Vísir - 28.10.1976, Side 5

Vísir - 28.10.1976, Side 5
vism Fimmtudagur 28. október 1976 Umsjón: Guömundur Pétursson Leggur til Marshall- hjálp handa Bretlandi Einn af helstu frétta- skýrendum bandarisks sjónvarps veittist i gær að báðum frambjóð- endum forsetakosning- anna fyrir að sneiða al- veg hjá einu versta vandamáli okkar tima, efnahagserfiðleikum Bretlands. Eric Sevareid hjá CBS-sjón- varpsstööinni sagöi i gær: „ForsetaeJnin og varaforsetaefn- in eru enn og aftur byrjuö aö jagast um Júgóslavfu, Taiwan, S-Afrfku og um hernaöarmátt okkar og álit út á viö. — Þeir hafa hins vegar ekki vikiö einu oröi aö aöalvandamálinu, sem eru erfiö- leikar okkar virta bandamanns i Bretlandi.” Ef vesturveldunum fer hnign- andi, eins og mörgum finnst, hlýtur eitt fyrsta skrefiö til aö reisa þau viö aftur vera þaö aö koma Bretlandi á réttan kjöl, sagði Sevareid. „En ef frambjóðendurnir vilja ekki ræöa þaö mál, stafar þaö aö nokkru af þvi, aö þeir vita ekki hvað gera skuli umfram okkar venjulegu aöstoö meö alþjóö- legum lánum til Bretlands, sem er eins og blóögjöf til bráöa- birgða.” í aprfl f vor vakti Sevareid máls á því, aö Bándaríkin ættu að hrinda af staö eins konar nýrri Marshall-hjálp við Bretland, likt og þegar þeir lögðu hönd á plóg- inn viö endurreisn Evrópu upp úr styrjaldarrústunum. 'LYi t' 4 ; mMF 'fipr m • Wmmtí k, Wm B á mm '. | ■ M, ! JQfc A ■ k f ■ rnmWraLX a m B Hatursherferð Herferöin gegn Shanghai-maffunni hefur tekiö á sig óhugnanlega mynd, eins og reynd- ar þessi fréttamynd fyrir ofan af einni mót- mælagöngunni gegn þeim i Canton, ber meö sér. — Flokksstjórnin hefur ekki enn ákveöiö, hvað við fjórmenningana skuli gert, en heyrst hefur, aö krafist hafi veriö dauöa- dóma yfir þeim. Gœti upplýst örlög Dogs Hammorskjölds Lögreglan í Svíþjóð leitar nú sænsks mála- liða, sem flaug herþotum fyrir katangaherinn, meðan Kongó logaði i á- tökum. Vonast er til þess, að flugmaðurinn geti varpað nýju Ijósi á flug- slysið, þar sem Dag Hammarskjöld fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fórst. Flugmaður, sem segist hafa flogið herþotum fyrir Miose Tshombe forseta, hringdi i flug- majór, sem er að skrifa bók um þátt Sviþjóðar i friðargæslu Sameinuðu þjóðanna i Kongó. Marjór Lennart Berns fékk grun sinn staðfestan, þegar hann spurði simhringjandann út úr, að þarna væri sami katanga- flugmaðurinn á ferð og hefði angrað flutningavélar Sam- einuðu þjóöanna á þessum tima. DC-6 flugvél með Hammarskjöld og aðstoöar- mönnum hans innanborðs hrap- aði logandi i frumskóginn nærri Nidola i Zambiu þann 17. september 1961, en hann var þá á leið til Leópoldville, höfuð- borgar Kongó. (Nú heitir Leópoldville Kinshasa og er höfuðborg Zaire.) Um orsök flugslyssins er ekki vitað, en ekki þykir loku fyrir skotið, að skemmdarverk hafi verið unnin á flugvélinni, eða hún sætt árás úr lofti eða af landi. Ein hugmynd manna var sú,.að herþota frá Katanga hefði Dag Ilammarskjöld. skotið vél Hammarskjölds nið- ur. Sænskum yfirvöldum var ekki kunnugt um það fyrr en nú, að svii hefði flogið á vegum katangastjórnarinnar. Vilja þau ná tali af manninum, ekki endi- lega vegna þess, að þau gruni hann um að hafa skotið niður vél Hammarskjölds, heldur vegna þess að hann gæti veitt frekari upplýsingar um örlög DC-6 vélarinnar^ Bófa- stríð í Japan Lögreglan i Japan segist hafa um helgina handtekið yf- ir 1.500 afbrotamenn i einni allsherjar húsrannsókn, sem gerð var um allt land hjá mönnum grunuðum um fjár- þvinganir, fjárhættuspil, ólög- lcgan vopnaburö og fleira. Alls munum um 12.000 lög- reglumenn hafa tekið þátt i þessari „rassiu”, sem spann- aði leit irúmlega 1,500 húsum. Þeir lögðu hald á 200 skot- vopn og 2.500 vopn af öðru tagi — auk eiturlyfja, þjófagóss og fleira. Gripið var til þessárar alls- herjarleitar i gær i tilraunum yfirvalda til þess að halda niðri bófaflokkúm, sem vaðið hafa uppi að undanförnu. 1 innbyrðis styrjöldum bófa á þessu ári hafa 19 menn verið drepnir og 53 særöir. ísrael í UNESCO Fr a mkvæ mdas t jóri UNESCO, menningar- málastofnunar S.þ., mun i dag leggja fram tillögu um inntöku ísra- els i evrópudeild stofn- unarinnar. Siðustu tvö árin hefur umsóknísraels um aðild að ævrópuhópnum verið tilefni mikillar deilu inn- an UNESCO. Andstaða arabarikjanna, kom múnistarikja og þriðja heimslanda gegn aðild ísraels leiddi meðal annars til þess að Bandarikin kipptu til sin aftur 38 milljón dollara fjárframlagi til UNESCO, en það var fjórðungur fjárlaga stofnunarinnar 1975-76. Brúin yfir Kwaitfljót 53 fyrrverandi fangar og jap- anskir veröir þeirra I striös- fangabúðunum viö Kwaifljót I Thailandi hittust nýlega viö brúna frægu, sem þeir smiöuöu fyrir 33 árum. Einn bandarisku striösfanganna, Dennis Koland (68 ára frá New York), sagöi: „Ég er ekki lengur haldinn beiskju, en margar eru minn- ingarnar.” ó nýjan Framkvæmdastjóri UNESCO, Ahmadou Mahtar M’Bow frá Senegal, sagði i gær, að það ráðs- lag bandarikjamanna stofnaði til- veru stofnunarinnar. i hættu. M ’Bow er sagður ætla að reyna að fá þvi til leiðar komið, að Evrópudeild UNESCO ákveði með atkvæðagreiðslu hvort Israel fái aðild, fremur en ársfundur stofnunarinnar. — Það er nefni- lega haldið, að tsrael njóti meiri- hlutafylgis innan Evrópu. Kosningar í Egypta- landi Egyptar ganga i dag til sinna fyrstu almennu kosninga i aldarfjórð- ung, þar sem þeim býðst að velja á milli fram- bjóðenda vinstri, hægri og mitt á milli. Kosið verður á milli 1,600 fram- bjóðenda til 350 þingsæta. Eru þetta fyrstu kosningar siðan ara- biska sósialistasambandið (stjórnarflokkur Egyptalands) leyfði i mars á þessu ári að mynd- aðar væru þrjár nýjar deildir innan flokksins. Frá þvi 1952 hefur sósialista- sambandið verið eini stjórnmála- flokkur Egyptalands, en breytt nokkrum sinnum um nafn á þeim tima. Það var ekki fyrr en fyrir tveim árum, að Anwar Sadat, for- seti, vakti fyrstur máls á að snúið skyldi aftur til margra flokka kerfis. Að þessu sinni er miðflokks- mönnum undir forystu Mamdouh Salem forsætisráðherra spáð mestu brautargengi i kosningun- um, en þeir styðja vesturstefnu Sadats forseta. 9 milljónir manna eru á kjör- skrá, en ekki er búist við mikilli kjörsókn. leik? M’Bow kunngerði i gær, að israel hefði gengist inn á að leyfa sendinefnd frá UNESCO að heim- sækja hernumdu landsvæðin í byrjun næsta árs, til að kynna sér menningar- og menntunarlif. A ársfundi UNESCO i Paris fyrir tveim árum leiddu mótmíeli við fornleifagreftri israelsmanna i hinum arabiska hluta Jerúsalem til þess, að tsrael var vikið úr samtökunum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.