Vísir - 06.08.1976, Side 3
VISIR Föstudagur 6. ágúst 1976.
3
Grjófjötunsmálið
er nú komið til
ríkissaksóknara
Grjótjötunsmálið svonefnda
hefur nú verið sent rikissaksókn-
ara til umfjöliunar. Erla Jóns-
dóttir, fulltrúi hjá Sakadómi
Reykjavikur varðist allra frétta
af málinu er Visir náði tali af
henni. „Málið er komið úr minum
höndum, og þar af leiðandi tjái ég
mig ekki um það” sagði Erla.
Mjög erfitt hefur verið að afla
upplýsinga um þetta mál, og er
Erla var innt eftir hverju það
sætti, kvað hún rannsóknina hafa
verið mjög umfangsmikla, og
vinna við hana hefði þvi verið
mjög mikil. ,,Þvi vildi ég hafa
sem bestan vinnufrið, og hann
hefur alls ekki verið nægur”,
sagði hún að lokum.
Þórður 'Björnsson rikissak-
sóknari er erlendis i frii um þess-
ar mundir, og gegnir Hallvarður
Einvarðsson vararikissaksóknari
starfi hans á meðan.
„Málið hefur verið bókað hjá
okkur, en annað get ég ekki sagt
um það, enn hefur ekki gefist timi
til að kanna hvort ástæða er til
frekari aðgerða,” sagði Hallvarð-
ur er Visir náði tali af honum.
Hann kvaðst ekki geta sagt til um
hvenær málin færu að skýrast, en
það tæki þó alltaf talsverðan tima
að kynna sér slik mál.
Að lokum sagði Hallvarður að
enn væri ekki ákveðið hver hafa
myndi yfirumsjón með rannsókn
málsins af hálfu embættisins.
— AH
Hefur setið í
16 dogo vegna rann-
sóknar f íknief namóls
„Það er unnið að rannsókn
málsins af fulium krafti, og þvf
miðar áleiðis”, sagði Arnar Guð-
mundsson fulltrúi hjá Ávana- og
fikniefnadómstólnum i morgun.
Enn situr einn maður inni
vegna þcssa hassmáls, og hefur
hann setið inni siðan 21. júli. Mál-
ið snýst einkum um dreifingu á
ýmsum kannabisefnum, en að
sögn Arnars er rannsókn ekki það
langt komið að unnt sé að skýra
frá magni efna eða öðru i sam-
bandi við málið.
Arnar kvað málið mjög um-
fangsmikið, og við „marga væri
að tala”.
— AH
OKKAR FOLK
Á ÓLAFSFIRÐI
Sala Visis úti á landi hefur
stóraukist á þessu ári og stööugt
bætast við nýir áskrifendur.
Visismenn eru að vonum
ánægðir með þessar auknu vin-
sældir blaðsins og eru þessar
móttökur lesenda starfsliði
blaösins hvatning til að gera
blaðið betra með hverjum nýj-
um útgáfudegi.
Ekki þýöir þó að skrifa og
prenta gott blað nema að þaö
komist fljótt og vel til lesenda og
þá kemur til kasta dreifingar-
fólksins.
Visir nýtur þess að hafa gott
fólk viö dreifingu blaðsins og
þar er Ólafsfjörður engin und-
antekning.
A Ólafsfirði eru það þrir frisk-
ir krakkar sem færa áskrifend-
um Visi og eru þau ánægð með
árangurinn þvi áskrifendum
hefur fjölgað úr 19 i 60 frá þvi að
þau byrjuðu að dreifa blaöinu.
Ljósmyndari Visis á Ólafs-
firði Jóhann Freyr hitti þau þar
sem þau voru að bera út og tók
þá þessa mynd af þeim.
En þau heita Magnús Ólason,
Guðrún Jóhannsdóttir og Helgi
Jóhannsson.
Tíunda helgarblaðið
fylgir Vísi á morgun
Enn er að koma helgi og þá
fylgir Helgarblaöið að sjálf-
sögðu ókeypis með Visi, sem
sagt meö blaðinu á morgun.
Lescndur geta eins og fyrr verið
vissir um aö þeir finni eitthvað
viðsitthæfiiblaðinu, enda er að
þvi stefnt að Helgarblað Visis
verði helgarblað fjölskyldunnar
allrar.
Sagt er frá heimsókn Visis i
sendiráð islands i Stokkhótmi,
þar sem aðailega er spjallað við
Guðmund i. Guðmundsson,
sendiherra, og fyrrum utan-
rikisráðherra. Hann segist sjá
nýja hiið á sendiráðunum nú,
þegar hann ber starfsemina
saman viö kynni sin af utan-
rikisþjónustunni og sendiráðun-
um á meðan hann gegndi ráð-
herrastarfi.
Þá er birt allitarlegt viðtal
við Óskar Gíslason, nestor is-
lenskrar kvikmyndagerðar, um
kvikmyndagerð hans fyrr á ár-
um og Ijósmyndanám og
myndatöku, en hann hélt á
dögunum sýningu á Ijósmynd-
um á Kjarvalsstöðum.
Fjallað er um gömul hús I
Þingholtunum i Reykjavik,
poppmálefni, matreiðslu, meö-
lerð barna og málningarrúllur.
og birt krossgáta, myndasögur i
litum, og fjölmargt fleira.
Reykjavíkurborg og verkfrœðingarnir
Pósthólf notuð
til verkfallsbrota
an siðasti fundur var með sátta-
semjara og ef hann fylgdi lögun-
um út i æsar, ætti hann að halda
fund þá. Hins vegar hefði það
stundum dregist hjá honum i
nokkra daga, enda tilgangslaust
að mæta á fundi, það sem allir
segðu að þeir hefðu ekkert að
segja.
Meðalviðstaða 14 mán-
uðir
Gunnar sagðist hafa gert úttekt
á þvi, hve löng viðstaða almennra
verkfræðinga hefði verið hjá
borginni undanfarin ár. I ljós
hefði komið að meðal viðstaða
hefði verið 14 mánuðir, enda
hefðu menn farið þangað sem
betra kaup væri greitt. Þeir sem
þraukuðu i sjö ár væru ánægðir
með vinnuaðstöðuna. auk þess
sem þeir fengju þá skárri laún.
- Rj
„Það hafa verið framin marg-
föld verkfallsbrot af hálfu borg-
arstarfsmanna," sagði Gunnar
Gunnarsson, forsvarsmaður
verkfræðinga sein vinna á vegum
borgarinnar, i viðtali við Visi í
morgun.
„Við erum bara svo fámennir,
að við eigum þess ekki kost að
spyrna gegn þessu. Verkfalls-
brotin eru fólgin i þvi að teikning-
ar eru sendar til samþykktar hjá
borginni i gegn um pósthólf,
þannig að þeir verkfræðingar
sem standa vörð hér i Skúlatúni,
fá ekki rönd viö reist.
Raunverulega eru þessi verk-
fallsbrot ekki ósvipuð þvi eins og
ef þessir verkfallsbrjótar færu að
grafa skuröi, ef verkamenn færu i
verkfall og hætta væri á að bygg-
ingaframkvæmdir stöðvuðust.”
Aðspurður hvernig launamál-
in stæðu, sagði Gunnar að n.k.
mánudag væru fjórtándagar sið-
Rannsóknarlögreglu-
maðurinn laus
úr gœsluvarðhaldi
Rannsóknarlögreglumaðurinii
sem var fyrir stuttu úrskuröaður i
allt að 20 daga gæsluvaröhald
liefur verið látinn laus. Ilaföi
hann þá setið inni i 10 daga.
Rannsókn á ávisanafalsi sem
hann hefur játað á sig mun nú að
mestu lokið, en þó munu enn vera
ókomnar inn nokkrar ávisanir
sem talið er að hann hafi gefið út.
— AH