Vísir


Vísir - 25.11.1976, Qupperneq 5

Vísir - 25.11.1976, Qupperneq 5
Standa heimilis- laus í brunagaddi eftir jarðskjálfta 95% SÆTANÝTING CONCORDE Vegna verkfalls ollubílstjóra I Kaupmannahöfn er nú bensln- og olluskorturinn farinn aö sverfa aö mörgum. Hús eru þar ollukynt, en meöan hér er þlöviöri er spáö 10 stiga frosti i Kaupmannahöfn, svo aö marg- ur veröur aö orna sér, eins og þessi eldri herramaöur, undir teppum og viö kertaljós. Varar við aðskilnaði Pierre Trudeau, for- sætisráðherra Canada, sagði þjóð sinni í gær að vakna til umhugsunar um þá „grimmilegu spurn- ingu", hvort landið geti veriðáfram sameinað eft- ir sigur aðskilnaðarsinna í kosningunum meðal hinna frönskumælandi ibúa i Quebec í síðustu viku. Hvatti hann alla kanadamenn til að stuðla að sameinuðu Kanadariki, sem „grundvallast á gagnkvæmri virðingu og... náungakærleik”. í sjónvarpsræðu i gærkvöldi, sagði Trudeau kanadamönnum, að ekki yrði lengur slegið á frest vandamálunum um einingu þjóðarinnar vegna næstu kyn- slóðar. „Þessi vandi er raunveruleg- ur...hann steðjar að NÚNA og krefst tafarlausra úrræða,” sagði forsætisráðherrann og bætti við siðar: ,,Ég trúi þvi að Kanada geti ekki, og megi ekki styðjast við hervald. Landið verður þvi aðeins sameinað áfram, að borgarar þess vilji búa i samfé- lagi saman.” Hann áréttaði skyldur sinar við sameinað Kanada og minnti frönskumælandi aðskilnaðarsinn- ana á, að menn gætu verið tengdir böndum, sem ristu dýpra en blóð- bönd. Þetta er fyrsta meiriháttar ræðan, sem Trudeau forsætisráð- herra flytur eftir úrslit kosning- anna i Quebec, þar sem flokkur hans, frjálslyndi flokkurinn galt mikið afhroð. Trudeau sagði, að Rene Leves- que, leiðtogi aðskilnaðarsinna, hinn nýi forsætisráðherra Que- bec, hefði ekki umboð til þess að skilja Quebec að frá sambands- stjórn Kanada. Eitt af kosningaloforðum að- skilnaðarsinna var að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu i Quebec um sjálfstæðismálið innan tveggja ára. manns. Nær öll hús bæjarins lögðust i rúst, og kviða menn þvi að allt að helmingur bæjarbúa lipfi f o rjqt Mikill Íandskjálfti varð i austurhluta Tyrklands i fyrra, en sá mældist 6,8 stig á Richter- kvarða og kostaði sá 2.350 mannslif, auk þess sem á f jórða þúsund manna slösuðust. Sá jarðskjálfti kom harðast niður á bænum Lice, sem er töluvert vestan við Kuradiye. Jarðskjálftar hafa veitt tyrkjum þungar bússifjar gegnum árin. Þeir verstu, sem þar hafa komið i manna minn- um, voru kippirnir miklu 1939, þegar 25 þúsundir létu lifið. Kippurinn i gær fannst alla leið til Armeniu. Concordeþotan, sem flýgur hraðar en hljóðið, hefur vakið hylli flugfar- þega, eftir því sem British Airways og Air France skýra frá. Hinsvegar á vélin enn erfitt uppdráttar, meðan enn er ólokið málaþrasi vegna kvartana undan hávaða frá henni. Er framtið hennar á Atlantshafsflugleiðum þvi óráðin. Concorde hefur flutt yfir 20 þús- und farþega yfir Atlantshafið sið- an 24. mai, en þá var hún sett i / olíuleysinu farþegaflug i tilraunarskyni á leiðinni milli Frakklands, Bret- lands og Washington. British Airways segir, að það hafi verið 94% sætanýting hjá þeim. Air France hrósar sér af 81% sætanýtingu, og flutti 10,751 farþega á móti 9,380 farþegum BA, enda hafði franska flugfélag- ið fleiri ferðir til Washington en það breska á fyrstu vikunum. Bæði flugfélögin segja of snemmt að gera sér grein fyrir þvi, hvort hagnaður sé af þessu flugi, þétt farmiðasalan hafi farið upp fyrir þau 65%, sem upphaf- lega var ætlað að þyrfti til þess að standa á sléttu. í þreifandi snjóbyl voru björgunarsveitir i alla nótt að leita að hugsanlegum eftirlif- endum mikils jarð- skjálfta, sem varð i austurhluta Tyrklands i gær— Það er talið, að um 3.000 manns hafi farist i honum. Jarðskjálftakippurinn mæld- ist 7,6 stig á Ricterskvarða og fundu menn til hans á 500 km. bili, en þó mest i bænum Kuradiye, þar sem bjuggu 6000 JOAN BAEZ TIL N-IRLANDS Sú vinsæla þjóölagasöngkona, friöarsinninn Joan Baez, hefur ákveðið aö láta baráttu friðarkvenna á N-trlandi til sln taka. Hún hefur boöaö aö hún muni koma fram og syngja I Belfast á næstunni og taka þátt I kröfugöngu friöarhreyfingarinnar. Sagöist hún vona, aö hennar framlag megi veröa aö liöi. Þegar björgunarsveitir hers og borgara hröðuðu sér á slys- staðinn i gær fór að snjóa, en frostið var ellefu gráður. Var það ekki til þess að bæta úr fyrir þvi fólki, sem skyndilega var svipt heimilum sinum og stóð úti slyppt. Arið 1976 er orðið eitt mesta jarðskjálftaár sögunnar. Menn vitaekkimeð vissu, hve margir hafa faristí jarðskjálftum á ár- inu, þar sem yfirvöld I Kina hafa aldrei upplýst, hve mikið tjón varð i jarðskjálftunum þar i sumar. Ferðamenn i Kina hafa giskaðá,að ekkifærrien 100.000 hafi farist þar. — Jarðskjálfti, sem varð i Guatemala i febrúar siðasta vetur, varð 23 þúsundum manna að bana. 1 "~r.............. Línudans Hinn 71 árs gamli linudansari, Kark Wallenda, er ekki á þvl að draga sig neitt I hlé, þótt aldur- inn færist yfir hann. Hér sést hann sýna á 350 feta langri llnu yfir Turnbrúnni á Tames.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.