Vísir - 17.08.1976, Blaðsíða 2
Þriðjudagur 17. ágúst 1976 vism
SVISIR*
spyr
Siguröur Sörensen, hafnsiigu-
maður: — Við höfum nú verið að
velta fyrir okkur, hvort það veröi
ekki breyting til batnaðar á veðr-
inu upp úr höfuðdeginum 29.
ágúst.
Birna Pétursdóttir, afgreiðslu-
stúlka: — Ég álit það eiginlega
alveg vonlaust, þvi að það er svo
stutt eftir af sumrinu samkvæmt
almanakinu. Annars er ég yfir-
leitt bjartsýn.
Gunnar Svanlaugsson, Iþrótta-
kennari: — Ég held nú að allir séu
að gefast upp á þessari endalausu
rigningu hér um slóðir, og helst
dettur manni i hug aö flytjast
norður I sólina. Ég hef ekki mikla
trú að þaö rætist úr fyrir haustiö.
Heldurðu að það sé von á
sólskini og sumarbliðu fyr-
ir haustið?
Vfkingur Jóhannsson, skólastjóri
tónlistarskólans: — Verður maö-
ur ekki að vona þaö? Annars væri
maður orðinn einum of svart-
sýnn.
Höskuldur Pálsson, sjómaður: —
Ég legg mitt traust á 25. ágúst þvi
aö þá er sumartungl i norðri og
um leið held ég aö hann breyti til
hins betra.
[ í Stykkishélmi ]
„FINNST ÍG HAFA
ÖÐLAST NÝTT LÍF"
Vísir rœðir við siúklinaa sem aenaist hafa
undir þarmaskurðaðgerð ó Akureyri
Visir hafði samband
við nokkra sem hafa
gengist undir þessa að-
gerð og bað þá að segja
dálitið frá reynslu
sinni.
„Fyrst þegar ég kom norður
var mér gerö grein fýrir þeim
eftirköstum sem aðgerðin gæti
haft i för með sér,” sagöi Sigrún
Valdimarsdóttir, en húnbýr hér
fyrir sunnan. „Ég þurfti aö fara
oftar á salerni i byrjun en þetta
jafnaði sig allt fljótlega. Sá
fyrirvari var haföur á, aö ef
eitthvað færi úrskeiöis yrði aö
setja allt i samband aftur. Eftir
uppskurðinn lá ég á gjörgæslu-
deild i tvo sólarhringa.
Heimilislæknirinn minn hefur
siöan eftirlit með mér og skoðar
mig á tveggja mánaða fresti.
Það á að taka um þaö bil tvö ár
aö jafna sig eftir aðgeröina.”
Sigrún sagðist hafa lést um 27
klló siöan i nóvember þegar að-
geröin var framkvæmd, og enn
væri hún að léttast. „Ég mundi
ráðleggja öllum sem eiga viðof-
fitu að striða að gangast undir
þessa aögerð. Þessu fylgdu
mjög litlar áhyggjur eða örðug-
leikar og Gauti Arnþórsson þótti
mér einstaklega traustvekjandi
læknir,” sagði Sigrún að lokum.
„Léttur eins og
andi”
Þá ræddum viö viö mann
nokkurn á Egilsstööum sem fór
til Akureyrar i aðgerð fyrir
tæpu hálfu ári. „Mér liöur vel og
er léttur eins og andi, enda hef
ég lagt af 35 kiló á f jórum mán-
uöum,” sagði hann. „Ég léttist
aö visu meira en gert var ráð
fyrir vegna annars sjúkdóms
sem þjakaði mig svo að það er
ekki alveg að marka þessa
tölu.”
Hann sagði að uppskurðinum
fylgdu þrátt fyrir allt dálitil ó-
þægindi, og til dæmis væri ekki
gott að borða mikla fitu eða
grænmeti. Það virðist þó, að
hans sögn, ekki skipta neinu
máli hvort fólk borðar sæt-
indi og kaffibrauð eða annað
þess háttar. „Ég tel að þetta sé
mjög áhrifarik aögerð og tvi-
mælalausttilmikilla bóta, svo
framarlega sem menn hafa
áöur reynt allar aðrar leiðir til
að megra sig,” sagöi hann.
,,Hef aldrei borðað
meira”
„Mér fannst alveg óbærilegt
að vera svona þung og var búin
að reyna allt til að megra mig,”
sagöi 27 ára gömul kona sem við
ræddum við, en hún býr fyrir
noröan. „Ég hafði heyrt um
þetta i Kaupmannahöfn og dreif
mig svo til Gauta þegar hann
byrjaði á þessu. Fyrir aðgerð-
ina var ég 99 kiló en eftir 6—7
mánuði haföi ég lést um 37 kiló.
Til að byrja með var ég látin
borða eggjahviturikt og fitu-
snautt fæði, en núna boröa ég
meira en nokkurn tima áöur.
Mér finnst það bæöi ótrúlegt og
dásamlegt að þetta skuli vera
hægt. Ég hef oröiö vör við aö ut-
anaökomandi fólk litur þessa
aðgerð hálfgerðu hornauga, en
þetta er liklega bara framtiðin.
Ég er ó skaplega án ægð m eð 1 if ið
og mundi hiklaust ganga I gegn-
um þessa aögerð aftur — ekki
þarf annað en að lita i mynda-
albúm til að sannfærast um það.
„Finnst éghafa
öðlast nýtt líf”
„Ég er miklu hressari á lik-
ama og sál eftir aögeröina,”
sagði Marta Aðalsteinsdóttir i
Múlasýslunni. ,,Það er ótrúleg
raun að vera svona feitur og
mér finnst ég næstum hafa ööl-
ast nýtt lif.” Marta vó áður 106
kiló en fór niður I 79 á fjórum
mánúöum. Eftir tvö ár er búist
við að fólk hætti að léttast og
siðan á að vera auðvelt að halda
i horfinu. „Ég heföi auðvitað
ekki farið i þessa aðgerð nema
af þ vi að ég var orðin alveg von-
laus um aö mér tækist að megra
mig hjálparlaust,” hélt Marta
áfram. „Þá eygði ég leið á
Akureyri og á sjúkrahúsinu
mætti ég miklum skilningi. Þar
var komið fram við mig eins og
manneskju, en ekki viöundur.”
—AHO
i 1 1 Tf ■'wBI
I y***0 > PP8|»8» ^ ' *—p/p mm* :
JB, :
Hjúkrunarfrœðingar af-
létta yfirvinnubanni
Hjúkrunarfræðingar
á Borgarspitalanum
hafa aflétt yfirvinnu-
banni þvi sem staðið
hefur yfir i um það bil
hálfan mánuð.
Sem kunnugt er hafa hjúkrun-
arfræöingar á gjörgæsludeild
Borgarspitalans ekki unnið yfir-
vinnu siðan 28. júli til að mót-
mæla þvi mikla vinnuálagi sem
rikt hefur á stofnuninni i sumar.
Stjórn sjúkrastofnana
Reykjavikurborgar hefur nú
sent trúnaöarmönnum hjúkrun-
arfræðinga á Borgarspítalanum
yfirlýsingu þess efnis, aö allt
verði gert sem unnt er til að
draga úr vinnuálaginu á yfir-
standandi orlofstimabili. Jafn-
framter þvi heitið að framvegis
verði gerðar ákveðnar ráðstaf-
anir, og þá i náinni samvinnu
við hjúkrunarfræöinga, til að
koma I veg fýrir að svona á-
stand skapist aftur.
Hjúkrunarfræðingarnir hafa
þvi aflétt yfirvinnubanninu i
trausti þess að spitalastjórnin
efni gefin heit.
—SE
wmm—mm^^mm—mJ