Vísir - 10.06.1976, Blaðsíða 24

Vísir - 10.06.1976, Blaðsíða 24
VÍSIR Fimmtudagur 10. júni 1976 Eldur í bílskúr Eldur kviknaöi i bllskúr og áfastri geymslu vestur á Reyni- mel I gærkveldi. Er slökkviliOiO kom á vettvang, var þar allmik- ill reykur, en greiölega gekk aö slökkva eldinn. Ekki var vitaö hversu miklar skemmdir uröu. Eldsupptök eru ökunn. — AH Ryskingar við Hlemmtorg Enn þrengir að gúmmí- tékkaútgefendum Avlsanaskipti bankanna munu að öllu forfallalausu flytjast til Reiknistofu bankanna annaö kvöld. t>á hætta bankarnir aö afhenda ávisanir þær, sem koma til þeirra á aöra banka, i Seðlabankanum. i stað þess verða þær allar sendar beint til Reiknistofunnar. Þessi breyting hefur þá þýðingu fyrir almenning, að sögn Björns Tryggvasonar, að- stoðarbankastjóra Seðlabank- ans, að bókun ávísananna er hraðað um einn sólarhring. Framvegis verða ávisanir sem lagðar eru inn i bankana bökað- ar samtimis innleggjunum. Björn sagði, að þetta kerfihafi að hluta til farið i gang um ára- mótin. Þá hafi innistæðulausum ávisunum fjölgað að miklum mun. Aðallega hafa það verið ávisanir á lágar upphæðir, svo- nefndir neytendatékkar, sem innistæða hefurekki reynst næg fyrir. Hins vegar hefur verið minna um að stórir tékkar væru innistæðulausir. Almenningur virðist þvi ekki hafa áttað sig á hraðari bókun tékkanna. Með þessari kerfisbreytingu sagði Björn að hætt væri við að enn meira yrði um innistæðu- lausa neytendatékka. Nú getur fólk ekki treyst á að nægilegt sé að leggja inn sama daginn og ávisanir eru gefnar út. Jafn- framt er komið i veg fyrir þau sjálfsafgreiddu lán sem tiðkast hafa undanfarin ár, þegar menn hafg komið sér upp ávisana- hring og treyst á biðtimann. Það eru tilmæli bankanna til viðskiptavina sinna aðskilainn gömlu ávisanaeyðublöðunum. Enn er hægt að fá nýju eyðu- blöðin ókeypis i skiptum fyrir þau gömlu. Þau eyðublöð, sem gefin voru út fyrir breytinguna yfir i tölvuvinnslu, kosta bank- ana gömlu handavinnuna_____SJ Til átaka kont milli tveggja pilta frá upptökuheimilinu I Köpavogi á Hlemmtorgi I gær. Munu þeir hafa verið i bæjar- ferð og Bakkus eitthv. viðriðinn ferðina. Af einhverjum ástæð- um sinnaðist þeim og börðu hvor á öðrum með þeim afleið- ingum að flytja þurfti annan þeirra á slysadeild. Lögreglan flutti hinn aftur á upptökuheim- dið. —AH Tollþjóna- málið til saksóknara bráðlega Mál tollvarðanna tveggja, sem uppvisir urðu að þvi að þiggja áfengi aö lokinni toll- skoðun skipa, verður sent sak- sóknara rikisins á.næstunni. Haraldur Henrýsson, saka- dómari, tjáði Visi i morgun að málið væri langt komið en þó ætti eftir að tala við nokkra aðila. „Saksöknari mun svo taka ákvörðun um frekari að- gerðir, þegar málið kemur til hans,” sagði Haraldur. —ÓT. 10 hafa sagt upp hjá Sjónvarpinu Björn Björnsson, deildarstjóri leikmyndadeildar Sjónvarpsins, hefur nú sagt starfi sinu lausu og er hann 10. starfsmaður stofnunarinnar, sem segir upp frá þvi i vor. Björn er einn þeirra manna, sem unnið hafa hjá sjónvarpinu frá þvi að það tók til starfa eða rétt 10 ár. t samtali við Visi i morgun kvaðst hann hafa i hyggju að vinna sjálfstætt að ýmsum hönnunarverkefnum á næstunni og væntanlega myndi hann einnig annast gerð ein- stakra leikmynda fyrir Þjóð- leikhúsið og Leikfélag Reykja- víkur. Eins og áður sagði hafa nú 10 fastir starfsmenn sagt upp hjá Sjónvarpinu það sem af er þessu ári og hafa margir þeirra starf- að hjá stofnuninni um árabil. Starfsmannafélag Sjónvarpsins hefur fjallað um þessi mál að undanförnu og i samþykkt, sem gerð var á dögunum á fundi stjórnar og samninganefndar félagsins segir, að margt bendi til þess, að enn fleiri sjónvarps- starfsmenn hætti störfum á næstu mánuðum vegna alveg ó- viðunandi launakjara, sem fundurinn taldi langtum lakari en almennt gerðist á frjálsum vinnumarkaði. Þá lýstu sjón- varpsmenn yfir stuðningi við yf- irvinnubann útvarpsmanna, sem beitt hefur verið að undan- förnu til þess að knýja fram kjarabætur og kváðust ekki fá annað séð en að eina leiðin til þess að fá fulltrúa ríkisvaldsins til að ræða um kjarabætur á raunhæfum grundvelli væru sú, ,,að starfsmenn tækju til sinna ráða.” —ÓR. DÝRABÓK GRÖNDALS KOMIN ÚT Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur nú gefið út Dýrabók, þá, sem Benedikt Gröndal hóf að teikna á þjóðhátlðarárinu 1874 og vann að I 30 ár. I bókinni eru þúsundir mynda af fuglum, fiskum, spendýrum og fjölda hryggleysingja. Mynd- irnar eru allar prentaðar i lit, jafnvel i gulli og silfri. Dýrabók- in er rúmur metri á hæð og handbundin. Sérstök askja er henni til hlifðar. Bókin er gefin út i tilefni þess að 6. október n.k. eru 150 ár liðin frá fæðingu Gröndals. Hún er prentuð i 1500 tölusettum og árituðum eintökum og kostar hvert þeirra 60 þúsund krónur. Að sögn örlygs Hálfdánsarson- ar verða filmur af bókinni inn- siglaðar og afhentar Lands- bókasafninu þegar endanlega hefur verið gengið frá prentun- inni. Hefur bókaútgáfan sett það skilyrði að Dýrabókin verði ekki gefin út aftur fyrren árð 2025, á 200 ára afmæli Gröndals, og þá þvi aðeins að tekið sé fram að um aðra útgáfu sé að ræða. Steindór Steindórsson á Hlöð- um, skólameistari og náttúru- fræðingur, hefur skrifað eftir- mála, þar sem hann fjallar um náttúrufræðinginn Gröndal, en það hefur liklega aldrei verið gert áður. Hann kynnti sér dag- bækur Gröndals, og þá m.a. með hvaða hætti hann vann að Dýrabókinni. —AHO Rúðherra ú gati Vantar reglu- gerð um öryggis búnað smúbúta ,,Ég stend alveg á gati i þessu tæknilega máli,” sagði mennta- má laráðher ra, Vilhjálmur Hjálmarsson, er Visir spurði hann fyrir fáeinum dögum um hið svokallaða „normaidreif- ingarkerfi" einkunna, sem beitt var við einkunnagjöf i lands- prófi og gagnfræðaprófi I vor. I gær og i morgun var aftur haft samband viö ráöherrann vegna sama máls og var hann þá engu nær um málið. ,,Ég gaf vissulega samþykki mitt fyrir þessari breytingu. En ef ráðherra á að fara ofan i saumana á öllum málum sem um er fjallað i ráðuneytinu þyrfti mann sem er mér meiri og betri. ” — RJ „Það kemur aldrei neitt fyrir mig”, er viðkvæði alltof margra, sem stunda vinnu við hættuleg skilyrði”, sagöi tals- maður Slysavarnarfélagsins okkur i morgun. Tilefnið var það, að i gær fór fram umfangs- mikil leit að talstöðvarlausri trillu frá Snæfellsnesi. Talsmaðurinn kvað það vera ákaflega slæmt að ekki skuli vera til nein reglugerð fyrir báta sem eru styttri en sex metrar að lengd. Bátar af þeirri gerð geta þó verið allt að 5 tonnum. ,,Nú, þegarhægter aðfá litlar talstöðvar sem stinga má i vas- ann og 4ra manna gúmbátur vegur ekki nema 20 kg, þá er það óafsakanlegt að fara á sjó án þessara sjálfsögðu öryggistækja”, sagði tals- ' maðurinn ennfremur. Kvaðst hann vona að sam- göngumálaráðuneytið setti sem allra fyrst reglugerð þar að lút- andi. —ah Laxveiðin hafin í Elliðaánum Það var ekki liðin klukku- stund af veiðitim abilinu i Elliðaánum þegar átta punda hrygna var komin á land. Veiðitiminn i Elliðaánum hefst nú yfirleitt þann 10. júni. Eru það þá borgarstjóri og aðrir forvigismenn Reykjavikurborg- ar sem byrja veiðina. Það var þó ekki Birgir Isl. Gunnarsson borgarstjóri sem fékk fyrsta laxinn i morgun, heldur var það Haukur Pálmason hjá Raf- magnsveitunni sem var sá heppni að þessu sinni. Visir mun i sumar leitast við að gefa lesendum sinum sem bestar upplýsingar um laxveið- ina, bæði um einstaka laxveiði- ár og helstu veiðiklær. — AH Fallbyssuvirki reist í Hafnarfirði Sjónvarpið er um þessar mundir að undirbúa töku kvik- myndar um striðsárin á islandi. Mynd þessari er einkum ætlað að lýsa viðhorfum tiu ára drengs til striösins. Til þess að fá fram sem rétt- astumhverfi þarf að smiða bæði hús og virki, og að sögn Snorra Sveins Friðrikssonar, leik- myndateiknara hjá sjónvarp- inu, eru þegar hafnar fram- kvæmdir við smiði fallbyssu- virkis i Hafnarfirði. Myndin er gerð eftir handriti Stefáns Júliussonar og er áætl- aður sýningartimi þrjátiu min- útur. Þess má geta að á hinum Norðurlöndunum er einnig unn- ið að gerð sams konar mynda, þ.e. um striðsárinfrásjónarhóli tiu ára barns. Nánar verður sagt frá kvik- myndagerð þessari i blaðinu á morgun. —SE

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.