Vísir - 17.08.1976, Síða 20
VtSIR
Þriðjudagur 17. ágúst 1976
Lá við
stórslysi
á Akur-
eyri
Það var mesta mildi að ekki
varð stórslys er vörubifreið valt
ofan I skurð á Akureyri I gær.
Unnið hefur verið að fram-
kvæmdum við Helga-magra-
stræti i sumar, m.a. verið skipt
þar um jarðveg, og var vöru-
bifreiðin að koma þar að með
sandfarm, er bakki skurðarins
gaf sig með þeim afleiðingum aö
bifreiðin hálf valt, og hálf seig að
aftan niður i skurðinn. Tveir
menn grófust að nokkru leyti i
sand, en hlutu þó engin meiðsl.
Var það mesta mildi að þeir
skyldu ekki verða undir bifreiö-
inni. —AH.
Steypubíll
valt á
hliðina
— Sex klukkustundir
Steypubill úr Reykjavik valt á
Alftanesvegi i gærkvöldi, og
kostaði það mikið erfiði og fyrir-
höfn aðkoma honum á réttan kjöl
á ný. Ekki urðu slys á mönnum.
BDlinn var fullur af steypu, með
alls 25 tonn í tunnunni. Varö að fá
kranabifreið til að koma bifreið-
inni á réttan kjöl á ný, og tók
verkið alls um sex klukkutima.
Var þaðá mörkunum aðtækistað
koma bilnum upp áður en steypan
harðnaöi í tunnunni, en þaö hefði
þýtt stórtjón fyrir viðkomandi
steypustöð.
—AH.
Skortur á Uokk
í Bandaríkjunum
Skortur er á fiski sem frystur
hefurveriö i blokkarpakkningar á
Bandarikjamarkaö, aö sögn
Hjalta Einarssonar fram-
kvæmdastjóra hjá Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna.
Sérstaklega er skorturinn áber-
andi á þorskblokk. Þrátt fyrir að
verð á henni hafi þokast upp á við
á siðustu vikum og mánuðum er
munurinn enn of mikDl til þess að
það sé nægileg hvatning fyrir
frystihúsin, að auka blokkafram-
leiðslu.
Að sögn Hjalta Einarssonar er
verð á blokkinni um 80 cent
pundiö en á þorski i neytendaum-
búðum i kring um dollar. Það
þýðir að mismunurinn á veröi
þessara tveggja pakkninga er um
80 krónur á kflói.
—EKG.
HUGSANLíGT AÐ LAN
SEU SVIKIN ÚT
segir Sigurður Guðmunds-
son framkvœmdastjóri
Húsnœðismálastjórnar
,,Það er ekki útilokað að þetta
geti gerst,” sagöi Siguröur E.
Guðmundsson, forstjóri Hús-
næðismálastofnunar rfkisins,
aðspurður um þá hugsanlegu
misnotkun húsnæðismálaiána
að menn byggðu hús með tveim-
ur ibúöum á fölskum forsend-
um, fengju tvö lán til bygg-
ingarinnar, en þegar bygginga-
framkvæmdum væri lokið, væru
skilrúm brotin niður og húsinu
breytt i eina ibúð.
Sigurður sagði að trúnaðar-
menn i hverju sveitarfélagi
fylgdust með byggingafram-
kvæmdum og ef þeir kæmust að
þvi að einhver brögð væru i tafli
til að svikja út lán, létu þeir
Húsnæðismálastofnun vita.
,,Ef menn hafa ekki fengið
lánið, en upp kemst um svik,
fellur lánveiting niður. Hins
vegar er erfiðara aö eiga við þá
sem hafa fengið lánið. Að vísu
er til heimild til að segja láninu
upp, en við höfum ekki beitt
henni hérna,” sagði Sigurður,
„enda eru slikar aðgerðir held-
ur harkalegar.”
Sigurður sagði að sifellt væri
verið að auka eftirlitið með
byggingaframkvæmdum og
leitað nýrra leiða til að menn
byggi ibúðir sinar eftir sam-
þykktum teikningum en fari
ekki á bak við Húsnæðismála-
stofnunina eða bygginganefndir.
Ósamþykktar
ibúðir ólöglegar
,,I sumum einbýlishúsanna i
Seljahverfi er heimild til að
hafa allt að 60 fermetra ibúðir,”
sagði Jón G. Kristjánsson,
skrifstofustjóri borgarverk-
fræðings, ,,og hafa margir nýtt
þessa heimild. Skilyrði fyrir þvi
af okkar hálfu að fá tvö lán út á
þessar ibúðir er að umsækjandi
sé i fjölskyldutengslum við aðal
umsækjanda. Hins vegar er það
einnig algengt að geymslur og
annað slikt húsnæði sé gert
ibúðarhæft og þá venjulega
leigt, en slikar ibúðir eru ósam-
þykktar og fást ekki húsnæðis-
málalán út á þær, enda eru þær
raunverulega ólöglegar,” sagði
Jón.
„Verðum að
treysta fólkinu"
Er Visir bar undir Sigurð E.
Guðmundsson, hvort verið gæti
að menn færu á bak við heimild
borgarinnar til að byggja tvær
ibúðir i einbýlishúsum, sagði
hann að oft væri þaö þannig að
eitt fullveðja barn hjóna keypti
af þeim litlu ibúðina t.d. vegna
þess að það ætlaði að stofna
heimili. Þá yrði að taka það
trúanlegt og lánið þvi veitt.
— RJ
Eldur um borð í Þór
Eldur kom upp um borð I
varðskipinu Þór þar sem skipið
lá við Ingólfsgarð i gær. Var
veriðaögera viöskemmdir sem
urðu á skipinu i þorskastriöinu i
vetur er eldurinn kom upp.
Unniö var aö þvl að logskera
beyglaða plötu nálægt vistar-
verum skipver ja er neisti komst
i svefnbekk og einangrun í milli-
vegg.
Eldurinn náði aldrei að
magnast og voru varöskips-
menn búnir að ráöa niðuriögum
hans er slökkviliðið kom á vett-
vang. —AH.
Framleiðslan
hjá SH:
JUU VERÐUR
METMANUÐUR IAR
8800 tonn af frystum flski voru
framieidd i frystihúsum innan
Sölumiöstöðvar hraðfrystihús-
anna i júli.Er fyrirsjáanlegt að
ekki verður framleitt meira I
neinum mánuði öðrum á árinu,
að sögn Hjalta Einarssonar
framkvæmdastjóra hjá Sölu-
miðstöö hraöfrystihúsanna.
Sagöi Hjalti að ef framleiösl-
an í öðrum mánuðum væri við-
lika og I júli samsvaraði það þvl
aðhún næmi 105þúsund tonnum
á ári, en raunverulega var hún i
fyrra 75 þúsund tonn á ári.
Hjalti Einarsson sagði að
framleiðsla frystihúsanna á
sumrin væri farin að verða um-
fangsmeiri en fyrir nokkrum
árum. Hefur það leitt til þess að
þróunin hefur veriö frekar I þá
átt að birgöasöfnun eigi sér stað
hjá frystihúsunum á sumrin.
011 skip sem sigla út með
frystan fisk eru full að sögn
Hjalta og eru nú birgöir af fryst-
um fiski I frystiklefum húsa inn-
an SH minni en var fyrir tveim-
ur árum.
—EKG.
Snarrœði versl-
unarmanna
leiddi til hand-
töku Nóttfara
Starfsmenn einnar verslunar-
innar, þar sem Náttfari braust
inn, brugðu skjótt við daginn eftir
innbrotið. Þeir rifjuðu upp,
hverjir hefðu keypt i búðinni dag-
inn áður, sem þeir þekktu og
höfðu samband viö þá og spurðu
hvort þeir hefðu borgað með
ávisunum eða i reiðufé, en i
þessari verslun hafði Náttfari
stoliö mikiu fé, þ.á.m. umtals-
verðum peningum i ávlsunum.
Þeir viðskiptavinir', sem greitt
höfðu meö ávisunum voru beönir
að gefa upp reikningsnúmer, við-
skiptabanka, númer ávisunar-
innar og upphæð og höfðu starfs-
menn verslunarinnar samband
við bankana og var viðkomandi
reikningum lokað tafarlaust, eða
sérstakar aðvaranir sendar til
gjaldkeranna.
Kunningi eins starfsmannanna
hafði keypt i versluninni vörur og
greitt með ávisunum og þegar
náðist I hann, lofaði hann að hafa
samband við bankann sinn svo
reikningnum yrði lokað og lög-
reglunni gert viðvart, ef ávlsunin
yrði framseld.
Náttfari kom svo með ávls-
unina i bankann, framseldi hana
með fullu nafni, heimilisfangi,
slmanúmeri og nafnnúmeri,
þannig að lögreglunni voru hæg
heimatökin, þegar hún hafði upp
á honum.
Það er þvi engum blööum um
það aö fletta að þaö var snarræði
verslunarmannanna, sem leiddi
til handtöku Náttfara.
—RJ.
ISLENDINGUR VEIKT-
IST AF MALARÍU
islendingur á ferð um Afriku
veiktist af malariu. Hafði hann
verið bólusettur áður en hann
fór út og átti sú bólusetning aö
verja hann gegn öllum sjúk-
dómum i landinu.
„Astæður fyrir þvi að þetta
gerist eru þær”, sagði Skúli
Johnsen borgarlæknir er Visir
ræddi við hann „að upplýsingar
sem við fáum frá Alþjóða heil-
brigðisstofnuninni um hvar sé
hætta á að smitast af malariu,
eru einfaldlega ekki nógu
áreiðanlegar.
Við förum eftir handbók sem
stofnunin gefur út um hvar sé
hætta á að fólk smitist af mala-
rlu.”
Skúli sagði að þvi miður væri
það þannig að ýmsar þjóðir
skirrðust við af ýmsum ástæð-
um að gefa upp hvort þar væri
möguleiki á malariu. Auk þess
væri góð vitneskja ekki alltaf
fyrir hendi.
Hann sagði að fólk sem færi á
svæði þar sem hætta væri á
malariu fengi malariulyf. Hins
vegar hefðu þau aukaverkanir
svo ekki væri gengið lengra en
ástæða þætti til.
Borgarlæknir sagði að
malariutilfelli væru mjög óal-
geng hér á landi. Þvi auk þess
sem stuðst væri við upplýsingar
frá Alþjóða heilbrigðisstofnun-
inni veittu lönd, sem til dæmis
opinberar sendinefndir færu til,
oft upplýsingar um hvort þar
væri hætta á malariu.
— EKG
Treg loðnuveíði
Tveir bátar tilkynntu um afla
i gær. Skirnir AK með 100 tonn
sem hann fór með inn til Bol-
ungarvikur og seint I gærkvöldi
tilkynnti Gisli Árni RE að hann
ætlaöi með 400tonn inn til Siglu-
fjarðar.
Fremur mun ganga vel að
taka á móti loðnunni aö sögn
loðnunefndar i morgun. Þau
skip sem enn eru að loðnu-
veiðum munu vera um 20 og eru
þau að veiðum á báðum svæð-
unum, þvi vestra og þvi nyröra
—EKG.