Vísir


Vísir - 11.06.1976, Qupperneq 17

Vísir - 11.06.1976, Qupperneq 17
vism Föstudagur c 1. júní 1976. ) Sjónvarp, kl. 20.40: MIKLEY—EYJA ÍSLENDINGANNA Þessi mynd er frá Mikley á Winnipegvatni, þar sem íslendingar hafa ráöiö rikjum undanfarna öld. í annarri mynd sjón- varpsins um íslendinga í Kanada er fjallað um eyju i Winnipegvatni/ sem heitir Mikley. En á þeim slóðum hafa ís- lendingar búið undan- farna öld, eða frá því að fyrstu landnemarnir héðan stofnuðu á strönd vatnsins smálýðveldið Nýja island. Winnipegvatn er eins og haf- sjór yfir að lita, enda flatarmál þess um það bil þriðjungur af flatarmáli tslands. Veiði hefur þar verið goð um árabil og land- ar okkar vestra verið meðal bestu fiskimanna á vatninu. — SE Þessi vigalegi kappi er einn afkomenda islensku landnem- anna við Winnipegvatn i Kanada, Helgi Jónsson skip- stjóri, sem fæddur er i Mikley og hefur aliö allan sinn aldur þar. Helgi stundar fiskveiðar af kappi og gerir út sinn eigin bát á Winnipegvatni. Hann er einn þeirra landa okkar, sem ólafur Ragnarsson ræðir við I mynd- inni i kvöld. Sjónvarp kl. 21.35: Atriði úr leikritinu Marat-Sade. Morðið á Marat, sviðsett af vistmönnum á geðveikrahœli Leikritið Marat-Sade eða „Ofsóknirnar og morðið á Marat, sviðsett af vistmönnum á Charentonhælinu undir stjórn de Sade mark- greifa" er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld. Leikritið gerist á geðveikra- hæli i Charenton skammt frá Paris 15 árum eftir frönsku byltinguna. Vistmenn setja á svið sýningu um byltinguna og morðið á Marat. undir stjórn de Sade , en við hann er sadisminn kenndur. Flytjendur leiksins eru geggjaðir menn, sumir með mjög þokukennda hugmynd um hlutverk sitt og hættir til að detta út úr rullunni. A árunum 1787-1811 stóð for- stöðumaður Charenton hælisins fyrir reglulegum leiksýningum-i spitalanum, sem voru liðir i lækningameðferð á sjúklingum. Það varð brátt tiska i Paris aö heimsækja hæliö i Charenton, bæði til að sjá hegöun sjúkling- anna og sjálfar leiksýningarn- ar. Þessar staðreyndir eru grundvöllurinn, sem höfundur- inn Peter Weiss, byggir á. Peter Weiss er fæddur áriö 1916 og ólst upp i Þýskalandi og Tékkóslóvakiu, en gerðist siðar sænskur rikisborgari. Hann lagði stund á listnám i Paris og hefur haldið listsýningar i Svi- þjóð. Flest af þvi sem hann skrifaði á fyrri árum er mótað af bölsýni og nærri súrrealisma i tjáningu. Leikritið Marat var frumflutt i Berlin árið 1964. Sjónvarpið sýnir i kvöld enska uppfærslu á leikritinu og er leik- stjóri Peter Brook. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Leiksritiö er ekki við hæfi barna. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: 15.00 Miðdegistónleikar Diet- rich Fischer-Dieskau syng- ur lög eftir Robert Schu- mann: Jörg Demus leikur á pianó. Hans-Werner Watzig og Sinfóniuhljómsveit út- varpsins i Berlin leika 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.10 Tónleikar. 17.30 Eruö þið samferða tii Af- ríku? Ferðaþættir eftir norskan útvarpsmann, Lauritz Johnson. Baldur Pálmason les þýðingu sina (1). 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Danskur nútimahöf- undur Ásthildur Erlings- dóttir lektor talar um Christian Kampmann. 20.00 Sinfónia nr. 23 I a-moll op. 56 eftir . Nikolaj Mjakovský Sinfóniuhljóm- sveit útvarpsins i Moskvu leikur: Alexej Kovaljoff stj. 20.30 Sauðfjárrækt Agnar Guðnason les gamalt erindi eftir Helga Haraldsson á Hrafnkelsstöðum. 21.00 Frá listahátið: Beint út- varp úr Háskólabiói. Vest- ur-þýzka söngkonan Anne- liese Rothenberger syngur við undirleik Gunthers Weissenborns prófessors. 21.45 Ctvarpssagan: „Siðasta freistingin” eftir Nikos Kazantzakis. Sigurður A. Magnússon les þýðingu Kristins Björnssonar (38). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. 22.25 Hlutverk kirkjunnar i is- lenzku nútimaþjóðfélagi. Dr. Björn Bjarnason pró- fessor flytur erindi. 23.00 Áfangar. Tónlistarþátt- ur i umsjá Ásmundar Sveinssonar og Guðna Rún- ars Agnarssonar. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 tslendingar i Kanada II Mikley — eyja tslending- anna Sjónvarpsmenn öfluðu efhis i þessa mynd i Mikley i Winnipegvatni siðastliðið sumar og haust, fylgdust með mannlifi og lituðust um á þessari eyju, þar sem Is- lendingarhafa ráðið rikjum undanfarna öld. Stjórn og texti Ólafur Ragnarsson. Kvikmyndun Om Harðar- son. Hljóðupptaka og tón- setning Oddur Gústafsson og Marinó ólafsson. Klipp- ing Erlendur Sveinsson. 21.15 Boðið upp í dansKennar- ar og nemendur i Dansskóla Heiðars Astvaldssonar sýna nýjustu dansana. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 21.35 Marat-Sade eða: Ofsóknirnar og morðið á Jean-Paul Marat, sviðsett af sjúklingum á Charenton-geðveikrahælinu undir stjórn de Sade mark- greifa. Leikrit eftir Peter Weiss. Leikstjóri Peter Brook. Aðalhlutverk: Leikarar i The Royal Shakespeare Company, Patrick Magee, Ian Richardson, Michael Willi- ams, Clifford Rose, Glenda Jacksono.fi.Leikritið gerist á geöveikrahæli skammt frá Paris 15 árum eftir frönsku byltinguna. Vistmenn setja á svið sýningu um bylting- una og morðið á Marat, en þá skortir einbeitni til að halda sig við efnið. Sýnt i Þjóðleikhúsinu árið 1967. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. Leikritið er ekki við hæfi barna. 23.30 Dagskráriok Kennarar og nemendur Dansskóia Heiðars Ástvaldssonar sýna nýjustu dansana i sjónvarpinu i kvöld. — Upptöku stjórnaði Egiil Eðvarðsson. Útvarp kl. 17,30: Eruð þið samferða til Afríku? „Eruð þið samferða til Afriku?" heitir þáttur sem er á dagskrá út- varpsins í kvöld. Frásögn þessi er eftir kunnan norkan útvarpsmann, Lauritz Johanson, sem reyndar er af is- lensku bergi brotinn og hefur nokkrum sinnum komið hingað til lands. Hann fór ásamt konu sinni til Afriku fyrir 20 árum og skrifaði bók um förina. Þýðandi bókar- innar Baldur Pálmason, sagði okkur að höfundurinn lýsti bæði landi og þjóð i þessari frásögn sinni. Baldur sagði ennfremur, aö hann teldi frásögnina eiga fullt erindi til okkar islendinga þótt liðin væru tuttugu ár siðan hún var skrifuð. Lesturinn hefst klukkan hálf sex og stendur til 18.45.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.