Vísir - 28.10.1976, Blaðsíða 19

Vísir - 28.10.1976, Blaðsíða 19
Utvarp í vetur: Flokkur banda rískra leikrita Leikritiö sem flutt veröur i kvöld er þaö fyrsta I fiokki leik- rita eftir bandarfska höfunda og veröa 12 ieikrit i þeim flokki. Þetta er framhald af þeirri þróun sem var mótuö I fyrra, en þá var meginuppistaöan i leik- ritaflutningnum flokkur leikrita eftir norræna höfunda, þ.á.m. Ibsen, Strindberg, Kaj Munk. Eins og kunnugt er, hafa veriö og eru enn margir frábærir leik- ritahöfundar I Bandarlkjunum, og má þar t.d. Eugene O’Neill, Arthur Miller og Tennessee Williams. Bandaríkin urðu þó fyrir valinu aðallega vegna þess að á þessu ári var minnst 200 ára afmælis Bandaríkjanna. bessi 12 leikrit eru I flokkn- um: 1. Viðkomustaöur, höf. Willi- am Inge. 2. Anna Christie, höf. Eugene O’Neill. 3. í deiglúnni, höf. Arthur Miller. 4. Horft af brúnni, höf. Arthur Miller. 5. Myrkur um miðjan dag, höf. Sidney Kingsley. 6. Er á meðan er, höf. Georg S. Kaupman. 7. Brúin til mánans, höf. Cliff- ord Odetts. 8. Miðlarinn, höf. N. Richard Nash. 9. Bærinn okkar, höf. T. Wild- er. 10. Kötturinn á blikkþakinu, höf. Tennessee Williams. 11. Happy time, höf. Samuel Taylor. 12. Engill horfðu heim, höf. Ketty Frings T. Wolfe. Flutningur leikritana er fyrir- hugaður á tímabilinu 1. október 1976 til 1. október 1977. —GA Utvarp kl. 20. Marilyn Monroe lék aðalhlutverkið Hinn þekkti bandaríski leik- ritahöfundur William Inge er höfundur útvarpsleikritsins, sem hefst í kvöld kl. 20.00 það heitir á frummálinu Bus Stop, en I Islensku þýðingunni ,,Við- komustaöur”. Þýðandi er Torfey Steinsdóttir, en leikstjóri Benedikt Arnason. Með helstu hlutverk fara Helga Stephens- en, Þóra Friðriksdóttir, Rúrik Haraldsson, Ragnheiður Stein- dórsdóttir og Hákon Waage. Leikurinn gerist á annars flokks veitingastofu I smábæ i Kansas, þar sem áætlunarbill- inn vestur á bóginn hefur við- komu. Farþegarnir verða veö- urtepptir, og á svo litlum stað sem þessum hljóta kynni þeirra að verða allnáin. Þarna eru leiddar saman óllkar mann- gerðir. Við kynnumst gleði þeirra og sorgum, löngunum þeirra og áhugamálum. William Inge er fæddur .i Indenpendence I Kansas ár- iö 1913. Hann hóf feril sinn sem blaðamaður, en stundaði nám I leikritun við skóla I Missouri. Hann sækir efnivið sinn yfirleitt 1 heim bandariskrar millistéttar og lýsir persónum af næmum skilningi á sálarlifi þeirra. Fyrsta leikrit hans, „Further off from Heaven” kom 1947, en siðan komu I röð þrjú leikrit, sem hafa hlotið heimsfrægö: „Come back little Sheba” 1950. „Picnic”1953 (þaö hlaut Pulits- erverðlaun meöal annarsj og „Bus Stop” 1955. Oll slöasttöldu verkin hafa verið kvikmynduö, og þess má geta að sú fræga Marilyn Monroe lék hlutverk Cherie i „Bus Stop”. Útvarpið hefur áöur flutt eitt leikrit eftir Inge. Það er „Sum- ardagur”, sem flutt var 1965. Útvarpsleikritiö i kvöld var kvikmyndaö á slnum tima, og þá lék Marilyn Monroe aöalkvenhlutverkiö. Á myndinni er hún meö eiginmanni sinum, Arthur Miller en hann er eitt þekktasta leikritaskáld Banda rikjanna. Utvarp í fyrramólið klukkan 10.30: Óskalög sjúklinga á breyttum tíma óskalög sjúklinga eru á dag- skrá útvarpsins i fyrramáliö klukkan 10.30. Þetta er fyrsti föstudagsþátturinn, en hingaö til hafa þeir veriö á laugardög- um, fyrst klukkan eitt, en siöan fyrir hádegi. „Þetta skiptir eiginlega engu fyrir mig,” sagði Kristin Svein- björnsdóttir, sem kynnir þátt- inn. „Þetta hefur þó þau áhrif að ekki er hægt að taka þáttinn beint upp, þar sem ég er i ann- arri vinnu á þessum tima. Ég er einlægur fylgismaður beinna út- sendinga og þess vegna er ég ekki ánægð með breytinguna. „Annars gengur þetta sinn vanagang. Ég fæ 50-60 bréf fyrir hvern þátt, og les þau öll. Hjá mér er engin ruslakarfa,” sagði Kristin að lokum. —GA Kristin Sveinbjörnsdóttir hefur kynnt Óskalög sjúklinga i níu ár. Fimmtudagur 28. október 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Spjall frá NoregiIngólf- ur Margeirsson kynnir norskan djass, annar þátt- ur. 15.00 Miðdegistónleikar. Sinfóniuhljómsveit Lundúna leikur Svitu op. 10 eftir Dohnányi, Sir Malcolm Sargent stjórnar. FIl- harmoniusveitin i New York leikur Sinfóniu nr. 1 i C-dúr eftir Bizet, Leonard Bern- stein stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Ilvar eru hinir niu? Þór- arinn Jónsson frá Kjarans- stöðum flytur hugleiðingu. 17.00 Tónleikar. 17.30 Lagiö mitt Anne Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Samleikur i útvarpssal. Kjartan Óskarsson og Hrefna Eggertsdóttir leika á klarinettu og pianó verk eftir Gabriel Pierné, Louis Cahuzac og Jón Þórarins- son. 20.00 Leikrit: „Viökomustaö- ur” eftir William Inge Þýð- andi: Torfey Steinsdóttir. Leikstjóri: Benedikt Arna- son. Persónur og leikendur: Elma.... Helga Stephensen, Grace... Þóra Friðriksdótt- ir, Will Masters.... Pétur Einarsson, Cherie.... Ragn- heiður Steindórsdóttir, Ger- ald Lyman... Rúrik Har- aldsson, Bo Becker.... Há- kon Waage, Virgil Bless- ing.... Gisli Alfreðsson, Carl.... Steindór Hjörleifs- son. 21.40 Pianósónötur Mozarts (VII. hluti) Deszö Ránki leikur Sónötu i B-dúr (K333). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Minningahók Þorvalds Thoroddsens”Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor les (3). 22.40 A sumarkvöldi. Guö- mundur Jónsson kynnir tón- list úr ýmsum áttum. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. A NOIIÐ tAÐBESTA Skipholti 35 Símar: 8 13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði 8-13-52 skrifstofa VISIR visar á

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.