Vísir - 10.06.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 10.06.1976, Blaðsíða 3
VISIR Fimmtudagur 10. júni 1976 *.* * 3 17 nýjar dag- vistunarstofnanir fullnœgja núverandi þörf Til þess að fullnægja núver- andi þörf á dagvistunarstofn- unum í Reykjavík vantar 5 dag- heimili, eins og þau gerast stærst, 10-11 meOalleikskóla og 2 skóladagheimili. Þetta kemur meðal anars fram I ársskýrslu Sumargjafar fyrirárið 1975. 1 árslok voru 814 rými á dagheimilum Sumar- gjafar, en á biðlista voru 357 börn. A leikskólunum voru 1354rými, á biðlista 1043 börn. A skóladagheimilum voru rými fyrir 70 börn, á biðlista um40 börn. Lengst bið fyrir börn yngri en 3ja ára. Biðtiminn er lengstur fyrir yngri börnin. Kemur þar hvort tveggja til að eftirsDurnin er mest fyrir börn innan 3ja ára aldursog að vegna deildarskipt- ingar dagvistarstofnana eru fæstrými aö tiltölu fyrir yngstu börnin. bannig voru um 'ára- mótin 566 börn undir 3ja ára aldri á biðlista fyrir leikskóla, eða 54.27% af heildarfjölda. í samræmi við deildarskiptingu leikskólanna er þó eingöngu gert ráð fyrir 182 börnum á aldrinum 2-3 ára, eða 12.51% af Nemendur skólanna á Seltjarnar nesi skreyta umhverfi sitt Vinsældir veggskreytinga af ýmsu tagi færast nú mjög i vöxt og jafnframt eru sifellt fleiri aö komast á þá skoOun aö ekki sé bráðnauösynlegt aO allar fyrir- myndirnar séu skapaöar af þekktum listamönnum. Bæjarstjórn Seltjarnarness efndi i vetur til samkeppni meðal barna og unglinga i skól- um bæjarins um hugmynd að veggskreytingu á vöruskemmu Isbjarnarins við Nesveg. Dómnefnd skipuðu Sigurður Kr. Arnason byggingameistari og teiknikennararnir Edda óskarsdóttir og Hjördis ólafs- dóttir. Voru valdar úr 5 teikningar frá hvorum skóla. 1 Valhúsaskóla vann hver nemandi að sinni teikningu alveg sjálfstætt og voru flestar þeirra óhlutbundnar. 1 Mýrar- húsaskóla var hins vegar við- höfð meiri samvinna og voru teikningar barnanna aðallega af hlutum og fólki. Skreytingin snýr að skólanum Do”mnefndin fékk siðan lista- mennina Kjartan Guðjónsson, Hring Jóhannesson og Svein Snorra Friðriksson til að skera úr um hvaða mynd skyldi notuö sem fyrirmynd að vegg- skreytingunni. Völdu þeir mynd Friðu Gisladóttur, nemanda i Valhúsaskóla. Vinnur Friða nú að þvi að gera tillögur um liti. Einnig voru valdir tveir hlutar úr samvinnumyndum nemenda Mýrarhúsaskóla og verða þær myndir látnar skreyta þann gafl hússins sem snýr að barnaskólanum. Þannig geta börnin sjálf notið árangurs vinnu sinnar, þegar þau eru i skólanum. Stefnt er að þvi að mála myndirnar á veggina i sumar og verður það, ef hægt er, unnið af þeim nemendum Valhúsaskóla sem verða i unglingavinnunni á vegum bæjarins i sumar. —SJ Þrjár íslenskar litkvikmyndir á morgun frumsýndar á Akranesi A morgun verOa frumsýndar I Bióhöllinni á Akranesi. þrjár is- lenskar kvikmyndir. Myndirnar eru allar i litum. Lengsta myndin er „Akranes 1974” ca. 65 minútna löng, og sýnir svipmyndir frá atburðum á Akranesi á þvi ári og hátiðar- höldum þar, en þau voru óvenju fjölbreytt á þjóðhátiðarárinu og stóðu i átta daga. önnur myndin er frá sama ári og var tekin á sameiginlegri þjóðhátið ibúa Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og akur- nesinga að Reykholti i Borgar- firði. Sú mynd er 14 min. löng. Þriðja myndin er 17 min. löng og var tekin á Akranesi fyrir u.þ.b. 30 árum eða á árunum 1946-48 af Sören Sörenssyni, kvikmyndatökumanni. Jón Her- mannsson hefur annast frágang og hljóðsetningu. Hinar myndirnar tvær eru teknar af Þrándi Thoroddsen og Jóni Her- mannssyni. 1 myndinni „Akranes 1974” eru þættir frá atvinnulifinu á Akranesi, svipmyndir frá komu I b.v. Vers, Akraborgarinnar nýju og kútter Sigurfara, vigslu byggðasafnsins að Görðum, eggjaleiðangri nokkurra drengja i Akrafjalli, grásleppu- veiðum, sýningu Skagaleik- flokksins á Járnhausnum, einnig úr þjóðhátiöarleikritinu Ljós i holti, auk svipmynda úr bæjarlifinu og frá hátiðarhöld- um á þjóðhátið. Þorvaldur Þor- valdsson samdi texta við myndina og er hann einnig þul- ur. Myndin frá árunum 1946-48 hefur varðveist ótrúlega vel og hefurekkiveriðsýnd fyrr en nú. 1 henni má m.a. sjá hátiðar- höld á sjómannadegi, svipmynd frá heiðursborgaraathöfn i Akraneskirkju, þegar þeir Ólafur Finsen, héraðslæknir og séra Friðrik Friðriksson voru gerðir að heiðursborgurum Akraness, róður með m.b. Sigrúnu og sildveiðar með m.b. Ólafi Bjarnasyni fyrir norðan land, koma nýsköpunartogar- ans Bjarna Ólafssonar o.fl. Valdemar Indriðason samdi texta við myndina og er hann einnig þulur. 8,83% LAUNAHÆKKUN 1. JÚLÍ Laun hækka um 8.83% frá og með 1. júli n.k. Þar af eru 6% launahækkun sem samið var um I rammasamningi aðila vinnumarkaðarins 28. febr. sl„ en önnur hækkun er tilkomin vegna hækkunar visitölu fram- færslukostnaöar framyfir „rauða strikiö", sem samiö var um aö væri viö 557 visitölustig. Vfsitala framfærslukostnaöar hækkaði um 13 stig i maimán- uði. Þegar frá er dregin hækkun vegna veröhækkunar áfengis og tóbaks og vegna hækkunar á vinnuliö verölagsgrundvallar búvöru, nemur vísitölu- hækkunin 14.85 stigum umfram „rauöa strikiö” og svarar það til 2.67% hækkunar umfram það mark. -SJ. Foreldrar kjósa fremur aö barnaheimilið sé staðsett nærri vinnu- staö en heimili. Loftur tók þessa mynd á dagheimilinu Múlaborg sem er mjög eftirsótt, aðallega vegna hinna fjölmörgu vinnustaða I nágrenninu. heildarfjölda þeirra, sem þar dvelja. Auk aldurs barnanna hefur staðsetning leikskóla og dag- heimila áhrif á lengd biðtima. Komið hefur i ljós, að fólk óskar fremur eftir dagheimilisvist fyrir börn sin nálægt vinnustaö en heimili. Þannig er t.d. leik- skólinn Tjarnarborg mjög áset- inn og eins er með dagheimilið Múlaborg. l^rsskýrslunni eru töflur yfir skiptingu eftir starfsheitum for- eldra barna á dagvistar- stofnunum og á biðlistum. Þar kemur fram, að innan viö helm- ingur mæðra leikskólabarna er heimavinnandi. Samkvæmt þvi er ekki lengur hægt að lita á leikskóla sem aðstoð viö uppeldi barna heimavinnandi hús- mæðra. -SJ Laugavegi 27 - Sími 12303 Fataúrvalið er í HERRATÍSKUNNI Nýkomnir hollenskir leðurlíkis- jakkar kr. 12.550.— mittisjakkar úr rúskinni. Jakkar úr gróf- og fínriffluðu flaueli með safírsniði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.