Vísir - 28.10.1976, Side 6

Vísir - 28.10.1976, Side 6
6 Fimmtudagur 28. október 1976 VISIR Umsjón: Edda Andrésdóttir . v greiða atkvæði, en það er ekki annað að sjá en að aðeins þii og ég séum þessu fylgjandi”. Hönd þín getur sagt hvernig þú ert! Hönd þin segir þér sitt af hverju um persónuleika þinn. En fyrst verðurðu aö mæla hönd þína og siðan getur þii séö hvort hún er af jörð, vatni, lofti eöa eldi. Byrjaðu á þvi að mæla breidd lófans og berðu siöan breiddina saman við lengd lófans. Fáirðu sömu tölu út, er lófinn breiður. Sé lófinn hins vegar greinilega lengri en hann er breiöur, hef- urðu langan lófa. Mældu siðan lengd löngutang- ar og berðu lengdina saman viö lengd lófans. Sé fingurinn jafn langur og lófinn, eða lengri, kallast fingurinn langur. Sé hann hins vegar greinilega styttri, ertu viss um aö fingur- inn er stuttur. Og látum okkur nú sjá: Jarðhöndin: (Breiöur lófi og stuttir fingur). Það. fólk er traust, hagsýnt og hægfara. Það virðist hlédrægt, en getur brugðist harkalega við ef það er æst upp. Snöggar, óvæntar breytingar rugla þetta fólk og geta reitt það til reiði. Fólkið er yfirleitt frek- ar jarðbundið og þvi leiðist að þurfa að hugsa djúpt. Það er heiðarlegt, áreiðanlegt og sann- gjarnt og óhætt að treysta þvi. Vatnshöndin: (Langur lófi og langir fingur). Þeir einstakling- ar sem hafa „vatnshönd” eru venjulega kyrrlátir og dulir. Þeir eru andrikir og það gerir það að verkum að þeir lifa gjarnan i heimi hugsana og drauma, á meðan þeir viröast heldur daufir á að lita. Þeir reyna að flýja veröldina og þaö gerir þá oft heimakæra. Þeir hafa mikla þörf fyrir ást og umhyggju og leita maka sem veitir þæim hvort tveggja. Þar sem þeir eru tilfinninga- næmir, leita þeir vina sem eru samúöarfullir og skilningsgóðir. Lofthöndin: (Breiður lófi og langir fingur). Þessir einstakl- ingar hafa þörf fyrir að vera sjálfstæðir og skapandi. Þeir eru ákaflega fljótir að hugsa og eru alltaf tilbúnir til aö spreyta sig á erfiðleikum. Samræður þeirra eru upp- byggandi og þeir hafa gaman af þvi að skipuleggja. Sökum á- huga þeirra á að leysa vanda- mál og áhuga þeirra á sam- skiptum væru þeir góöir sátta- semjarar. Eidhöndin: (Langur lófi og stuttir fingur). Einkenni þeirra er þrótturinn. Þeir eru fiúlir af fjöri og eru alltaf að. Þeir eru ekki aðeins hæfir um að koma með hugmyndir heldur einnig að framkvæma þær. Þeir eru gáfaðir, fjölhæfir og ákveðnir. Yndi þeirra af fjöl- breytni gerir að verkum að þeim leiðist fljótt, og vilja oft byrja á nýju verkefni áður en öðru er lokið. Svona er lófinn mæidur og siðan geturöu séð hvernig þú ert með þvi að lesa meðfylgjandi texta. Þekkið þið þessi nýgiftu? Kannist þið við fólk- ið? Það er stöðugt i fréttunum um þessar mundir og það er alltaf verið að birta af þvi myndir við minnsta til- efni. En þessar myndir eru orðnar svo gamlar, að fólkið hefur breyst svolitið siðan þær voru teknar. Þetta eru nefnilega brúðkaups- myndir af Jimmy Cart- er og konu hans Rosal- ynn Smith og svo Ger- ald Ford og Elisabethu Bloomer eða Betty eins og hún er kölluð nú. Carter er þarna hinn stoltasti i sjóliða- búningnum sinum, en þau hjón giftu sig 7. júli 1946. Myndin er tekin að athöfninni lokinni, þar sem þau eru að fara á brott i bil. Ford og kona hans Betty gengu i það heil- aga 15. október tveim- ur árum siðar. Ákveðinn prestur það Prestur nokkur tók eftir þvf að gamall maður i söfnuði hans sofnaði hvað eftir annað undir ræöum hans. Prestur ákvað þvl aö venja karlinn af þessu i eitt skipti fyrir öll. ,,Þiö ykkar sem viljiö fara til helvitis, STANDIÐ UPP!” Gamli maöurinn hrökk við þegar hann heyrði prest hrópa „STANDIÐ UPP”. Sá gamli gerði þvi eins og honum bar. Stdð hann siðan um stund og leit hægt i kringum sig. „Prestur”, sagði hann svo. Ég veit satt að segja ekki með hverju ég er að Eftir reglunni ræöur hrókur ekki við tvö samstæð frípeð uppi á 3. reitaröö sé kóngurinn hvergi nærri. Engin regla er þó án undantekninga, og hvitur knýr fram skemmtilegan vinning. 1. Kd6! d2 2. Kc7 dlD 3. Ha6+! bxa6 4. b6+ Ka8 5. b7+ Ka7 6. b8D mát. Spilið i dag kom fyrir i rúbertu bridge fyrir skömmu og það var sárgrætilegt að sjá sagnhafa tapa þvi. Staðan var allir á hættu og suö- ur gaf. 4> K-7-6 V K—10-9-8-6-4 ♦ K-5-3 + K + A-G-4-3 ¥ D ♦ A-8-7-4 ♦ A-10-9-2 Sagnir gengu þannig: Suður Vestur Norður Austur 1T P 1H P 1S P 2H P 2G P 3G P P P Vestur spilaði út laufafjarka og laufakóngurinn átti slaginn. Hvernig myndir þú spila spilið? A morgum sjáum við hvort þú hefðir tapað spilinu og rúbertunni ef til vill lika. IIAHSKII | Skúlagöti| 54 HVERGI BETRI BlLASTÆÐI HERRASNYRTtvORUR ' \jRV AL i P MEISTED Smaauglýsingar VÍSIS eru virkasta verðmætamiðlunin Tapað- fundið VISIR Fyi'stui- með fréttimar LJÓ/AJKOÐUN LÝKUR 31. OKTÓDER UMFERÐARRÁÐ

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.