Vísir - 10.06.1976, Blaðsíða 11

Vísir - 10.06.1976, Blaðsíða 11
J VISIB Fimmtudagur 10. júni 1976 Sumarsýning í r Listasafni A.S.Í. Sýning á verkum ýmissa þekktra listmálara stendur nú yfir í listasafni A.S.Í., og er hún opnuð i tilefni Listahátiðar 1976. Aðallega er þarna um að ræða verk eftir porvalu Skú'a- son og Jón Stefánsson. Verk Jóns eru einkum frá siðari hluta ævi hans, en þá tók mjög að Mynd 22 A „Þórbergur Þorðarson” eftir Jón Engil- berts. bera á þvi að hann hafði kastað fyrri formviðjum fyrir róða, en fór að vinna frjálslegar með lit og ljós. Verk Þorvaldar eru einkum frá árunum 1942-1966, og er þakkarvert að Listasafnið skuli nú k'ynna verk þessa brautryðj- anda nútimalistar, en lista- maðurinn varð sjötugur i vor er leið. Onnur verk á sýningunni eru eftir nokkra þekkta listamenn og er um að ræða andlitsmál- verk af ýmsum þekktum islenskum skáldum og list- málurum. -AH Mynd 26 A Séð yfir sýningarsali Listasafns A.S.I, „MJÖG MIKILVÆGT AÐ PERSÓNULEG TENGSL SKAPIST MILLI ÍSLENSKRA LISTAMANNA OG ERLENDRA" - rœtt við Hrafn Gunnlaugsson framkvœmdastjóra Listahátíðar „Það hafa allir sýnt okkur mikinn velvilja og veriðfúsir að veita alla þá aðstoð sem þeim hefur verið unnt að veita. Sem dæmi get ég nefnt, að um daginn þegar við þurftum skyndilega að endurgreiðá miðaná á hljó'm- leika John WilUams, þá lét Jónas Haralz opna fyrir okkur bankann og láta okkur hafa hálfa milljón i þúsundköUum. Þetta gerði okkur kleift að endurgreiða miðana mun . fyrr en ella þar sem helgin var að fara i hönd”. Þetta og margt fleira kom fram er við i gær ræddum við Hrafn Gunnlaugs- son framkvæmdastjóra Lista- hátiðar. Hann kvað allan undirbúning hátiðarinnar og framkvæmd hafa gengiö vel, en nokkrum erfiöleikum hefði þó valdið, hve seint heföi verið ákveðiö endan- lega að halda hátiðina. Þá væri það einnig mikils um vert, að hafa góðan tima og kunnuga menn til að sjá um ýmis fram- kvæmdaatriði og gefa góö ráö, þvi annars væri hætt viö aö kostnaður færi upp úr öllu valdi. Hrafn kvað þann drátt sem orðið hefði á að taka ákvörðun um Listahátiðina hefði orðið til þess að Azkhenazy gat ekki komið, en hann hefði þó veitt ýmiskonar fyrirgreiöslu og hannættit.d. heiðurinnaf þvf að Cleo Laine, Pascal Rogé og Annelise Rothenberger hefðu komið að þessu sinni. ,,Ég iít svo á, að einn megin tilgangur svona Listahátföar sé að fá fram það sem best er i list- um iheiminum á hverjum tíma, bæði til aö kynna frægar stjörn- ur fyrir islenskum áhorfendum og til þess að vera islenskum listamönnum til hvatningar. Það er nefnilega svo”, sagði Hrafn, ,,að möguleikar okkar listamanna á þvi að koma fram erlendis byggjast fyrst og fremst á þvi aö persónuleg tengsl takist milli þeirra og er- lendra listamanna og umboðs- manna”. Hrafn kvað islenska lista- nienn vera fyllilega frambæri- lega á alþjóðlegum vettvangi, og menn ættu alls ekki að vera Mynd 24 A „Tindafjallajökull” eftir Jón Stefánsson. Eitt verka Þorvalds Skúlasonar. með neina minni máttarkennd gagnvart þessum stórstirnum, enda væri það oft svo að hroki og stærilæti þeirra væri i öfugu hlutfalli við hæfileikana. „Hinir minniháttar spámenn eru oft jafnframt þeir drambsömustu” sagði Hrafn. Aðspurður um það, hvort listahátið á tveggja ára fresti væri ekki full oft íyrir ís- lendinga, svaraði Hrafn þvi til, að hann teldi það ekki vera. „Að visu er það með ólikindum hve mikið islendingar geta innbyrt af listum, og nægir i þvi sam- bandi aö minna á alla listsstarf- semina hér i Reykjavik á vetr- um. Þetta minnir mig stundum á söguna úr veislunni, þar sem allir höföu etið sér til óbóta af margréttuöum kræsingum. Þá stóð veislustjórinn á fætur og kvaö tima til kominn að koma inn með laxinn. tslendingar virðastþannig alveg geta bætt á sig listahátiö ofan á alla aöra list sem hér er á boðstólum. Þá er einnig gott að hafa það i huga, að veröi listahátið hér er alveg árviss viðburður, þá munu erlendir ferðamenn koma hingaö i þeim tilgangi að sjá merka listviöburði. Þeir útlend- ingar sem nú hafa keypt miöa, hafa einkum haft áhuga á is- lensku poppi, þannig að auð- velt virðist að laða ferðamenn að islenskum listum.” „Það sem mér hefur fundist einna skemmtilegast sem fyrir hefur komið I sambandi við þessa hátið er hinn mikli áhugi sem Hundertwasser fékk á verkum Dunganons”, sagði Hrafn ennfremur. „Það er e.t.v. hið fjarræna i eðli þeirra beggja og hinn gyllti ævintýraheimur sem þeir báðir hafa haft svo mikið dálæti á, sem dregur Hundertwasser að Dunganon. „Þaö væri vissuleg skemmti- legt ef Dunganon ætti eftir að verða heimsþekktur i gegnum Hundertwasser, en sá siðar- nefndi hefur mikinn áhuga á að gefa út verk hans, en Dunganon var einmitt hæddur og smáöur af mörgum listamönnum um áraraðir.” Að lokum vildi Hrafn endur- taka þakklæti sitttil allra þeirra sem hefðu veitt aðstoð sina til þess að Listahátiöin 1976 mætti fara vel fram. „Sérstaklega vil ég færa is- len&um listamönnum þakkir „Ef til vill á Dunganon eftir að verða heimsþekktur i gegnum Hundertwasser”. jL'ít'H * •^tahátíd í Reyf< »il 16. jýní 1976 „Þegar allir höfðu etiö sér til ó- bóta bað veislustjórinn um að komið væri inn með laxinn!” minar fyrir þeirra aöstoð,” sagði Hrafn um leiö og við þökkuöum honum kærlega fyrir spjallið. — AH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.