins og ég hef
áöur skýrt frá, þá er Nikki
byrjaður i Paradis, og heldur
með þeim til Bandarlkjanna I
plötuupptöku þessa dagana.
Skemmst er frá þvi aö segja,
aö Dinamlt voru með besta móti
umrætt kvöld, og hef ég aldrei
heyrt I þeim betri. Það veröur
að segjast, aö þeir hefðu ekki
getaö misst Nikka á verri tima,
það mun efalaust taka hljóm-
sveitina nokkurn tima, að finna
pianóleikara til að fylla skarð
það sem Nikki skilur eftir sig.
Þó svo að Pétur kafteinn komi
til með að ganga i Dýnamit á
næstunni, þá verða þeir lengi að
ná jafnvel saman og þeim hafði
greinilega tekist undir það sið-
asta.
Dinamit virtust hafa nokkuð
fjölbreytt lagaval, og mikla
ánægju hafði ég af útfærslu
þeirra á gamla laginu hennar
Millie Small „May Boy Lolly-
pop”. Þá tókst þeim einnig vel
upp i „Cut The Cake”, lagi er
Average White Band hafa gert
frægt. 1 þvi lagi var samleikur á
saxófóna, og lék Nikki á annað
saxið, og tókst öllum hljóöfæra-
leikurum að komast vel frá sinu
hlutverki.
— GSL.
Herbert sér eftir að
hafa gengið í Pefícan
Tónhorninu tókst að ná I
skottið á Herberti, söngvara
Dinamit, nú nýlega, tii þess að
fá hann til þess að skýra frá af-
stöðu sinni gagnvart brottför
Nikka Róberts úr hljómsveit-
inni, yfir i Paradis, og hvað
væri í bigerö hjá hljómsveit-
inni I nánustu framtlð. Herbert
hafði þetta að segja:
„Við hinir i hljómsveitinni
erum ekkert sárir út I Nikka
fyrir að ganga I Paradis siður en
svo. Við erum ánægðir fyrir
hans hönd, þarna hefur hann
fengið gullið tækifæri, og á það
skilið, þvi hann er mjög fær
pianisti.
Það kemur maður i manns
stað, og við höldum ótrauöir
áfram, meö nýjum píanóleik-
ara, þegar hann hefur verið
fundinn, og æfður upp. Þetta
dæmi sýnir, hve mikil itök Pétur
W. Kristjánsson á i bransanum.
Við vitum ekki ennþá hver
kemur til með aö koma I staö
Nikka, þaö hefur ekki ennþá
verið haldinn almennilegur
fundur um þessi mál. En hann
verður haldinn, og þá kemur
margt til með að koma i ljós.”
„Herbert nú er þetta I annað
skipti á einu ári, sem Pétur
Kristjánsson blandast inn I þinn
feril, I fyrra skiptið tókst þú við
af honum sem söngvari i
Pelican. Siðan stofnar hann
Paradis, sem fljótlega „kaf-
sigla” þig og Pelican, ef svo
mætti oröa þaö, og svo stelur
hann frá þér manni úr hljóm-
sveit sem þú stofnaðir. Hvað
viltu segja um þetta?”
„Ég vil leggja áherslu á þaö,
að þessi mannaskipti fóru öll
fram með mestu vinsemd.
Varöandi Pelican þá verö ég aö
viöurkenna aö ég stóð ekki undir
þvi sem til var ætlast af mér i
þeirri stöðu sem ég tók við af
Pétir Kristjáns. Ég mátti ekki
við þvi, að komast svona
skyndilega I það, sem þá var
besta band á landinu. Það var
fljótfærni af mér aö taka þessu
boði, og ég sé eftir þvi, og hefði
ekki átt aö gerast söngvari
i Pelican.”
— GSL.
Herbert þenur raddböndin við undirleik félaga sinna I Dlnamlt.
Nœstum of fullkominn
10 CC/HOW DARE
YOU
MERCURY/F ACO
(A+)_____________
10CC eru án alls efa
einbesta og fjölhæfasta
hljómsveit sem uppi er
i heiminum i dag. Plata
þeirra „Sheet music”
sannfærði tónlistar-
unnendur og gagn-
rýnendur um getu
þeirra, sú næsta i röð-
inni, „Original sound-
track”, skipaði þeim
öruggan sess i tón-
listarheiminum.
Á „How dare you”, heyrum
við I hljómlistarmönnum sem
geta gert góða hluti enn betur,
þeim viröist ætia að takast að
þróa tónlist slna óendanlega.
Tónlist þeirra hér er hnitmiðuö,
tæknilega fullkomin og þaö eina
sem mætti finna að, er aö
fullkomleikinn gerir tónlistina á
köflum helst til vélræna.
Textar gefa tónlistinni ekkert
eftir, þeir standa einir sér. Sér-
staklega eftirtektarveröir eru
textarnir „Headroom”, „Don’t
hang up” og „I wanna rule the
world. ”
En þyki manni tónlistin á
köflum vélræn, þá sjá bráð-
skemmtilegar raddanir i mörg-
um laganna, þó sérstaklega
„Headroom”, „I wanna rule the
world” og „Rock’n roll
lullabye” til þessaðfá tónlistina
á eðlilegt svið.
En slik fullkomnum sem er aö
finna i þessari plötu er dýr-
keypt, og sjálfsagt eiga aðdá-
endur 10 CC erfitt meö að skynja
það sem fram er að fara viö
fyrstu heyrn, tónlistina má
flokka undir mjög þunga og þró-
aða tónlist, að þvi leyti til, að
spila þarf plötuna oft áður en
tónlistin kemst til skila. Viö
fyrstu heyrn verkar hún jafnvel
fráhrindandi. En gefi maður sér
nægan tima til þess að melta
„How dare you” þá á maður
varla skemmtilegri plötu. "