Vísir - 10.06.1976, Blaðsíða 8
8
VÍSIR
Ctgefandi: Iteykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Daviö Guðmundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson, ábm.
ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Rragi Guömundsson
Fréttastj. erl. frétta: Guömundur Pétursson
Blaöamenn: Anders Hansen, Anna HeiÖur Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir,
Einarlí. Guöfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálsson, Ólafur
Hauksson, Óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigriður Egilsdóttir, Sigurveig Jóns-
dóttir, Þrúöur G. Haraldsdóttir.
iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson.
útlitsteiknun: Jón Óskar Hafsteinsson, Þórarinn J. Magnússon.
Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson.
Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurösson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiðsla: II vcrfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611.7 linur
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands.
i lausasölu 50 kr. eintakið. Blaöaprent hf.
Þrátt fyrir fögur orð
vantar pólitískan vilja
Mörg undanfarin ár hafa stjórnmálamenn úr öll-
um flokkum keppst við að gefa út yfirlýsingar um
mikilvægi iðnaðaruppbyggingar fyrir þjóðarbú-
skapinn. Góð orð hafa fallið og fögur fyrirheit hafa
verið gefin. En eigi að siður er iðnaðurinn enn sem
fyrr hálfgerð hornreka i atvinnulifinu.
Á fundi Stjórnunarfélagsins i fyrri viku benti Val-
ur Valsson aðstoðarbankastjóri Iðnaðarbankans á
ýmsar athyglisverðar staðreyndir i þessu sam-
bandi. Hann benti t.a.m. á, að á siðustu fimm árum
hefur hlutur iðnaðar, verktaka og verslunar i útlán-
um innlánsstofnana til atvinnufyrirtækja dregist
saman.
Endurkaup Seðlabankans á framleiðslulánum
iðnaðarins hófust árið 1972. Nú er hlutur hans i
endurkaupunum 13%. Landbúnaðurinn fær 37% i
sinn hlut og sjávarútvegurinn 47%. Þessar tölur
sýna skýrt, að i þessu efni situr iðnaðurinn ekki við
sama borð og sjávarútvegur og landbúnaður.
í ræðu sinni sagði Valur Valsson ennfremur að
aðstaða iðnaðarins gagnvart fjárfestingarlánasjóð-
unum væri svipuð. Þetta hefði að sjálfsögðu haft i
för með sér meiri fjárfestingu í sjávarútvegi og
landbúnaði en iðnaði. Þessi þróun hefði átt sér stað
á sama tima og mönnum hefði verið það ljóst, að
skynsamlegra væri að leggja aukna áherslu á iðn-
þróun.
Hér er vissulega um alvarlegt umhugsunarefni að
ræða. Timi er til kominn til að breyta fögrum fyrir-
heitum stjórnmálamanna i veruleika. Valur Vals-
son hélt þvi fram i ræðu sinni á fundi Stjórnunar-
félagsins að þrátt fyrir stóru orðin um nauðsyn
stefnubreytingar á þessu sviði væri ekki i raun og
veru fyrir hendi pólitiskur vilji til þess að vinna að
nauðsynlegum umbótum.
Þetta er vissulega þung ásökun i garð stjórn-
valda. En engum getur dulist að hún hefur við nokk-
ur rök að styðjast. Stjórnmálamenn gera sannar-
lega fullmikið af þvi að gefa fyrirheit án þess að
meina nokkuð með þvi. Iðnaðurinn hefur orðið fyrir
barðinu á þessari neikvæðu hlið stjórnmálanna. 1
þvi liggur vandinn að nokkru leyti.
Engum vafa er undirorpið, að við getum tekist á
við margvisleg verkefni i iðnaði. Mestu máli skiptir
að einstaklingum og félögum þeirra verði búin að-
staða til þess að efla þær iðngreinar sem þegar eru
stundaðar og leggja grundvöll að nýjum.
Á undanförnum árum hefur þeim stjórnmálahug-
myndum vaxið fiskur um hrygg, sem hreinlega
vilja ekki að atvinnustarfsemin skili arði. Það þykir
jafnvel fint að þrengja kosti atvinnufyrirtækjanna.
í þessu efni þarf hugarfarsbreytingu. Bætt lifskjör
eru ekki undir neinu öðru komin en gróskumikilli
atvinnustarfsemi og aukinni framleiðni.
Ekki væri óeðlilegt að hefja nýsköpun atvinnu-
lifsins i iðnaði. Iðnaðaruppbyggingin á að tengjast
nýrri sókn að þvi marki að almenningur geti i aukn-
um mæli tekið beinan þátt i rekstri fyrirtækja. Það
þarf að búa svo um hnútana að það borgi sig fyrir
hinn almenna borgara að festa fé i atvinnufyrir-
tækjum.
V
Fimmtudagur 10. júni 1976 VISIR
———■—i—■ i !■—ii——— iii ■ ii
Umsjón: Guðmundur Pétursson
Fiskur í allar
máltíðir í Sovét
Síöasta áratuginn hafa neyt-
endur i Sovétrikjunum átt aö
fagna auknu og bættu framboði
matvæla á markaönum, eftir
þar á undan gengin þreng-
ingarár.
Þeim voru þvi mikil viöbrigði,
þegar kjötvörur hurfu nær alveg
úr verslunum. Þar er um að
ræða eina afleiðinguna af kom-
uppskerubrestinum siðasta
haust.
Kornuppskeran 1975 var
aðeins 137,6 milljónir smálesta,
þegar stefnt hafði verið að 215,7
milljón smálesta uppskeru. Var
það annar alvarlegi uppskeru-
bresturinn á fimm árum. Svo
alvarlegur að þessu sinni, að
leiddi til mannaskipta I æðstu
stjórn landsins.
Þótt Sovétmenn hafi reynt að
bæta sér upp kornskortinn með
miklum kaupum á hveiti og
korni frá Bandarikjunum (um 3
milljónir smálesta), þá telja
menn að afleiðinga uppskeru-
brestsins eigi eftir að gæta ekki
aðeins þetta ár, heldur einnig
næstu. ,,Það munar ekki litið
um það, þegar 70 milljón
smálestir vantar upp á, að end-
ar nái saman”, skrifar timaritið
„Newsweek”, sem fjallar i nýj-
asta tölublaði sinu um kjötvöru-
skort rússa.
Blaðið telur, að hafnrými
Sovétmanna gætiekkieinu sinni
annað þvi, ef rússar ætluðu að
bæta sér upp skortinn á komi
með þviað flytjaannað eins inn.
Eins og blasir við leiddi af
uppskerubrestinum skort á
fóðurblöndu og korni til skepnu-
halds. Slátra varð milljónum
nautgripa og svina i fyrra löngu
fyrir tilætlaðan tima. Þetta
leiddi til mikillar kjötveislu um
skamma hriö, en varabirgðir
gengu til þurrðar. Svinahjörð-
um fækkaði um 20% og nautin
töldust aöeins 41,9 milljónir, eða
5 milljónum færri en áætlunar-
búskapurinn gerði ráð fyrir.
Matsölustaðir i Moskvu hafa
nú tekið upp svokallaðan „kjöt-
lausa fimmtudag”. Handskrifað
spjald á ensku blasir yfir dyrum
matsölunnar i Ukraine Hótel i
samnefndum skýjakljúf, og
stendur þar, að matseðillinn sé
eingöngu byggður upp af fisk-
réttum. — 1 Kiev eru tveir kjöt-
lausir dagar I viku.
Að sjálfsögðu hafa yfirvöld
brugðist við á heföbundinn hátt
og kynda glatt elda föðurlands-
ástar og umhyggju fyrir velferð
alþýðunnar. Hin opinbera
skýring á kjötleysinu er sú, að
nú sé verið að reyna að bæta
mataræði fólksins. Maginn
krefet þó sins og föðurlandsást
og fiskur er leiðigjarn og ein-
hæfur matseðill til lengdar.
Menn hræra i matnum ólystugir
og með ólund og tuldra eitthvað
i barm sér. — „Hvenær fáum
við næst kjötdag”? segir
Moskvubúinn i lýsingu News-
week á ástandinu. Afgreiðslu-
mærin svarar að bragði: „Það
gengur það sama yfir alla,
borgari. Hvað er að þér, ertu
ekki föðurlandsvinur”?
Fréttir herma, að ástandið sé
þó skárra i Moskvu en viða úti á
landsbyggðinni. Þykir bera á
þvi, að fólk streymi til höfuð-
borgarinnar i leit að mat, sem
þaðfærekki iheimabyggð sinni.
1 nýjustu flokksskrýtlunni er
spurt, hvernig flokksforkólfarn-
ir hafi bætt upp skortinn i
Saratov, sem er borg um 500km
frá Moskvu. Svarið er, að þeir
hafi fjölgað um tvær lestar á
leiðinni til Moskvu.
Við kjötskortinn bætist svo, að
mjólkurvörur eru farnar að
þverra i búðarhillunum. 1
Tblisi, höfuðborg Georgiu,
þessa frjósama landbúnaðar-
rikis, byrjar fólk að standa i bið-
röðum við mjólkurbúðir klukk-
an fimm að morgni, tveim
stundum áður en þær opna. Um
klukkan niu er dagsskammtur-
inn uppseldur.
Ennþá er nóg framboð á
brauði, en laukur, kál og epli
eru meðal þess, sem torvelt er
að fá nú orðið.
Eins og menn minnast af
frásögnum fyrstu ára áætlunar-
búskaps Sovétrikjanna, sem
gekk vægast sagt brösugt, þá
eru rússar ekkertóvanir þvi, að
misbrestur sé á þvi, hvort hús-
mæður þeirra fá i soðið eða
ekki. Einkanlega i lok erfiðs
vetrar. En sérfræðingar spá þvi
sem sé, að þetta ástand geti
varað næstu tvö ár, þótt gert sé
ráð fyrir, að uppskeran 1976
verði eðlileg. Skipuleggjendur i
Sovét hafa i bigerð kaup á allt
að 30 milljónum smálesta korns
erlendis frá. Sem er hægara
sagt en gert, þegar gjaldeyris-
halli Sovétrikjanna 1975 nam 4,8
milljörðum dollara.
H »IÍM»0
jiiricioioHOii
Þykir þess þegar gæta i við-
skiptum vesturlandamanna við
innkaupastjóra i Moskvu.
Gamlir viðskiptavinir þeirra
sem áður höfðu nokkuð frjálsar
hendur um ákvarðanir um kaup
á hinu og þessu smávægilegu,
prútta nú klukkustundum
saman, áður en þeir ganga að
verði á einni ritvél. Auðheyr-
legaverða þeir núna aðfá sam-
þykki Utanrikisverslunarbank-
ans fyrir öllum gjaldeyrisyfir-
færslum, sama hvaða smáaurar
það eru.
t matvöruverslun I Moskvu: Þvi miöur ekkert kjöt i dag.
1