Vísir - 28.10.1976, Blaðsíða 11
4 DJHECTiON
i OP AJRCKAFT
I TRAVEL
ONLY EIGHT OF THE TEN
Ol.OCKS OF A COMPLETED
REAOOUTCYCLE ARE SHOWN
i þessu tæki framkallast „ljósmyndin” fyrir framan augun á flug-
manninum. Vinstra megin kemur radarmyndin, en hægra megin
koma hlutir sem eru á hreyfingu á myndinni t.d. skip.
JIYIÍ
Umsjón: Reynir Hugason
“—v-----------—
Flugvél meö hliöarradar um
borö getur finkembt 70.000 fer-
kflómetra svæöi á aöeins 1 klst.
Til samanburöar má nefna aö
allt island er aöeins 100.000 fer-
kflómetrar. Hliöarradarinn
starfar óháöur veöri. i einu
hringflugi umhverfis island I 10
km hæö, ofan veöurmarka er
unnt aö finkemba allt hafsvæöiö
umhverfis landiö, þar sem ein-
hvern fisk er aö fá, og vita ná-
kvæmlega staösetningu, nafn og
skráningarnúmer hvers einasta
fiskibáts, togara eöa hafskips á
miöunum umhverfis landiö á
aöeins 10 stundum.
Hliöarradar heitir á enskri
tungu Side Looking Airborne
Radar, og er þaö skammstafaö
SLAR. Hliöarradar er engin ný
uppfinning. Hliöarradarinn er
fyrst og fremst fullkomnun á
hinum alþekkta flug- og skipa-
radar, sem viö flest höfum séö,
enda starfar hann samkvæmt
sömu lögmálum.
Loftnet hliöarradarsins eru
tveir vindillaga kassar, sem
hengdir eru neöan á búk flug-
vélarinnar. Netiö er fast, ó-
hreyfanlegt, og hliöarradarinn
„horfir” til hliöar hornrétt á
stefnu flugvélarinnar. Loftnetiö
sendir frá sér stutta radarpúlsa,
I vænglaga geisla og tekur síöan
viö endurkasti flatarins sem
geislinn fellur á, Endurkastinu
er breytt I ljósgeisla, en styrk-
leiki hans er háöur endurkasti
radarpúlsins. Ljósgeislinn er
látinn leika um ljósnæma filmu
er framkallast á augabragöi.
Radarmyndin er byggö upp úr
þessum rákum á ljósmynda-
filmunni. 30 lfnur koma á hvern
millimetra ljósmyndafilmunnar
og á þann hátt veröur til nokk-
urs konar „ljósmynd” af þeim
fleti sem flogiö er yfir. Myndin
framkallast á augabragöi og
þannig er unnt aö fá mynd af
svæöinu um leiö og flogiö er yfir
þaö.
Greinihæfni myndanna er 30
m, hornrétt á stefnu flugvélar-
innar, en 0,45 gr. I stefnu flug-
vélarinnar, þaö er aö segja
geisli radarpúlsins er 0,45 gr.
breiöur. Greinihæfni myndanna
er þannig háö flughæö f stefnu
flugvélarinnar en ekki hornrétt
á hana.
Hliðarradar við
landhelgisgæslu
í siöustu viku var staddur hér
á landi Martin P. De Zwarte,
sem er sölustjóri Motorola i
Evrópu. Zwarte kom hingað til
lands til þess aö kynna eigin-
leika og hæfni hliöarradars
m.a. til landhelgisgæslu. Zwarte
haföi samband viö Landhelgis-
gæsluna, Rannsóknarráö rikis-
ins, og Landmælingar Islands til
þess að kynna þetta nýja tæki.
Hliöarradarinn sem hér um
ræðir, er þróaöur fram fyrst og
fremst i hernaðarlegum tilgangi
á árunum milli 1960 og 1970. Ar-
ið 1972 fór Motorola aö fram-
leiða þennan radar fyrir al-
mennan markaö.
Hliðarradarinn hefur mikið
hernaöarlegt gildi, til dæmis á
meginlandinu, þar sem unnt er
aö fljúga meöfram landamær-
um óvinarikis og „horfa”
hundrað kilómetra inn yfir
landamærin og sjá t.d. liösflutn-
inga eða hernaöarmannvirki
langt inn i óvinalandinu. Hliðar-
radarinn hefur þaö sem kallaö
er Moving Target Indicator,
sem getur greint milli hlutar
sem er á hreyfingu, t.d. skips á
hægri ferö eöa flutningatækis,
og kyrrstæöra hluta, með þvi aö
notfæra sér Doppler-skipti á.
tiðni radarpúlsins.
Hliðarradar er mjög mikil-
vægur við margs konar athug-
anir, t.d. hafiskannanir. Meö
hliðarradar væfi unnt aö mynda
allthafissvæöið t.d. fyrir norðan
land algjörlega óháð veöri.
Staösetning flugvéiarinnar væri
auk þess nákvæmlega merkt á
myndina miðað við hnattstöðu.
Á þennan hátt fengist kort af þvi
svæði sem flogið er yfir ýmist i
mælikvaröanum 1:250.000,
1:500.000, 1:1.000.000, eöa
1:2.000.000.
Hliöarradar má nota til mun
fleiri þarfa. T.d. er hliðarradar
mjög mikilvægur viö fjarkönn-
un, víð rannsóknir á sprungum i
jarölögum, hægt er að kort-
leggja meö honum flóða-
svæöi og nota má hann
til þess aö rannsaka oliumengun
sjávar. Radarinn er ómissandi
við það að fylgjast meö kafbáta-
feröum og bendir þaö til þess að
varnarliðiö á Keflavikurflug-
velli muni eiga slikan radar, þar
sem svæðið umhverfis Island er
einmitt kannaö sérstaklega af
varnarliöinu með tilliti til kaf-
bátaumferöar.
Hliðarradarinn er notaöur við
landhelgisgæslu i Bandarikjun-
um og kanadamenn nota hliöar-
radarinn mjög mikið viö hafis-
athuganir.
Sú hugmynd sem Zwarte sölu-
stjóri Motorola kynnti fyrir sér-
fræöingum Landhelgisgæslunn-
ar var, aö nota hliöarradarinn á
flugvél gæslunnar og kanna með
honum aílt hafsvæðiö umhverfis
Isiand sem áhugavert er frá
fiskifræöilegu sjónarmiöi I einni
hringferð i kringum landiö á að-
eins 10 timum.
Jafnframt mætti skylda öll
fiskiákip til þess að hafa um
borð svokallaðan transponder,
sem er nokkurs konar sendi- og
viðtæki, sem svarar radarpúisi
flugvélarinnar um leiö og hann
er sendur út og sendir til baka
upplýsingar um nafn og skrán-
ingarnúmer skipsins, sem siöan
væri hægt aöskrá niður um borö
i flugvélinni. „Radarljósmynd-
in” gefur til kynna staösetningu
skipsins og út frá nafni og
skráningarnúmeri skipsins er
unnt að vita hvort viökomandi
skip hafi leyfi til veru á þvi haf-
svæði sem um ræöir. Á þennan
hátt er unnt aö fá nákvæmt yfir-
lit yfir allt sem er að gerast á
hafsvæðinu innan 200 milna lög-
sögunnar. Þetta er mikil bylting
frá núverandi ástandi, þvi nú
tekur um tvo sólarhringa að
þekja allt hafsvæðið meö f jórum
skipum og einni flugvél.
tir tiu kflómetra hæð i niöa-
þoku og myrkri er unnt aö
greinaallarhreyfingar á 200 km
breiðu svæöi. Skip sem annaö
hvort ekki svara kallmerki eöa
eru ólögulega staðsett á haf-
svæðinu uppgötvast á radar-
myndinni og unnt er aö senda
varöskip á staðinn til aö góma
skipiö eöa gera aörar viðhlýt-
andi ráöstafanir, og ætla má aö
ef islenska landhelgisgæslan
notaði hliðarradar viö gæsluna
myndi énginn fiskimaöur þora
aö stunda ólöglegar veiöar, þvi
hiö alsjóandi auga landhelgis-
gæsluflugvélarinnar gæti upp-
götvað ólöglegar fiskveiöar
innán örfárra klukkutima.
Enn fullkomnari tæki
Hliöarradarinn er raunar að
verða gamaldags nú þegar, þvi
komiö hefur fram enn fullkomn-
ara tæki, það er svokallaður
Synthetic Aperture Side Look-
ing Radar, en greinihæfni hans
er mun meiri en hins venjulega
hliöarradars og er auk þess
gjörsamlega óháö flughæö.
Hernaðaryfirvöld eru nú þegar
farin aö nota þennan radar, en
hann er ekki kominn á hinn
borgaraiega markaö og hans er
tæplega að vænta á markað fyrr
en 1980
Noröurlandabúar hafa mikinn
áhuga á hliðarradar en telja
hann alltof dýran, hann kostar
um 1 milljón dollara og dan;r
hafa þess vegna smiöað sér
sinn eigin hliðarradar sjálfir.
Norömenn og finnar eiga engan
hliðarradar en sviar eru nú aö
þróa fram einn slikan. Danir
ætla sér að nota sinn hliöarrad-
ar við iskannanir á Grænlands-
hafi.
Eins og áður hefur verið á
minnst 1 þessum þáttum, mun
gervihnötturinn SESAT-A hafa
um borð hliöarradar af þessari
fullkomnu gerö, þ.e. Synthetic
Aperture Side Looking Radar.
Upplýsingaflóðið sem kemur
frá slikum radar er svo mikið aö
það þarf mjög stóra tölvu til
þess aö vinna úr þeim.
Bandarikjamenn eiga að ann-
ast um varnir landsins og þótt
þeir vilji ekki lána okkur hraö-
báta til þess aö klekkja á bresk-
um freigátum, þá ættu þeir þó
að minnsta kosti aö geta lánaö
okkur hliðarradar, til þess aö
reyna við landhelgisgæslu, Áriö
1973 voru aö minnsta kosti til 50
hliðarradartæki i Bandarikjun-
um en siðan þá hefur þeim f jölg-
að mjög mikið. Hernaðaryfir-
völd i Bandarikjunum eiga að
sjálfsögöu hliöarradar af hinni
fullkomnari gerö og væri athug-
andi fyrir okkur hvort við gæt-
um ekki fengið slik tæki lánuö.
Séu bandarikjamenn vinir
okkar i raun ættu þeir að geta
lánað okkur þessi tæki i nokkra
mánuði á meöan við áttum okk-
ur á þvi hvort hliðarradarinn er
svo hæfur fyrir landhelgisgæslu
okkar og hafiskannanir sem af
er látið.
\ ''
SLAR mynd af Arizona. Takiö eftir hvernig skuggarnir myndast. Fluglinan er eftir miörimyndinni ogsvæðiöer lOOkm á breidd