Vísir - 10.06.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 10.06.1976, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 10. júni 1970 vism Skákmótin tvö hafin Myndin var tekin á Hótel Loftleiðum s.l. þriðjudag, en þá hófst skákmót það sem sigarettuframleiðendur standa fyrir. Lm. Loftur. styrkleikamark alþjóðlegs meistara. Meðal keppenda eru fimm fyrrverandi Islandsmeist- arar, fyrrverandi norðurlanda- meistari i hraðskák, skák- meistari suðurlands og norður- landameistari kvenna, svo nokkuð sé nefnt. Á þriðjudaginn voru tefldar fjórar fyrstu um- ferðirnar og eru Lárus Johnsen Bragi Halldórsson og Hannes Ólafsson efstir með fjóra vinn- inga. Að sögn Davið Pitt hjá fyrir- Mjög gott andrúmsloft „Flestir okkar ungu og efni- legu skákmenn tóku þátt i mót- inu — Skák i hreinu lofti” sagði Guðfinnur Kjartansson, formaður Taflfélags Reykjavikur, i samtali við Visi. „Einnig voru talsvert margir hinna eldri og reyndari skák- manna, enda þótt ýmis kunnug andlit vantaði”, hélt Guðfinnur áfram. „Það reykti ekki nokkur maður og þarna var sérstaklega „Skák I hreinu lofti” hófst f fyrradag I skákheimilinu viö Grensásveg. Þátttakendur eru 122 en af þeim eru 28 fjórtán ára og yngri. Hefur þú séö eöa ætlar þú að sjá eitthvað af atriðum á Listahátíðinni? tæki Rolf Johansen voru mjög sterkir skákmenn á mótinu. Davið sagði að það hefði verið vel skipulagt og farið rólega fram. Siðari fimm umferðir mótsins verða tefldar n.k. sunnudag kl. 14.00 i Vikingasalnum á Hótel Loftleiðum. gott andrúmsloft i þess orðs fyllstu merkinu”. Þátttakendur i mótinu „Skák i hreinu lofti” voru 122, þar af 28 keppendur 14 ára og yngri og 8 konur. Efstir og jafnir eftir 5 umferðir eru Július Friðjóns- son, Margeir Pétursson og ög- mundur Kristinsson. Gunnar F. Nina Björk Svavarsdóttir skrif- stofustúlka og vinnur i Hafnarbiói á kvöldin: — Nei ég hef nú ekki séð neitt og ætla ekki. Sigriður Skarphéðinsdóttir, hús- móðir frá Reykjanesi við ísa- fjarðardjúp: — Nei þar sem ég er utan af landi kemst ég ekki, en annars hefði verið gaman að sjá Helga Tómasson. Skákmótin margumtöluðu, sem haldin eru af sigarettu- framleiðendum annarsvegar en Taflfclagi Reykjavikur og Skáksambandi tslands hins- vegar, hófust i fyrradag. Þátttakendur á tóbaksskák- mótinu eru 84 talsins. Fjórir þeirra hafa yfir 2400stig, sem er Rúnarsson er með flesta vinn- inga af unglingum 14 ára og yngri, en efst af kvenfólkinu er Margrét Ponzi. Seinni sex umferðirnar verða tefldar n.k. sunnudagskvöld kl. 20.00 i Skákheimilinu við Grenásveg. —AHO ISIR spyr Vikingur Tryggvason sjómaður: — Nei, ég hef ekki áhuga. Rútur Snorrason, verslunar- maöun— Nei, ég hef nú bara ekki aðstööu til þess að þessu sinni. Hjálmar Hjálmarsson sjómaður: — Nei ég kemst ekki núna, enda eroröið uppselt á flest það áhuga- verðasta þegar maður kemur i land. Annars heföi verið gaman að sjá margt af þessu. Eftirmáli við stjórnmálamenn Þegar hann tekur niöur gler- augun þá segja menn að vegi sannleikans ljúki. Þegar hann setur þau upp aftur hefst fylgdin viö sannleikann að nýju. Þannig lýsa aðdáendur Lúðvik Jóseps- syni þegar hann birtist I ræðu- stól eöa i sjónvarpi. Lúðvik er búinn að sitja lengi á þingi og gegna embætti sjávarútvegs- ráðherra tvisvar, og meö nokkr- um ágætum f bæði skiptin. Það varþvi engin furða þótt athyglin beindist mest að honum um þaö bil sem samningar voru aö tak'- ast i þorskastriðinu. Og I þvi máli fór Lúðvik á sinum „pólitisku kostum”, þvi eftir yfirlýsingar um „hugsanlega samninga” sneristhann á sömu linu og Kjartan ólafsson, rit- stjóri.sem um þessar mundir er efnilegasti forustumaður Alþýðubandalagsins, enda harölinumaður og nokkurnveg- inn rökheldur I umræðum, eöa hvað hún kallast Iþróttin, þegar menn ræðast viðeins og þeir séu staddir i tveimur heimsálfum. Þetta undanhald Lúðviks gagnvart samningunum, þegar hann sá aö hvessti i Þjóðviljan- um, er um margt dæmigert um stjórnmálaferil hans i hópi kommúnista. Lúðvikhefur fyrir löngu gertsér grein fyrir þvi, og það hefur ásannast á honum sjálfum, að viö búum i landi samsteypustjórna. Þess vegna getur verið heppilegt á stundum að stjórnarandstaðan haldi uppi málflutningi, sem gerir ráð fyrir stjórnarsamstarfi að morgni. Þetta þýðir að stjórn- málamenn venja sig gjarnan á að tala i mismunandi skuggum, en ekki i hvitu og svörtu. Hinir nýju menn I Alþýðubandalag- inu, „græningjarnir”, eru aldeilis ekki á þessari línu, og Lúðvlk, sem aldrei virðist hafa sóst eftir sérstökum forráðum 1 þeim flokki, hefur sýnilega vikist undan þvi að beygja „græningjana” undir sin sjónarmiö um lausn þorska- striðsins. Þótt Lúðvik hafi ekki sótst eftir mannaforráöum I flokki sinum, og látiö kyrrt liggja að sléttgre iddir skólapiltar tækju að sér forustuna eftir daga þeirra Einars Olgeirssonar og Brynjólfs Bjarnasonar, vita þó allir, að Alþýðubandalagið hefur ekki á annan frekar að treysta en Lúðvik, þegar stór- mál eru á döfinni. Hann er hinn óskráði forustumaður flokksins, þótt hann hafi hálsliðamýktina til að hneigja sig fyrir „græn- ingjunum”, jafnvel þegar þeir stefna út i ófærurnar af þvl kappi, sem minnst á skylt við forsjá. Pólitiskt uppeldi sitt fékk Lúðvik á Austfjöröum, og hann mun varla hafa lent i þeim sennum á Alþingi eða innan sins flokks, þótt Björn Jónsson færi úr Alþýðubandalaginu út af ósætti við hann, að þær tækju fram . þeirri glímu, sem hann varö að heyja viö Eystein Jóns- son á framboösfundum. Auðséð er að Lúðvik hefur lært mjög af þeirri glimu, m.a. þaö, að ekkert i stjórnmálum er svart og hvítt, aðeins mismunandi skuggar. Og þegar barist var gegn samningum i þroska- striðinu vissi Lúövik af reynsl- unni, að væri ákveðnum skilyrð- um fullnægt, var alveg tilgangs- laust að halda áfram til þess eins að seilast til allt annarra en breta af pólitiskum ástæðum. Slikur teygingaleikur og lang- hundur kom ekkert við mann- hættulegri baráttu á miðunum. Taliðerað við næstu kosning- ar verði Lúðvik i síðasta sinn I framboði fyrir austan. Við brottför han missir flokkur hans mikilsverða þingforustu. Sannast sagna varpar Lúðvík töluverðum svip á þingið. „Græningjarnir” i flokki hans munu eflaust ekki sakna hans. Þeir neituðu honum um jákvæöa afstöðu til sigursins i þorskastriðinu, eins og hann hefði aldrei átt þátt i að færa út fiskveiðilögsöguna og semja. Það urðu þvi lok fyrri baráttu hans fyrir útfærslu að þurfa aö standa gegn endanlegum sigri Islendinga i lögsögumálum. Svo mikils kröfðust „græningjarn- ir” af þessum reynda stjórn- málamanni. SVARTHÖFÐI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.