Vísir - 10.06.1976, Blaðsíða 12
12
c
•JiTi
visœ
Umsjón:
;; - ■ ' ;í'
Eftir aö Vestmannaeyingar höfðu náö forystunni I leiknum I gærkvöldi
skapaöist oft mikil hætta upp viö mark Armanns og var þaö aöeins
góöri markvörsiu ögmundar Kristinssonar aö þakka aö mörkin uröu
ekki fleiri. Þarna bægir hann hættunni frá eftir eina af sóknarlotum
tBV. Ljósmynd Einar..
Eyjamenn ennþá
með „fullt hús"
Þeir sigruðu Ármann 2:0 á Laugardalsvellinum í gœrkvöldi
og hafa þeir enn ekki fengið á sig mark eða tapað stigi
Vestmannaeyingar hafa nú tek-
ið afgerandi forystu í 2. deild is-
lansmótsins í knattspyrnu. Þeir
sigruöu helsta keppinaut sinn,
Sovét sigraði
á EM unglinga
Sovétmenn urðu sigurvegarar
i E vrópukeppni unglinga i
knattspyrnu sem lauk i Ung-
verjalandi um helgina. t úrslita-
leiknum lék sovéska liöiö gegn
heimamönnum sem komu mjög
á óvart i þessari keppni, en þeir
réöu þó ekki við rússana sem
sigruðu meö einu marki gegn
cngu. Hinn stórefnilegi leik-
maöur frá Pinamo Kiev, Bess-
onov, skoraöi markiö eftir aö
hafa upp á eigin spýtur
„splundraö” vörn ungverjanna.
Sovétliöiö fór þvf i gegnum úr-
slitakeppnina án þess aö fá á sig
mark í 5 leikjum.
1 leiknum um 3. sætiö léku
Spánn og Frakkland, og sigruöu
spánverjarnir sem voru mót-
herjar tslands i riölakeppninni
— meö 3:0. Lopez skoraöi fyrsta
mark leiksins — og lagöi hin tvö
upp. gk—.
KjÖRDÆMAFUNDIR
forsætisrAðherra
Geir Hallgrimsson, forsaetisráðherra
flytur ræðu og svarar
fyrirspurnum fundargesta
Takiö þátt í fundum
forsætisráðherra
Anderlecht
tók bikarinn
í Belgíu!
Anderiecht, evrópumeistarar
bikarhafa, urðu sigurvegarar i
belgisku bikarkeppninni sem lauk
um helgina. 1 úrslitunum lék
Anderlecht gegn 2. deildarliöinu
Lierse og haföi algjöra yfirburöi.
Sigur Anderlecht varð 4 mörk
gegn engu, og mörkin skoruöu
þeir Resenbrink, Arie Haan,
Vanden Daele og Francois
Vanderelst.
gk—
Haukar óheppnir
að sigra ekki!
Haukar voru óheppnir aö vinna
ekki leikinn viö Þór á Akureyri i
gærkvöldi. Jafnt varö, 3:3 og geta
Þórsarar þakkaö þaö Samúel
Jóhannssyni i markinu öörum
fremur þvi að hann varöi tvær
vitaspyrnur i lok fyrri hálfleiks.
Þá var staðan 2:1 fyrir Hauka, og
höföu Ólafur Jóhannesson og
Arnór Guðmundsson skorað mörk
Itaukanna, en Jón Lárusson mark
Þórs.
Strax i byrjun siðari hálfleiks
komust Haukar i 3:1 meö marki
besta manns Haukanna Lofts
Eyjolfssonar, og virtist nú sigur
þeirra i höfn. En Þórsurum tókst
nú samt að jafna. Fyrst skoraöi
Jón Lárusson og siöan „gamla
brýnið” Magnús Jónatansson.
Haukarnir voru óheppnir aö
skora ekki sitt 4. mark þegar
Gunnar Austfjörð bjargaöi á linu i
leikslok.
Fyrirliði Hauka, Sveinn Jóns-
son, rifbeinsbrotnaði i leiknum og
tBV 5
Armann 5
KA 5
Haukar 4
tBt 4
Þór 4
Selfoss 4
Völsungur 5
Reynir 4
Markhæstu leikmenn eru
þessir:
örn Óskarsson IBV
Gunnar Blöndal KA
Birgir Einarsson Armanni
Tómas Pálsson tBV
5 0 0
5 1 1
2 1 2
1 2 1
1 2 1
1 2 1
1 1 2
1 1 3
0 0 4
15:0
9:5
9:10
9:6
6:5
5:5
6:9
4:8
5:20
Armann, 2:0 á Laugardalsvellin-
um i gærkvöldi og hafa nú þriggja
stiga forskot — eru með 10 stig
eftir 5 leiki. t þessum 5 leikjum
liafa Eyjamenn skorað 15 mörk
gegn engu — og eins og útlitið er i
dag viröist fátt geta komiö í veg
fyrir öruggan sigur þeirra i 2.
deild.
Armenningar voru þó betri
aðilinn til að byrja með i leiknum
og strax á fyrstu minútunum
skall hurð nærri hælum við mark
Eyjamanna. Þrivegis stóðu ár-
menningar i dauðafæri fyrir
framan markið en klúðruðu i öll
skiptin. Ef ármenningum hefði
tekist að skora þarna i byrjun
hefði leikurinn sennilega tekið
aðra stefnu en raun varð á.
Eftir öll þessi ósköp náðu Eyja-
menn svo smám saman tökum á
leiknum og um miðjan fyrri hálf-
leik náðu þeir forystunni með
marki Tómasar Pálssonar. Þá
var einum varnarmanni Ár-
manns illilega á i messunni þegar
hann ætlaði að senda boltann aft-
ur til markmannsins — en said-
ingin var laus, Tómas náöi bolt-
anum og skoraði örugglega.
Eftir markið réðu Eyjamenn
mestu um gang leiksins og þrátt
fyrir fjöldann allan af tækifærum
tókst þeim aðeins að bæta við einu
marki. Það gerði örn Óskarsson
sem nú er markahæstur i 2. deild
— með skalla eftir fyrirgjöf frá
Karli Sveinssyni í siðari hálfleik.
Hjá Eyjamönnum bar mest á
framlinumönnunum Erni ósk-
arssyni, Tómasi Pálssyni og Sig-
urlási Þorleifssyni — og mark-
verðinum Arsæli Sveinssyni sem
oft sýndi góð tilþrif.
Armannsliðið náöi sér aldrei á
strik i leiknum og var það aðeins
góðri markvörslu ögmundar
Kristinssonar að þakka að mörk-
in urðu ekki mun fleiri.
—BB
verður þvi ekki mikið með á
næstunni. gk—.
í STAÐAN )
Staöan f 2. dcild tslandsmótsins
i knattspyrnu er nú þessi:
10
7
5
4
4
4
3
3
0
nú
6
4
3
3
Næsti leikur i 2. deild er annaö
kvöld. Þá leika isfiröingar og KA
á tsafiröi.
vism
Björn Blöndal
Þaö eru engin ellimörk á Valbirni Þorláks-
syni á þessari mynd sem var tekin á EÓP
mótinuá dögunum. Þar sigraöi hann aösjálf-
sögöu i stangarstökkinu, þótt ekki tækist þá
aö stökkva jafnhátt og í „afmælisstökkinu” i
gær.
Ljósmynd Einar.
Hélt upp á
daginn og
stökk 4.16!
„Gamla” frjálsiþróttakempan Valbjörn Þor-
\lákssonátti42ára afmæli i gær, og hélt upp á
þaö meö þvi aðbregða sér inn á Laugardals-
Völl á æfingu. Og þar geröi hann sér litið fyrir
og stökk 4,16 inetra i sinni gömlu einkagrein
— ef svo má segja. Aö sögn ólafs Unnsteins-
sonar sem var þarna á vellinum meö Val-
birni og „leiðbeindi honum litils háttar” þá
fór Valbjörn vel yfir þessa hæö. Þetta mun
vera besti stangarstökksárangur fslendings i
Dýrmœt
stig
til Selfoss
Selfyssingar náðu sér i tvö dýrmæt stig i bar-
áttu botnliðanna i 2. deildinni i gærkvöldi. Þá
fengu þeir Reyni frá Arskógsströnd i heim-
sókn og tókst að sigra eftir mikinn barning
með þremur mörkum gegn tveim.
Reynismenn tóku forustuna i leiknum
nokkuð fljótlega með marki Björgvins Gunn-
laugssonar, en Ólafur Sigurðsson jafnaði fyr-
ir heimamenn i fyrri hálfleik. 1 upphafi sföari
hálfleiks kom Tryggvi Gunnarsson Selfossi
yfir — og stóð leikurinn þannig þegar venju-
legum leiktima lauk. En vegna meiðsla var
bætt við nokkrum minútum og þá jafnaði
Björgvin Gunnlaugsson fy rir Reyni. En á sið-
ustu sek. leiksins tókst Tryggva að skora sig-
urmarkiö fyrir heimaliðið þegar hann einlék
upp allan völl og skoraði siðan með góðu
skoti. Ekki mátti tæpara standa, en tvö dýr-
mæt stig voru i höfn.
gk-
MSRKUR ÁFANGI HJÁ
KOIBIINI PÁLSSYNI
Hann leikur sinn S0. landsleik gegn Hollandi um helgina — og er bjartsýnn
Hinn kunni körfuknattleiks-
maður úr KR, Kolbeinn Pálsson,
nær merkum áfanga i landsleikn-
um gegn Hollandi á laugardag-
inn. Þá klæöist hann landsliðs-
peysunni i 50. skipti og er það að
sjálfsögðu landsleikjamet i körfu-
boltanum. Þetta er meira afrek
en viröist i fyrstu, þvi i mörg ár
eftirað Kolbeinn hóf aö leika meö
landsliöinu voru ekki leiknir
landsleikir nema á tvcggja ára
fresti og varla það. Kolbeinn lék
sina fyrstu landsleiki gegn Pól-
landi f Reykjavík 1966, og lék alla
landsleiki tslands þar til i
Evrópukeppninni i Wulfenbuttel
1975 þegar hann varö að gera sér
aö góöu aö vera áhorfandi vegna
handleggsbrots.
Aðspurður sagði Kolbeinn, að
leikurinn við dani i Polar Cup
væri sér einna minnisstæðastur af
landsleikjum sinum. En það var i
þeim leik þegar Kolbeinn tók tvö
vitaskot eftir að leiktiminn rann
út, og þá kom hann Islandi yfir.
Og einmitt þetta ár var hann
kjörinn Iþróttamaður ársins hér
heima. Við spurðum Kolbein
hvernig leikurinn gegn Hollandi á
laugardag legðist i hann, og einn-
ig Kanadaferðin sem landsliðið
leggur upp i eftir viku.
„Ég er nokkuð bjartsýnn á leik-
inn á laugardag, þann leik eigum
við að geta unnið ef vel gengur.
Hins vegar er það ekki með neina
bjartsýni sem við höldum til for-
keppni ÓL-leikanna i Kanada.
Þar eigum við i höggi við bestu
Borussia
tók bikarinn
í Þýskalandi
Borussia Mönhengladbach
tryggði sérsigurinn 11. deiidinni I
V-Þýskalandi þegar liðið gerði
jafntefli við Kickers Offenbach,
1:1. Þetta stig nægði Borussia tií
sigurs i 1. deildinni i fjórða skipti,
og þar með jafnaði Borussia met
Bayern Munchen.
Bayern Munchen sem var eina
liöið sem gat náð Borussia að
stigum missti hins vegar af lest-
inni er liðið tpaði fyrir FC
Cologne með engu marki gegn
einu.
Þau þrjú lið sem falla úr 1.
deildinni eru Hanover 96, Kickers
Offenbach og Bochum.
gh—
Víkurbœjar-
keppnin
Önnur stigakeppnin i golfi, sem
gefur stig til landsliösins —
Vikurbæjarkeppnin — fer fram á
Hólmsvelli Leiru um helgina.
Keppt verður á laugardag og
sunnudag og hefst keppnin kl. 9
báða dagana. A laugardag leika
2. og 3. flokkur karla, 1. og 2.
flokkur kvenna og unglingaflokk-
ur, en á sunnudag verður keppt i
1. og meistaraflokki karla.
Þeir sem ætla að keppa i stiga-
keppninni veröa að leika 36 holur,
en hinir 18 holur.
Það er verslunin Vikurbær sem
gefur verölaunagripina 21 og eru
þeir hinir glæsilegustu.
þjóðir heims i körfuboltanum, t.d.
júgóslava sem eru heimsmeistar-
ar og evrópumeistarar, og Brazi-
liu sem hefur verið aö tapa fyrir
bandariska ÓL-liðinu með 5-7
stiga mun að undanförnu.
„Þvi er ekki að neita, að það
eru mikil forföll i liðinu hjá okkur
nú, en þess ber jafnframt að gæta
að breiddin hjá okkur er mjög að
aukast. Við höfum æft 4 sinnum i
viku frá þvi á Polar Cup, og það
sem við höfum verið að æfa er
mikið að koma hjá okkur.”
Aðspurður sagðist Kolbeinn
ætla að leika með landsliðinu
meðan hann gæti gert þar eitt-
hvert gagn. „Ég læt sæti mitt
þegar einhver betri er tilbúinn að
taka við — en ekki fyrr. Það hefur
oft verið sagt að erfitt væri að
komast úr isl. landsliðinu og vist
er rétt að margir hafa oftast verið
nokkuð sjálfkjörnir i liðið. En
þetta er nú liðin tið, breiddin er
orðin það mikil að maður verður
I að leggja mun harðar að sér en
áður ef maður ætlar að halda sæt-
inu.” gk—.
írskur sigur í
HM í golfinu!
Eamonn Darcy, 23 ára gamall
iri, sigraði i heimsmeistara-
keppninni i golfi (undir 25 ára)
sem staðið hefur yfir i Frakk-
landi að undanförnu. Darcy lék
á 274 höggum eða 10 undir pari
og var tveim höggum á undan
næsta manni sem var Howard
Clark frá Bretlandi. t þriðja
sæti var bretinn Carl Mason á
277 höggum.
gk—
Kolbeinn Pálsson á landsliösæfingu I gærkvöldi. Á laugardag klæöist
hann landsliöspeysunni 150. skipti og setur þvi nýtt landsleikjamet.
Ljósmynd Einar
HESTAMENN
• •
Oryggishjálmar,
hanskar og
margt fleira
w
I helgarferðina:
Tjöld,
svefnpokar
og fleiri
ferðavörur
Hólagarður
Breiðholti S. 75020