Vísir - 10.06.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 10.06.1976, Blaðsíða 9
VISIR Fimmtudagur 10. júni 1976 9 VHOIMf‘1 i i'iMM mlM»«l»> nitúsnit ....." /I. . • FI1004ÖW i£N*HGaarn ÞAÐ ER ENGIN EIN ALTÆK SKÝRING TIL Á VERÐBÓLGU f.......v " Orsakir og af leiðingar verðbólgu eftir Jónas H. Haralz bankastjóra Önnur grein Hagfrœðilegar skýringar fjalla í raunog veru um feril verðbólgunnar í hagkerfinu Það er misskilningur að velja eina sérstaka skýringu eða kenningu Hversu mikið þrœtuepli sem þessar kenningar eru þekki ég engan starfandi hagfrœðing, sem ekki myndi taka tillit til atriða úr þeim öllum Hér birtist annar kafli erindis Jónasar H. Haralz bankastjóra um orsakir og afleiðingar verðbólgu. í fyrsta hluta var fjallað á almennum grundvelli um verðbólgu undan- farinna ára og áratuga og rætur hennariþróun þjóðfélags og stjórn- mála. Annar hiutinn fjalla* hins vegar um hagfræðilegar skýring- ar verðbólgunnar. Hinar hagfræðilegu skýringar, sem eins og áöur getur fjalla I raun og veru um feril verðbólgunnar i hag- kerfinu, eru ýmsar, og um þær rikir verulegur ágreiningur meðal hagfræðinga. Raunar má segja, að sá ágreiningur fjalli fyrst og fremst um það, á hvaða þátt i ferlinum menn vilji leggja mesta áherslu. Hér er þvi mjög farið að nálgast það viðfangs- efni, sem ekki verður beinlinis fjallaðum iþessum þáttum, það er leiðirnar i glimunni við verð- bólguna. Ég fylgi i þeirri stuttu lýsingu, sem hér fer á eftir, þeirri flokkun sem Jón Sigurðs- son, hagrannsóknarstjóri, notar i grein sinni „Verðbólga á ts- landi 1914 til 1974”. Fjármála- tiðindi 1 1974. Hann flokkar kenningarnar i fjóra flokka. Fyrsti flokkurinn er peninga- magnskenningin. Sú kenning er raunar elst þessara kenninga og á löngu timabili sú sem rikjandi var. Hún lét mjög undan siga á árunum upp úr 1930 og fram til 1950. Siðan hefur hún risiö upp i nýrri og styrkari mynd en áöur og vakið mikla athygli og þá einkum veriö kennd við háskdl- ann i Chicago i Bandarikjunum og hagfræðinginn Milton Fried- man, þó að þar eigi margir aðrir hagfræðingar hlut aö máli. Þessi kenning leggur megin- áherslu á þátt peningaþenslu i ferli verðbólgunnar og þess vegna á stjórn peningamála, starfsemi Seölabanka og banka- . kerfisins yfirleitt. Það hefur verið sagt um þessa kenningu, að það, sem hún hafi fyrst og fremst lagt til málanna eftir að hún reis upp i nýrri mynd, sé að færa mönnum heim sanninn um, að peningar skipti máli. En þeir, sem henni fylgja fastast, ganga þá miklu lengra en þetta. Það, sem þeir eru að segja, er ekki að peningar skipti máli, heldur að peningar skipti öllu máli. Annar flokkurinn er eftir- spurnarkenningin eða umfram- eftirspurnarkenningin, eins og hún er nefnd i þeirri grein, sem ég vitna til. Hún litur á þá eftir- spurn eftir vörum og þjónustu, sem er umfram mögulegt heildarframboð, sem helsta or- sakavaldinn i verðbólgu- ferlinum. Höfuðáhersla er þvi lögð á stjórn eftirspurnar og þá fyrst og fremst á stjórn fjármála rikisins, annars vegar með breytingum hverskonar skatta, hins vegar með breytingum opinberra útgjalda. Þessi við launahækkanir umfram aukningu framleiðni. Þær hækkanir eiga fyrst og fremst upptök sin i starfsemi stéttar- félaga og þá ekki sist i launatog- streitu og launasamanburöi á milli launþega og launþegasam- taka innbyrðis. Þótt þessi kenning leggi fyrst og fremst áherslu á launamálin, tekur hún einnig tillit til þess, að sjálfstæöar kostnaðarhækkanir geti átt sér stað vegna ein- okunarverðmyndunar af ýmsu tagi á mörkuðum vöru og þjónustu: Samkvæmt þessari kenningu veröur i glimunni við verðbólgu, aö leggja megináherslu á stefn- una i kauplags- og verðlags- málum. Þessa kenningu má raunar eins og eftirspurnar- kenninguna að verulegu leyti rekja til Keynes, en hún ruddi sér til rúms um og upp úr 1960, þegar ljóst var, að eftirspurnar- kenningin ein nægði ekki til skýringar á þeirri verðbólgu, sem þá var viða rikjandi. Fjórða flokk kenninga, sem hér verður nefndur, kallar Jón Sigurðsson misgengis- kenninguna. Þessi kenning er tiltölulega ný af nálinni. Hún kom fram fýrir um það bil 10 árum siðan og má nánst lita á hana sem sérstakt afbrigði af kostnaðarkenningunni eð a blöndu af kostnaðar- og eftir- spurnarkenningunni. Hún leggur aöaláherslu á mismun i þróun framleiðni i einstökum atvinnugreinum. Sú grein, þar sem aukning lags og siöan verðlags. Þessi kenning skýrir vel veröbólgu- þróun i Sviþjóð áratuginn milli 1960-1970, og sömuleiðis skýrir hún vel þær verðbólguöldur, sem risið hafa hér á landi I kjöl- far mikils afla, ekki sist sildar- afla, eða verðhækkana á út- flutningsafurðum. Á grundvelli þessarar kenningar mundi megináhersla vera lögð á að reyna að jafna metin milli greina með gengis- breytingum eða sérstökum sköttum. Eins og oft vill verða, er mis- skilningur aö velja eina sér- staka skýringu eð kenningu og telja hana altæka, en til þess hættir forsvarsmönnum þeirra oft á tiðum. Allar þessar kenningar eiga rétt á sér. Ef tirspurnarferillinn er raunar svo samofinn kostnaðar- ferlinum aö erfitt er að greina á milli hvar öðrum lýkur og hinn tekur við. Misgengiskenningin eykur viö eftirspurnar- og kostnaðarkenningarnar og gefur þeim aukið veruleikagildi. Um peningamagns- kenninguna er það að segja, að án þátttöku peninga gerist ekki mikið i hagkerfi, sem byggist á notkun peninga. Sveigjanleiki peningakerfisins er þvi for- senda fyrir framgangi verö- bólgunnar, og of mikill sveigjanleiki er veigamikið at- riði i ferli verðbólgu, hvort sem rætur hennar má rekja til eftir- spurnar- eða kostnaðarhliðar. Sem sjálfstæð skýring án eftir- spurnar- og kostnaðarþátta nær Allir hafa orðiðfyrir baröinu á verðbólgunni þegar verögildi peninganna hefur minnkaö og minnkað. Aftur ámóti kunna færri skil á áhrifum veröbólgunnar, en eftir lestur þessarar greinar ættu þeir aö veröa nokkurs vfsari. kenning er fyrst og fremst rakin til hins þekkta hagfræðings John M. Keynes, en áhrifa hans tók aðallega að gæta á árunum milli 1930 og 1940 og náðu þau hámarki áratuginn þar á eftir. Þriðji flokkurinn er kostnaöarkenningin. Hún leitar skýringar verðbólgunnar i kostnaðarhækkunum, sem ekki eiga rót sina i umframeftir- spurn. Er þá fyrst og fremst átt framleiðni er örust, og sem oftast er útflutningsgrein, getur greitt hærri vinnulaun en aðrar atvinnugreinar, án þess að til veröhækkunar komi. Þetta getur stafað af tæknifram- förum, sérstökum eftirspurnar- aðstæöum eða öðrum ástæðum. Samkeppni á vinnumarkaði og samanburður á milli laun- þega innbyrðis, leiðir hins vegar til almennrar hækkunar kaup- þessi kenning þó skammt. Hversu mikiö þrætuepli sem þessar kenningar eru meðal lærðra hagfræðinga, þekki ég engan starfandi hagfræöing, sem ekki mundi taka tillit til at- riða úr þeim öllum og leggja - áherslu á almenna og sam- ræmda stjórn efnahagsmála i öllum greinum, ef árangur á að nást i viðureigninni viö verð- bólguna. Hann er laus við ótímabœr hótíðlegheit T Umsjón: Atli Heimir Sveinsson Listahátið William Walker i Há- skólabiói 5. júni William Walker er einn af fremstu bari'tónsöngvurum i Bandarikjunum og er aðalsöng- vari Metrópólitanóperunnar á sinu sviði. Rödd hans er fögur og hljómmikil, og hann hefur hana fullkomlega á valdi sinu, hvort sem hann syngur sterkt eða veikt, á háum tónum eða djúpum. Einnig er hann frábær leikari eins og sjá mátti af þeim óperuarium sem hann söng. Flutningur hans á þeim voru raunar hápunktur þessara tón- leika, þvi aö þar fór saman frá- bær söngur og leikur. Aria föður Germonts úr La Traviata eftir Verdi var frábær- lega túlkuð og átakanleg á að hlýða. Sama var að segja um Prologinn að I 1 Pagliacci eftir Leoncavallo. Satt aö segja lang- ar mig mikið til aö sjá Walker I hutverki Tonios eftir aö hafa heyrt hann flytja upphaf henn- ar. Og eitt aukalaganna, og það eftirminnilegasta var faktót- um-arian sem Figaró syngur úr Rakaranum úr Sevilla eftir Rossini. Walker söng einnig nokkur sönglög, þýsk og frönsk, eftir Schubert, Duparc, Faure og fleiri. Ég var ekki nærri eins hrifinn af þeim, eins og óperu- ariunum. Kannski vantar Walker eitthvað af þeim þýska „weltschmertz” sem er nauð- synlegur til að koma ljóöasöng 19. aldar vel til skila. Þó var Alfakongurinn eftir Schubert á- kaflega skilmerkilega fluttur, enda er það lag nokkuð i ætt við 'óperutónlist. Walker er ákaflega „kúltiver- aður” söngvari en um leið er hann blessunarlega laus viö ó- timabær hátiðlegheit, enda seg- ist hann vera Texasbúi. Að lok- um söng hann lög úr bandarisk- um söngleikjum: Oklahoma, Karússell o.fl. Þetta er kannski ekki merkileg músik, en i af- burðasnjallri túlkun Walkers varö þetta hin besta skemmtun. Walker hefur mikinn húmor, og er mikill „show-maður”, svo að allt ætlaði um koll að keyra i fagnaðarlátum. Undirleik annaðist dama, hverrar nafn ég man ekki, en hún er aðstoðarhljómsveitar- stjóri við Metrópólitanóperuna, og hljóp i skarðið fyrir þann undirleikara, sem auglýstur var á seinustu stundu. Leysti hún hlutverk sitt prýöilega af hendi. Atli Heimir Sveinsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.