Vísir - 28.10.1976, Blaðsíða 10
10
Fimmtudagur 28. október 1976 VISIR
VÍSIR
■ b
C'tgefandi: Heykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: DavfóGuómi ndsson.
Ritstjórar: Þorsteinn Pdisson, ábm.
ólafur Kagnarsson
Hitstjórnarfulltrui: Bragi Gufimundsson. Fréttastjóri erlendra frétta : Guömundur Pétursson. Um-
sjón meft helgarblaói: Arni Þórarinsson. Blaftamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guftfinnsson,
Guftjón Arngrimsson, Kjartan L. Pálsson, óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigurveig Jónsdóttir. Akur-
eyrarritstjórn: Anders Hansen. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Utlitsteiknun: Jón ósk-
ar Hafsteinsson, Þórarinn j. Magnússon. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson.
Auglýsingastjóri: Þorstein.i Fr. Sigurftsson. Dreifingarstjóri: Sigurftur R. Pétursson.
Auglýsingar: Hverfisgata 44.Sfmar 11660,86611
Afgreiftsla: Hverfisgata 44. Sfmi 86611
Ritstjórn: Sfftumúla 14. Sfmi 86611, 7 Hnur
Akureyri. Sfmi 96-19806
Askriftargjald kr. 1100 á mánufti innanlands.
Verft I lausasölu kr. 60 eintakift.
Prentun: Blaftaprent hf.
Stjórnmálaumræður í
hefðbundnum stíl
Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra á Al-
þingi síðastliðinn mánudag fóru fram í hefðbundnum
stíl. Þær snerust að vonum að miklu leyti um efna-
hagsmálin, en ekki verður sagt með sanni, að mörkuð
hafi verið ný spor I þeim efnum. Eigi að síður voru
umræðurnar athyglisverðar fyrir margra hluta sakir.
I ræðu Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra kom
ekki fram nýr boðskapur, en hann gerði allglögga
grein fyrir stöðu og horfum í efnahagsmálum. Ljóst
er, að möguleikar eru á að draga úr þeirri hrikalegu
verðbólgu, sem við höf um búið við, og ná jöfnuði í ut-
anríkisviðskiptum.
En flestum er orðið Ijóst, að forsenda þess að ár-
angur náist i þessari erfiðu baráttu er pólitísk sam-
staða ólíkra valdaaðila í þjóðfélaginu, bæði stjórn-
valda og hagsmunasamtaka. Eðlilegt er því að menn
velti fyrir sér, hvaða vísbendingu umræðurnar um
stefnuræðu forsætisráðherra gáfu um raunhæfa sam-
vinnu og ábyrgð í þessum efnum. En í meginatriðum
voru þær í venjulegum karpstíl.
Með sanni verður þvi ekki sagt, að þessar umræður
hafi gefið góðar vonir um samstöðu eða vísbendingu
um sameiginlegan vilja til að taka með raunhæfum
hætti á vandamálunum. Forsætisráðherra greindi frá
því, að þjóðarframleiðsla og tekjur myndu væntan-
lega aukast um tvo af hundraði á næsta ári. Hér er að
vísu breyting til batnaðar, en augljóst er, að aðhalds-
stefnu er þörf á öllum sviðum.
Forsætisráðherra var ekki langorður um verðbólgu-
vandamálið eitt út af fyrir sig, en lagði mikla áherslu
á störf hinnar nýju efnahagsnefndar stjórnmála-
flokkanna, sérfræðinga og hagsmunasamtaka. Eng-
inn af ráðherrum Framsóknarflokksins tók þátt I
þessum umræðum og ekki heldur talsmaður og eini
sérfræðingur Alþýðubandalagsins í efnahagsmálum.
Að þvi leyti gefa umræðurnar ekki rétta mynd af
raunverulegum viðhorfum þessara flokka.
Bæði Geir Hallgrímsson og Magnús Torfi ólafsson
bentu réttilega á þau vandamál sem við stöndum
frammi fyrir vegna verðbólgunnar. Þeir virtust öðr-
um fremur gera sér grein fyrir eðli vandamálsins án
þess að draga þær umræður niður á stig hins gamal-
kunna hnútukasts milli flokka.
Magnús Torfi ólafsson hélt því fram, að efnahags-
nefndin væri áþreifing af hálfu ríkisstjórnarinnar um
þjóðstjórn. Að sumu leyti er þetta ekki óeðlileg álykt-
un, því að starf nefndar af þessu tagi er undir því
komið, að fulltrúar hinna ólíku aðila séu reiðubúnir til
sameiginlegs átaks gegn verðbólgumeinsemdinni.
Alþýðuflokkurinn hefur sett fram kröfu um kosn-
ingar og nýja ríkisstjórn. Ekki verður séð, að hug-
myndir af þessu tagi leiði til lausnar á vandamálun-
um. Nýjar kosningar nú I byrjun vetrar myndu aðeins
hafa I för með sér glundroða og auka á óvissuna, þeg-
ar mestu máli skiptir að vandamálin séu tekin föstum
tökum.
Skipun efnahagsnefndarinnar er í raun réttri aðeins
staðfesting á þeirri staðreynd, að samvinna hinna
ólíku valdaaðila í þjóðfélaginu er ein meginforsenda
raunhæfra aðgeröa sem miða eiga að því að draga úr
verðbólgunni. Eðlilega hljóta menn að vona að hugur
fylgi máli hjá öllum þeim, sem i orði lýsa áhyggjum
sínum vegna verðbólgunnar. En umræðurnar um
stefnuræðuna vekja óhjákvæmilega upp efasemdir
um þetta atriði.
Anna á heiðinni
eftir Dagfinn Grönoset. Útg. Al-
menna bókafélagiö. Þýö. Sigriö-
ur Snævarr og Jóhannes Hall-
dórsson. 118 bls.
Bókin Anna á heiðinni er aö
aðferð til framlengt blaðaviðtal.
Höfundur mun vera aðstoðarrit-
stjóri við dagblað i Austur-Nor-
egi. Hann er sagður þekkja vel
hagi og heimkynni afdalafólks i
þessum héruðum Noregs og i
þessari bók skrásetur hann sögu
sérstæörar konu úr hópi þessa
fólks og tilreiöir á blaða-
mennskulegan hátt. Þetta er i
senn kostur og galli bókarinnar.
1 frásögninni skiptast á ann-
ars vegar bein ræða fyrstu
persónu, þar sem eru endur-
minningar önnu sjálfrar, og
hins vegar óbein endursögn
skrásetjarans, sem tengir sam-
an minningabrot önnu. Þessi
aðferð er alkunn i blaða-
mennsku, en i bók, sem að vísu
erekki löng, hrekkur að minum
smekk of skammt til að sögu-
efniö verði nægjanlega áleitið
við lesandann. 1 þessa, að
mörgu leyti sérkennilegu sögu
af sérkennilegu lifshlaupi, vant-
ar einhverja fyllingu. Af þess-
um ástæðum fyrst og fremst
nærsaga önnu á heiðinni i min-
um huga ekki að verða annað og
meira en norskur „þjóðlegur
fróðleikur”, framsettur á nú-
timalegri, fágaðri hátt en við
eigum að venjast af slikum bók-
menntum hérlendis. Hún nær
ekki að verða hrifandi, átakan-
leg ævi- eða persónusaga, þótt á
köflum hafihún alla tilburði i þá
átt.
Anna horfir út um gluggann aö Haugsetvolden
Náttúruleysi í
norskum afdal
,,Ég var seld...
„Ég var seld til Haugsetvold-
en. Maðurinn minn fékk 300
krónur fyrir mig”. Þetta eru
upphafsorð sögunnar, og um
leið efniskjarni hennar. Anna á
heiðinni, uppflosnun hennar i
æsku, vergangur, eymd og fá-
tækt i umhverfinu og áhrif upp-
vaxandi stúlku fundir hennar og
veröandi eiginmanns, Langa-
Karls, makalaust flökkulif og
einkennilega glórulaus sambúð
þeirra uns að þvi kemur að hann
bókstaflega selur hana, þetta er
fyrri hluti bókarinnar. Og hinn
siðari lýsir siðan ævi önnu á
Haugsetvolden, basli, frum-
stæðum búskapar- og lifshátt-
um, og sambýlisfólki hennar
þar. Þetta er i stystu máli efnis-
leg umgjörð bókarinnar. 1972
bjó Anna enn i Haugsetvolden,
þessu afskekkta fjallabýli við
Istervatn, hálfniræð að aldri og
orðin ein eftir.
Barátta sjálfsvirðingar
og niðurlægingar
Lifshlaup önnu snýst um það
að varöveita sjálfsviröingu sina
andspænis takmarkalausri ves-
öld, vosbúð og þrælkun. Frá-
sögn skrásetjarans er fremur
hófstillt blanda af samúð og að-
dáun á styrk „söguhetjunnar”.
Frásögn önnu sjálfrar einkenn-
ist af æöruleysi, annars vegar,
og, sem eðlilegt er, ofurlitilli
sjálfsmeðaumkvun hins vegar.
Siðarnefnda einkenniö vikurþó i
heildina fyrir þvi fyrra, og
kemur fyrst og fremst fram i
fyrri hluta hrakningasögunnar.
Og i bókarlok er Anna sátt við
sitt hlutskipti, er meö sina
mannlegu reisn i höfn eftir
marga tvisýnu. A einum stað i
sögu sinni haföi hún spurt sjálfa
sig: „Ertu ekki manneskja
lengur, Anna? Ertu svo djúpt
sokkin, að þú eigir heima meöal
skepnanna?”
Hið þrönga útsýni
Þegarbest læturersaga önnu
á heiðinni myndrik og stilhrein,
með sparsömum lýsingum sem
segja þvi meir þvi knappari sem
þær eru og lausar við mælgi. t
þessu sambandi er þýöing þjál,
og — að þvi er virðist — vönduð.
Eftirminnilegastar eru myndir
af önnu þegar hún situr uppi
meö sjö vandalaus börn og
verður að útbýta þeim milli
bæja i næsta nágrenni, af dauða
Jóhanns gamla á Haugsetvold-
en, og af hinum geggjaða niður-
setningi, Jenný, svo dæmi séu
tekin.
Helstu gallar sögunnar, að
minum smekk, eru á hinn bóg-
inn einhæfni, og sem fyrr segir,
ákveðiö tómahljóð, skortur á
fyllingu. Ég segi fyrir mig, að
þessar endalausu lýsingar á
hrakningum og basli eru æði
leiðigjarnar til lengdar, þvi þær
skipta vafalausttugum i bókinni
með afar fáum tilbrigöum við
sama stef. Auövitað er þetta allt
átakanlegt. En með endurtekn-
ingunm verour maður æ onæm-
ari fyrir þvi þegar Anna lýsir
blööróttum höndum sinum og
kali á fótum. Ég tek fram að
mörgum öðrum lesendum mun
vafalaust þykja þetta hin fróö-
legasta lesning.
Tómahljóðið i sögunni stafar
beint af aðferð frásagnarinnar.
Anna viröist vera i aðra röndina
fremur einföld kona. Það er
eðlilegt miðað við það umhverfi
sem mótar hana frá fæðingu. En
af þessu mótast sjálf frásögn
hennar einnig. Og vegna blaða-
mennskuaðferðar höfundar er
ekki reynt að tylla upp i æpandi
eyður i þessari frásögn. Ef til
vill var það ekki hægt, og ef til
vill er þetta tómt mál að tala
um. Engu að siður þykir mér út-
sýni lesandans yfir viðfangsefni
bókarinnar of þröngt. Ég get
nefnt sem dæmi að lesandinn
fær mjög ófullkomna mynd —
nánast enga — af persónuleika
Langa-Karls og i hverju seið-
magn flökkulifsins með honum
framan af felst fyrir önnu. Náin
samskipti önnu við eiginmann
sinn, tilfinningamál þeirra i
millum, eða innbyrðis sam-
skipti heimilisfólksins á
Haugsetvolden, vantar i mynd-
ina. Þetta viröist ef marka má
frásögnina til dæmis að hafa
verið afskaplega náttúrulaust
lif — án þess þó ég sé að fara
fram á lýsingar á kynlifi i
norskum afdal i „lange baner”.
öllu púðrinu er eytt i lýsingar
ytri erfiðleika. Ef til vill helgast
þetta af þvi að menn hafi t.d.
ekki haft tima eða aðstöðu til að
hafa normala náttúru i allri
eymdinni. Ég nefni þetta sem
dæmi um skort á fyllingu i þessa
sögu, sem leiöir til þess að hún
skilur mann eftir einkennilega
ósnortinn. Um leið og bókinni er
lokað er efni hennar orðið fjar-
lægt og manni óviðkomandi. Og
ég tek fram enn einu sinni að
þetta er bara minn persónulegi
smekkur.
Af hverju?
Maður hlýtur hins vegar að
spyrja hvers vegna i ósköpun-
um ráðister i aöþýða og gefa út
norskan þjóölegan fróðleik, sem
svo sannarlega er fróðlegur
innan sinna takmarka, á meðan
svo mikið af norskum og ann-
arra þjóöa samtimabókríiennt-
um er óþýddur á islensku, auk
margra verka eldri meistara.
Það hljóta aö vera til nærtæk-
ari, brýnni verkefni fyrir Is-
lenska bókaútgefendur.