Vísir - 28.10.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 28.10.1976, Blaðsíða 3
VISIR Fimmtudagur 28. október 1976 3 Rannsóknarmennirnir hafa unnið gott starf Guðmundarmálið óvenjulegt í réttarsögunni „Karl Schutz hefur orðið okk- ar mönnum að góðu liði að þvf er varðar skipuiagsleg atriði við vinnslu og frágang Guðmundar- málsins, auk þess sem rannsóknarmennirnir hafa not- ið aðstoðar hans við rannsókn- ina sjálfa", sagði Baldur Möll- er, ráðuneytisstjóri I dóms- málaráðuneytinu er Visir spurðist' fyrir um hlut þýska glæpasérfræðingsins i af- greiðslu Guðmundarmálsins, sem sent var rikissaksóknara i gær, eins og Visir skýrði þá frá. Guðmundarmálið er að þvi leyti óvenjulegt morðmál að lik hins látna hefur enn ekki fund- ist, og hefur það hingað tii ekki gerst i islenskri réttarsögu að fallið hafi dómur i máli, sem þannig er ástatt um. Baldur Möller sagði að i þessu tilviki myndu dómarar þvi „nálgast sönnunarmat með varúð”, en þótt enginn maður hefði fram að þessu verið dæmdur fyrir manndráp hér á landi, i máli, þar sem lik hefur ekki fundist, taldi Baldur að islensk lög veittu þó svigrúm til sliks dóms, ef nægar sannanir og játningar lægju fyrir i viðkomandi máli. Þvi má svo bæta hér við, að samkvæmt upplýsingum sem Visir hefur frá kunnugum aðil- um, hafa islensku rannsóknar- mennirnir undir forystu Arnar Höskuldssonar, sakadómara, unnið feikigott og mikið starf við rannsókn Guðmundarmáls- ins og þótt þeir hafi notið að- stoðar Schutz er talið vist, að þeir hefðu upp á eigin spýtur fullkomlega getað lokið rannsókn þess og málið getað farið i ákæru á þessu ári. — ÓR Sigfús Daðason stofnar bókaútgófu Sigfús Daðason rithöfundur og fyrrum forstjóri bókaút- gáfu Máls og Menningar hyggst nú stofna bókaforlag. Stofnfundur bókaútgáfunnar verður haldinn i þessari viku. Sigfús Daðason veitti Máli og Menningu forstöðu á siðasta ári. Þá urðu sem kunnugt er mikil átök i félag- inu og leiddu þau til þess að Sigfús var gerður að bók- menntalegum ráðunauti I fé- laginu. Sigfús vildi ekki er Visir ræddiviðhann skýra frá hvert yrði markmið félagsins, þar sem ekki væri búið að halda stofnfund. Hann vildi heldur ekki upplýsa að svo stöddu hverjir væru með honum i hinu nýja fyrirtæki. Stöðugt er unnið að borunum eftir heitu vatni I Skútudal við Siglufjörð, en þar tók Kristján Möller þessa mynd á dögunum. Búiðer aðbora eina 1600 metra djúpa holu, sem aðeins fengust úr tveir sek- úndulftrar af heitu vatni, en nú er verið að bora aðra holu á svipuðum slóðum. Enn hefur ekki orðiö árangur af þeirri borun. Bœtur hœkka um9% Allar almennar bætur og tekjutrygging hækkar um niu prósent um næstu mánaðamót. Frá fyrsta nóvember, verða þær sem hér segir: EUi og örorkulifeyrir veröur kr. 22.147, tekjutrygging verður 19.437, barnalifeyrir verður kr. 11.334, mæðralaun með einu barni verða kr. 1.944, með tveim börnum kr. 10.546 og með þrem- ur börnum kr. 21.092. Ekkjubætur, sex mánaða og átta ára slysabætur, verða kr. 27.749. Ekkjubætur, 12 mánaða, verða kr. 20.840. Samkvæmt þessari hækkun verða trygg- ingabætur um milljaröur á mánuði á næsta ári. _ót Setuverkfalli lokið í Hveragerði Setuverkfallinu i Hvera- gerði er nú lokið. Aö sögn for- manns samninganefndarinnar i Hveragerði var haldinn fund- ur i gærdag þar sem lagt var fram gagntilboö frá verkfalls- mönnum og var það samþykkt af hálfu samninganefndar. —EA GRUNDFIRÐINGAR GETA SVO SANNARLEGA SAGT: „Þetta er okkar sundlaug" 120 bðrn í daglegri sundkennslu „Hér rfkir almenn ánægja með nýju sundlaugina og hún er mikiö notuð frá morgni til kvöids,” sagði Árni Emilsson sveitarstjóri I Grundarfiröi I samtali við Vfsi. Sundlaugin i Grundarfirði var tekin í notkun fyrir tveimur vik- um. Hún er 8x16 2/3 m að stærð og dýpiö er 1.50 þar sem hún er dýpst, en 90 cm. i grynnri endanum. Grindin er úr kross- viði og yfir hana er lagður plast- poki. Laugin er að öllu leyti unnin hérlendis. Arni sagði að almenningur hefði tekið mikinn þátt i bygg- ingu laugarinnar, bæði með fjárframlögum og sjálfboða- vinnu. Kvenfélagið og sjómenn hefðu m.a. lagt fram peninga- gjafii og börnin hefðu haldið hlutaveltur og keypt einstaka hluti til laugarinnar fyrir ágób- ann. Þá hefðu lionsfélagar, skipshafnir og fleiri lagt fram mikla vinnu við laugina. Kostnaður viö laugina er orö- inn 11 milljónir króna og hafa heimamenn lagt þá fjárhæð fram svo til einir. Hingað til hef- ur rikiö aðeins greitt 600 þúsund krónur en rikið greiðir eins og kunnugt er helming kostnaðar við slikar framkvæmdir. Við laugina hafa verið byggð- ir mjög góðir búningsklefar og eiga þeir i framtiöinni að þjóna væntanlegu iþróttahúsi jafn- framt lauginni. Umhverfis laugina er fallegt útivistar- svæði. — SJ Um I20börn fá nú daglega tilsögn I sundi f nýju sundlauginni. Aður þurfti aö leita til Ólafsvfkur með sundkennsluna. — Mynd Bænng Cesilsson, Grundarfiröi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.