Vísir - 06.08.1976, Qupperneq 2
I REYKJAVÍK
a
i
■
■
Hvað er söluskattur hára
SigrlOur lluld ilákunardóttir,'
nemi: „Þaö hef ég ekki hugmynd|
um”.
Sigrún Kinarsdóttir, húsmóðiri
,,Það veit ég ekki, er hann ekki 11|
eða 12%?” I
Konráð Pétursson, skrifstofu-(
maöur: „20%” |
Anna Þorsteinsdóttir, kennari^a
„Nei.það veit égekki, — og þó, er*
hann ekki svona 20%?”
/ ®
Rétt svar: 20%
Föstudagur 6. ágústVISIR,
Umsjón:
Anders Hansen
AFLAHROTA í
ELLIÐAÁNUM
Feikna veiði hefúr verið að
undanförnu i EUiðaánum, en
nokkuð hefur þó dregið úr allra
siðustu daga.
Það var ekki óalgengt að á
land kæmu 20 til 30 laxar á dag,
og allt upp i 40 þegar mest var.
Mikill lax er i ánum, og virðist
hann vera kominn upp um alia
á, að sögn Friðriks hjá Stanga-
veiðifélaginu i gær.
En þrátt fyrir þessa góöu
aflahrotu er veiðin enn talsvert
minni en i fyrra, en nú hafa
veiðst 850 laxar á móti 1157 i
fyrra. Lætur það nærri að það sé
74% af veiðinni þá.
Ekki hafa komið neinir
stórlaxar úr EUiöaánum i sum-
ar, og sá stærsti þar 14 pund, og
veiddisthann snemma i sumar.
Laxó í Aðaldal
„Við erum nú ósköp sæl með
okkur hérna i góða veðrinu, og
hálfvorkénnum ykkur þarna
fyrir sunnan," sagði Helga
ráðskona á Laxamýri er við
höfðuin samband við liana.
Hún sagði veiði i Laxá nú fara
að nálgast 900 laxa, og væri það
svipuð veiði og i fyrra, en það
sumar .var áin með þeim betri á
landinu.
„Mjög góð veiði hefur verið að
undanförnu, en eitthvað hefur
þó dregið úr þvi nú siðustu
daga,” sagði Helga ennfremur.
Núna eru eingöngu islendingar
að veiðum, en von er á hópi
bandarikjamanna á næstunni.
Veitt er á tólf stengur.
Laxá er sögð full af fiski, og
hefur mest veiðst af 12 til 14
punda löxum, sem þykja ákjós-
anlegir til matar. Stærsti lax
þar isumarer 23 pund, ogeinn-
ighafa veiðst þrir 21 punda lax-
ar.
GÓÐ VtlÐI í HAFRA
IÓNSÁ OG HÖLKNÁ
„Hérna hefur veiðst reglulega
vel að undanförnu, og algjör
undántekning ef ckki kemur
a.m.k. cioti lax á stöng á dag, og
svo uppúr,” sagði Jónas á Hótei
Norðurljósi á Raufarhöfn i gær.
t nágrenni Þórshafnar eru
margar ár, til dæmis Hafra-
lónsá, , Hölkná, Deildará,
Ormarsá og Sandá. Þar hefur
alls staðar veiðst vel i sumar.
Veiðimenn eru hvattir til að
veiða eingöngu með flugu, og
þeir útlendingar sem þangað
koma gera það undantekningar-
laust, sagði Jónas.
„Mikið hefur verið um ferða-
mennhérisumar, bæði islenska
og erlenda, enda veðráttan ekki
verið til að fæla frá,” sagði
Jónas að lokum.
Fótt um veiðifréttir
Frekar erfitt hefur verið að
afla upplýsinga um veiði i
mörgum ám sem eru i leigu af
Stangaveiðifélagi Reykjavikur,
og stafar það af þvi að ekki eru
ncin veiðihús við sumar árnar,
og þvi bókhald ekki eins ná-
kvæmt og annars staðar.
Þó fengum við þær upplýsing-
ar að illa hefði veiöst i Tungu-
fljóti i sumar, en nálægt 150 lax-
ar hefðu hins vegar komið úr
Stóru-Laxá.
Treg laxveiði mun hafa verið
á Lagarfljótssvæðinu i sumar,
en eitthvað um silung.
Allar fréttir af þessum ám og
öðrum eru vel þegnar, svo og
skemmtilegar veiðisögur og
mynd ir.
Þennan lax sá Loftur Ijósmyndari þeytast upp Eliiðaárnar fyrr i
sumar, og er ekki óliklegt að hann hafi horfiö I pott einhvers veiði-
mannsins áöur en lauk.
Urriðar með köldu blóði
Enn virðist komin Laxár-
deila, en sá er munurinn, að nú
er ekki deilt um stifluhæð og
stærð vikjunar við Brúarfossa
heldur það, hvort hleypa eigi
laxi upp fyrir virkjunina eða
ekki. i Suður-Þing er þaö al-
mælt, að strax við upphaf virkj-
unar Laxár hafi þvi verið lofað
að byggður yrði laxastigi um
Brúarfossa, svo lax fengi
greiðan gang allt til Mývatns.
Hluti af gömlu Laxárdeilunni
var umræðan um efndir á þessu
loforði. Hluti hennar var einnig
óttinn við, að um Laxá i Þing
færi eins og Sogiö, eftir aö
meiriháttar vatnsmiðlun hefði
verið komið fyrir með óheppi-
legri og tiðri breytingu á vatns-
boröi árinnar á hrigningarslóð-
um. Sogið var talið hafa spillst
svo við virkjanir og vatnsborðs-
breytingar, að eftir löng mála-
ferli var veiðiréttareigendum
þar dæmdar 3,8 milljónir í
skaðabætur vegna minnkandi
laxgengdar.
Það voru þvi komin fordæmi
fyrir grunsemdum og ótta lax-
veiðibænda i Aðaldal. AUt þetta
hefði þó eflaust verið hægt að
jafna, ef byrjaö hefði verið á
þvi að tala saman áður en fram-
haldsfra mkvæmdir hófust við
Brúar. Sú skammsýni að raf-
virkjun hefði ætið og á öUum
timum algeran forgang hefur nú
kostað hið opinbera ómælt fé,
leitt til skyndivirkjunar við
Kröflu, sem allt eihs gæti horfið
i eldi og reyk einn daginn, og
skilið noröurland eftir með
skertan þrótt til frekari iðnvæð-
ingar. Allt er þctta nógu bölvað,
og kannski verst vegna þess að
það er eins og rafmagnsprelátar
á Akureyri hafi aldrei, siðan
þeir fóru að virkja utan Glerár,
hreyft sig i hálsliðunum. Grim-
ur Thomsen taldi diplómötum
tU tekna að þeir væru hálsliða-
mjúkir. Skortur á hálsliðamýkt
þar nyrðra mun hafa valdið þvi,
að menn litu aldrei til vesturs,
þar sem eftirmálalaus og skað-
laus virkjunaraöstaða var fyrir
hendi i Jökulsá eystri frá upp-
hafi vega. En það er eins og
Öxnadalsheiðin og margrómað-
ir GUjareitir hafi ætið skyggt
fyrir sólu.
Laxárdeila hin nýja er þess
cðlis, að akureyringar koma þar
hvergi nærri, nema ef þeir njóta
um síðir góðs af þvi ef reist
veröur 20 metra stifla til aö
koma laxastiga fyrir á virkjun-
arsvæöinu. Laxárdeila hin nýja
stendur á milU bænda ofan og
neðan við virkjun. Þeir fyrir
neöan telja stigann sjálfsagðan
og eðliiegan, en þeir sem búa
fyrir ofan telja laxagöngur allt
upp i Mývatn röskun á lifrikinu,
Auðvitað fer um þessa deilu eins
og aörar deilur i þessu þjóðfé-
lagi, að einhvern veginn verður
henni komið á rikið. Það verður
á endanum fundin einhver
skaðabótaleið, hvort sem hún
verður laxgeng eða ekki, sem
skattborgarinn verður látinn
standa undir. Mun þá flestum
þykja orðnir dýrir bændur
norður þar.
Urriðinn ofan við Brúar er
bæði feitur og faUegur og hinn
besti fiugufiskur. Þcir, sem
komast upp á lag með að veiöa
hann, leggja urriöaveiðina að
jöfnu við laxveiði séu veiðitæki
af réttum styrkleika notuð. Væri
illt til þess að vita, ef þetta eina
inarkverða urriðasvæði lands-
ins yrði lagt undir lax. Bændur i
cfra hafa þvi nokkuð til sfns
ináls, þvi urriðinn mundi hverfa
að mestu, færi lax að
ganga upp fyrir virkjum. Það
eru þvi viss réttmæt náttúru-
verndarsjónarmiö fyrir hendi
hjá þeim, sem vUja ekki stig-
ann. Jón Þorsteinsson sagði eitt
sinn, er honum varð gengið um
bakka Laxár þar efra. „A mig
leit úr ölduflóði/ urriði meö
köldu blóði”.Og ef fer sem horf-
ir mun það talið þýðingarmikið
af öllum landsmönnum utan
Suður-Þing, og raunar huggun-
arefni á mikilli skattatið, að á
Laxársvæðinu skuli fyrirfinnast
eitt kykvendi með köldu blóöi.
Svarthöfði.