Vísir - 23.09.1976, Síða 24

Vísir - 23.09.1976, Síða 24
VÍSXR Fimmtudagur 23. september 1976 j iin ii.- i ii yn i i » Guðjón Styrkórsson: Gefur upp nafn í ávís- anamálinu — segir sig úr stjórn Húsbyggingasjóðs Framsóknarflokksins ,,Ég hef ekki hugleitt þaö enn,” sagöi Guöjón Styrkársson þegar Vísir spuröi hann i morgun hvort hann ætiaöi aö taka siöar sæti I stjórn Húsbyggingasjóös Fram- sóknarflokksins. Guöjón sendi Húsbygginga- sjóðnum bréf siðasta miðviku- dag, þar sem hann segir sig úr stjórninni. Guðjón hefur til þessa verið formaður sjóðsins. Astæö- urnar sem Guðjón gefur upp eru þær að hann hafi verið borinn röngum sökum i sambandi við ávisanakeðjumálið sem nú er I rannsókn. Kveðst Guðjón óttast að þessar sakargiftir i sinn garö kunni að skaða Framsóknar- flokkinn. ,,Ég er ekki og hef ekki verið i neinni ávisanakeðju”, segir Guð- jón i bréfi sinu til Húsbygginga- sjóðsins. ,,Hins vegar hefur nafn mitt veriö bendlað við þetta mál sökum framsala á þremur ávis- unum frá einum þeirra þriggja aðila, sem talinn er vera undir rannsókn, þ.e. Jóni Ragnarssyni, veitingamanni i Valhölí”. Guðjón vildi ekki tjá sig frekar um þetta mál er Visir ræddi viö hann i morgun, sagði að menn yrðu að biða frekari nið- urstaðna i rannsókn ávisana- málsins. —EKG Sigurvegararnir i cocktail- keppninni i gær, Björn Olsen og Viðar Ottesen. I.jósmynd Loft- ur. Black Jack og Kína í fyrstu sœtunum Ilundruö reykvíkinga og ann- arra fara trúlega á stúfana næstu daga til aö bragöa á cock- teilum þeim sem tólf af þekktari barþjónum iandsins sendu fram i cocktailkeppni Barþjóna- klúbbs islands i gær. Var keppni þessi háö i Att- hagasal Hótel Sögu og stóð yfir hátt á fjórða tima. Var þarna um að ræða tvennskonar keppni, þar sem bornir voru fram þurrir og sætir cocktailar. Sá sem hlaut fyrstu verð- launin i keppni þeirra „sætu”, var Viðar Ottesen á Naustinu með cocktail sinn „Black Jack” og i keppni þeirra þurru varð sigurvegari cocktailinn „Kina” sem Björn Olsen I Klúbbnum var höfundur að. Eftir svona keppni er mikiö um að fólk fari á veitingastaö- ina og fái að smakka á þeim cocktailum, sem keppt var um. í kvöld verður t.d. opið hús i Óðali, þar sem ólafur Laufdal mun verða m.a. með á boðstól- um „Emmanuelle” sem hlaut þriöja sætið i keppninni og „Lonli Blú” sem varð I fjóröa sæti. Þá mun hljómsveitin Lónli Blú Bojs kynna þar lög á nýju hljómplötu sinni. Verður sjónvarpsútsending í kvöld þótt fimmtudagur sé? Sjónvarp getur hafist á ný ef gengið er að skil- yrðum um nefndarskipan SJÓNVARPSTÆKJASMYGUÐ: „Ef gengið verður aö þeim skilyröum sem viö settum I sambandi viö skipun væntan- legrar nefndar eöa starfshóps, sé ég ekkert þvi til fyrirstööu af starfsmannanna háifu aö sjón- varpaö veröi strax i kvöld, þótt fimmtudagur sé. Ilins vegar er þaö stjórnar stofnunarinnar aö ákveða þaö,” sagöi Eiður Guönason formaöur samninga- nefndar Starfsmannafélags sjónvarpsins. i samtali viö Visi i morgun. t gær sátu fulltrúar starfs- mannafélagsins þrivegis á fundi með menntamálaráðherra. Að loknum þeim fundi barst starfs- mannafundi bréf frá mennta- málaráöherra þar sem hann áréttar eindregin tilmæli sin að störf hef jist þegar við sjónvarp- ið. Ségist hann siðan munu halda áfram viðræðum við full- trúa starfsmannanna. Jafn- framt að hann muni beita sér fyrir skipun nefndar eða vinnu- hóps, er ljalli um stöðu stofnunarinnar og starfsfólks hennar innan rikiskerfisins. t svarbréfi sinu taldi starfs- fólkið að ákveðnum tilteknum skilyrðum, sem menntamála- ráðherra sé kunnugt um, þurfi að vera fullnægt i sambandi viö skipun nefndar eöa starfshóps áður en breyting geti orðið á núverandi ástandi. Framhaldsviðræður i dag Eiður Guðnason taldi I morg- un fremur liklegt aö áframhald yrði á viðræðunum i dag. Ekki Sjónvarpsmönnum hafa borist stuöningsyfirlýsingar frá félögum og samtökum bæöi innan lands og ut- an og hafa þær veriö hengdar upp I sjónvarpshúsinu. Þar tók Jens Aiexandersson, ljósmyndari VIsis, þessa mynd I morgun er starfsmenn voru aökynna sér efni nýjustu stuöningsyfirlýsinganna. vildi hann tilgreina i hverju skilyrði starfsfólksins væru fólgin, en sagði að þau væru þess eðlis að ákaflega auðvelt væri fyrir rikiö að ganga að þeim. Meðal fjölmargra stuðnings- yfirlýsinga sem starfsfólkið hef- ur borist er yfirlýsing frá starfsmannafélagi sænska út- varpsins og sjónvarpsins. í yfirlýsingunni lýsir félagið, sem i eru 4.000 félagsmenn, samstöðu með starfsliði islenska sjónvarpsins og út- varpsins og réttmætum kröfum þeirra til betri launa og starfs- kjara. Segir þar að það hafi si og æ komið greinilega i ljós að sjónvarps- og útvarpsstarfs- menn á íslandi skipi alltof lágan sess i launastiganum saman- borið við starfsmenn annarra norrænna stöðva. Þá séu starfs- kjörin einnig lakari á Islandi samanborið við hin Noröurlönd- in. —SJ Hvers vegna var ekki skipaður umboðsdómari? Árangurinn af mjög svo umræddri ferð þeirra Hauks Guð- mundssonar, Kristjáns Péturssonar og Sveins Björnssonar, út á Sel- tjarnarnes, varð meðal annars sá að eitt lita- sjonvarpstæki var tek- ið i vörslu iögreglunnar og tveir menn voru teknir til yfirheyrslu. Lögregiumönnunum koma þvi nokkuð spánskt fyrir sjónir yfirlýsingar um að gögn þeirra hafi verið veigalftil. „Ég heföi helst ekki viljað ræða málið i fjölmiölum á þessu stigi”,sagði Haukur, þegar Vis- ir hafði samband viö hann i morgun. „En það hafa komið fram svo villandi upplýsingar, að mig langar til aö leiðrétta nokkur atriöi. Engin húsrannsókn „Guðmundur L. Jóhannesson, fulltrúi bæjarfógetans i Hafnar- firði, hefur gefið Tfmanum (22. sept.) mjög villandi upplýsing- ar”, sagöi Haukur. „Nokkur atriði eru helber ósannindi. Það er haft eftir Guðmundi aö viö hefðum komið og óskað eftir að fá aö halda áfram rannsókn málsins og gera húsleitir.” „Þetta er rangt. Við fórum aldrei fram á húsleitarheimild og töluöum ekki einu sinni við fulltrúann. Við höfðum sam- band beint við Svein Björnsson. Það var lang-eölilegast, enda er þannig staöiö aö, þegar farið er inn i önnur umdæmi. Þetta var aöeins lögreglurannsókn á frumstigi og við höföum þvi ekki ástæðu til að leita húsleitar- eða annarra heimilda hjá fulltrúan- um.” „I frétt Timans segir að við höfum gert húsleitir á nokkrum stöðum á Seltjarnarnesi. Mér vitanlega var hvergi gerð hús- leit i umdæmi Hafnarfjarðar. Við höfðum tal af fólki i nokkr- um húsum, en það var engin húsleit gerð.” Enginn getur bannað mér athuganir „Timinn segir á einum staö, að það næsta sem Guðmundur hafi frétt af okkur Kristjáni hafi verið að viö værum komnir út á Seltjarnarnes, og heföi Sveinn Björnsson, rannsóknarlögreglu- maður, farið á eftir okkur. Þarna er verið að gefa i skyn að Sveinn hafi verið á einhverjum hlaupum á eftir okkur. Þetta er alrangt. Sannleikurinn er sá aö við Kristján höfðum mælt okkur mót við Svein á lögreglustöðinni á Seltjarnarnesi, kl. 12.30 á mánudag. Við gerðum ekkert nema undir stjórn og I samráöi við Svein.” „Þá hefur Timinn eftir Þóri Oddssyni, rannsóknardómara Sakadóms, aö þaö sé alger ó- hæfa ef við séum að rannsaka mál, jafnhliða Sakadómi Reykjavikur. Þórir getur haft sinar skoðanir á þessu án þess aö ég geri þaö að umfjöllunar- efni núna. En að minu viti getur hvorki hann né nokkur annar bannaö mér að gera ATHUGANIR á meintum lög- brotum, hvar sem er á landinu, ef ég geri það I minum fritima, eins og i þessu tilfelli. Sparningar til sak- sóknara. „Meöferö þessa máls er á margan hátt undarleg. Það er margt sem við vildum gjarnan fá skýringu á, og þar á ég sér- staklega viö þá ákvörðun sak- sóknara að fela Sakadómi Reykjavikur meðferö málsins 13. september siðastliðinn. I þvi sambandi þarf að fá svör við nokkrum spurningum: 1) Hafði saksóknari, Þóröur Björnsson, vitneskju um að maður nokkur hafði verið úr- skurðaður i gæsluvarðhald i Keflavik, og að þar lágu fyrir gögn i málinu?” „2) Var Þórður Björnsson (visvitandi) leyndur þessum staðreyndum? 3) Var saksóknara, Þórði Björnssyni, kunnugt um það þegar hann tók framangreinda ákvörðun, að máliö tók til að minnsta kosti fjögurra lögsagn- arumdæma? 4) Hversvegna varð fyrir val- inu Sakadómur Reykjavikur, þar sem starfsmenn hafa sagst vera yfirhlaðnir verkefnum. Hversvegna voru ekki geröar ráðstafanir til að skipa umboðs- dómara i málinu?" Ég fæ vonandi svör við þessu þegar saksóknari kemur til landsins. Ég vonast einnig til að geta síðar gert grein fyrir þessu máli og aðild „ýmissa em- bættismanna” f þágu rannsókn- ar þess.” — ÓT — klp —

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.