Vísir - 28.10.1976, Blaðsíða 1
Sjálfstætt vandad
og hressllegti ji
Maé ism'i
Fimmtudagur 28. október 1976
261. tbl. 66. árg.
Flugleiðir og Eimskip:
KAUPA TRYGGINGAR
ERLENDIS FYRIR
400 MILUÓNIR KR.
Það eru 20% af endurtryggingarviðskiptum tryggingafélaganna
Flugleiðir og Eimskipafélag ts-
lands kaupa nú áriega, sam-
kvæmt uppiýsingum, sem Vísir
hefur aflað sér, tryggingar beint
frá erlendum aðilum fyrir um það
bil 400 milljónir króna. Flugleiðir
kaupa sameiginlega tryggingar
fyrir allan flugflota sinn,
Cargolux og Air Bahama.
Islensku tryggingafélögin
greiða i iðgjöld vegna erlendra
endurtrygginga tæplega 2000
miiljónir króna á ári. Tryggingar
þær sem Flugleiðir og Eimskipa-
félagið kaupa beint erlendis eru
þvi um það bil 20% af endur-
tryggingarviðskiptunum.
Samkvæmt heimildum þeim,
sem blaðið hefur, munu kaup
Flugleiða á tryggingum erlendis
nema um þaö bil 300 milljónum
króna fyrir siðasta tryggingar-
timabil, en það er ,um 65% af
öllum tryggingum þeirra eins og
Visir greindi frá á föstudag i
siðustu viku.
Eftir að Eimskipafelagið tók
ákvörðun um að flytja tryggingar
sinar frá Sjóvátryggingafélaginu
til erlendra aðila, kaupir það
tryggingar erlendis fyrir 75 til 100
milljónir króna. Samtals kaupa
þessi tvö félög tryggingar
erlendis fyrir um það bil 400
milljónir krona.
Samkvæmt lögum um vá-
tryggingarstarfsemi er heimilt að
kaupa tryggingar á islenskum
hagsmunum beint af erlendum
aðilum. En menn mega ekki hafa
það að atvinnu að selja slikar
tryggingar til erlendra aðila. Af
hálfu tryggingafélaganna hefur
veriðá það bent, að það rýri mjög
möguleika þeirra i skiptiverslun
um endurtryggingar, þegar inn-
lendir aðilar kaupa tryggingar
beint af erlendum aðilum.
—EKG
01! litsjónvarpstæki, nema eitt sem skilað var I gærkvöldi, eru nú I geymslu hjá tollgæslunni. Tækin
eru samtals 29. Loftur tók myndina aftækjunum I morgun.
LITSJÓNVARPSTÆKIN
LÍKLEGA Á UPPBOÐ
Tuttugu og átta smygluö lit-
sjónvarpstæki eru nu I geymsiu
hjá tollgæslunni i Reykjavik, en
hið siðasta sem fannst, það
tuttugasta og niunda, komst I
vörslu rannsóknarlögreglunnar
I gærkvöldi og átti eftir að flytja
það i geymsluna hjá tollgæsl-
unni i morgun.
Vísir fékk leyfi hjá Þóri Odds-
syni til þess að mynda tækin I
morgun, en þau voru öll flutt i
geymsluna seinni partinn i gær.
Verða þau þar þangaö til dómur
verður kveðinn upp, en þá má
gera ráð fyrir að þau fari á upp-
boð. Tækin eru öll af
Nordmende-gerð.
1 gærvoruþeir þrir menn sem
voru i gæsluvarðhaldi vegna
þessa máls látnir lausir. —EA
Urðu meistarar
með fyrirvara
„Mikiö ógurlega var þetta
erfitt”, mætti halda að Einar
Bollason, þjálfari og leikmaður
KR væri aö segja við Svein Jóns-
son, formann KR, eftir að KR
tryggði sér reykjavíkurmeistara-
titilinn i körfuknattleik I
gærkvöldi. KR er eina liöið sem
ekki tapaði leik i mótinu, en kæra
ÍR-inga geröi það að verkum aö
þeir fengu bikarinn afhentan með
fyrirvara eftir aö mótinu lauk I
gær. Nánar segir frá leiknum I
iþróttaopnunni. Ljósmynd Einar
„Aðeins fjar-
lœgur draumur"
Fjórfesting í hliðarradar er
ekki ó döfinni hjó
Landhelgisgœslunni
„Þaö er margt annað á undan á
óskalistanum hjá okkur, enda er
þetta milljónafyrirtæki”, sagöi
Berent Sveinsson loftskeytamað-
ur hjá Landhelgisgæslunni þegar
Visir spurðist fyrir um það hvort
kaup á hliðarradar væru á döfinni
hjá Landhelgisgæslunni.
Berent sagði að fyrir utan
kostnað við uppsetningu tækisins
I flugvél kostaði hliðarradar nú
um 1—1 1/2 milljón dollara. Þetta
verð gæti lækkaö með aukinni
notkun tækisins, en á þessari
stundu væri slíkt tæki aöeins fjar-
lægur draumur.
Reynir Hugason segir frá þessu
undratæki I grein sinni á bls. 11.
— SJ
Flugvél meö hliðarradar við myndatöku. Takiö eftir vindillaga
hylkinu neðan á flugvélinni. Þetta er loftnetiö.