Vísir - 16.09.1976, Síða 24

Vísir - 16.09.1976, Síða 24
VÍSIR Fimmtudagur 16.september 1976 Sverrís- braut lokuð Vegarspotta Sverris Runólfssonar hefur nú verið lokað. Að sögn Snæbjörns Jónassonar, verkfræðings hjá Vegagerð rikis- ins, var veginum lokaö til þess að viðgerð á honum gæti farið fram. Sagði hann að mikið hefði verið kvartaö yfir ástandi vegarins og hefðu menn talið að sumar holurnar væru orðnar svo djúpar að hætta væri á þvi aö þær gætu valdið skemmdum á hjólbörðum og jafnvel bilunum sjálfum. Til að byrja með sagði Snæ- björn aö ætlunin væri að fylla i holurnar, en ekki heföi enn veriö tekin ákvörðun um frekari við- gerð. -SJ ENN EINN í SÍÐUMÚLANN Sjómaðurinn sem gekk ber- serksgang á Hornafirði á sunnudagsmorguninn og skaut þá á allt sem fyrir hon- um varð úr haglabyssu, var i gærkvöldi úrskurðaöur i 30 daga gæsluvarðhald og til aö sæta geörannsókn. Verður hann i dag fluttur tii Reykjavikur, þar sem klefi i Siðumúlafangeisinu er laus fyrir hann, a.m.k. næstu 30 daga. — KLP. Hjálpsamir veg farendur Stálu 190 þúsund krónum af manni sem dottið hafði í götuna um leið og þeir hjálpuðu honum á fœtur Tveir þekktir veskjaþjófar komust i feitan bita um miðjan dag I gær, er þeim tókst að ræna veski af manni sem falliö haföi i götuna niðri við Austurvöll. Maðurinn var þar á gangi, er honum varð fótaskortur og féll við. Tveir menn voru þar nær- staddir og brugðu skjótt við og hjálpuöu honum á fætur. Um leið og þeir gerðu það náði annar þeirra að læða hendinni I vasa mannsins og hirða af honum veskið, en i þvi voru hvorki meira né minna en 190 þúsund krónur I peningum. Eftir að hafa náð veskinu hurfu þeir á brott, en skömmu siðar komst maðurinn aö þvi að veskið var horfið. briðji vegfarandinn var vitni að þessu, og gat hann gefiö lögregl- unni lýsingu á þjófunum og kannaöist hún strax viö þá. Náði hún i annan þeirra siöar um dag- inn, og haföi hann þá I fórum sin- um 10 þúsund krónur. Hinn var hvergi sjáanlegur á þeim stöðum þar sem lögreglan leitaöi, en lýsing af honum var send öllum lögreglustöðvum i Reykjavik og nágrenni i gær- kvöldi. — KLP. Starfsmenn Sjónvarps í setuverkfalli í morgun Getur haft óhrif á út- „Vertu eklrí nem- endum hlýðim og undir- gefinn" Þeir fengu aldeilis yfirhal- ingu, busarnir i Menntaskól- anum i Hamrahlíð í gær. Þann dag vigöu eldri nemendur þá formfega inn i skólann með pompi og pragt. Mikið var drukkið af kaffi niðri i Sjónvarpshúsi i morgun og litiö annað aðhafst. — Visismynd LÁ rólegheita en fram kom að óánægja með kaup og kjör dagskrár- og tæknimanna er megn og mikil samstaða hefur skapast meðal starfsmanna Sjónvarpsins. Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarps, sagði visismönnum að rólegheit starfsmanna Sjónvarpsins I dag gætu haft áhrif á útsendingar Sjónvarpsins á morgun þvi I dag hefði staðið til að taka upp ýmiss konar efni til sýningar seinna. Pétur vildi engu spá um framhald þessara aðgerða hjá starfsmönnum né ræða hugsan- leg viðbrögð stjórnenda stofnunarinnar. Kröfur fréttamanna sjón- varpsins eru aö kjör þeirra verði lagfærð til samræmis við fréttamenn dagblaðanna. Starfsmenn sjónvarpsins kvörtuðu undan stifni fjarmála- ráðuneytisins og töldu að stór þáttur i þvi hvernig málum væri komið væri um að kenna óvirkni ráðuneytisins á sviði kjara- mála. JOH. Eldri nemendur blésu í herlúðra og börðu bumbur á meöan þeir réðust Slik busavigsla er orðinn fast- ur liður I skólalifinu I öllum menntaskólum landsins. Þó til- tækin séu nokkuð misjöfn bera athafnirnar þó nokkurn svip hver af annarri. Allar eiga þær það sameiginlegt að i þeim felst undirgefni nýnema við þá eldri, sem eldri nemendur reyna að undirstrika með táknrænum hætti. Busavigslan i MH fór ekki fram með friðsamlegum hætti frekar en i öðrum Menntaskól- um. Voru busar hinir böldnustu til atlögu við nýnema. Ljósmynd Visis Jen og streittust á móti böðlum sin- um. En uppi á öskjuhlið uröu þeir þó allir að hneigja sig I auðmýkt og hljóta koss á kinn til staðfest- ingar um að þeir væru komnir inn i skólann og áminningar um undirgefnina. —EKG. sendingar vinnu í dag”, sögðu starfsmenn sjón- varpsins þegar visis- menn bar þar að garði i morgun. ,,Þetta er ekkert skipulegt en okkur þykir trúlegt að deilur okkar við fjár- málaráðuneytið um kaup og kjör hafi dregið alla vinnu- löngun úr fólki”. 1 morgun mættu starfs- menn sjónvarpsins til vinnu eins og vanalega, en engin hafði hafið störf þar laust fyrir hádegi. Starfsmennirnir vildu engu spá um framhald þessara Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarps, var á fundi með öðrum yfirmönnum stofnunarinnar. 1000 MAL BIÐU AFGREIÐSLU RÍKISSAKSÓKNARA í VOR ,/Nálægt 1000 mál lágu óafgreidd hjá rikissak- sóknara um mánaðamótin apríl-mai i vor, þegar Al- þingi var að ræða um dómsmálin". Þessar upplýsingar komu fram hjá Ellert Schram á Varðarfundi um dómsmálin á þriðjudaginn, en hann er formaður alls- herjarnefndar Neðri deild- ar sem fjallaði um dóms- málin. Þeim er þar ræddu mál- in, bar saman um að or- sök þessa væri fyrst og fremst mannfæð og erfiö aðstaða sem embætti rikis- saksóknara á við að búa. Ekki reyndist unnt að fá uppgefið hjá ríkissaksókn- ara í morgun, hve mörg mál bíða þar afgreiðslu núna. Er því ekki vitað hvort þeim hefur fjölgað eða fækkað frá því i for. — AH

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.