Vísir - 10.06.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 10.06.1976, Blaðsíða 7
 TtKi Á dagskrá: Mannréttindabrot tö'-.wz i &3flÉB SKÖÐUN LURIES mtm Jimmy Carter lýsti þviyfir i gær, þegar úr- slit i forkosningum Ohio, Kaliforniu og New Jersey lágu fyrir, að hann hefði nú nægan stuðning kjörfulltrúa til að tryggja sér útnefn- ingu flokksþingsins i í Wallace lýsir stuðningi við Jimm y Carter sumar. Hinsvegar aftók hann með öllu getgátur um, að hann væri byrjaður að leita sér að með- frambjóðanda i varaforseta- embættið. — Kvað hann það vel geta beðið, þar til útnefningin lægi endanlega fyrir. Hann sagði fréttamönnum, að skömmu áður hefði George Wallace, rikisstjóri i Alabama, sem verið hefur meðal keppi- nauta hans i' forkosningunum, lýst yfir stuðningi sinum við hann. — Staðfesti Wallace það sjálfur siðar i gærkvöldi á blaðamannafundi. Carter sagðist ennfremur eigavon á þvi, að Henry Jack- son, annar keppinauta hans, mundi sömuleiðis innan skamms styðja útnefningu hans. f forkosningunum hefur Cart- er tryggt sér stuðning 1,125 kjörfulltrúa, en þarf 1,505 til að hljóta útnefoingu. Hann spáir þvi sjálfur, að þegar forkosn- ingum ljúki, verði hann kominn með 1,260 kjörfulltrúa, sem ásamt fulltrúum Wallace og Jackson, ef þeir styðja hann á flokksþinginu, mun fleyta hon- um vel yfir markið. Eins og allir höfðu séð fyrir, fékk Reagan sigur i Kalifomiu, enda lagði Ford forseti ekki til atlögu við keppinaut sinn þar á heimavelli. Hinsvegar hlaut Ford sigur bæði i New Jersey og Ohio. Þrátt fyrir fleiri sigra Fords i forkosningunum, hefur Reagan tekist með sigrum sinum i fjöl- mennum rikjum, þar sem fjöldi kjörfulltrúa er mestur, að brúa svo bilið milli þeirra, að Ford hefur ekki nema 27 kjörfulltrú- um meira en Reagan. !----------------------------------- Skvett i París Mick Jagger, söngvari hljóm- sveitarinnar Rolling Stones, skvettir hér úr fullri vatnsfötu yfir áhorfendur á siðustu tónleikunum sem hljómsveitin hélt i Paris á sunnuda ginn. Hin heimsfræga breska popp- hljómsveit hefur verið á umfangs- miklu ferðalagi um Evrópu, og hélt fjóra tónleika i tiu þúsund manna húsi i Paris. Meðal áhorfenda á hljómleikun- um i Paris voru um 30 islendingar, en sögur fara ekki af hvort ein- hverjir þeirra fengu gusu yfir sig. Vantraust íhaldsins fellt i breska þinginu Ríkisstjórn breska verkamannaf lokksins Thathcher hratt í gær í neðri mál- stofunni árás stjórnar- andstöðunnar og felldi vantrauststillögu Marga- ret Thatchers formanns ihaldsflokksins með 309 atkvæðum gegn 290. ,,Að láta reka á reiðanum, safna skuldum og blekkja kjós- endur, það er öll stefna þessarar rikisstjórnar,” sagði Margaret Thatcher á fundi neðri málstof- unnar, þegar vantrauststillaga hennar var til umræðu. Stjórnarsinnar lágu henni á hálsi fyrir ótimabæran tillögu- flutning, núna þegar breska sterlingspundið hefur verið styrkt með lánum frá Banda- rikjunum og átta iðnaðarþjóð- um öðrum. James Calaghan forsætisráð- herra sagði, að fyrir árslok 1977 mundi stjórn hans búir að draga úr verðbólgunni i Bret- landi til hálfs, <18,9% i dag) og fyrir lok 1978 yrði búið að minnka atvinnuleysi breta i dag til hálfs. Þessar yfirlýsingar ráð- herrans fela i sér uppgjöf á fyrri fyrirheitum stjórnar hans, sem hafði heitið þvi að vera búin að draga til hálfs úr verðbólgunni fyrir næstu áramót, og útvega helming þeirra 6%, sem ganga um atvinnulaus i dag, vinnu fyrir lok næsta árs. Þrátt fyrir þetta bakslag var ljóst, að stjórnarsinnar mundu fella vantrauststillöguna, þegar frjálslyndir, sem eiga 13 þing- menn i neðri málstofunni, lýstu þvi yfir, að þeir ætluðu að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. — Skoskir og velskir þjóðernis- sinnar studdu hinsvegar ihalds- menn við flutning tillögunnar og greiddu henni atkvæði sin. Callaghan Arabar senda friðargœslu- lið til LÍBANON Fundi ut anr iki sr áðh err a Arabalandanna lauk i Kairó i morgun, eftir að fundarmenn höfðu samþykkt að senda sam- eiginlegt friðargæslulið til Liban- on til að binda enda á borgara- striðið. Voru allir á einu máli um, að vopnahlé yrði að ganga i gildi þegar i stað. 1 tilkynningu frá fundinum var ekki tilgreint hvaða lönd, mundu senda herlið til friðargæslu i Libanon, en kvisast hefur, að þar á meðal verði Saudi Arabia, Súdan, Libýa, Alsir, Sýrland (sem þegar hefur haft herlið i Libanon um hrið) og loks samtök palestinuaraba. Talsmaður ráðherranna sagði, að „sjálfstæði Libanon yrði sýnt fullkomin virðiiig”, þótt herlið yrði sent inn i landið. A fundinum i gærkvöldi gerði utanrfkisráðherra Sýrlands, Abdel Ahlim Khaddam, hinum grein fyrir þvi, að Sýrland hefði sent herlið til Libanon i þvi skyni að koma þar á friði. — Yassir Arafat leiðtogi palestinuaraba, sem snúist hafa gegn herliði Sýr- lands i Libanon, krafðist þess, að sýrlendingar drægju úr herafla sinum i Libanon fyrst tilgangur- inn væri ekki annar en að ganga á miUi hinna striðandi afla. Undir það tóku utanrikisráðherrar hinna. Arababandalagið samþykkti að veita eina. milljón dollara til Þjóðfrelsisihreyfingar palestinu- araba til að bæta þeim upp að nokkru tjónið, sem palestínu- arabar hafa beðið i Libanon. — Um leið hefur frést, að Saudi Arabia hafi látiðféaf hendi rakna við Arafat á sérstökum fundi hans og utanrikisráðherra Saudi Arabiu. vism Fimmtudagur 10. júni 1976 Samtök Amerikurikja halda ársþing sitt um þessar mundir i aðaistöðvum herforingjastjórnar Chile i Santi- ago, og er þar fjaliað sérstaklega um brot á mannréttind- um i Amerikulöndum. „Við hörmum að geta ekki boðið upp á rýmra hús- næði, en stóru klefarnir eru allir fullir.” H Ólafur Hauksson 6-9-76

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.