Vísir - 17.08.1976, Page 19

Vísir - 17.08.1976, Page 19
Áskorun til fjármálaráðherro: Ahyggjufullur skattborgari skrifar: „NU standa fyrir dyrum tals- veröar breytingar á skattalög- unum. Þaö er góöra gjalda vert, þótt ekki hafi ég nú trú á aö nokkurn tima takist aö hafa skattakerfið svo fullkomiö aö þeir sem áhuga hafa geti ekki komist hjá aö borga þá skatta sem þeim aö réttu lagi ber. Hins vegar er þaö vandasamt verk að breyta lögunum þannig aö á þeim verði minni gallar en þeir sem fyrir voru. Aö minnsta kosti er ekki á þaö bætandi. Þess vegna varö mér illa viö, þegar ég hlustaöi á fjármála- ráöherra ræöa þessi mál i sjón- varpi sl. föstudagskvöld. í sumum atriðum setti hann hlut- ina þannig fram, að engu var likara en að hann áliti skatt- lagningu vera sára einfalt mál. Meðal annars ræddi hann nokkuð um sérsköttun hjóna, sem i sjálfu sér er þarft mál að minu áliti. Þar setti hann dæmið þannig fram aö ekki væri rétt- látt aö tvö heimili með sömu tekjur væru skattlögð þannig aö annað fengi 50% frá- drag en hitt ekki. Þarna var ráðherra ekki að- eins að gera flókiö mál einfalt, heldur fór hann lika með rangt mál. Þegar bæöi hjón vinna úti, fá þau ekki 50% teknanna frá- dregin frá skatti, heldur aðeins 50% af tekjum konunnar. Þarna er yfirleitt mikill munur á. Þar aö auki var með þessari framsetningu gefiö i skyn, aö sérsköttun hjóna sé eingöngu ætlað aö afnema þennan skattafrádrátt. Þá yrðu þessi tvö heimili meöhöndluð á sama hátt skattalega. Framleiða heimavinnandi húsmæður ekki verðmæti? Þetta er þó á engan hátt rétt, þvi aö ef ekki er tekið tillit til aukinna útgjalda heimilis vegna útivinnu beggja hjónanna, getur ekki rikt réttlæti i þessu efni. Ég er hrædd um að heimavinnandi húsmæðrum liki ekki að gefiö sé i skyn á þennan hátt að framlag þeirra til þjóöarbúsins standi i 0 fjárhagslega. Eins og allir vita geta hús- mæður sparað mikla fjármuni með vinnu sinni á heimilinu, ekki aðeins við barnagæslu og hreingerningar, heldur lika með hagkvæmum innkaupum og vinnslu á matvælum. Þetta ættu allir sem komið hafa nálægt heimilishaldi að geta gert sér grein fyrir. Fjárhagur heimilisins er nefnilega ekki aðeins háður þvi sem aflað er, heldur einnig og engu siður þvi sem eytt er. Ég vil þvi beina þeirri áskor- un til Matthiasar A. Mathiesen að hann gleymi ekki að taka inn i dæmið um sérsköttun hjóna þann mikla kostnað sem flest heimili bera af útivinnu beggja hjóna. Þessi kostnaður á að réttu lagi að teljast til frádrátt- arliða.” Þriöjudagur 17. ágúst 1976 VISIP ÁHUGALAUS FORMAÐUR? JSK. hringdi: Ég fór á mjólkurbúðafundinn i Lindarbæ á fimmtudagskvöld- ið og komst að þvi, mér til mik- illar furðu, að enginn úr stjórn Félags afgreiðslustúlkna i brauð- og mjólkurbúðum var mætt. Margar afgreiðslustúlkurnar voru hins vegar á staðnum. Mér er tjáð að þær hafi reynt að fá formanninn til að koma á fund- inn, en hún hafi ekkert viljað af honum vita. Getur þetta verið? Það er nú i gangi undir- skriftasöfnun gegn lokun mjólkurbúða og gengur mjög vel. Vonandi sýna neytendur meiri áhuga en formaður ASB. EYMDARÞORPIN! Gunnar Guðmundsson skrifar: Þeir voru nefndir þrýstihópar sem þrýstu sifellt á stjórnvöld um fyrirgreiðslur sér til handa. Vafalaust hefur þrýstingurinn aldrei verið jafnmikill og nú. Enda var það lika einhver orð- hagur maður sem kallaði hóp- ana „háþrýstihópa”. Það var i takt við timann. Ýmsir hafa kallað lands- byggðina þrýstihóp. Slikt er hið versta rangnefni, sem verður til vegna aumingjaskapar, úr- ræðaleysis og sundurþykkis ein- stakra byggðarlaga viðs vegar um landið. Viðast eru sjávarplássin sem betur fer blómleg og gróska ræður þar rikjum. Þetta eru þeir staðir þar sem fólk hefur það hvað best efnahagslega, þar sem fólk býr i glæsilegum hús- um, fer til útlanda, skreppur i skemmtiferðir til Reykjavikur og sinnir áhugamálum heima i héraði. Óhrjáleg þorp þar sem allt virðist hafa staöið kyrrt i ára- tugi eru dragbitar á grósku ein- stakra bæja. Til þess að halda uppi byggð i eymdarbæjunum er ausið i þá fjármagni, sem betur væri komiö i þeim sjávar- plássum sem likleg eru til ein- hvers. ódugnaðarþorpið Bíldudalur Gott dæmi um ódugnaðarþorp er Bildudalur á Vestfjörðum. Þar hefur allt verið að drepast i dróma undanfarin ár, fyrirtæki hafa farið á hausinn, þau veriö rekin af rikinu og bæjarbúar skrimt á atvinnuleysisstyrkj- um. Rikisvaldiö hefur gert allt mögulegt til aö efla atvinnu en allt án árangurs. Þetta kom vel i ljós nú um daginn þegar sveit- arstjórinn hljóp til og kvartaði við eitthvert blað um óstandið sem hann kenndi fyrirgreiðslu- leysi rikisins um. Þessar full- yrðingar voru hins vegar reknar ofan i hann af öðrum kommiss- arnum i Framkvæmdastofnun, Tómasi Arnasyni. Bildudalur er dæmi um hvernig byggðastefna er skrumskæld. Skrumskæling sem þessi er til tjóns fyrir aðra staði i landinu. Andstæöingar landsbyggðarinnar nota sér svona dæmi, málflutningi sinum til framdráttar. Lærum af reynslunni. Notum fé rikisins til þess að byggja upp blómlegar byggðir. Það er fjárfesting sem ávaxtar sig. sem gerir litirta ' ‘ náttúrulegri og eðlllegri en verið Hefur AGFACOLOR CNS - í ^ HXItMAR HELGRSOK .Ijrife}','flNKAUMBOÐ MfiGUM VI IÐ KYNNAl - hana oa hanti 11 - ''f v > . o/\ Honner enn (\ A mmíflifin BRdUT Ikcifunni 11

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.