Vísir - 28.10.1976, Blaðsíða 14

Vísir - 28.10.1976, Blaðsíða 14
VERNDUM BÖRNIN GEGN BRUNASLYSUM e VTsm Munið, þegar um er að ræða barn.sem ekki skilurennþá allt, sem við það er sagt, að röddin, tónninn, og þaö hvernig við tök- um i barnið, hefur afgerandi þýðingu. Hrætt barn skilur illa það, sem við það er sagt. Talið rólega við barnið um hætturnar, útskýrið hvers vegna það má ekki leika sér að þessum hlut, og fáið þvi annað leikfang. Otskýr- ingar og reynsla siast smám saman inn i barnið, og það fer að skilja hvað má og hvað ekki. Asta litla er fjörmikil og dug- leg stúlka, tveggja ára siöan i vor. Eins og börnum á hennar aldrier tamt, er hún Ióða önn að uppgötva heiminn. En það er ekki nóg að skoða meö aug- unum, alla hluti þart aö snerta og velta fram og aftur. Hún kann lika orðið margar leiöir til að komast áfram. bað er auðvelt að draga út skúffur eða færa til stóla, og þá er auð- velt að komast upp á borðin. Áhuginn er mikill, en kappi fylgir aðeins forsjá tveggja ára barns, sem ekki sér alltaf fyrir orsök og afleiðingar. Dag einn, þegar mamma hennar var að hella uppá kaffi, kom Asta auga á skritinn hlut á eldhúsborðinu, sem hún þurfti fyrir alla muni að rannsaka nánar. 1 þvi, er hún reyndi að vega sig upp á eldhúsborðið, rak hún olnbogann i kaffikönnuna og trektin, sem sat illa á könn- unni, valt, og sjóöandi kaffið skvettist yfir Astu litlu. Hún hefur nú legið langar og þján- ingarfullar vikur á sjúkrahúsi, meö ljótan annan stigs bruna á herðum og handleggjum. Þetta er sorgarsaga, en þvi miður ekkert einsdæmi. 198 börn 5 ára og yngri brenndust illa á heimilum sinum s.l. ár. Þar af voru 54 börn jafngömul Astu og 49 þeirra ári yngri. 11 börn á fyrsta ári urðu einnig fyrir brunaslysum. Sum brenndust af sömu or- sökum og Ásta litla, önnur höfðu hvolft yfir sig heitum matar- pottum af eldavél, sum náð i snúruna úr hraðsuöukatlinum og dregiö yfir sig sjóðandi vatn ið, og nokkur hreinlega kveikt i sér með eldspitum eða á annan hátt komist i óvarinn eld. Fyrirbyggjum slysin. Börn hafa gaman af að fylgj- ast með i eldhúsinu, og sjá hvað kraumar i pottunum eða steikist i bakaraofninum. Snúið pottum þannig, aö sköft og höldur visi að veggnum, svo ekki sé eins auðvelt að ná i pottana. Best væri að setja hlif framan við hellurnar. Maturinn, sem settur er á borðið, er venjulega nógu heitur til að barn geti brennst illa við að fá hann yfir sig. Setjiö þvi aldrei heitan mat á borðiö þar sem barniö getur náð til. Litil börn, ættu að hafa eigin stól með borðplötu fyrir sig. Takir þú barn i fangið við matborðiö, hafðu i huga aö litlar hendur eru fljótar að gripa i sjóðandi kaffi- bolla. Eldfæri ættu auðvitað aldrei að liggja þar sem börn ná til. Strax við tveggja ára aldur getur barn kveikt á eldspitu. Barnið sér fullorðna kveikja i sigarettu eða kerti, ljósið lokkar og freistar. Reynið að kenna barninu, að eldur er hættulegur, lofið þvi að finna, að hann er heitur. Rafmagnssnúrur þurfa ekki að vera langar til þess að þær þjóni sinum tilgangi. Styttið snúrurnar og færið heldur raf- magnstækið til meöan það er i notkun. Allt of oft eru raf- magnssnúrur hángandi ofan af borðum i seilingarhæð barns. Sérstök aðgát skal höfð við straujárn, börn brennast oft af þeim. Hægt er að fá plastlok á inn- stungur i raftækjaverslunum, sem eru þannig útbúin, að börn ná þeim ekki út. Allt of oft verða slys, vegna þess að börn pota mjóum hlut inn i innstungurnar og fá i sig straum. Slik slys hafa leitt til dauða. Ræöiö við barnið um hætturnar. Hvað óttu að gera, ef barnið brennir sig? | Vatnsmeöferö viö bruna rstu viðbrögð VI sar. runa. Ef barnið þitt verður fyrir brunaslysi, komdu þvi eins fljótt og auöið er undir læknishendur. Leiðbeiningarnar hér á eftir eiga þvi aðeins við þangað til barnið kemst undir læknis- hendur. Bruni á hörundi og holdi manns stafar oftast af heitu vatni, eldi, gufu, bráönum málmi, sterkri sýru, lút o.fl. Ahrifin eru ávallt næstum hin sömu, nema hvað holdið breytir lit. Bruna má skipta i þrjú stig, eftir þvi hve djúpur hann er: EINKENNI BRUNA: 1. stig. Hörundið verður rautt. Ekkert sár myndast, en sam- fara roöanum er sviði og þroti. 2. stig. Blöðrur koma á hörund- ið, fylltar glærum vessa. 3. stig. Hörund og hold kol- brennur. Djúp sár myndast, og hið skorpna hörund verður ýmist brúnleitt eða svart. . Við minni háttarbruna á hör- undi má láta hinn brennda lik- amshluta undir væga vatns- bunu, dýfa honum i vatnsilát eða hreinan læk. Sé ekki vatn við höndina, má til bráðabirgða nota mjólk, gosdrykk, sjó eða snjó. Athugið, að framangreind ráð eru aöeins til bráðabirgða, þvi að framhald á kælingu brun- ans á að fara fram i hreinu, hálfköldu vatni (eöa ekki kaldara en svo, að þaö rétt haidi sviðanum i skefjum). ilættið ekki kælingu fyrr en sviðinn er horfinn fyrir fuilt og allt. Ef föt hylja brenndan likamshluta, er bezt að kæla allt strax, en klippa svo flikurnar frá, þegar þær eru orönar kald- ar. Athugið.að kalt eöa hálfkalt vatn er einungis notaö, þegar um takmarkað, litiö brunasvæði cr að ræða, en voigt vatn, ef um útbreiddan bruna er að ræöa. Hentugt er að láta sjúkling meö slikan bruna i kerlaug með volgu vatni. Ef notað væri kalt vatn I kerlaugina, gæti sjúk- lingurinn hlotið kuidaiost eða ofkælingu. Ef ekki er unnt aö koma við kælingu i kerlaug, vatnsbunu eöa iláti, geta bakstrar komiö að svipuðu gagni, og skulu notuð mjúk hrein, ólituð stykki, laus- lega undin úr köldu eða volgu vatni, eftir þvi sem við á. Um höfuð og háls hentar þessi að- ferð vel. Ef hrollur er i sjúklingnum, má gefa honum heita mjólk eöa súpu (ekki kaffi, áfengi eða örv- andi lyf). Einnig skal að honum hlúð með hlýjum klæönaði, nema brennda staðnum, sem helst skal vera án umbúða eða fata. Notið ekki nein smyrsl. sprengiö ekki blöörur. Snertið ekki brenndu svæöin. Við bruna á hörundi skemmist oftast fjöldi háræöa, er missa þanþol sitt, og vökvi siast út. Til bráðabirgða er reynt að mæta vökvatapi likamans með þvi að gefa sjúklingnum salt vatn að drekka, ef hann hefur rænu (1 teskeið af salti i litra af vatni og ein teskeið af bökunarsóda ef til er). Venjulegt drykkjarvatn eöa mjólk koma aö gagni, en salt- vatn er betra. Viö meiriháttar bruna er sjúklingi hætt við losti. Kæling brunans og drykkjar- gjöfin eru liðir i aö vinna gegn losti. Eldhúsið er spennandi en hœttulegt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.