Vísir - 17.08.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 17.08.1976, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Ctgefandi: Heykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Hitstjórar: Horsteinn Pálsson, ábm. Alafur Ragnarsson Hitstjórnarfulltrúi: Hragi Guöinundsson Fréttastj. ei I. frétta: Guðmundur Pétursson Blaðamenn: Anders Hansen, Anna Heiður Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir, Einar K. Guöfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálsson, Olafur Hauksson, Oli Tynes, Rafn Jónsson, Sigriður Egilsdóttir, Sigurveig Jóns- dóttir, Þrúður G. Haraldsdóttir. tþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. útlitsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurðsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Aúglýsingar: Hverfisgötu44.Simarll6«08«6Il Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla l4.Simi86611.7 linur Askriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. 1 lausasölu áó kr. eintakið. Hlaöaprent lif. Tvö meginmarkmið i kjördæmamálinu Eftir siðustu kosningar gáfu talsmenn flestra stjórnmálaflokkanna út yfirlýsingar um nauðsyn breytinga á kjördæmaskipaninni. Margt bendir til að nú sé fyrir hendi pólitiskur grundvöllur fyrir breytingum á þessu sviði. Umræður þær, sem fram fóru um þetta efni á siðasta vetri sýna, að sú krafa á verulegan hljóm- grunn meðal almennings, að komið verði i veg fyrir þann ójöfnuð, sem nú rikir milli kjósenda i einstökum landshlutum. Jöfnun kosningaréttar hlýtur þvi að vera eitt meginatriði væntaniegra breytinga á kjördæmaskipan. Gildi atkvæða i Reykjavik og i Reykjaneskjör- dæmi er miklu minna en réttlætanlegt er. Á það er einnig að lita, að íbúar i Norðurlandskjör- dæmi eystra búa einnig við nokkurn ójöfnuð i þessum efnum. Margsinnis hefur verið á það bent iþessum umræðum, að kjósendur á Vestfjörðum ráða fjórfalt gildari atkvæðum en kjósendur á Reykjanesi. Slik mismunun er að sjálfsögðu óþol- andi. Engum vafa er þvi undirorpið að leggja verður mikla áherslu á jöfnun kosningaréttar. Það er ekki nóg, að stjórnmálaflokkarnir fái þingmenn nokkurn veginn i réttu hlutfaili við kjörfylgi. Kjósendur verða einnig að hafa sömu áhrif hvar á landinu sem þeir búa. Stór hópur kjósenda á Reykjanesi hefur með undirskriftum skorað á Alþingi að hraða úrbótum á þess sviði. Það er þvi alveg ljóst, að krafa borg- aranna er um jafnræði kjósenda. Gamla kenning- in um mismunandi kosningarétt á ekki sama fylgi að fagna og áður. Það er til marks um breytt viðhorf i þessum efnum, að samtök ungra manna i þremur stjórn- málaflokkum hafa á undanförnum mánuðum unnið að greinargerð um kjördæmamálið með það i huga, að leggja grundvöll að sameiginleg- um tillögum um nýskipan þessara mála. Með hliðsjón af þeim miklu átökum, sem ævinlega hafa átt sér stað i tengslum við kjördæmabreyt- ingar, er þetta samstarf einkar athyglisyert. Við óhjákvæmilegar breytingar á kjördæma- skipaninni er einnig nauðsynlegt að taka mið af öðrum markmiðum en jöfnun kosningaréttar. Kemur þar fyrst og fremst til álita að persónu- binda kjör til Alþingis meir en verið hefur við nú- verandi kerfi. Eins og nú háttar til geta kjósendur nær einvörðungu valið á milli stjórnmáiaflokka. Kosningakerfið gerir ekki ráð fyrir, að kjósendur velji einstaklinga á þing, heldur aðeins þá menn, sem flokkarnir hafa ákveðið. Einu undantekningarnar frá þessu eru próf- kjörin, sem stjórnmálaflokkarnir hafa tekið upp i nokkrum mæli. Þau eru þó engan veginn viðun- andi lausn á þvi vandamáli, sem fyrir hendi er i þessu efni. Þátttaka i þeim gefur þó eindregið til kynna, að almenningur hefur verulega mikinn áhuga á að taka þátt i að velja þá einstaklinga, sem sitja eiga á Alþingi. Ýmsar leiðir eru að sjálfsögðu færar til þess að ná þessum markmiðum. Mikilvægast væri þó að stjórnmálaflokkarnir gætu sameinast um úrbæt- ur. Margt bendir til þess að meiri möguleikar séu á slikri samstöðu nú en oft áður. Fyrir þær sakir er brýnt að málið verði ekki látið daga uppi. Fram til þessa hefur verið of litil hreyfing á máli þessu i æðstu valdastofnunum flokkanna. Kippirnir skóku undirstöður efna- hagslífs Kína Linurnar er smám saman aö skýrast um áhrif jaröskjálftanna iKIna,eftirþvf sem nánarifréttir berast af jaröskjálftasvæöunum. Þaö dylst ekki lengur, aö jarö- skjálftinn, sem svipti þúsundir heimilum sfnum, ollí miklu manntjóni og öörum skaöa, lætur eftirsig um tfma aö minnsta kosti ör á efnahagslifi og útflutnings- verslun landsins. Má mikiö vera, ef ekki þarf til meiriháttar breyt- ingará áætlunum til aövinna upp tapiö. Jaröskjálftarnir, sem eru mestu náttúruhamfarir, er yfir alþýöulýöveldiö hafa duniö á 27 ára sögu þess, gátu naumast sótt verr aö. Allt siöasta ár hefur for- ysta landsins veriö f óvissu vegna fráfalla fyrri leiötoga, veikinda formannsins.pólitískrar togstreitu skoöanahópa og klofnings innan miöstjórnar flokksins. Aö visu hefur Hua Kuo-feng, hinn nýi forsætisráöherra, sýnt sig aö þvf aö vera dugandi maöur, en hann hefur naumast verið nógu lengi til þess aö geta heitiö öruggur i sessi. Enn sem komiö er veröur hann að fara bil beggja og dansa á lfnunni mitt á milli hinna strfðandi fylkinga, annarsvegar róttækra og hinsvegar hægfara- sinnaðri, og hefur ekki enn tryggt sin völd til þess ab geta boðið hvorum, sem hann vill, byrginn. A meðan svo varir, er ekki úti- lokaö, aö snögg umskipti geti orö- iö, áður en minnst varir. — Baráttan um, hver erfa skuli sæti Maos formanns, sem nú er orðinn 84 ára, er hvergi nærri til lykta leidd. Hinn mikilvægi borgaþrf- hyrningur Hopei-héraösins, Tangshan-Tientsin-Peking, skilar af sér um 10% af heildariönaöar- framleiöslu Kina. Afleiöingarnar af jarðskjálftanum voru breyti- legar i hverri þessara borga. Allt frá minniháttar raski upp i gjör- eyöileggingu eins og i Tangslían. Þaö munar um minna skakka- fall, og mætti jafna til þess, ef Is- lendingar misstu úr fiskfram- leiðslu sinni allan afla Vest- mannaeyjabáta. Nú er þess aö gæta, að vegna fjölbreytts iðnaöar, sem dreift er á öll landshom, stendur Kfna bet- ur af sér slfkt áfall, heldur en ef islendingar missa vertiöarafla sinn eöa ef þjóðverjar væru á einu bretti sviptir Ruhr-héruðum, En kinverjar höföu nýlega veitt miklu fjármagni einmitt I þann landshlutann, sem harðast varö úti i jarðskjálftanum. Þar var aö byggjast upp þriöji stærsti Flokksleiötogar stappa stálinu i járniönaöarmenn I stálverk smiöju i Tientsin. iönaðarkjarni Kina, næst á eftir Shanghai og Liaoning i Mansjúrlu. Stærsti iðnaöur Tangshan var kolavinnslan. Stærstu kolanám- ur Kina, Kailuan, gáfu af sér ár- lega 25 milljónir smálesta af kol- um, eða 6% af kolaframleiöslu Kfna. Kfnverjar hafa veriö sparir á upplýsingar frá jaröskjálfta- svæðunum, en kvisast hefur samt, að mikið jarösig hafi orðiö á þessum slóöum. Námagöng hafa fallið saman og lokast. Frést hefur af þvi, aö á einum vettvangi hafi jöröin gleypt heilt sjúkrahús og iárnbrautarlest á ferö. Það þarf þvi ekki auöugt imyndunar- afl til þess aö gera sér i hugar- lund, hvernig slikar jaröhræring- ar hafa farið meö námuveggina. 1 opinberum fréttum getur aö lita fjálglegar lýsingar á drýgö- um hetjudáöum einstaklinga á jaröskjálftasvæðinu, og má af þeim sjá, aö mámuvinnsla mun hafin aftur og endurreisnarstarf- ið komið i gang. En jafnvel þótt gert veröi ráö fyrir kraftaverk- um, þarf ekki aö búast viö þvi, aö námugröfturinn gefi af sér nema brotabrot næstu mánuöina miöaö viö það sem áöur var. 1 Tangshan voru raforkuver, þar sem varmaorku jaröhitans var breytt i rafmagn. Þessi orku- ver sáu Tientsin og Peking fyrir raforku. Mikil spjöll uröu á þess- um orkuverum. Meöal annars gjöreyöilagðist 750 megawatta orkuver, sem aö hluta til var komið I gagnið, en var enn á byggingarstigi. Hefur frést af skemmdum þess vegna þess, aö viö þaö unnu japanskir tækni- fræðingar. Auk þess aö mann- virki hafa orðið fyrir spjöllum, má við þvf búast, að hverirnir, sem gáfu varmann, hafi sumir horfið i hræringunum og borholur eyöilagst. — Óupplýst hverfi i höfuðborginni gefa nokkra vis- bendingu um, hver vandræöi munu skapast af orkuskortinum, sem þetta leiöir af sér. Á þaö jafnt viö orkufrekan iðnaö sem og dag- lega neyslu ibúanna þegar vetur sækir aö. Gæöakolin, sem komu áöur frá Tangshan, voru talin nægja til þess aö framleiöa tfu milljónir smálesta af stáli, en þaö er um helmingur stálframleiöslu Kina. Hinar stóru stálverksmiöjur Peking hafa áreiöanlega sótt sin kol I þennan brunn, en veröa nú aö sækja annaö. Þá var Tangshan mikilvægur hlekkur i járnbrautarlinunni, sem tengir Peking við hafnarborgina Chinwangtaou og Mansjúriu i norðri. Nú fyrst sextán dögum eftir versta jarðskjálftann ku vera búiö aö gera viö um 240 km af teinum, sem jarðhræringarnar settu úr skorðum, og hefur þó áreiðanlega veriö vel haldiö á spööunum. Þaö er þvi námuvinnslan, stáliönaöurinn, samgöngur og dreifing, sem jarðskjálftarnir koma illa niöur á, en einmitt þessir þættir i atvinnulifi Kína áttu hvaö erfiöast uppdráttar, áöur en ósköpin dundu yfir. Einn af flokksforkólfum Hopei-heraðsins sækir heim bændur á akrana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.