Vísir


Vísir - 25.11.1976, Qupperneq 1

Vísir - 25.11.1976, Qupperneq 1
Sjálfstætt vandaé rtfci Fimmtudagur 25. nóvember 1976 ~ 288. tbl. 66. árg. y Jakob Björnsson orkumólastjóri um Kröflu: „Efnasamsetning gufunnar virðist valda tœringu í holufóðringum" „lsumum holunum hefur orð- iö vart viö efni sem viröast valda tæringu i fóörun og fóöur- rörum. Þaö er ekki búist viö aö þessi efni hafi nein áhrif á túr- binurnar sjálfar, en þau geta valdiö erfiöleikum áöur en guf- an kemur i túrbinurnar,” sagöi Jakob Björnsson orkumáia- stjóri þegar Visir spuröist fyrir um þaö hvort efnasamsetning gufunnar á Kröflusvæöinu væri talin óhentug fyrir vélar stöövarinnar. Þessarar tæringar hefur oröið vart m.a. i holu 3, sem nú er ve.riö aö ihuga viðgerð á. Sagði Jakob að vonir stæðu til að sú viðgerð tækist. Sumar holurnar treggæfar Visir skýrði i gær frá þeirri skoðun jarðfræðinga að ástæöur fyrir tregu aðstreymi aö bor- holunum gætu verið of mikill þéttleiki bergsins og suða vatns- ins i þvi. Orkumálastjóri sagði að sum- ar holurnar væru treggætar miðað við það sem gerðist ann- ars staðar. Virtist þar vera um að ræða þétt berg, en einnig réði það miklu um tregðuna hvers konarblanda vatns og gufu væri i berggöngunum að holunum. „Við viljum fá sem mesta gufu, en það er slæmt ef mót- staðan gegn blöndunni er svo mikil að gufumagn holanna verði litið. Við erum vanir þvi að fá nánast tómt vatn inn i holurnar. 1 einni holunni, holu 10, grun- ar okkur að sé eintómt vatn. Sú hola hefur byggt upp nokkuð há- an þrýsting. Það er eftir að setia útblástursstút á hana og þvi hef- ur hún ekki verið mæld, en við höfum ekki orðið varir við svo háan þrýsting i annarri holu.” Að lokum sagöi orkumála- stjóri að nú væri svolitil bið- staða i málinu, en þegar kæmi fram I desember færi að koma fram heildarmynd af svæðinu og þá færi árangurinn að koma i ljós.” — S.I Fjárveitingar fást ekki til tœkni- legrar upplýsingaþjónustu - sjá bls. 8 Félagsmiðstöðin Bústaðir vigð í dag t dag klukkan 15.30 veröur vigð stórglæsileg félagsmiöstöö, Bústaöir, i kjallara Bústaða- kirkju. Það er Reykjavikurborg sem tekur húsnæöiö á leigu af safnaðarnefnd Bústaöakirkju og kostar allar innréttingar. t félagsmiöstöðinni er stór samkomusalur, föndur- og fundaherbergi og rými til leikja, auk eldhúss. Æskulýðsráð borg- arinnar mun reka þessa félags- miðstöðog þarna rúmast um 200 gestir i senn. Stærð húsnæöisins er samtals 425 fermetrar. Hinrik Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Æskulýðsráðs, sagði i samtali við Visi I morgun, að Bústaðir væru fyrst og fremst ætlaðir fyrir fólk i næsta umhverfi. Félags- miðstöðin verður opin ákveðna daga vikunnar og reynt veröur að halda uppi sem fjölbreytt- ustu starfi. Hliðstæð miðstöð er nú rekin i Fellahelli og nýtur mikilla vinsælda. Karl Einarsson, bygg- ingameistari, hefur haft yfir- umsjón með innrétingum og hafa framkvæmdir staðið yfir nær allt þetta ár. — SG Karl Einarsson byggingameistari ásamt startsmonnum slnum aö Ijúka viö innréttingar i morgun. (Ljósm. Loftur) Tímasprengja á hafsbotni - bls. 4 Allir virðast hafa fjarvistar- sannanir vegna Kröflumálsins: „Yerða kokkarnir að axla niðurlagið?" ,,Nú er ekki vitað, hvernig fer um Kröfluvirkjun, þaö er: hvort gýs eða hvort næg gufa fyrir- finnstþar. Gerist annaö tveggja verða einhverjir teknir i karp- húsiö. Þar sem allir viröast hafa fjarvistarsannanir frá ábyrgö- inni á verkinu veröur helst aö álita aö kokkarnir viö Kröflu muni þurfa aö axla niöurlagiö.” Þannig kemst Svarthöföi aö oröi i pistli sinum i dag á blaö- siðu tvö, en hann ber yfirskrift- ina: ,,Allt til nema orkan”. Sýning á nýju aðalskipulagi Sýning á aöalskipulagi Reykjavikurborgar hcfur verið opnuö aö Kjarvalsstööum. Skipulagiö var staöfest áriö 1967, en siðan hafa veriö geröar á þvi miklar breytingar svo segja má aö búiö sé aö vinna nýtt aðalskipulag. Skipulagshópar og fjölmargir sérfræðingar hafa unnið að þessu verkefni og vafalaust eiga borgarbúar eftir að fjölmenna á sýninguna og kynna sér þessar skipulagsáætlanir. Fjölmörg greinargóó kort með skýringa- textum sýna fyrirhugaðar breytingar og gestum er vel- komið að skila athugasemdum og tillögum til breytinga, enda er ekki búið að fjalla um málið i borgarstjórn. Þeir sem vilja fá ýtarlegri upplýsingar en þarna koma fram er velkomið að koma i Þróunarstofnun Reykja- vfkurborgar og fá þar svör viö spurningum sinum. Sjá bls. 10-11. — SG

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.