Vísir - 17.08.1976, Blaðsíða 7
VÍSIR
Þriöjudagur 17. ígúst 197«
og Jón Björgvinsson ]
Átti að bera mótur á
stuðningsmenn Fords?
Fyrrum rikisstjóri
Illinois heldur þvl
fram, að reynt hafi
verið að bera fé á tvo
kjörfulltrúa
Repúblikanaflokksins
og fá þá til að styðja
heldur Ronald Reagan
en Gerald Ford.
Reagan, sem enn er talinn
eiga möguleika á aö hljóta
'útnefningu flokksins — þótt
Ford sé llklegri — neitaöi þess-
um áburði þegar í gærkvöldi.
„Þetta eru lygar. Ég held, að
það sé einhver ólykt af þessu,”
sagði þessi fyrrverandi rikis-
stjóri Kaliforniu.
Richard Ogilvie, sem er með-
al stuðningsmanna Fords, neit-
aði að láta uppi nöfn fulltrúanna
tveggja, sem hann segir, að hafi
fengiö mútutilboðin fyrir tveim
vikum. Segist hann hafa kært
málið til saksóknara i Kansas
City, þar sem fiokksþing
repúblikana stendur nú yfir.
Síðar f gærkvöldi sagði Marie
Goodlow fulltrúi frá Illinois, að
henni hefði verið boðiö far i bif-
reið af manni, sem þóttist
stuðningsmaður Reagans. Hann
hafði boðið henni 2,500 dollara
greiðslu, ef hún breytti atkvæði
sinu. — Hún kvaðst hafa af-
þakkað.
Þessar ásakanir voru bornar
fram, þegar framámenn flokks-
ins stéu i ræðustólinn hver á eft-
ir öðrum i gær og ávörpuðu
þingheim. — Var þar einkum
gerður góður rómur að máli
þeirra, sem hvað harðast veitt-
ustað Jimmy Carter, frambjóð-
anda Demókrataflokksins.
Howard Baker, þingmanni
Tennessee, var ákaft fagnað i
ræðustólnum, en hann vék tal-
inu að Watergate. — Baker
stýrði þingnefndinni sem rann-
sakaði Watergatemalið. —
Sagði Baker, að Repúblikana-
flokkurinn hefði hreinsað til hjá
séreftir Watergatehneykslið, en
röðin væri fyrir löngu komin að
Demókrataflokknum að gera
hreint i slnum skúmaskotum.
Aðkoman
var Ijót
Þannig var aðkoman í flótta-
mannabúðum palestfnuaraba i
Tel al-Zaatar, þegar varnir
heimamanna höfðu verið brotn-
ar á bak aftur, varnarliðið strá-
feilt og sigurvegararnir héldu
inn i búðirnar.
Hundruð llka lágu á götunum,
og virðast verjendurnir hafa
staðið við það heit sitt að „verj-
ast til siðasta manns”.
En eftir siðustu fréttum ann-
ars staðar i Libanon virðist bar-
áttuhugur palestinuaraba siður
en svo hafa verið brotinn niður,
þrátt fyrir fall Tel-al-Zaatar.
HAMARKSHRAÐI
OG DAUÐASLYS
Dauðaslysum á veg-
um í nágrenni Moskvu
hefur fækkað, síðan há-
markshraðinn í umferð-
inni var lækkaður niður i
60 km/klst„ samkvæmt
því sem fram kemur i
ágústblaði Umferðar-
tímarits Sovétríkjanna.
Umferðarlöereglumaður
skrifar þar, að á fyrri helm-
ing þessa árs hafi 239 manns
látið lifið i umferðarslysum i
Moskvu, en á sama tima I
fyrra fórust 298.
Hámarkshraðinn i Moskvu
var um tima hækkaður til þess
að greiða úr umferðinni, sem
er orðin mjög erfið i borginni.
En þegar tiðni umferðarslysa
jókst, var hámarkshraðinn
lækkaður aftur niður i 60 km.
150 létust í snörpum
jarðskjálfta
Sjö milljóna byggð
skalf í mínútu
150 manns að minnsta kosti
létust er átta stiga jarðskjálfti
reiöyfir syðstu eyjar Filippseyja-
klasans i gærdag.
Skjálftinn varð rétt eftir mið-
nættiá staðartlma, klukkan rúm-
lega fjögur á fslenskum tima.
Syðsta og næst stærsta eyja
Filippseyja, Mindanao, varö
verst fyrir barðinu á þessum
snarpa jaröskjálfta, en á eyjunni
búa um 7 milljónir manna.
Jarðskjálftinn átti upptök súi i
Moro flóa, sem gengur inn i suð-
vestanverða eyjuna og skalf
eyjan öll I um minútu. Skjálftinn
hrinti af stað um fimm metra
hárri flóðbylgju. Hún skall á
hafnarborgir á eyjunni Mindanao
og smáeyjar undan strönd
hennar.
Það er erfitt að sjá, hvort
klukkan er 5 minútur yfir 4,
eða 25 mbiútur yfir 1, þegar
hendur viðgerðarmannsins
taka að sér hlutverk vlsanna.
Sem betur ferþurfa þorpsbúar
i Murfreesboro ekki oft að not-
ast við slikt.
Óttast er að dánartalan hækki
þegar grafið verður I aurinn, sem
flóöbylgjan skyldi eftir sig.
Þeir sem fórust i skjálftanum
urðu annað hvort undir húsum,
sem hrundu, brúm sem létu
undan átökunum eða drukknuðu i
flóðbylgjunni..
t einni af stærstu borgum
eyjarinnar, Davao, þustu ibúarn-
ir út ágötur er skjálftinn varð rétt
eftir miðnætti og rafmagnslaust
varð um það bil hálftima.
Smáir kippir fylgdu 1 kjölfar
stærsta skjálftans.
Skjálftinn i gær er sá mann-
skæðasti, sem riður yfir Filipps-
eyjar siðan 1968. Þá létust 321
maður, er ibúðarblokk hrundi i
Manila af völdum snarps jarð-
skjálfta.
Söguleg mynd: Trotsky á leið i
útlegð til Slberiu árið 1925.
Ætla að
rannsaka
morðið a
Trotsky
Trotskyistar i Bret-
landi ætla að setja á
laggirnar alþjóðlega
rannsókn á morði Leons
Trotskys i Mexikó fyrir
36 árum.
Það hefur alla daga
verið grunur trotsky-
ista, að ungi maðurinn,
sem myrti frumherja
þeirra með Isexi á
heimili hans i útlegðinni
i Mexikó, hafi verið út-
sendari erlends rikis.
Trotsky fyrrum vopnabróðir
Lenins komst i andstöðu viö aðra
byltingarleiðtoga Sovétrlkjanna
og neyddist til þess að flýja land.
Hefur þvi af ýmsum verið haldiö
fram, að þeir hafi fyrirkomiö
honum.
Alex Mitchell, ritstjóri mál-
gagns trotskyista i Bretlandi,
sagði á blaðamannafundi I gær:
„Viö trúum þvi ekki, að leyndar-
málið hafi verið upplýst til fulls.
Við teljum, að rannsóknir okkar
muni fletta ofan af þessu mesta
samsæri aldarinnar. Afhjúpan-
irnar verða hrikalegar”.
Hann sagöi, að I rannsóknar-
nefndinni mundu einnig eiga sæti
utanflokksmenn.
„Margir, sem komu við sögu
þessa máls, eru enn á lifi og
kunna að vera tilleiðanlegir til
þess að segja sögu sina i dag,”
sagði Mitchell.
Harold Robins, bandarikja-
maður, sem var lifvörður
Trotskys, þegar moröið var
framið, er nú staddur I London til
aðstoðar við nefndarskipunina
Hann sagði á þessum fundi með
blaðamönnum i gær: „Éf þið
viljið finna, hver gerði þaö, þá
grafiðupp, hverhagnaöist á þvi”
Neita að yfirgefa eldfjallaeyjuna
Fimmtiu gamalmenni neituðu
að yfirgefa heimiii sin á
Guadeloupe-eyju I Vestur--
Indium, þótt yfir þeim gnæfi
eldfjallið Soufriere, sem þegar
er byrjað að spúa ösku.
Allir aðrir eyjaskeggjar (72
þúsund talsins) hafa tekið varn-
aðarorð vísindamanna alvar-
lega og flutt yfir á tviburaeyj-
una Grande Terre. — Þvi er
páð, að eldfjallið kunni að
springa i loft upp og eyjan með,
likt og gerðist um aldamótin á
eyjunni Martinique, þegar 35
þúsundir fórust._____________
Gamalmennin hafast við i
tjöldum, þótt nú sé úrhellisrign-
ing, en þau vorulátin flytjastúr
heimaþorpunum, sem standa I
sjálfri fjallshliöinni. — Meðal
þeirra er aldraður sóknarprest-
ur þeirra sem ekki viil yfirgefa
kirkju sina.
Miklir kippir fóru um eyjuna
Proper I gær, og þá myndaðist
geipimikil rifa i hlið Soufriere
(nafnið þýðir Brennisteinsnám-
an) og gaus þar upp askan.
Franskir visindamenn, sem
fylgst hafa með fjallinu, hafa
spáð þvi, að það eigi eftir aö
springa með afli, sem svari til
30 megatonna kjarnorku-
sprengju.
Yfirvöld hafa lokaö svæðinu i
næsta nágrenni fjallsins, en
stökumaður reynir að snúa aft-
ur til að bjarga meira af eigum
sinum, sem ekki varð komist
með I asanum i fyrradag. Hafa
lögreglumenn orðið að munda
skotvopn sin til aö halda þeim
aðgangshörðustu i skefjum. ótt-
astþeir gripdeildir, ef einhverj-
ir komast i yfirgefin þorpin.