Vísir - 17.08.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 17.08.1976, Blaðsíða 3
VISIR Þriðjudagur 17. ágúst 1976 3 KVIKMYNDAVtR Á STRÖNDUNUM Sjónvarpið vinnur nú að gerð kvikmyndar eftir Hrafn Gunnlaugs- son norður i Djúpuvik á Ströndum. Ber kvik- myndin heitið ,,Blóð- Unnið að kvikmyndatökunni í Djúpuvlk. Leikararnir Róbert Arnfinnsson og Helgi Skúiason koma inn i þorpið. Sigurliði Guðmundsson kvikmyndatökumaður við vélar slnar. Helgiog Róbert ræðast við. Eins og sjá má er umhverfið allt hið Iff- iausasta, enda er ætlunin að svo sé imyndinni. rautt sólarlag”. „Það er allt gott að frétta af kvikmyndatökunni, þetta hefur gengið ágætlega hjá okkur”, sagði Björn Björnsson leik- myndateiknari sem var nyröra er við ræddum viö hann i morg- un. Kvikmyndunin hefur gengið vel, veðrið verið sæmilega hag- stætt og áætlum viö að ljúka myndatöku I lok þessarar viku”. Þrfr leikarar eru i myndinni. Þeir Róbert Amfinnsson, Helgi Skúlason og Rúrik Haraldsson. Rúrik er nú kominn til Reykavikur þar sem hans þætti er lokið. Róbert veröur væntan- lega búinn i dag en Helgi Skúla- son verður út vikuna. Að sögn Björns á myndin aö gerast í eyðiþorpi þess vegna var Djúpavik valin til þess að vera Hollywood Islands um stund. En i Djúpuvik er mikið af gömlum auðum húsum frá þvi að uppgangur rikti þar. 12 til 15 manns starfa i allt viö gerð myndarinnar. En áður er búið að taka hluta hennar við Geitháls. Upptöku stjórnar Egill Eðvarðsson. — EKG/SE VERÐ Á FISKIMJÖll LÁGT EN GÓÐAR HORFUR Á AD ÞAD HÆKKI MED HAUSTINU Verð á fiskimjöli hefur farið iækkandi i Evrópu að undan- förnu og kostar tonnið I dag 413 doliara, en komst i 475 dollara, þegar best lét i sumar. Að sögn Haralds Haraldsson- ar. útflytjanda, má rekja þessa lækkun til sumarleyfanna, sem hafa lamað markaðinn i júli og byrjun ágúst. Ekki væri ósenni- legt að verðið yrði hagstæðara I byrjun september. Þurrkarnir i Evrópu koma sennilega til með að valda hækkun á mjölinu og vegna hitabylgju i Perú er ósennilegt að mikiö verði um veiðar perú- manna i haust. Auk þess fer verð fiskimjölsins eftir soja-uppskerunni, þannig að erfitt er að spá um, hvemig verðlagi á mjölinu verði háttað i haust, þótt flest bendi til þess að það verði hagstætt. Haraldur gat þess að lokum að litið framboð á mjöli myndi lika valda hækkun, —RJ Flytja 10,000 pílagríma Loftieiöir hafa undirritað samning um flutning a.m.k. 10.000 pilagrima milli Nígerfu og Saudi-Arabiu i nóvember og desember, en milli þeirra staða eru rúmlega tvö þúsund sjómilur. Flugferðirnar milli Kano og Jeddah, en það heita staðirnir sem flogiö verður á milli, verða á bilinu 90-120 og verða tvær DC-8-63 þotur notaðar til flutning- anna. Sjö áhafnir munu sjá um flutningana. 1 framhaldi af leiguflugi milli Saudi-Arablu ogNigeríu s.l. vetur hafa Flugleiðir hf. haldið sam- bandi við opinbera aðila i Nigeriu vegna væntanlegra flutninga á þessari flugleið siðar meir. Siðastliðið vor auglýstu nigeriu- menn eftir tilboðum i pilagrima- flugin milli Kano og Jeddah og er tilboðhöfðu verið opnuð 1. júni sl.. var nokkrum viðkomandi flugfé- lögum boðið tilfundar iKano. Þar fóru frekari samningar fram og tilhögun flutninganna var rædd. 1 siðustu viku voru siðan undirrit- aðir i Lagos samningar um að Loftleiðir tækju að sér að flytja aö minnsta kosti 10 þúsund pila- grima. Sú tala er hins vegar ekki bindandi og gætu þessir farþegar orðið mun fleiri. — RJ Krafla: „Vonum ennþá að stöðin geti farið í gang um áramótm"*^;; „Það væri fjarskalega mikil óheppni ef við hefðum ekki næga gufu um áramótin til þess að stöðin gæti farið i gang,” sagði Jakob Björnsson orku- málastjóri i viðtali við VIsi. Að undanförnu hefur komið fram mikil svartsýni á að virkj- unin viö Kröflu standist neinar áætianir. Jakob sagði að við boranavirkjanir væri aldrei hægt að ganga að neinu sem visu, en þó væri vonast til að um áramótin yrði búið að bora 5 holur á þessu ári viö Kröflu. Ekki annar valkostur betri ,,Ég hygg að þegar ákvöröun var tekin um Kröfluvirkjun hafi ekki veriö annar valkostur betri á Noröurlandi”, sagöi Jakob. „Siöan hefur tvennt gerst sem ekki var hægt að sjá fyrir. Af þeim þrem holum, sem boraðar voru fyrst, gáfu tvær gufu, en önnur þeirra eyöilagðist af ýms- um samverkandi orsökum. Hin holan var til að byrja með 5-6 megavött, en eftir að eld- gosið kom upp i nágrenninu minnkuðu afköstin smátt og smátt og eru nú komin niöur fyrir 1 megavatt. Nú er verið að bora fyrstu hol- una á þessu ári og kemur væntanlega i ljós um næstu mánaöamót hvað kemur út úr henni. Við erum byrjaðir á anarri holunni og eigum von á fleiri borum, svo þaö ætti að verða hægt að standast áætlun. Við vonum ennþá að stöðin geti farið i gang um áramót. Hitt er annað mál hvort við fáum næga orku til að framleiða 30 megavött, eins og æskiiegast er til þess að hægt sé að ljúka prófunum. En rafmagnsnotend- ur nyrðra hafa ekki þörf fyrir svo mikið, svo stöðin kemur þeim aðnotum þótt þessu marki verði ekki náð.” —SJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.