Vísir - 28.10.1976, Blaðsíða 23
Suðurnesjatíúi skrifar:
Allir hér á suðurnesjum sem
eitthvað koma nálægt flug-
vellinum, bæði i sambandi við
atvinnu og/eða skemmtanalif,
vita um dollarabrask bilstjóra
og hermanna þar.
Dollarinn gengur þar kaupum
og sölum á 250-300 kr. stykkið,
eftir þvi hver i hlut á. Einstaka
hermenn hafa þó prisinn eitt-
hvað aðeins neðar, sérstaklega
ef um vinkonur er aö ræða og
geta jafnvel með þvi haldiö
lengur sambandi eða kunnings-
skap við þær, sem að öllum lík-
indum myndi annars dvina fyrr.
En það sem vakti fyrir mér
var ekki þessi kunningsskapur.
Um hann vita fleiri og hafa
verið misjafnlega sammála þar
um. En við vitum öll að svarta-
markaösbrask ásamt öðrum
lögbrotum, t.d. smygli, er refsi-
vert samkvæmt okkar ágætu
islensku lögum. Þess vegna
langaöi mig til þess að spyrja:
Yfir hverjum er verið að halda
hlif iskildi i þessu sambandi. Ef
til vill bilstjórunum? Ef svo er,
hvers vegna mega þá ekki bil-
Stjórar i Reykjavik og annars
staðar selja brennivinsflösku
átölulaust með örlitlum
hagnaði. Er þaö nokkuð meiri
glæpur?
Nú, ef það eru þá hermenn-
irnir sem þurfa svo sérlega á
þessum aukapeningum aö halda
til þess að geta borgað húsa-
leiguna i Keflavik og Njarövík,
hversvegna er þá verið aö tala
um að fækka þeim, væri þá ekki
nær að fjölga þeim, svo húsa-
leigubraskararnir fengju meira
fyrir sitt? Og að lokum:
Er ekki hægt að láta
hermennina, rúmlega 3000 að
tölu, gera grein fyrir hverju
einasta senti með kvittun, og
láta leigubilstjóra, húsaleigu-
braskara og aðra verslunar-
menn er slika kvittun myndu
gefa, skipta dollurunum i banka
á réttu gengi, svo þeir færu þá
loks að greiða skatta i samræmi
við tekjur?
Hvað þarf til að
komast í Rósar-
krossregluna?
Símon og Hallur hringdu:
Með árunum hefur áhugi auk-
ist á dulspeki og á siðustu árum
hefur þetta ágerst opinberlega
hér á landi. Við erum hérna
fveir strákar sem höfum áhuga
á að kynna okkur þessi mál nán-
ar.
1 laugardagsblaði Vísis og
helgarblaðinu siðasta var ritaö
um hina svonefndu Rósarkross
reglu, sem mjög nýlega hefur
tekið sýnilega mynd á íslandi.
Ahugi minn og vinar mins hefur
ekki dofnað við það, heldur
þvert á móti.
Nú þætti okkur vænt um ef
forvigismenn Rósarkrossregl-
unnar hér gætu frætt okkur um
nokkur atriði.
Til dæmis hvort hvaða ein-
staklingur sem er geti gengið i
þessa reglu, hvort þurfi ein-
hvern vissan aldur til að taka
þátt i starfinu, og loks, hvað
þarf að gera til að komast i
samband við reglúna.
Svar: Hver sem er getur gengið
i þessa reglu samkvæmt þeim
upplýsingum sem Visir hefur
afláð sér. Allir þeir sem eru
orðnir 18 ára geta tekiö þátt i
starfinu en hins vegar ef menn
eru yngri þarf leyfi foreldra aö
fylgja. Til þess að komast i
sambandi við regluna er best að
skrifa annað hvort til Sviþjóðar
eða Bandarikjanna. Hins vegar
ætti ekki að liða á löngu áöur en
hægt verður aö hafa samband
við aðila hér á landi beint.
Eins og málin standa nú er þvi
best að skrifa annaö hvort til:
Nordic Grand Lodge — Box 7090
—■ 40232 — Göteborg 7, —
Svergie. Eða: Rosicrucian Ord-
er, A.M.O.R.C. — San José —
California 95191 — USA.
Um betlara
á ískindi
Viggó Oddsson skrifar.
Betlararnir i Kairó.
Ég hlustaöi eitt sinn á gamlan
hermann sem „vann” i Egypta-
landi i siðustu heimsstyrjöld.
Hann sagði: „Eins og þú veist
voru allar götur i Kairó þétt-
setnar betlurum. Þar varð ég
vitni að þvi mesta kraftaverki
sem skeð hefur. Betlararnir
virtust allir vera hundrað pró-
sent örkumla, fótalausir,
lamaðir og blindir. Þá var gefið
loftvarnarmerki og á minútu
voru allar götur auðar, sprett-
harðastir voru þeir blindu og
fótalausu”.
Betlarar á tslandi.
Það er átakanlegt, aö talsvert
eraf fólkiá Islandi sem ekki eru
matvinnungar fyrir sig og sina
og lifa af rikisstyrk eins og
betlararnir i Kairó, eftir að
götubetl var bannað þar. Rit-
stjóri Þjóðviljans er sagður fá
stór fé frá betlisjóöi lands-
manna af þvi hann getur ekki
framfleytt sér af eigin ramleik
eins og svo margir, sem hann
birtir „athyglisverðar” skatta- «
skrár um, kunna borgara--------
sveitamenn, sem „kunna að
gefa til skatts”.
Ég get aldrei skiliö hvers
vegna barnafólk er verölaunað
fyrir að vera ekki sjálfhjarga,
valda vandræðum meö skóla,
húsnæði, vegi og allt það sem
útþensla mannkynsins veldur.
Þeirláta ,,einkamál”sin bitna á
öllu þjóðfélaginu og afganginum
af heiminum. Barnaeignir eru
ekki einkamál. Vita Islendingar
það?: 1 12 ár hefi ég verið að
reyna að fá dós af grænum
haunum fyrir innflytjendur
matar á Islandi. Allt upp pantað
af öllum tegundum, fyrir út-
valda viðskiptavini. Offjölgun
islendinga, matarskortur og
skattaivilnanir fyrir barnafólk
sem veigrar sér við kunnar tak-
markanir, er ihugunarefni, það
fólk ætti að borga hærri skatta
en állir aðrir.
PASSAMYNTDIR
feknar i lifum
filbunar strax I
barna a, ffölskyldu
LJOSMYMDIR
AUSTURSTRÆTI 6 S.12644
Passamyndir
tilbúnar strax
_mynofe5ÓT_
KASTÞOfif
Ljósmyndastofa,
Suðuriandsbraut
20,
SÍmi 82733
J